Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 69 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Enginn leikur er auðveldur MorgunblaðiðA/IP • Var ekki boltinn hérna einhvers staðar að þvælast? Úr leik Vals og Aftureldingar um 3. sætið í 4. flokki. Karfa: Ekki tapað í þrjú ár ANNAR FLOKKUR ÍBK í körfu- knattleik hefur haft ótrúlega yfirburði í íslandsmótinu f vetur og unnið alla sína leiki af miklu öryggi. Stelpurnar sem skipa þennan flokk hafa gert gott betur því þær hafa ekki tapað leik í yngri flokka keppni í þrjú ár. Fyrirliði þessa flokks er Björg Hafsteinsdóttir og var hún spurð hverju hún þakkaði þennan frá- bæra árangur. „Við byrjuðum ungar að æfa og höfum haldið hópinn vel utan vallar sem innan. Við höfum fengið góða þjálfun strax frá fyrstu æfingu sem er mjög mikilvægt. Það má því segja að hjá okkur hafi verið lagð- ur betri grunnur en hjá flestum þeirra stelpna sem við erum að keppa við,“ svaraði hún. Flestar keppa ÍBK-stelpurnar Ifka með meistaraflokki og sumar eru ennþá gjaldgengar í þriðja flokki. Því þarf ekki að koma á óvart að þær spila körfubolta næstum á hverjum einasta degi. Björg var innt eftir hvort ný- krýndir íslandsmeistarar ætluðu ekki að gera sér einhvern daga- mun í tilefni af titlinum. „Úrslita- leikurinn í bikarnum í 2. flokki verður á morgun og í meistara- MorgunblaðiSA/IP • Björg Hafsteinsdóttir fyrir- liði hins sigursæla liðs ÍBK í körfubolta. flokki á föstudaginn og erum við í úrslitum í báðum þessum leikj- um. Það verður því ekkert kæruleysi tyrr en þessum leikjum er lokið. Á föstudagskvöldiö er síðan lokahóf KKÍ og þar mætum við að sjálfsögðu hressar," sagði Björg að lokum. - segirLeó Hauksson fyrirliði Fram „VIÐ HÖFUM æft næstum hvern einasta dag í hálfan mánuð fyrir úrslitakeppnina þvf við ætluðum okkur að vinna,“ sagði Leó Hauksson, fyrirliði 4. flokks Fram í handknattleik, þegar hann var tekinn tali eftir að lið hans hafði tryggt sór íslandsmeistaratitilinn. Með þessum sigri náðu Framar- ar að verja íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki, en skyldi það hafa verið erfitt? „Leikurinn við Val og úrslitaleik- urinn voru mjög erfiöir. Við unnum Val með einu marki þannig að ekki mátti tæpara standa. Annars hafa margir leikir í vetur verið mjög jafn- ir og spennandi. Við höfum verið í fyrstu deild allt mótið og því var í raun enginn leikur auðveldur. Deildarfyrirkomulagið er að þess- um sökum miklu meira spennandi og skemmtilegra," svaraði Leó þessari hugleiðingu blaðamanns. Leó gengur upp í þriðja flokk fyrir næsta keppnistímabil og hann var spurður hvernig honum litist á baráttuna þar. „Mér líst vel á hana því við í Fram erum með sterkan mann- skap. Sama mannskap og vann titilinn í fjórða flokki í fyrra. Við ættum því að geta gert góða hluti næsta vetur og stefnum að sjálf- sögðu að íslandsmeistaratitli eins og venjulega," sagði Leó að lokum. MorgunblaÖiÖA/IP • Stjarnan í Garðabæ á marga mjög efnilega handknattleiksmenn. Hér er einn þeirra f glæsilegri skotstöðu. Glansleikur hjá Fram gegn Tý í síðari hálfleik — tryggði þeim íslandsmeistaratitilinn ífjórða aldursflokki pilta URSLITALEIKURINN í 4. flokki karla á íslandsmótinu f hand- knattleik var á miili Týs, Vest- mannaeyjum og Fram. Týrarar, sem komu allra liða mest á óvart í úrslitakeppninni, urðu efstir í A-úrsNtariðli. Reyndar var keppn- in f þeim riðli mjög jöfn og spennandi. Þrjú lið af sex f þeim riðli fengu jafn mörg stig og þvf réð innbyrðis viðureign félaganna röðinni í þrjú efstu sætin. Framm- arar unnu B-úrslitariðilinn með fullu húsi stiga. Vestmanneyingarnir tóku strax í byrjun tvo Frammara úr umferð, en það kom samt ekki í veg fyrir að þrjú fyrstu mörk leiksins voru Frammara. Týrarar eru þekktir fyr- ir annað en að gefast upp og þeir náðu að minnka muninn í 3:2. Eins marks forysta Fram hélst út fyrri hálfleikinn og var staðan 6:5 þegar flautað var til leikhlés. í fyrri hálfleik léku Vestmanney- ingarnir mjög skynsamlega, þeir spiluðu langar sóknir og brutust gegnum hávaxna Framvörnina því erfitt var að koma langskotum framhjá þeim mikla múr. Þetta leiddi til þess að Frammarar urðu mjög bráðir í sókninni og glutruðu oft boltanum úr höndum sér. í síðari hálfleik spiluðu Framm- arar mun skynsamlegar. Þeir iétu boltann ganga meira og sóknir þeirra voru lengri. í þessum hálf- leik sýndu þeir frábæran hand- bolta. Við þennan glansleik réðu Týrarar ekki og Frammarar sigu því fram úr. Lokatölur leiksins urðu 14:9. Frammarar eru vel að þessum sigri komnir, þeir eru með mjög gott lið. Bestan leik í úrslitaleiknum áttu Jason Ólafsson, sem er óvenju öflug skytta af svona ungum leik- manni að vera, Ragnar Kristjáns- son, sem batt vörnina vel saman og hlífði sér hvergi, og markmaður- inn Sigurður Þorvaldsson, sem varði tíu skot í leiknum, þar af eitt vítakast. Týrarar geta verið stoltir af árangri sínum. í úrslitaleiknum voru þeir atkvæðamestir Huginn Egilsson og Einar Þór Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.