Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
f
Í ÞINGHLÉI
f
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
Hagræðing og aðhald í ríkisbúskapnum:
Nettóskattalækun 1983-86
þrír milljarðar króna
93 þúsund framteljendur greiddu engann tekjuskatt 1986
Skattar til ríkisins hafa lækkað um að minnsta kosti
3,800 mUljónir króna á árunum 1983 - 1986, að báðum
árum meðtöldum, sem á verðlagi þessa árs verður nokk-
uð á fimmta milljarð króna. Á móti kemur að söluskattur
var hækkaður úr 23,5% í 25% og að nokkur þynging
varð á benzíngjaldi og þungaskatti, umfram verðlags-
hækkanir, eða sem svarar rúmum 1,100 m.kr.
Skattalækkanir
1983-1986
í skýrslu Þorsteins Pálssonar,
íjármálaráðherra, til landsfundar
Sjálfstæðisflokksins (marzmánuð-
ur/1987) segir m.a. að tekjuskattur
einstaklinga hafí lækkað um rúmar
l, 100 m.kr. 1983-1986 og að 300
m. kr. viðbótarlækkun verði á
líðandi ári.
í skýrslu flokksformannsins
kemur og fram að bamabætur
hafi hækkað um 350 m.kr. á þessu
tímabili. Þar segir orðrétt:
„Þessar lækkanir á beinum
sköttum einstaklinga hafa fyrst og
fremst nýtzt til að hækka skatt-
frelsismörk og leitt til þess að þeim
hefur fjölgað verulega, sem bera
engan tekjuskatt til ríkisins".
Rúmlega 93 þúsund framteljend-
ur, eða 53% þeirra, greiddu engan
tekjuskatt til ríkisins 1986.. 13%
framteljenda báru 68% álagðra
tekjuskatta til ríkisins liðið ár.
A kjörtímabilinu hefur verðjöfn-
unargjald á raforku verið fellt
niður. Sömuleiðis skattur á ferða-
mannagjaldeyri. Launaskattur í
fískiðnaði var og lækkaður um 250
m.kr. Þá hefur þóknun ríkisins
vegna gjaldeyrisviðskipta einnig
verið lækkuð. Þessar lækkanir
nema um 1,100 m.kr. á verðlagi
liðins árs.
Tollar vóru og lækkaðir, i sumum
tilfellum verulega, m.a. á bifreiðum
og heimilistækjum. Nemur fjár-
hagslegt tap ríkissjóðs af þeim
sökum um 1,300 m.kr. miðað við
p. verðlag 1986.
Nettólækkanir skatta í tíð núver-
andi ríkisstjómar til sl. áramóta
nema a.m.k. þremur milljörðum
króna.
Skattbyrði hér o g ann-
arsstaðar
Tekjuskattar 1987 verða 1,400
m.kr. lægri en verið hefði að
óbreyttum skattalögum ársins
1983, en núverandi ríkisstjórn var
mynduð á fyrri helmingi þess árs,
þegar verðbólga var 130% og hratt
vaxandi, án snarpra mótaðgerða.
Tekjuskattskerfíð hefur lengi
verið götótt og óréttlátt. Sá árang-
'ur—hefur þó náðst, m.a. með
einföldun og lagfæringu tekju-
skattslaga, að skattleysimörk hjóna
eru nú um 80 þúsund krónur á
mánuði. Mikilvæg skref hafa og
verið stigin áleiðis að því marki að
afnema telq'uskatt á almennar
launatekjur. Hátt í 100 þúsund
framteljendur greiddu ekki tekju-
skatt 1986. Ef að líkum lætur falla
enn fleiri innan skattleysismarka
1987. Og 1988 kemur staðgreiðsla
skatta til sögunnar.
Pálmi Jónsson (S.-Nv.), formað-
ur fjárveitinganefndar, sagði í
þingræðu i desember sl., að í örf-
áum OECD-ríkja væri skattbyrði
lægri en á íslandi, „en í flestum
þeirra hærri". Útgjöld ríkis og
sveitarfélaga hér á landi vóru
35,2% af landsframleiðslu 1983,
en þetta hlutfall var 50,6% að með-
altali á sama tíma á hinum
Norðurlöndunum, hæst 61% í
Svíþjóð. Bretland: 43,1%. V-Þýzka-
land: 47,6%.
Staðgreiðsla skatta
Formaður fjárveitinganefndar
sagði í sömu þingræðu:
„Ég er þeirrar skoðunar að
skattkerfíð sé orðið svo götótt,
bæði að því er tekur til beinna
skatta og óbeinna, að breytingar
séu óhjákvæmilegar. Endurskoðun
skattakerfísins, sem nú fer fram á
vegum fjármálaráðherra, er því
nauðsynjaverk".
Fjármálaráðherra lagði síðan á
nýliðnu þingi fram frumvörp um
staðgreiðslu opinberra skatta , um
einföldun tekjuskattskerfísins , um
tollalagabreytingar og um virðis-
aukaskatt í stað söluskatts. Öll
hlutu þessu frumvörp lagagildi,
nema frumvarpið um virðisauka-
skatt, sem ekki var afgreitt.
Staðgreiðsla skatta veldur meiri-
háttar breytingum í íslenzku
samfélagi. Margvísleg vandamál,
sem fyrir vóru, verða úr sögu:
* 1) Sveiflur í skattgreiðslum
milli ára hverfa.
* 2) Það verður mun auðveldara
að minnka við sig störf, taka launa-
laust frí eða mæta starfslokum.
* 3) Sú nauðsyn, að halda niðri
verðbólgu, tengist betur og órjúf-
anlega beinum kjarahagsmunum
starfsstétta í staðgreiðslu, en síður
í eftirágreiðslu skatta.
* 4) Síðast en ekki sízt verða
skattsvik erfíðari. Ef skattprósent-
an verður sanngjöm mun og draga
stórlega úr viðleitni fólks til skatt-
svika.
Staðgreiðsla skatta er samvirk-
andi þáttur í umbótastarfi núver-
andi ríkisstjómar til að koma betri
skikkan á fjármál almennt í þjóð-
félaginu, en í þeim efnum hefur
miðað allvel áleiðis.
Ríkisfjármál - rikis-
sjóðshalli
Ríkisbúskapurinn (ríkissjóður)
hefur verið rekinn með allnokkrum
halla tvö síðast liðin ár. Tekjuhalli
ríkissjóðs var 1,9 milljarður króna
1985, 2,8 milijarðar króna 1986
og fýrirsjáanlegur er umtalsverður
halli á líðandi ári. Og eyðslu um-
fram tekjur fýlgja dýrar skulda-
kvaðir.
Meginskýring á ríkissjóðshallan-
um er sú að ríkissjóður tók á sig
veruleg „áföll“, bæði í lækkun
skatta og auknum útgjöldum, í al-
mennum kjarasamningum í febrú-
armánuði 1986 sem og í síðari
samningum. Kjarasáttin, sem þá
tókst, var og ein höfuðforsenda
þess að ná verðbólgu niður og
tryggja jafnvægi og stöðugleika í
atvinnu- og efnahagslíf. Af þessum
sökum hefur tímabundinn ríkissjóð-
halli verið túlkaður sem „hjálpar-
tæki“ til að ná greindum og
RÍKISBUSKAPURINN 1986
TEjOUR 38.235 milljónir
GJÖLD 40.111 milljónir
Sjúkratryggingar 28,0%
Niðurgreiðslur 7,7%
Framlagtil LÍN 6,2 %
Útflutningsbætur 4,3%
Endurgr. söluskatts 3,8%
Verðjöfnun raforku 2,3%
Niðurgr. rafhitunar 1,2%
Áburðarverksmiðjan 0,9%
Önnurgjöld 16,7%
Morgunb/aóið/ GÓI
mikilvægum efnahagslegum mark-
miðum.
Þessar kvaðir ríkissjóðs vegna
almennra kjarasamninga hafa
aukizt síðan í febrúar 1986, sem
kunnugt er. Hafa verður og í huga
að hver 1% launahækkun eykur
árleg útgjöld ríkissjóðs, sem sækir
greiðslugetu sína í skattheimtu til
almennings, um a.m.k. 200 m.kr.
I desembermánuði sl., eða áður en
gengið var til samninga við einstök
starfsmannafélög ríkisins, vóru
áætluð launaútgjöld ríkissjóðs 1987
á milli 13 - 14 milljarðar króna.
Tekjutap og útgjaldauki, sem
tengist beint og óbeint kjarasátt
og aðgerðum til að ná tökum á
þróun verðlags- og efnahagsmála,
er sum sé meginástæða ríkissjóðs-
hallans.
í þessari erfíðu stöðu tókst engu
að síður, með hagræðingu og að-
haldi í ríkisbúskapnum, að koma í
veg fýrir að heildarútgjöld ríkisins
ykjust sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu. Samsetning ríkisútgjalda
hefur hinsvegar brejrtzt. Hlutur
mennta-, heilbrigðis- og félagsmála
hefur aukizt á kostnað niður-
greiðslna, beinna styrkja og til-
færslna til atvinnulífsins.
„Eitt stærsta verkefnið, sem við
blasir", segir í yfirliti fjármálaráð-
herra, „er að ná jöfnuði í ríkisrektr-
inum á ný með því að draga úr
útgjöldum og bæta nýtingn þess
fjár, sem tekið er með sköttum...".
Það þykir hinsvegar bót í máli „að
lang stærstur hluti hallans er flár-
magnaður innanlands og eykur því
ekki erlendar skuldbindingar þjóð-
arbúsins né þensluna í efnahagslíf-
inu...“.
Sitt hvað fært til betra
vegar
Á kjörtímabilinu hafa verið gerð-
ar mikiivægar umbætur á gerð og
framsetningu bæði fjárlaga og
lánsfjárlaga. Þessi frumvröp eru
lögð fram samtímis við upphaf
þings og afgreidd fýrir áramót.
Þessar umbætur og þetta vinnulag
eykur yfírsýn um ríkisbúskapinn
og auðveldar stjórnun og ákvarð-
anatöku.
Þá var stórt spor stigið til réttr-
ar áttar þegar ríkisendurskoðun
var færð frá framkvæmdavaldinu
til Alþingis. Þessi breyting eykur
aðhald og eftirlit með ráðuneytum
og ríkisstofnunum.
Mikil vinna hefur og verið lögð
í það að bæta útgjaldastjóm og
útgjaldaaðhald hjá ríkinu og til-
raunir gerðar með nýjungar á því
sviði. Sett hefur verið nútímaleg
löggjöf um skipan á opinberum
innkaupum. Horfíð hefur verið í
ríkara mæli til útboða, fýrst og
fremst á framkvæmdasviði, en
einnig lftilega á þjónustuþáttum,
sem leitt hefur til betri nýtingar
skattfjár, betri „kaupa“ fyrir al-
menning á samneyzlu svokallaðri,
en hann borgar jú endanlega „ríkis-
sjóðsbrúsann".
Á liðnu kjörtímabili hafa verið
stigin mörg og merk spor til auk-
innar hagkvæmni og hagræðingar
í ríkisbúskapnum, auk þess sem
unnið hefur verið að „vegagerð"
að frekari hagræðingarmarkmið-
um. Mikilvægt er slík viðleitni verði
fest í sessi til frambúðar, en það
ræðst alafarið af því, hveijir verða
húsbændur í Stjómarráði íslands
næstu árin
- Meðfylgjandi skýringarmynd
sýnir hlutfall helztu samheita í
tekjum og útgjöldum af heildar-
tekjum og gjöldum ríkissjóðs.
Hlutfall einstakra liða rekstrar-
og neyzlutilfærslna af gjaldaliðn-
um í heild er síðan sýnt neðst til
hægri á skýringarmyndjnni.
(Teikning: Morgunblaðið/GÓI).
t