Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 25 Albert féll á prófinu Það mun þjóðin ekki gera eftir Sigurbjörn Sveinsson Fyrrverandi ráðherra fjár- og skattamála verður uppvís að meintu skattamisferli. Hann staðfestir sjálfur, að greiðslur hafi ekki skilað sér til skatts og segir af sér ráð- herradómi í kjölfar þess. Flokkur hans sættir sig við orðinn hlut með því að hrófla ekki við honum í efsta sæti lista hans í Reykjavík. I um- ræðum í kjölfarið staðfestir formað- ur flokksins, að ekki verði um frekari ráðherradóm að ræða í ljósi þess, sem gerst hafi. Ráðherrann fyrrverandi og stuðningsmenn hans ærast. Flokkur er stofnaður. Reynt er að bjóða fram í öllum kjördæm- um. Spjótum er beint að gömlum félögum. Allt vegna mistaka, sem gengizt hefur verið við. Eini mál- efnaágreiningurinn virðist um það, hvort láta eigi meint skattamisferli ráðherra í stjóm landsins átölulaus. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því. Þar við situr. Á undanförnum ámm hafa kröf- ur orðið æ háværari í þá átt, að menn í opinberu lífi taki frekari pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum. Almenningur hefur talið það meðal ávirðinga stjórnmálamanna og eina af ástæðum þess, að dregið hafi úr virðingu þeirra og trausti, að þeir hafi átt hægt um vik að nota sér aðstöðu sína einkahagsmunum sínum til framdráttar og gert það. Raunar hafi þetta þótt svo sjálfsagt í þeirra hópi, að gilt hafi svokölluð samtrygging, þegar erfið mál af þessu tagi hafi komið upp á yfir- borðið. En hvað um það. Rödd kemur upp í hópnum, sem slær á nýja strengi, gerir nýjar kröfur, kröfur, sem minna á sjónarmið almennings í þessum efnum. Formaður Sjálf- stæðisflokksins gengur fram fyrir skjöldu og segir einfaldlega: „Svona gerir maður ekki án þess að standa reikningsskil gjörða sinna. Eru skyldur ráðherrans því meiri en hins almenna borgara, að hann er sjálfur ábyrgur um framkvæmd þessara mála og fer með þau í umboði þjóð- arinnar." Formaður Sjálfstæðis- flokksins beitir sér persónulega fyrir afsögn ráðherrans í samræmi við þessi sjónarmið, en ráðherrann þæfir málið, þar til það er komið í eindaga. Eftirleikinn og þá orrahríð, sem honum fylgdi, þekkja allir. Lögð hefur verið áherzla á sið- ferðislegt gildismat í þessu efni og kemur það auðvitað fyrst. En það þarf líka siðferðisþrek til að taka á máli sem þessu, og það vantaði svo sannarlega ekki að þessu sinni. Það er ljóst, að með því að taka á þessu máli með þeim hætti, sem Þorsteinn Pálsson gerði, var hann ekki að þjóna skammtíma hagsmunum sínum eða Sjálfstæðisflokksins í pólitísku tilliti. Hvernig sem mál velktust, hlutu þau að gera kom- andi kosningabaráttu erfiðari á alla lund fyrir flokkinn. Nei. Það voru langtíma hags- munir íslenzku þjóðarinnar, sem réðu mestu um framvindu þessa. Þjóðin fékk skýr skilaboð. Þau skilaboð þurfti hún að fá og eftir þeim skilaboðum hafði hún beðið lengi. Það var auðvitað í þágu þjóð- arinnar, að hún fengi að vita, hverjar kröfur væru gerðar til for- ystumanna hennar og að hún gæti á þá treyst um leiðsögn. Mikilvægi þess, að hnykkt skyldi á þessu, kemur gleggst í ljós, þegar viðbrögð minni hluta fólks eru skoð- uð. Algengustu mótbárur við atburðarásinni hafa verið eitthvað á þá lund, að þetta gerðu allir eða að upphæðin væri svo lítil, að hún skipti engu máli. Þetta sýnir auðvit- að, hversu nauðsynlegt það var að hrinda þessari umræðu af stað. Hvort sem við viljum kalla þessi viðhorf „umburðarlyndi“ eða „spill- ingu“, þá eru þau fjarri því að vera rétt, þegar þau leiða til hirðuleysis með skattframtöl og skaða þannig á beinan hátt samborgara okkar. Þjóðin mun átta sig á þessu. Háskólinn XXI: REIKNISTOFNUN eftirÞórð Kristinsson Reiknistofnun háskólans var sett á stofn árið 1976, en tólf árum fyrr hafði tölvuöld hafið innreið sína á íslandi er tölvunotk- un hófst við háskólann með IBM 1620-tölvu, sem Raunvísinda- stofnun háskólans notaði við reikniþjónustu sína. Þannig eru ekki liðin nema rétt rúm tuttugu ár síðan tölva var fyrst tekin í notkun hér á landi. Og svo ör var þróunin, sem hún reyndar er enn, að tölva þessi var orðin úrelt við stofnun Reiknistofnunar og gefin Þjóðminjasafninu 1976, einungis tólf vetra gömul. Við tók ný véla- samstæða, IBM 360/30-rafreikn- ir, sem IBM á íslandi gaf háskólanum endurgjaldslaus af- not af um fjögurra ára skeið; tvær aðrar gjafir fylgdu með, annars vegar 35 þúsund dollarar til efl- ingar menntun og vísindum á sviði gagnavinnslu með rafreiknum og hins vegar var stofnaður Rann- sóknasjóður IBM vegna Reikni- stofnunar háskólans og skyldu viðhaldsgjöld nýju tölvusamstæð- unnar renna í sjóðinn. Auk þessara gjafa, sem renndu styrk- um stoðum undir starfsemi Reiknistofnunar strax í upphafi, gáfu ríkisbankarnir stofnuninni tölvuteiknara og var keypt sérstök tölva til að stjórna honum suma- rið 1977. Því má svo bæta við að árið 1986 gaf IBM á íslandi há- skólanum til fullrar eignar og yffirráða tölvubúnað til tenginar við tölvunet háskóla og vísinda- stofnana í Evrópu, en net þetta kallast á ensku European Aca- demic and Research Network, eða EARN í gælu — og er tilgangur þess að hvetja til og auðvelda miðlun á tæknilegum og vísinda- legum upplýsingum milli mennta- og vísindastofnana í Evrópu og um heim allan. Hefur búnaðurinn nú verið settur upp. Þróun í tölvubúnaði hefur verið mjög ör, svo sem öllum er kunn- ugt, hvort sem þeim er um slíka gripi gefíð eða ekki og notkun sívaxandi ár frá ári. Reiknistofn- un hefur í mörgu gegnt þar forystuhlutverki og eru nú þrjár öflugar tölvur í eigu stofnunarinn- ar, VAX 11/780, VAX 11/750 og IBM 4341 og nemur saman- lagt minni þeirra 25 Mb og heildardiskrými er 3,2 Gb. Við tölvumar eru tengdar 180 út- stöðvar víðs vegar um svæði háskólans og einnig eru ýmis fyr- irtæki og stofnanir utan skólans tengdar tölvunum. Reiknistofnun er sjálfstætt fyr- irtæki í eigu háskólans og er hlutverk hennar þjónusta fyrst og fremst; rekstur tölvu og þjónustu- verkefni á sviði tölvuvinnslu og reiknifræði. Hún annast rekstur reiknimiðstöðvar við háskólann til úrvinnslu verkefna fyrir nemend- ur og starfsmenn skólans og stofnana hans; annast reikniþjón- ustu fyrir aðilja utan skólans og gegnt fyrir námskeiðum og fyrir- lestmm til kynningar á nýjungum og gefur út leiðbeiningarrit, auk þess sem hún fæst við hver þau verkefni önnur sem stuðla að efl- ingu þjónustustarfsemi stofnun- arinnar. En þótt hlutverkið sé einkum þjónusta hefur stofnunin að eigin fmmkvæði unnið að ýmsum hag- nýtum rannsóknar- og þróunar- verkefnum á fjölmörgum sviðum. Viðfangsefni af þessu tagi em m.a. verkefni tengd íslensku máli, s.s. þróun ritvinnslubúnaðar og athuganir, samanburður og aðlög- un á erlendum búnaði og kerfum; verkefni á sviði netkerfa og sam- tenginga tölva, t.d. þróun og hönnun almenns upplýsinganets fyrir háskólann, í samvinnu við Upplýsinga- og merkjafræðistofu Verkfræðistofnunar; þróun upp- lýsingabanka fyrir iðnfyrirtæki í samvinnu við Upplýsingaþjónustu Rannsóknaráðs; þróun ýmissa teikniforrita og þátttaka í athug- unum og kynningum á stöðlum fyrir tölvuteikningar ásamt ýms- um öðmm aðiljum; upplýsinga- söfnun um ýmis kennsluforrit og þróun stundatöflukerfis og náms- ferilskerfis fyrir áfangaskóla; þróun reiknilíkans af daglegu pakkningavali í frystihúsi, í sam- vinnu við Verkfræðistofnun; og loks má nefna þátttöku í mörgum rannsóknarverkefnum annarra aðilja við tölfræðilega úrvinnslu, úrtaksgerð og fleira, svo sem víða hefur komið fram í þessum pistl- um. Fram til þessa hafa tekjur stofnunarinnar af þjónustu við háskólann og aðilja utan hans nægt til reksturs og ijárfestinga, en verðskrá innan skólans er helmingi lægri en utan hans, þar sem fylgt er almennu verðlagi. Helstu viðskiptavinir Reikni- stofnunar innan háskólans vom framan af einkum þrír, verk- fræði- og raunvísindadeild, við- skiptadeild, sem notuðu tölvur í kennslu og rannsóknum, og svo stjómsýsla skólans. Mikil breyting er nú að verða á notkunarsviði tölvunnar með sívaxandi notkun örtölva hjá flestum deildum og stofnunum háskólans við kennslu og rannsóknir, en aukningin hefur orðið mjög hröð hin síðustu ár og tekið til æ fleiri fræðigreina. Mun sú breyting, sem þegar er að nokkm orðin, en þó enn varla nema í miðjum klíðum, sennilega draga nokkuð úr þeim verkum, sem hingað til hafa réttlætt sam- eiginlegan rekstur á tölvubúnaði og þjónustu. Á þetta einkum við um ritvinnslu, sem betur er fyrir komið á smærri einkatölvum en stærri sameiginlegri tölvu; á móti koma hins vegar nýjar áherslur og notkunarsvið, sem krefjast tenginga á milli örtölva og mið- stöðvar sem hefur á hendi teng- ingar, tæknilega þjónustu, geymir gagnasöfn og getur framkvæmt mjög umfangsmikla útreikninga og gagnavinnslu. Dæmi um slík notkunarsvið eru grafík, gagna- bankar, tölvupóstur og tölvuþing, en á tölvuþingi geta menn sem staðsettir eru víðs vegar í veröld- inni skipst á skoðunum, hugmynd- um og upplýsingum án þess að hverfa frá vinnustöðvum sínum. Því má reikna með að stofnunin verði áfram um næstu framtíð miðstöð og meginuppspretta tölvuvæðingar við háskólann. Höfundur er prófstjóri við Há- skóla íslands. Signrbjörn Sveinsson „Rödd kemur upp í hópnum, sem slær á nýja strengi, gerir nýj- ar kröfur, kröfur, sem minna á sjónarmið al- mennings í þessum efnum. Formaður Sjálf- stæðisf lokksins gengur fram fyrir skjöldu og segir einfaldlega: „Svona gerir maður ekki án þess að standa reikningsskil gjörða sinna. Eru skyldur ráð- herrans því meiri en hins almenna borgara, að hann er sjálfur ábyrgur um fram- kvæmd þessara mála og fer með þau í umboði þjóðarinnar.“ Ráðherrann féll á prófinu. Það er ástæðulaust fyrir stóran hóp sam- borgaranna að fylgja honum í fallinu. Alvaran er of mikil til þess. Það eru margar aðrar leiðir betur færar til að bæta þjóðfélag okkar, en að greiða skattamisferli atkvæði sitt á kjördegi. Höfundur er læknir. Hagþenkir mótmælir mis munun í úthlut- un starfslauna STJÓRN launasjóðs rithöfunda hefur nýlega úthlutað starfs- launum til 81 höfundar, alls 11,9 milljónum króna. Eins og undan- farin ár fengu örfáir fræðirita- höfundar starfslaun. Almennur félagsfundur í „Hag- þenki — félagi höfunda fræðirita og kennslugagna", haldinn 12. mars, mótmælir þeirri starfsreglu sem enn virðist beitt af stjórn sjóðs- ins og hefur verið orðuð þannig í bréfi til félagsins að fylgt sé „ ... þeirri meginreglu að veita ekki fé til vísindarita eða fræðirita ...“ Slík starfsregla samræmist ekki 3. grein laga um sjóðinn þar sem tek- ið er fram að „Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita." Hún sam- ræmist heldur ekki sanngimiskröf- um vegna þess að sé slíkri reglu beitt hafa höfundar alþýðlegra fræðirita svo til enga möguleika á styrk til starfa úr neinum opin- berum sjóði og þeim að því leyti gert örðugra að helga starfínu krafta sína en öðrum íslenskum höfundum. Slík mismunun höfunda samræmist heldur ekki ábyrgri menningarstefnu þar sem þróun íslenskrar tungu og menningar er ekki síst háð því hversu góð verk eru skrifuð um þau fræði sem þarf að fjalla um á íslensku, s.s. sögu, tungu, listir og bókmenntir þjóðar- innar, menntun, atvinnulíf, stjórn- mál og tækni eða náttúru landsins. Fundurinn fagnar því að launa- sjóður rithöfunda fékk til úthlutun- ar nokkm meira fé en undanfarin ár og væntir þess að sjóðurinn verði efldur enn frekar með því að stofn- uð verði ný deild innan hans ætluð fræðirithöfundum og þar með verði tryggt að sjóðurinn starfí í sam- ræmi við þau lög sem um hann gilda. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans! ' Blaðburðarfólk óskast! AUSTURBÆR GRAFARVOGUR Hverfisgata63-115o.fl. Gerðhamrar Sóleyjargata Dverghamrar Óðinsgata Lindargata 1-38o.fl Hverfisgata 4-62 o.fl. Bergþórugata Síðumúli Skólavörðustígur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.