Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1987 55 amma tilbúið heitt kakó og heitar kleinur, eða eitthvert annað góð- gæti með því. Hún sagði mér oft brot og brot úr lífi sínu, sem hefur verið erfítt. Hún sagði mér frá því, að þegar hún giftist afa þá gengu þau á ís af Barðaströndinni og til Flateyjar, til að fá prestinn til að gefa sig saman í hjónaband. Bjuggu þau lengst af í Hergilsey og voru síðustu ábúendur þar. Síðan fluttust þau til Flateyjar á Breiða- firði. Frá því ég man eftir voru þau þar aðeins yfir sumarið. Fengu þá barnabörnin að koma og vera hjá þeim, meðan þau dvöldu þar. Þau voru yndisleg sumrin sem ég átti þar með þeim og mjög lærdómsrík um lífið og tilveruna. Sumarið ’82 var ég þeim síðast samtíða í Flatey, og var þá dóttir mín á öðru árinu. Eftir matinn, meðan ég þvoði upp, settist amma niður með kaffibolla og mola í hönd. Tiplaði þá lítil dama á öðru ári til langömmu sinnar, og þáði hjá henni mola og smákaffisopa. Eftir það vissi sú stutta hvar var von á ein- hvetju góðgæti. Eitt er mér mjög kært sem amma sagði við mig fyr- ir u.þ.b. 8 árum: „Mundu það, Hanna mín, að okkur afa þínum finnst eins vænt um þig og þú værir dóttir okkar.“ ' En nú er hún horfin sjónum okk- ar, yfir móðuna miklu og til betra lífs. Ég veit að afi hefur beðið með opinn faðminn á móti ástvinu sinni, er hún hvarf okkur. Ég kveð ömmu með þakklæti í huga, en sorg í hjarta. Megi góður guð geyma ömmu og afa að eilífu. Blessuð sé minning þeirra. Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir Missterkir riðlar í Islandsmótinu Frá undankeppni íslandsmótsins í fyrra. Morgunblaðið/Amór __________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermannsson UNDANKEPPNI íslandsmóts- ins í sveitakeppni hófst á föstudagskvöldið á Hótel Loft- leiðum og eins og venjulega keppa þar 24 sveitir, víðsvegar að af landinu, um 8 sæti í úrsli- takeppninni sem haldin verður á sama stað 23.-26. apríl. Sveitunum er skipt í fjóra riðla og tvær sveitir komast upp úr hveijum riðli. Sveitirnar eru dregnar í riðla eftir einskonar meistarastigakvótakerfi. Meist- arastig fjögurra stigahæstu manna í hverri sveit eru lögð sam- an og þannig eru myndaðir íjórir sveitaflokkar. Úr flokki stiga- hæstu sveitanna eru síðan dregn- ar tvær sveitir í hvern riðil, síðan tvær í hvem riðil úr næsta flokki og svo framvegis. Þótt þetta eigi að tryggja að riðlarnir íjórir séu nokkuð jafnir að styrkleika vilja þeir samt verða miserfiðir, að minnsta kosti á pappímum. Þannig er með riðlana núna en þeir em þannig skipaðir: A-riðilI: Páll Valdemarsson Reykjavík, Samvinnuferðir/Land- sýn Reykjavík, Ásgrímur Sigur- björnsson Norðurland vestra, Halldór Tryggvason Norðurland vestra, Gunnar Berg Norðurland eystra, Polaris Reykjavík. B-riðilhSigurður Steingrímsson Reykjavík, B.M. Vallá Reykjavík, Ragnar Jónsson Reykjavík, Sigfús Þórðarson Suðurland, Atlantik Reykjavík, Jón Hjaltason Reykjavík. C-riðill:S.S. Byggir Norðurland eystra, Ólafur Lámsson Reykjavík, Guðni Ásmundsson Reykjanes, Sigtryggur Sigurðs- son Reykjavík, Jón Hauksson Suðurland, Jón Skeggi Ragnars- son Austurland. D-riðilI:Aðalsteinn Jörgensen Reykjavík, Pálmi Kristmannsson Austurland, Ingi Steinar Gunn- laugsson Vesturland, Delta Reykjavík, Sigurður Sigurjónsson Reykjavík, Sigmundur Stefánsson Reykjavík. Þegar riðlarnir eru athugaðir sést strax að A-riðillinn er mjög sterkur og í honum em fjórar sveitir sem eiga heima í úrslitun- um. Flestir veðja sjálfsagt á ferðaskrifstofusveitirnar tvær í úrslitin en bræðurnir frá Siglu- firði hafa áður komið á óvart og sent ömggar sveitir í „skamm- arkrókinn". Þá getur sveit Páls unnið hvaða sveit sem er. Úrslit í B-riðli gætu einnig orð- ið mjög tvísýn, þótt flestir reikni sjálfsagt með því að Jón Hjaltason og Atlantik skipi tvö efstu sætin. Sveitir Sigfúsar og B.M. Vallá gætu þó vel sett strik í reikning- inn. í sveit B.M. Vallá, sem áður var sveit Sigfúsar Árnasonar, spila gamalreyndir kappar auk Reykjavíkurmeistaranna í tvímenning, og Sigfús Þórðarson hefur með sér einvala lið af Suð- urlandi. í C-riðli beijast bestu spilararn- ir af yngri kynslóðinni. I sveitum Ólafs og Jóns spilar sitthvort pa- rið úr sveitinni sem vann Islands- móti yngri spilara á dögunum og sveit Guðna er skipuð spilumm sem vom í öðm sæti á því móti og höfðu áður unnið Reykjanes- mótið í sveitakeppni. Það kæmi ekki á óvart þótt sveitir Sigtryggs og Ólafs kæmust áfram í riðlinum. Það er þó óþarfi að afskrifa Norð- lendingana, og Jón og Guðni gætu báðir lent í úrslitunum með smá- heppni. Fyrirfram virðist að minnst spenna muni verða í D-riðli og sveitir Aðalsteins og Delta ættu að vera ömggar í úrslitin. Samt em þær ekki að kljást við auðveld- ar sveitir og ef önnur hvor sveitin gefur eitthvað eftir gæti hver hinna sem er hreppt annað úrslita- sætið. Kostir KASKO Obundinn reikningur sem býður bestu ávöxtun bankans. Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. VKRZUJNBRBBNKINN -vúmuk með péx [ AUK hf. 43.97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.