Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1987 67 Klám: Greinargott kennsluefni í kvenfyrirlitninsru Kæri Velvakandi. •/ V—J Nafnlaus maður sem kallar sig Athugulan skrifar langt mál í Velvak- anda 25. mars þar sem hann gagn- rýnir gerðir og málflutning kvenna þeirra sem starfa í hópnum Konur gegn klámi. Tvennt er það sem hann andmælir sérstaklega. Hið fyrra það að konumar vaði í villu þegar þær telja karlablöð eins og Hustler og Penthouse klámblöð og hið síðara að þær fari með staðlausa stafi þegar þær halda því fram að samband sé milli kláms og kynferðisglæpa. Við undirritaðar störfum allar í umrædd- um kvennahópi og ætlum hér að svara Athugulum. Við hefðum fremur kosið að eiga orðastað við nafn- greindan mann og skiljum ekki hvers vegna Athugull kýs að dyljast úr því að hann telur sig vilja hafa „heldur það sem sannara reynist" eins og Ari fróði-forðum. En svo er margt sinnið sem skinnið. Skilgreiningar á klámi Athugull birtir í bréfi sínu 210. grein hegningarlaganna þar sem þess er getið hvaða viðurlög eru við því að birta á prenti klám eða dreifa því. Síðan segir hann að hugtakið klám sé hvergi skilgreint í íslenskum lögum en Hæstiréttur íslands hafi viðurkennt eða orðið sammála um tvenns konar skil- greiningu á hugtakinu. Önnur er á þá leið að klám á mynd sé það þegar kynfæri tveggja sjáist í sam- farastellingum og hin að sé um að ræða misþyrmingu á kynfærum manna þá skuli það teljast klám. Telur Athugull að hvorugu þessu sé'til að dreifa í blöðum þeim sem hér um ræðir og fást í íslenskum bókabúðum heldur eru rit þessi, segir hann, „flest með myndum af nöktu fólki án þess að frekari tilfær- ingar séu á myndunum". Hér er margt að athuga. Þó að hugtakið klám sé hvergi skilgreint beinlínis í íslenskum lögum segir 209. grein hegningarlaganna flest sem segja þarf. Hún er svona: „Hver sá sem með lostugu athæfí særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 3 árum, varðhaldi eða sektum". Þessi skilgreining nægir. Þegar ber fyrir augu manna eða eyru eitthvað það sem særir blygðunarsemi þeirra, hvort heldur það er bert fólk á almannafæri eða myndir af fáklæddu fólki í óviður- kvæmilegum stellingum, þá er það klám að okkar mati. Það er hægt að skilgreina hug- takið klám á fleiri vegu og það hefur verið gert. Sú skilgreining sem við notum mest er svona: „Klám er hvert það efni sem Iýsir eða sýnir, viðurkennir og sam- þykkir ýmis kynferðislega niður- lægingu eða misnotkun á fólki. Þetta fólk er nær undantekningar- laust konur eða böm og því má segja fullum fetum að klám sé allt það efni sem viðurkennir og sam- þykkir kynferðislega niðurlæg- ingu og misnotkun á konum og börnum“. (Take back the Night ed. Laura Lederer, 1980.) Eins og tilvitnunin í orð Athug- uls ber með sér er svo að sjá að myndirnar í blöðunum sem fást á íslandi séu aðeins af nöktu fólki og þá trúlega jafnt af körlum sem konum. Ósköp fallegar og sakleys- islegar myndir þar sem Adam og Eva Ieiðast hönd í hönd, saklaus og sæl. Þetta eru mikil ósannindi. Myndimar í umræddum blöðum eru fyrst og fremst af konum og ekki aðeins af nöktum konum heldur konum í klámfengnum og niður- lægjandi stellingum. Einkum er myndavélinni beint að bijóstum kvenna og kynfærum þeirra. Mynd- ir af nöktum körlum em afar fáséðar og karlar em alls ekki hlut- gerðir og lítillækkaðir ef þeirra er getið annað hvort í mynd eða máli. Til að skýra þetta betur ætlum við að lýsa lítillega tveimur myndum í nýlegum blöðum sem fást eða hafa fengist í flestum bókabúðum á landinu. Ljóshærð stúlka, nakin að öðm leyti en því að hún er í hvítum sokk- um upp á mið læri, krýpur á íjórum fótum í lágu baðkari. Endaþarmsop og kynfæri glennast sundur og em í forgmnni myndarinnar sem nær yfír hálfa síðu. Stúlkan styður hönd- unum á brún baðkarsins og hangir niður með fremri hluta Ifkamans en lítur um öxl til ljósmyndarans með tómlegu augnaráði. Bijóstin em afar stór og lafa niður undir botn baðkarsins. Þessi mynd er úr tímaritinu Pent- house og ef þetta vekur ekki blygðunarsemi kvenna, skömm þeirra og reiði þá vitum við ekki hvað gerir það. Hin myndin er forsíðumynd Hustlers. Upp úr risastórri hakka- vél stendur neðri partur af konu, nakinn að öðm leyti en því að á fótunum em hælaháir skór. Blóðug- ar kjöttægjur koma út úr hakkavél- inni og á diski fyrir framan hana er kjötkássa, blóðug og hrá. Þessi mynd vekur ekki aðeins blygðunarsemi kvenna heldur bæði viðbjóð þeirra og skelfíngu. Klám og ofbeldi Eins og þegar hefur verið sagt telur Athugull okkur fara með rangt mál þegar við bendum á tengsl kláms og kynferðisglæpa. Ber hann fyrir sig fræðibókina Sociology eftir Ian Robertson þar sem segir að neytendur kláms skað- ist í engu af þeirri neyslu og verði heldur ekki hættulegir öðram af þeim sökum. Þvert á móti, segir í bók þessari, geta menn fengið útrás fyrir hugsanlegar afbrigðilegar til- hneigingar með klámneyslu. Klámið er því e.k. meðal. , Þessu er til að svara að umrædd bók er bæði gömul og úrelt og það er alllangt síðan háskólar í grann- löndum okkar (og líka Háskóli íslands) hafa lagt hana niður sem kennslubók. í bókinni er bæði að fínna kynþáttafordóma og fordóma gagnvart konum. Fræðilegt gildi hennar er því vægast sagt lítið ef nokkurt í þessu tilliti. Hvað varðar „útrásarkenning- una“ þá var þeirri kenningu einmitt mikið haldið á loft þegar verið var að gefa klámið laust á öðmm Norð- urlöndum og víðar í Evrópu fyrir 15—20 ámm. T.d. lögðu Danir mik- ið upp úr kenningunni en viður- kenna nú fúslega að reynsla hefur orðið þveröfug við það sem ætlað var. Því meira af klámi, þeim mun fleiri kynferðisglæpir. Því svæsnara klám, þeim mun óhugnanlegri glæpir. Við vonum bæði að Athugull og aðrir þeir sem kunna að lesa þetta hafí nú áttað sig á því að herrablöð- in sem blasa hvarvetna við í búðum em ekki eins og hver önnur saklaus myndatímarit. Þetta era klámblöð þar sem konur em skipulega mis- notaðar og niðurlægðar bæði í máli og myndum. Þetta er greinar- gott kennsluefni í kvennafyrirlitn- ingu og jafnvel kvennahatri. Það ætti því enginn að undrast það þeg- ar konur taka að andmæla þessum áróðri sem beitt er gegn þeim og aliir ærlegir karlmenn ættu að leggja þeim lið. F.h. Kvenna gegn klámi Ingibjörg Hafstað, Lilja Eyþórsdóttir, Helga Sig- uijónsdóttir, Kristin Arnadóttir og Signý Ein- arsdóttir. Laddi meö stór-gríniðjuskemmtun ásamt félögum sinum hjá Griniðj- unni þeim Eddu Björgvinsdóttir, Eggert Sigurðssyni. Dansarar: Birgitte Heide, Ingibjörg og Guðrun Pálsdætur Þorleifssyni og Haraldi 3 réttaður kvöldverður Skemmtun Dans til kl. 03. Kr. 2.400,- ásamt söngkonunni Ernu Gunnarsdóttur leikur fyrir dansi eftir að skemmti- dagskrá lýkur. „„ma sunj)^a® GILDI HFl Sýning ídag4. apríl kl. 10-16 tf ~ H Gjörið svo vel og lítið inn Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Notum eingöngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna. Sérsmíðum. Fagmenn með 25 ára reynslu verða á staðnum. Komið með teikn- ingar eða mál og fáið tilboð. Við sýnum einnig hin vönduðu vestur-þýsku Míele eldhústæki Keramikhelluborð, blástursofn- ar, stjórnborð, örbylgjuofnar, uppþvottavélar, ísskápar. Tilboðsverð á brún- um tækjum meðan birgðir endast. JPinnréttingar Skeifan 7 - Reykjavik - Símar 83913 -31113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.