Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Einkum og til að mynda sér í lagi eftirHelga Hálfdanarson Það er víst nokkuð góð regla að nota að öðru jöfnu sem fæst orð og sem stytzt; og má þó vel gæta þess, að ekki verði sparsemin að meinlætum. Ósköp geta mark- lausar endurtekningar verið leiðin- legar, svo sem þegar teygt er á máli með upptuggu lítilvægra setn- ingarhluta, þó með breyttum orðum sé. Furðu algengur er sá kækur að endurtaka atviksorðið einkum með því að hnýta saman í eina runu: einkum og sér í lagi. Til- gangurinn virðist sá einn að þenja mál sitt úr einu orði í fimm, úr tveim atkvæðum í sjö, hvaða hag- sæld sem af því skal spretta. Það er svo sem ekki alltaf auð- séð, hvað ræður hjá okkur orðafar- inu; að minnsta kosti kemur þar fleira til en sparsemi. Víst lætur þar til sín taka sá baldni kenjakláp- ur, sem við köllum smekk. Óg sagt er að ekki verði um hann deilt, þó að það sé raunar það eina sem hægt er við hann að gera. Þegar íslendingar vitna til dæma, hafa þeir löngum notað orðasambandið „til dæmis". Er þá sagt sem svo: Ýmsar þjóðir, til dæmis íslendingar, láta sér annt um tungu sína. Á sama hátt hefur einnig verið notað orðasambandið „til að mynda". Og enda þótt ekki sé jafn-ljóst, hvernig það er hugs- að, virðist það hafa sótt á að undanfömu á kostnað hins fyrr nefnda. Spyija mætti, hvað valdi því, að orðasamband, sem bæði er þjált og skýrt í hugsun, skuli þoka fýrir öðru, sem lengra er og samt óljós- ara. Vera má, að „til dæmis" þyki líkjast um of danska orðasamband- inu „for eksempel", sem haft er í sömu merkingu. Sé svo, mætti það kallast nokkuð öfgafull dönsku- fælni, því ótti við dönsk máláhrif, sem efla svo góða íslenzku sem „til dæmis“ eða „til dæmis að taka“, hlýtur að teljast úr hófí keyrður. Benedikt Gröndal segir frá því í Dægradvöl, að eitt sinn hafi Jón- as Hallgrímsson verið á tali við Hallgrím Scheving, sem verið hafði kennari hans í Bessastaðaskóla. Hallgxímur vitnaði mjög til dæma og sagði jafnan „til dæmis". En hvort sem Jónasi var eitthvað upp sigað við Hallgrím þann daginn eða ekki, þá greip hann einlægt fram í fyrir honum og sagði „til að mynda". Ekki er að vita, hveijum augum sjálfur Hallgrímur Scheving leit þessar leiðréttingar stráks norðan úr Öxnadal; en þó fylgir það sögunni, að honum hafi að lok- um leiðzt þær og þótt ástæða til að setja ofan í við kauða. En úr því sagan tók upp á því að lifa, og strákurinn reyndist enginn ann- ar en „ástmögur þjóðarinnar", var ef til vill við því að búast, að síðar meir létu ýmsir þessa „leiðréttingu“ sér að kenningu verða, hvað svo sem honum kann að hafa gengið til. Sagt er að einhver af nemendum Sigurðar Nordals hafi spurt hann, hvort eitthvert tiltekið orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson gæti talizt íslenzkt mál; og á þá Sigurður að hafa svarað: „Það sem Jónas hefur sagt og Konráð látið gott heita, það höfum við nú kaliað íslenzku." Hvað sem hæft er í þessari skemmtilegu sögu, sýnir hún vel áhrifavald Jónasar Hallgrímssonar á mál landa sinna, sem á annað borð gerðust honum handgengnir og voru vísir til að taka hann sér til fyrirmyndar, jafnvel þegar hann glettist í hálfkæringi. Hver veit nema ný útgáfa af Dægradvöl Benedikts Gröndals hafi orðið til að efla sókn orðasam- bandsins „til að mynda“ á kostnað orðanna „til dæmis", og hafi áhrif Jónasar Hallgrímssonar þá ef til vill orðið nokkru drýgri en hann hefur til ætlazt. lt tréverk í húsið... ...ogmdratíl ELDHÚSINNRÉTTINGAR — BAÐINNRÉTTINGAR — FATASKÁPAR — ÚTIHURÐIR — BÍLSKÚRSHURÐIR — SVALAHURÐIR — INNIHURÐIR — ARNAR — LOFTAKLÆÐNINGAR OG MARGT FLEIRA. SÝNUM AEG HEIMILISTÆKI. Kvæði Freysteins Gunnars- sonar Á þessu voru kemur væntanlega út endurútgáfa af kvæðum Frey- steins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskóla íslands. Nemendum Freysteins, sem á lífí eru og til hefur náðst, hefur verið sent bréf um útgáfuna, sem er helguð minn- ingu Freysteins. Nöfn þeirra nemenda hans sem vilja heiðra minningu hans með því að gerast áskrifendur að bókinni, verða birt í skrá framan við kvæðin. Mjög margir hafa þegar svarað bréfinu fyrir áður tilskilinn frest, en hér með er minnt á þetta aftur og skila- fresturinn lengdur til 15. apríl nk. og þess vænst að allir þeir sem vilja eiga aðild að útgáfúnni með fyrr- nefndum hætti svari fyrir þann tíma í síðasta lagi, svo að nöfn þeirra komist á skrána. Ekki hefur náðst til þeirra sem búa erlendis, en viti einhver um skólasystkini þar væri þakkarvert ef þeim yrði gert víð- vart um þessa útgáfu. Allar upplýsingar veita Andrés Kristjánsson, sími 10982, Gils Guð- mundsson, sími 15225, og Ragnar Þorsteinsson, sími 45067. (Fréttatilkynning.) MALLORKA Royal Playa de Palma Gististaður í sérflokki. (nuxvnt Feröaskrifstofa, Hallveigarstíg 1 sfmar 28388 og 28580 BÚÐIN ÁRMÚLA 17 BYGGINGAÞJÓNGSTA SÍMI84585 S V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.