Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Kantötukórinn á æfingu. Morgunblaðið/Björn Blöndal Þrír meðlimir Björgunarsveitarinnar Stakks fyrir framan gáminn sem þeir fluttu inn. Frá vinstri: Frímann Gunnlaugsson formaður, Ólafur Bjarnason og Halldór Halldórsson. Keflavík- Nýstárleg fjáröflun hjá bj ögunars veitarmönnum Keflavfk. BJÖRGUNARSVEITIN Stakk- ur í Keflavík gengst fyrir nýstárlegri fjáröflun um helg- ina. Ætla þeir Stakksmenn að ganga í hús í Keflavík og ná- grenni og bjóða klósettpappír og eldhúsrúllur. „Við seljum á vægu verði og vonumst eftir góðum móttökum," sagði Frímann Grímsson formað- ur Stakks. Frímann sagði að verið væri að safna fyrir afborgunun af hinu nýja húsnæði sveitarinnar og endumýjunar á tækjakosti. Stakksmenn fluttu inn 40 feta gám frá Vestur-Þýskalandi fullan af klósettpappír og eldhúsrúllum sem þeir hyggjast selja Suður- nesjamönnum. Frímann vildi koma á framfæri þakklæti sínu til Hannesar Ragnarssonar hjá innflutningsverlsuninni Impex fyrir góðan stuðning og aðstoð við innflutning gámsins. - BB Kantötukórinn heldur tónleika KANTÖTUKÓRINN heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. apríl, kl. 17.00. Stjórnandi er Pavel Smid. Á efnisskránni eru kórsöngur, einsöngur, orgelleikur og básúnu- leikur. Meðal höfunda verkanna sem verða flutt má nefna: J.S. Bach, N. Hanff, F. Mendelson, Marcello og A. Mozart. Orgelleikari verður Pavel Smid, básúnuleikari Oddur Bjömsson og einsöngvarar verða Magnús Steinn Loftsson tenór, Magnús Baldvinsson bassi, Dúfa Einarsdóttir alt og Friðrik Krist- insson tenór. Vestfirðir: Sementspoki fluttur á kassabíl HÓPUR unglinga úr félagsmið- stöðinni Árseli fór í gær til Akraness til að ná í sements- poka. Pokinn verður fluttur til Reykjavíkur á kassabíl og tekur ferðin um 20 klukkustundir. „Það hefur lengi staðið til að byggja íþróttamannvirki í Árbæn- um og nú hefur 14 manna íþrótta- klúbbur í Árseli ákveðið að safna áheitum og vekja athygli á málinu með því að flytja fyrsta sements- pokann frá Ákranesi til Reykjavíkur," sagði Vanda Sigur- geirsdóttir, leiðbeinandi hópsins. Hópurinn ber nafnið Vanda Sig, eftir leiðbeinandanum, og hefur starfað í Árseli síðan í haust. „Þegar við fengum fyrst hug- myndina að því að safna áheitum ætluðum við að skoppa bolta frá Selfossi til Reykjavíkur. Það fannst okkur hins vegar heldur tilgangslaust og ákváðum að flytja fyrsta sementspokann í nýja íþróttahúsi frá Akranesi." Hópurinn fór akandi til Akra- ness í gær og ferðin til baka hófst klukkan 18. Um 120 kílómetrar eru til Reykjavíkur og voru ungl- ingarnir að ýta kassabílnum í alla nótt. Lítil rúta fylgir þeim á leið- inni og situr einn unglingur undir sementinu í kassabílnum á meðan annar ýtir. Skipt er um ökumann og „vél“ á kílómetra fresti. Klúbburinn Vanda Sig kemur að Árseli kl. 14 í dag og þar ætl- ar Davíð Oddsson borgarstjóri að veita sementinu viðtöku. Helming peninganna sem fást með áheitum ætlar Vanda Sig að láta renna til byggingar íþróttahússins, en hinn helmingurinn fer í ferðasjóð klúbbsins. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur neitað að tilnefna varafulltrúa í yfirkjörstjórn Vestfjarða í stað Sturlu Halldórssonar sem sagði af sér á fimmtudag ásamt þrem- ur aðalstjórnarmönnum. Vara- menn tilnefndir af Framsóknar og Sjálfstæðisflokki munu hins- vegar ganga upp í aðalstjórn í stað þeirra sem sögðu af sér og hafa flokkarnir þegar tilnefnt nýja varamenn í kjörstjórnina. Morgunblaðið/Einar Falur íþróttaklúbburinn Vanda Sig kemur til Reykjavíkur í dag eftir að hafa flutt sementspoka á kassabíl frá Akranesi. Myndin er tekin þegar hópurinn lagði upp frá Félagsmiðstöðinni Arseli « gær. Alþýðuflokkurinn neitar að tilnefna mann í kjörstjórn Karvel Pálmason alþingismaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum sagði í samtali við Morgunblaðið að flokkurinn stæði með yfirkjör- stjóm Vestfjarða þessu máli og teldi hennar sjónarmið rétt. Því ætlaði flokkurinn engan þátt að taka í þessum leik. Það hefði samt engin áhrif á stöðu Ágústs H. Péturson- ar, aðalfulltrúa Alþýðuflokksins í yfirkjörstjórninni en hann hefur ekki sagt sig úr stjórninni. Ólafur Walther Stefánsson skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði við Morgunblaðið að ráðu- neytið sé bundið af tillögum flok- kanna hvað varðar skipun í yfirkjörstjómir. Aðalreglan væri að varamenn taki sæti í kjörstjórn ef einhver forfallast. Ef kjörstjórn er ekki fullskipuð á þann hátt getur hún sjálf kvatt til menn og slíkt væri algilt í sambandi við undirkjör- stjórnir. Ólafur sagðist aðspurður ekki vita til að tilvik á borð við þetta hefði komið fyrir áður. Að vísu hefðu menn farið úr kjörstjómum á kjörtímabili en þá vegna brott- flutnings eða að þeir hafi farið í framboð. Mjög hörð gagnrýni kom fram á vinnubrögð landskjörstjórnar í bréfi sem yfirkjörstjórnarmenn sendur forseta Sameinaðs þings og birt var í Morgunblaðinu í gær. Ólafur sagði að landskjörstjórn hefði endanlegt úrskurðarvald á þessu stigi en end- anleg staðfesting kosninga væri í höndum Alþingis. Hægt er að kæra kosningu, .bæði einstakra manna og framboðslista, innan 4 vikna frá því úrslit em auglýst, til dómsmála- ráðuneytis, sem ber þá að senda umboðsmanni framboðslista og AI- þingi kæmna þegar það kemur saman. Þeir varamenn flokkanna sem flytjast nú í yfirkjörstjórn Vest- fjarða em Guðmundur H. Ingólfs- son og Ulfar Ágústsson fyrir Sjálfstæðisflokk og Kristjána Sig- urðardóttir fyrir Framsóknarflokk. Framsóknarflokkurinn hefur síðan tilnefnt Guðmund Jónas Kristjáns- son sem varamann og Láms Bjarnason og Einar Oddur Kristj- ánsson eru varamenn Sjálfstæðis- flokksins. Brikir Friðbertsson er fulltrúi Alþýðubandalagsins í yfir- kjörstjórn en hann sagði ekki af sér. Sj ón varpsnotkun: Ríkisútvarpið hefur vinningmn - nema þegar Stöð 2 sendir út fréttir KÖNNUN, sem fyrirtækið Skáís gerði fyrir Ríkisútvarpið á sjón- varpsáhorfi s.l. mánudag, leiddi í ljós, að ríkissjónvarpið hefur fleiri áhorfendur en Stöð 2 á tímanum frá kl. 19:00 til 21:30, að tímanum frá kl. 19:30 til 20:00 .undanskild- um, en þá hefur fréttatíminn á Stöð 2 vinninginn á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Könnunin leiddi ennfremur í ljós, að sjónvarpstæki era til á 96% heim- ila á landinu öllu og að myndbands- tæki eru til staðar á 52% heimila. Samkvæmt könnunininni horfðu 83,7% áhorfenda á Stór-Reykjavíkur- svæðinu á fréttir ríkissjónvarpsins milli 20:00 og 20:30 á mánudaginn. Hlutfallið var 90,4% úti á lands- byggðinni. Á sama tíma horfðu 8,3% á Stór-Reykjavíkursvæðinu á Stöð 2. Á fréttatíma Stöðvar 2 kl. 19:30 horfðu 51,7% áhorfenda á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Á sama tíma horfðu 25,3% á sama svæði og 64,1% úti á Iandi á ríkissjónvarpið. Könnun Skáís var framkvæmd á meðan á útsendingu sjónvarpsstöðv- anna tveggja stóð mánudaginn 30. mars. Hún náði til landsins alls. Hringt var í 806 símanúmer sam- kvæmt handahófsúrtaki úr símaskrá. Hringingu svömðu 556 eða 69%. Þar af neituðu 35 að svara. Ásgeir RE seldi í Hull ÁSGEIR RE seldi á föstudag 136 lestir, mest þorsk og steinbít í Hull. Heildarverð var 8,2 milljónir króna, meðalverð 60,50. 80 lestir af þorski vom í aflan- um og auk annarra tegunda vom seldar í Hull 25 lestir af steinbít, sem dró meðalverðið nokkuð nið- ur. Þá vom 16 lestir af afla Ásgeirs sendar með gámi til Belgíu, aðallega steinbítur og karfí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.