Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 41 Iþróttamað- ur Akureyr- ar heiðrað- ur í dag íþróttamaður Akureyrar árið 1986 verður heiðraður i dag á ársþingi ÍBA. Afhendingin fer fram kl. 15.00 í kjallara Lundar- skóla. Nú er staðið að kjöri íþróttamanns ársins á annan hátt en áður. Hingað til hefur þriggja manna fram- kvæmdastjórn IBA ásamt fulltrúm tveggja fjölmiðla séð um kjörið en nú bætast við fulltrúar allra sérsam- banda innan ÍBA. Það eru því mun fleiri en áður sem kjósa. Iðnaðardeild- in hefur ull- armóttöku IÐNAÐARDEILD SÍS er byrjuð að taka á móti ull. Jón Sigurðar- son, framkvæmdastjóri deildar- innar, segir að það hafi verið gert í framhaldi af hækkun á nið- urgreiðslum ríkisins á ullarverði til verksmiðjanna. Jón sagði að nefndin sem ríkis- stjórnin setti á laggimir til að fara ofan í þessi mál myndi hefja störf um helgina. Hún myndi leggja mat á ágreining um raunverulegt mark- aðsverð á íslenskri ull og leggja niðurstöður sínar fyrir ríkisstjómina. í framhaldi af því myndi ríkið vænt- anlega standa við sinn hluta samkomulagsins og auka niður- greiðslurnar í samræmi við niður- stöður nefndarinnar. Tímabund- in lokun IÐNAÐARDEILD SÍS hefur ákveðið að hætta rekstri skinna- saumastofu sinnar á Akureyri, að minnsta kosti um tíma. Að sögn Jóns Sigurðarsonar, fram- kvæmdastjóra iðnaðardeildar- innar, verður smám saman dregið úr rekstrinum og hann alveg stoppaður í júní. í skinnasaumastofunni eru saumaðar mokkakápur og hefur ekki tekist að selja framleiðsluna fyrir viðunandi verð, að sögn Jóns. Er verkefnaskortur því ástæðan fyrir lokuninni. Hann sagði að áfram yrði unnið að því að afla verkefna og reynt að koma skinna- saumastofunni aftur í gang í haust. Sautján manns hefur verið sagt upp vegna stöðvunar saumastof- unnar, en Jón sagði að allir sem vildu fengju störf í öðrum deildum fyrirtækisins, enda vantaði víða fólk til starfa. Morgunblaðið/Skapti. Mánaberg ÓF 42 í Ak- ureyrar- höfn. Björn Kjart- ansson skipstjóri í brúnni á Mánabergi. Frystitogarinn Mánaberg OF 42 kominn til landsins Frystitogarinn Mánaberg ÓF 42 kom hingað til lands í vikunni frá Noregi. Togarinn hét áður Merkúr og Bjarni Benediktsson, en hann hefur nú verið í u.þ.b. sex mánuði í Brattavogi þar sem miklar breytingar voru gerðar á honum. Skipið var smíðað á Spáni 1972 og er sömu tegundar og Kaldbakur og Harðbakur, skip Útgerðarfélags Akureyringa. Mánabergið telst nú 946 tonn að stærð og verða skipverjar 26. Mánabergið hefur legið við bryggju á Akureyri síðan það kom heim vegna þess að skipið komst ekki að bryggju í heimahöfninni vegna veðurs. I dag fer það reynd- ar út í Ólafsfjörð, kemur síðan á ný til Akureyrar þar sem fyrsta veiðiferðin verður undirbúin end- anlega og sagðist Bjöm Kjartans- son, skipstjóri, vonast til að skipið færi út síðari hluta næstu viku. í Noregi var settur frystibúnað- ur í skipið, nýjar vindur og fleira. „Nú á að vera hægt að vinna flest- ar fisktegundir um borð, til dæmis rækju, því við erum með suðupott og lausfrystingu. Það á að vera hægt að fullvinna rækjuna um borð,“ sagði Bjöm í samtali við Morgunblaðið, en í byijun fer Mánabergið „á það sem gefst, þorsk, grálúðu og karfa", eins og skipstjórinn orðaði það. Björn var áður skipstjóri á Sól- bergi, sem Sæberg hf. í Ólafsfirði gerir einnig út. „Mér líst vel á nýja skipið. Það var skipt um brú á skipinu og öll tæki eru ný — og það sem ekki er nýtt, sumar innréttingar og fleira, var allt yfir- farið.“ Bjöm sagðist ákaflega óán- ægður með kvótann sem Mána- bergið fær. „Við fáum sama kvóta og meðaltalskvóti á svæði 1 er, 1200 tonn. Svæði 1 er fyrir sunn- an en við gerum út á svæði 2 og hér er kvótinn 1800 tonn. í reglu- gerðinni segir hins vegar að öll frystiskip teljist til svæðis 1. Við fáum 1.200 tonna kvóta en aðrir togarar hér fá 1.800 tonn. Aðrir frystitogarar á Norðurlandi fá líka meira en við — en það er vegna þess að þeir höfðu áunnið sér kvóta áður en þeim var breytt. Við erum því sennilega eina skip flotans sem þessi reglugerð bitnar á — eina skipið sem er ekki með sama kvóta og önnur skip á sama svæði,“ sagði Bjöm. Amar Akureyrarmeistari í skák ARNAR Þorsteinsson varð Ak- ureyrarmeistari 1987 í skák Kafað niður að Reyni EA Kafað var niður að Reyni EA 400 í gær þar sem báturinn ligg- ur á hafsbotni skammt utan við bryggjuna á Litla-Árskógssandi. Einn maður, Svavar Guðmunds- son, fórst er skipið sökk f vikunni, en lfk hans hefur enn ekki fundist. eftir einvígfi við Gylfa Þórhalls- son. Arnar sigraði í einvíginu, hlaut 2>/2 vinning gegn V2 en þeir urðu jafnir og efstir í opna flokknum með 7 vinninga af 9 mögulegum. Arnar er 19 ára og yngsti hand- hafi Akureyrarmeistaratitilsins frá upphafi. Amar varð einnig Akur- eyrarmeistari í hraðskák, vann allar sínar skákir, 18 talsins, sem er auðvitað frábær árangur. Gylfi varð annar með 16 vinninga, þriðji varð Sigutjón Sigurbjörnsson með 14 vinninga, Qórði Þór Valtýsson með 13'/2 og fimmti Jón Björgvinsson með 13 vinninga. Rúnar Sigurpálsson varð hrað- skákmeistari Akureyri þriðja árið í röð í unglingaflokki, fékk 19 vinn- inga af 22. Annar varð Magnús Teitsson með 17‘/2 vinning og þriðji Bogi Pálsson með 17. Þorleifur Karlsson sigraði í drengjaflokki, fékk I4V2 vinning af 22 mögulegum og í 2. til 3. sæti urðu Örvar Arngrímsson og Ólafur Gíslason með IOV2 vinning. Albert Sigurðsson var skákstjóri á skákþingi Akureyrar. Páll Jóhannesson. Dorgveiðikeppni á Mývatni í dag: 26 Norð- menn keppa við landann Dorgveiðikeppni verður hald- in í dag á Mývatni, eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu. Þátttakendur þurfa að skrá sig í Hótel Reynihlíð fyrir kl. 11.00 en keppnin stendur frá kl. 12.00 til 17.00. Keppt verður í barna- og fullorðinsflokki og verðlaun veitt. Meðal keppenda á morgun verða 26 Norðmenn, sem hafa dvalið við Mývatn síðan síðastlið- inn sunnudag. Hafa þeir æft sig á hverjum degi, en aflinn reyndar verið í minna lagi að sögn enda veður ekki heppilegt. Norðmenn- irnir segjast þó hafa séð mikið af fiski. Auk hinnar hefðbundnu dorg- veiðikeppni verður í dag einnig háð landskeppni íslands og Noregs. Þess má svo geta að meðal keppenda verða þrír alþingis- manna kjördæmisins, Björn Dagbjartsson, Steingrímur Sigfús- son og Guðmundur Bjarnason. Tónleikar í kirkj- unni á morgun: Guðný Guð- munds dóttir með Karamer- hljóm sveit Akureyrar Kammerhljómsveit Akureyrar efnir til sinna fjórðu tónleika á morgun, sunnudag 5. apríl, kl. 17.00 í Akureyrarkirkju. Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleik- ari og konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands, leikur einleik í fíðlukonsert nr. 3 eftir Mozart, einn- ig verður flutt hið sígilda tónaævin- týri Pétur og Ulfurinn eftir' Prokofíeff og sögumaður verður Þuríður Baldursdóttir. Jafnframt leikur hljómsveitin Valse Triste eftir Sibelius. Hljómsveitin er skipuð kennurum og nemendum Tónlistarskólans á Akureyri, en henni bætist sjö manna liðsauki tónlistamema og tónlistar- fólks úr Reykjavík. Stjómandi er Roar Kvam. Með tónleikum sínum vill hljóm- sveitin höfða til breiðs hlustenda- hóps; auk skemmtilegrar og fagurrar tónlistar gefst áheyrendum kostur á að kynnast sérkennum og blæ einstakra hljóðfæra á spennandi hátt. Fréttatilkynnlng Tvennir tónleik- ar Páls PÁLL Jóhannesson, tenór- söngvari, heldur tvo konserta um helgina. Sá fyrri er I dag í Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 16.00 og hinn síðar-i á morg- un k. 14.00 í Húsavíkurkirkju. Páll syngur lög eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson, Sigvalda Kalda- lóns, Verdi og fleiri. Undirleikari Páls er hin pólska Dorota Manzcyk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.