Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Breti leggur mál fyrir Evrópudómstólinn: Piparsveinar fái að njóta jafnréttis Luxemborg. Reuter. BRESKUR embættismaður lagði mál fyrir Evrópudómstólinn á fimmtudag og fer hann þar fram á, að piparsveinar fái að njóta jafnréttis. Embættismaðurinn, sem heitir George Newstead, fer fram á, að rétturinn úrskurði, að frádráttur bresku stjómarinnar á 1,5% af laun- um hans í sjóð ekkna og munaðar- leysingja, sé ólögleg kynjamismun- un, þar sem skattur þessi sé ekki lagður á einhleypar konur. Lögfræð- ingur hans, Anthony Lester, greindi réttinum frá því, að Newstead væri, eftir því sem hann sjálfur segði „stað- fastur piparsveinn“ og hefði alls ekki á pijónunum að kvænast. Breska stjómin segir, að fyrmefndur sjóður falli ekki undir jafnréttislög Evrópu- bandalagsins. Karlar og konur í opinberri þjónustu njóti jafnhárra launa, og karlar fái endurgreitt fé sitt, ef þeir hafi ekki kvænst eða eignast böm, þegar þeir láti af störf- um. Ekki hefur verið ákveðið, hvenær málið verður næst tekið fyrir. „Baby M“: Leigumóðirin ætlar að beijast til þraut- ar fyrir barni sínu New Jersey. Reuter. LEIGUMOÐIRIN, sem á þriðju- dag var svipt með dómi öllu tilkalli til barnsins, sem hún bar undir belti og ól samkvæmt samningi, hét því í gær með tár- in í augunum, að hún mundi berjast til þrautar til að hnekkja úrskurði réttarins. „Ég ætia ekki að gefast upp,“ sagði Mary Beth Whitehead á fjöl- mennum fundi með blaðamönnum, „ég ætla að betjast, þar til sigur vinnst. Við tökum ekki á heilum okkur sem fjölskylda, fyrr en Sara (eins og hún nefnir bamið) er kom- in heim.“ kvaðst nú þeirrar skoðunar, að banna ætti slíka leigumála. Walter Wallmann, umhverfismálaráðherra sljórnar Helmuts Kohl kanslara, i kosningabaráttunni í Hessen. Wallmann, sem áður var borgarstjóri í Frankfurt, sækist eftir embætti forsætisráðherra í sambandsríkinu Hessen, þar sem kosið verður á morgun. Kosningar í Hessen: Ítalía: Fóstureyð- ing vegna alnæmis Róm, Reuter. DÓMSYFIRVÖLD í borginni Lat- ina á Italíu hafa gefið sjúkrahúsi einu þar í borg fyrirmæli um, að 23 þriggja ára gömul kona, sem mótefni gegn alnæmisveir- unni hefur fundizt i, fái að gangast undir fóstureyðingu. Læknar sjúkrahússins höfðu áð- ur neitað konunni um að fá að gangast undir slika aðgerð. Urskurður konunni til handa var kveðinn upp, eftir að konan hafði leitað til dómstóla um aðstoð til þess að fá fórstureyðinguna fram- kvæmda. Læknar sjúkrahússins höfðu áður skýrt konunni svo fra, að ekki væri unnt að framkvæma fóstureyðinguna vegna hættunnar á því, að starfslið sjúkrahússins og aðrar vanfærar konur þar smituð- ust af alnæmi. Læknar halda því fram, að um 70% líkur séu á því, að barn konunn- ar yrði haldið alnæmi, ef það yrði í heiminn borið. Kristilegir og jafnaðar- menn bítast um völdin Þetta var í fyrsta sinn sem hún kom opinberlega fram, eftir að dóm- urinn féll í fjölskylduréttinum í New Jersey. Samkvæmt dómsúrskurðin- um var hún svipt öllu tilkalli til barnsins og á enga heimtingu á að fá að sjá það framar. „Okkur þykir mjög vænt um þetta bam og sættum okkur ekki við, að úrskurður eins dómara sé endanleg ákvörðun samfélagsins,“ sagði hún.. Kaþólikkar og ýmsar kvenna- hreyfingar hafa sakað dómarann um að hafa með úrskurðinum lagt blessun sína yfir sölu bama. Dómarinn dæmdi samninginn, sem leigumóðirin gerði við hjónin William og Elizabeth Stem, gildan. Hann sagði, að baminu væri fyrir bestu að alast upp hjá Stem-hjón- unum. Mary Beth Whitehead sagðist hafa gert sér grein fyrir því á með- göngutímanum, að hún gæti ekki látið bamið frá sér. „Mér urðu á mistök, þegar ég skrifaði undir þennan samning," sagði hún og Gengi gjaldmiðla London, Reuter KAUPGENGI Bandaríkjadals gagnvart helztu gjaldmiðlum heims á gjaldeyrismarkaði í Lon- don á hádegi í gær var með þeim hætti, sem fram kemur hér á eft- ir. Gengi ferðamannagjaldeyris er annað. Sterlingspundið kostaði 1,6085 dali. 1,8158 vestur-þýzk mörk, 2,0490 hollenzk gyllini, 1,5145 svissn. frankar, 37,58 belgískir frankar, 6,0350 franskir frankar, 1293,00 ítalskar lírur, 146,00 japönsk jen, 6,3350 sænskar krónur, 6,8100 norskar krónur, 6,8600 danskar krónur, 1,3060 kanad. dalir. Gullúnsan kostaði 418,30 dali á hadegi. Hvorugnr flokkanna hefur efni á að tapa Bonn, Reuter. FJÓRAR milljónir kjósenda í Hessen í Vestur-Þýskalandi ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar og hefur hvorugur stóru flokkanna efni á að tapa þeim. Efna þurfti til kosninganna vagna þess að hinn einstæða sam- steypustjóm jafnaðarmanna (SPD) og græningja (die Grúnen) féll vegna ágreinings um vinnslustöð fyrir plútóníum í kjamorkuver. Samkvæmt skoðanakönnunum em kristilegir demókratar (CDU) og jafnaðarmenn hnífjafnir í kosn- ingabaráttunni og helstu frambjóð- endur flokkanna em meira að segja tregir til að spá um úrslit. Kristilegir demókratar, sem em stærri flokkurinn í samsteypu- stjóminni í Bonn, em mjög nærri því að geta myndað sams konar stjóm með fijálslyndum (FDP) í Hessen, sem löngum hefur verið talið vígi jafnaðarmanna. Vinnslustöðin, sem styrrinn stóð um, hefur orðið að miklu kosninga- Sovétríkin: máli og bæði græningjar, sem era andvígir kjamorku, og jafnaðar- menn krefjast þess að henni verði lokað. Sérfræðingar segja að ekki þurfi nema 200 þúsund kjósendur, sem fylgt hafa jafnaðarmönnum, en em óánægðir með hvað flokkurinn hef- ur sveigst til vinstri, að yfirgefa flokk sinn til þess að CDU nái völd- um í Hessen, sem er í miðju Vestur-Þýskalandi og státar m.a. af Frankfurt, miðstöð landsins í fjármálum. Aftur á móti hafa skoðanakann- anir í bæði þing- og ríkiskosningum síður en svo verið nákvæmar upp á síðkastið og minnsta skekkja get- ur kostað CDU og FDP sigur. Kristilegir demókratar halda enn um stjómvölinn ásamt FDP eftir þingkosningamar í janúar, en þeir misstu þó fylgi. Litið hefur verið á nýlegar tillögur um skattalækkanir sem glaðning fyrir hina ríku, en þær hafa ekki laðað kjósendur, sem hafa minna milli handanna, að CDU. Walter Wallman, umhverfísmála- ráðherra stjómarinnar í Bonn, er forsætisráðherraefni CDU í Hessen. Hann var eitt sinn borgarstjóri í Frankfurt og naut þá mikillar lýð- hylli. En ýmsir kjósendúr hafa gagnrýnt hann fyrir að ákveða að sitja áfram í ráðherrastóli í höfuð- borginni og halda fram að hann hafi þar með gefíð til kynna að hann taki kosningamar ekki alvar- lega. Jafnaðarmenn hafa litla ástæðu ' til að fagna kosningunum, sem í upphafí átti að halda síðar á þessu ári. Flokkurinn fékk verstu útreið í aldarfjórðung í þingkosningunum og hefur sundmng ríkt vegna inn- anbúðadeilna. Miklar deilur spunnust af því að Bandarískur hermað- ur fær pólítískt hælí Washington, Reuter. BANDARÍSKUM hermanni hef- ur verið veitt pólitískt hæli í Sovétríkjunum, að sögn Gennad- ys Gerasimov, talsmanns ut- anríkisráðuneytisins. Varnar- málaráðuneytið bandaríska segir að mannsins hafi verið saknað frá 2. mars. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði að 22 ára gamals hermanns, Wades Evan Roberts, væri saknað. Gerasimov hinn sovéski tilkynnt á fímmtudags- kvöld að Roberts og konu hans hefði verið veitt pólitískt hæli í Sovétríkjunum. Bandaríkjaher hef- ur nú bætt nafni hans á lista liðhlaupa en í tilkynningu vamar- málaráðuneytisins sagði að enn væri ekki unnt að staðfesta með óyggjandi hætti að um sama mann væri að ræða. Roberts var óbreytt- ur hermaður í stórskotaliðinu og hafði hersveit hans aðsetur í Giesen í Vestur-Þýskalandi. Gennady Gerasimov sagði að þau hjónin væm nú í brúðkaupsferð í Sovétlýðveldinu Túrkmenía. Sagði hann að Roberts hefði verið liðs- maður hersveita Bandaríkjahers í Vestur-Þýskalandi og að æðstaráð Sovétríkjanna hefði ákveðið að veita þeim hjónum pólitískt hæli þar eð Roberts hefði verið ofsóttur vegna skoðana sinna. í júlí í fyrra hvarf óbreyttur bandarískur hermaður að nafni Hugo Almeida Romeu af sjúkrahúsi í Bad Cannsatt í Vestur-Þýska- landi. Rúmum mánuði síðar skaut hann upp kollinum í heimalandi sínu, Kúbu. Bandarískir embættis- menn sögðu ástæðu stroksins vera þá að Romeu hefði verið óánægður í starfí. Hann hafði numið læknis- fræði og var honum misboðið er honum var falið að þrífa gólf sjúkra- hússins. Willy Brandt, formaður flokks jafn- aðarmanna, skipaði Margaritu Mathiopoulos, sem hefur grískan ríkisborgararétt og er óflokksbund- in, í stöðu blaðafulltrúa flokksins. Deilunni lyktaði með rifrildi um hæfni leiðtogans til að gegna for- mennsku og í síðustu viku sagði Brandt af sér. Jafnaðarmenn í Hessen þurftu síst á afsögn for- mannsins að halda rétt fyrir kosn- ingar. Þótt jafnaðarmenn hafi skipað Hans-Jochen Vogel eftirmann Brandts með hraði, telja kosninga- stjórar CDU að vandamál andstæð- inganna muni kosta þá allt að tveggja prósenta fylgi. Græningjum virðist munu vaxa fískur um hrygg og er þeim spáð tíu prósenta fylgi. Joachim „Josch- ka“ Fischer, sem var umhverfís- málaráðherra í síðustu stjóm Hessen og stjómarsamstarfíð strandaði á, leiðir græningja í kosn- ingabaráttunni. Þeir kveðast reiðu- búnir til að mynda stjóm með SPD á nýjan leik, en krefjast þess að plútóníum-vinnslustöðinni verði lokað. Jafnaðarmenn kveðast hlynntir því, en forsætisráðherra- efni þeirra, Hans Krollmann, segir að málið sé ekki svo einfalt. Samkvæmt vestur-þýskum lög- um er það ekki stjómarinnar í Hessen að ákveða hvort starfsemi vinnslustöðvarinnar verðu hætt, heldur stjómvalda í Bonn. Þar er Wallmann umhverfismálaráðherra og hann er ákveðinn í að halda verksmiðjunni gangandi. Kosið verður í fimm ríkjum þýska sambandslýðveldisins á þessu ári. í Rheinland-Pfalz, sem er vígi kristi- legra demókrata, og Hamborg, þar sem enginn einn flokkur var þess umkominn að mynda stjóm eftir kosningar í nóvember, verður geng- ið að kjörborðinu 17. maí. í borginni Bremen, minnsta ríki í Vestur- Þýskalandi, og Schleswig-Holstein verður kosið 13. september. Jafnað- armenn hafa löngum verið sterkir í Bremen, en í Schleswig-Holstein er gert ráð fyrir að stjóm CDU sitji áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.