Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 21
MÓRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 4. APRÍL 1987 Er hann því aðalsamgöngumiðstöð Islands við önnur lönd. Þetta minningarfrímerki er teiknað á Auglýsingastofu Kristínar af Stephen Fairbaim. Yfir merkinu er skemmtileg birta, hvort sem hún á að tákna morgunroða eða aft- anskin, og hér nýtur svissneska prentunin sín ágætlega. í hverri örk eru 25 frímerki. Útgáfudagsstimpill ér einnig teiknaður á sömu auglýs- ingastofu. Mun hann eiga að tákna landgöngustiga upp í flugVél. Ekki kemur fram í tilkynningu póst- stjómarinnar, að slíkur stimpill verði notaður annars staðar en í Reykjavík, en vissulega hefði hér farið vel á að nota slíkan stimpil einnig á pósthúsi flugstöðvarinnar á Keflavíkurvelli. Býst ég við, að stimplasafnarar hefðu þegið slíka hugulsemi af hálfu póstsins. Má jafnvel segja, að slíkt hefði verið sjálfsagt á vígsludegi þessarar merku flugstöðvar. Fegoirstu frímerki ársins 1986 Póst- og símamálastofnunin tók upp þá skemmtilegu nýbreytni í lok síðasta árs að koma af stað skoð- anakönnun meðal viðskiptamanna Frímerkjasölunnar og annarra þeirra, sem áhuga hafa á frímerkj- um, um þau þrjú íslenzk frímerki liðins árs, sem þættu fallegust. Alls var dreift um 30 þúsund atkvæða- seðlum, og fóru þeir um víða veröld. Var skilafrestur til 1. febrúar sl. Bárust um 4900 atkvæði frá 48 löndum. Menn sýndu áhuga sinn allt frá Japan, Ástralíu, Suður- Afríku og Bandarílqum N-Ameríku. Að vonum bárust flest atkvæði hér innan lands og eins frá öðrum Norð- urlöndum. Þessi frímerki þóttu fegurst: Fyrsta sæti skipar smáörk- in, sem út kom á Degi frímerkisins 9. okt. Hér má auðvitað segja, að um meira sé að ræða en eitt frímerki, þar sem örkin í heild myndar myndefnið. Er það sótt í hina frægu ferðabók Paul Gaimards frá 1836 og sýnir fólk við feiju- stað. Ekki kemur mér á óvart, að þessi örk fellur að smekk manna, enda fer hér saman skemmtilegt myndefni, frábær gröftur Slania og prentun í stálstungu. Næstflest at- kvæði og annað sæti hlaut 12 kr. frímerki úr Evrópu-útgáfunni með myndefni úr þjóðgarðinum í Jökuls- árgljúfrum, en í þriðja sæti varð svo 10 kr. merkið úr sömu útgáfu með mynd frá þjóðgarðinum í Skaftafelli. Vissulega eru þessi frímerki bæði snotur, en það skal játað, að ég hefði búizt við öðrum frímerkjum í sæti þeirra. Að sjálfsögðu er úr vöndu að ráða, þar sem mörg frímerki íslenzku póststjómarinnar árið 1986 þóttu falleg að allri gerð. En ég þarf svo sem ekki að leyna þeirri skoðun minni, að ég tek bæði 12 kr. merkið með smyrlinum og 12 kr. merkið frá Reykjavíkurtjöm fram yfir hin útvöldu og eins 250 króna frímerkið með gamla 5 krónu seðlinum. En það er nú svo margt sinnið sem skinnið og svo er smekk- ur manna sem betur fer misjafn. Dregin voru svo út nöfn 25 þátt- takenda í skoðanakönnuninni og fá þeir í verðlaun ókeypis ársáskrift 1987 að íslenzkum frímerkjum. Dreifðust þessi verðlaun víða um lönd, en nokkur þeirra lentu hjá íslenzkum þátttakendum. Þessi skoðanakönnun er bæði lofsverð og gagnleg. Þess vegna er æskilegt, að hún verði framvegis árviss at- burður í starfsemi Póst- og símamálastofnunarinnar. ____________________ Sparisjóðurinn í Kef lavík: Ætíarað opna útíbú í Grindavík Keflavík. ÁKVEÐIÐ hefur verið að sparisjóðurinn í Keflavik opni útibú í Grindavík á þessu ári. „Við leggjum áherslu á að veita öllum þjónustu á Suðiu-- nesjum og því er ánægjulegt að geta opnað útibú í Grindavík á 80 ára afmæli sparisjóðsins," sagði Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri í samtali við Morgunblaðið. Páll sagði að þetta yrði þriðja útibúið. Fyrir væri útibú í Njarðvík, sem ætti 10 ára afmæli á þessu ári og útibú í Garði, sem ætti 5 ára afmæli á þessu ári, en þann 7. nóvember næstkomandi eru 80 ár liðinn frá því að sparisjórðurinn í Keflavík hóf starfsemi sína. Þar vinna nú 72 starfsmenn. BB Peugeot 505. Flaggskipið frá Peugeot Peugeot 505 hefur sannað ágœti sitt með margra ára reynslu við íslenskar aðstœður. Peugeot 505 er rúmgóður, þœgilegur, traustur og spameytinn bíll. Peugeot 505 er fáanlegur bœði sem fjögurra dyra fólksbíll og skutbíll með sœtum fyrir allt að átta. Peugeot 505 er kraftmikill bíll með Ijöðrun í sérflokki og splittað drif að aftan o.fl. o.fl. Verð frá kr.: 60Ó.300,- Peugeot 205 GTI Bíllinn sem sigraði Evrópu nú loks fáanlegur á íslandi. Peugeot 205 GTI, fremstur á meðal jafningja, hefur vegna frábœrra aksturseiginleika verið valinn .Sportlegi bíll ársins' af flestum virtustu bílablöðum Evrópu. Peugeot 205 GTI er fáanlegur með 115 hestafla vél með viðbragð 8,6 sek. Í100 km hraða og 130 hestafla vél með viðbragð 8,1 sek. í 100 km hraða. Þegar sest er undir stýri er orðið .sljómklefi' efst f huga ökumannsins. Sœtið gefur réttan stuðning og öllum mœlum og stjómtœkjum komið svo fyrir að ökumaður hafi góða yfirsýn og greiðan aðgang. Innifalið í verði: Álfelgur, litað gler, þokuljós að framan, snúningshraðamœlir, olíuþrýstimœlir, digitalklukka o.fl. \ BILAR TIL AFGREÐSLU SIRAX Opið laugardag, kl. 13-17. Opið sunnudag, kl. 13-17. VÍKINGUR SF Funjvöllum 11, Akureyri JÖFUR HF Nýbýlavegi 2. Sími 42600. ÞÓRHILDUR/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.