Morgunblaðið - 04.04.1987, Page 40

Morgunblaðið - 04.04.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Kantötukórinn á æfingu. Morgunblaðið/Björn Blöndal Þrír meðlimir Björgunarsveitarinnar Stakks fyrir framan gáminn sem þeir fluttu inn. Frá vinstri: Frímann Gunnlaugsson formaður, Ólafur Bjarnason og Halldór Halldórsson. Keflavík- Nýstárleg fjáröflun hjá bj ögunars veitarmönnum Keflavfk. BJÖRGUNARSVEITIN Stakk- ur í Keflavík gengst fyrir nýstárlegri fjáröflun um helg- ina. Ætla þeir Stakksmenn að ganga í hús í Keflavík og ná- grenni og bjóða klósettpappír og eldhúsrúllur. „Við seljum á vægu verði og vonumst eftir góðum móttökum," sagði Frímann Grímsson formað- ur Stakks. Frímann sagði að verið væri að safna fyrir afborgunun af hinu nýja húsnæði sveitarinnar og endumýjunar á tækjakosti. Stakksmenn fluttu inn 40 feta gám frá Vestur-Þýskalandi fullan af klósettpappír og eldhúsrúllum sem þeir hyggjast selja Suður- nesjamönnum. Frímann vildi koma á framfæri þakklæti sínu til Hannesar Ragnarssonar hjá innflutningsverlsuninni Impex fyrir góðan stuðning og aðstoð við innflutning gámsins. - BB Kantötukórinn heldur tónleika KANTÖTUKÓRINN heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. apríl, kl. 17.00. Stjórnandi er Pavel Smid. Á efnisskránni eru kórsöngur, einsöngur, orgelleikur og básúnu- leikur. Meðal höfunda verkanna sem verða flutt má nefna: J.S. Bach, N. Hanff, F. Mendelson, Marcello og A. Mozart. Orgelleikari verður Pavel Smid, básúnuleikari Oddur Bjömsson og einsöngvarar verða Magnús Steinn Loftsson tenór, Magnús Baldvinsson bassi, Dúfa Einarsdóttir alt og Friðrik Krist- insson tenór. Vestfirðir: Sementspoki fluttur á kassabíl HÓPUR unglinga úr félagsmið- stöðinni Árseli fór í gær til Akraness til að ná í sements- poka. Pokinn verður fluttur til Reykjavíkur á kassabíl og tekur ferðin um 20 klukkustundir. „Það hefur lengi staðið til að byggja íþróttamannvirki í Árbæn- um og nú hefur 14 manna íþrótta- klúbbur í Árseli ákveðið að safna áheitum og vekja athygli á málinu með því að flytja fyrsta sements- pokann frá Ákranesi til Reykjavíkur," sagði Vanda Sigur- geirsdóttir, leiðbeinandi hópsins. Hópurinn ber nafnið Vanda Sig, eftir leiðbeinandanum, og hefur starfað í Árseli síðan í haust. „Þegar við fengum fyrst hug- myndina að því að safna áheitum ætluðum við að skoppa bolta frá Selfossi til Reykjavíkur. Það fannst okkur hins vegar heldur tilgangslaust og ákváðum að flytja fyrsta sementspokann í nýja íþróttahúsi frá Akranesi." Hópurinn fór akandi til Akra- ness í gær og ferðin til baka hófst klukkan 18. Um 120 kílómetrar eru til Reykjavíkur og voru ungl- ingarnir að ýta kassabílnum í alla nótt. Lítil rúta fylgir þeim á leið- inni og situr einn unglingur undir sementinu í kassabílnum á meðan annar ýtir. Skipt er um ökumann og „vél“ á kílómetra fresti. Klúbburinn Vanda Sig kemur að Árseli kl. 14 í dag og þar ætl- ar Davíð Oddsson borgarstjóri að veita sementinu viðtöku. Helming peninganna sem fást með áheitum ætlar Vanda Sig að láta renna til byggingar íþróttahússins, en hinn helmingurinn fer í ferðasjóð klúbbsins. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur neitað að tilnefna varafulltrúa í yfirkjörstjórn Vestfjarða í stað Sturlu Halldórssonar sem sagði af sér á fimmtudag ásamt þrem- ur aðalstjórnarmönnum. Vara- menn tilnefndir af Framsóknar og Sjálfstæðisflokki munu hins- vegar ganga upp í aðalstjórn í stað þeirra sem sögðu af sér og hafa flokkarnir þegar tilnefnt nýja varamenn í kjörstjórnina. Morgunblaðið/Einar Falur íþróttaklúbburinn Vanda Sig kemur til Reykjavíkur í dag eftir að hafa flutt sementspoka á kassabíl frá Akranesi. Myndin er tekin þegar hópurinn lagði upp frá Félagsmiðstöðinni Arseli « gær. Alþýðuflokkurinn neitar að tilnefna mann í kjörstjórn Karvel Pálmason alþingismaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum sagði í samtali við Morgunblaðið að flokkurinn stæði með yfirkjör- stjóm Vestfjarða þessu máli og teldi hennar sjónarmið rétt. Því ætlaði flokkurinn engan þátt að taka í þessum leik. Það hefði samt engin áhrif á stöðu Ágústs H. Péturson- ar, aðalfulltrúa Alþýðuflokksins í yfirkjörstjórninni en hann hefur ekki sagt sig úr stjórninni. Ólafur Walther Stefánsson skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði við Morgunblaðið að ráðu- neytið sé bundið af tillögum flok- kanna hvað varðar skipun í yfirkjörstjómir. Aðalreglan væri að varamenn taki sæti í kjörstjórn ef einhver forfallast. Ef kjörstjórn er ekki fullskipuð á þann hátt getur hún sjálf kvatt til menn og slíkt væri algilt í sambandi við undirkjör- stjórnir. Ólafur sagðist aðspurður ekki vita til að tilvik á borð við þetta hefði komið fyrir áður. Að vísu hefðu menn farið úr kjörstjómum á kjörtímabili en þá vegna brott- flutnings eða að þeir hafi farið í framboð. Mjög hörð gagnrýni kom fram á vinnubrögð landskjörstjórnar í bréfi sem yfirkjörstjórnarmenn sendur forseta Sameinaðs þings og birt var í Morgunblaðinu í gær. Ólafur sagði að landskjörstjórn hefði endanlegt úrskurðarvald á þessu stigi en end- anleg staðfesting kosninga væri í höndum Alþingis. Hægt er að kæra kosningu, .bæði einstakra manna og framboðslista, innan 4 vikna frá því úrslit em auglýst, til dómsmála- ráðuneytis, sem ber þá að senda umboðsmanni framboðslista og AI- þingi kæmna þegar það kemur saman. Þeir varamenn flokkanna sem flytjast nú í yfirkjörstjórn Vest- fjarða em Guðmundur H. Ingólfs- son og Ulfar Ágústsson fyrir Sjálfstæðisflokk og Kristjána Sig- urðardóttir fyrir Framsóknarflokk. Framsóknarflokkurinn hefur síðan tilnefnt Guðmund Jónas Kristjáns- son sem varamann og Láms Bjarnason og Einar Oddur Kristj- ánsson eru varamenn Sjálfstæðis- flokksins. Brikir Friðbertsson er fulltrúi Alþýðubandalagsins í yfir- kjörstjórn en hann sagði ekki af sér. Sj ón varpsnotkun: Ríkisútvarpið hefur vinningmn - nema þegar Stöð 2 sendir út fréttir KÖNNUN, sem fyrirtækið Skáís gerði fyrir Ríkisútvarpið á sjón- varpsáhorfi s.l. mánudag, leiddi í ljós, að ríkissjónvarpið hefur fleiri áhorfendur en Stöð 2 á tímanum frá kl. 19:00 til 21:30, að tímanum frá kl. 19:30 til 20:00 .undanskild- um, en þá hefur fréttatíminn á Stöð 2 vinninginn á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Könnunin leiddi ennfremur í ljós, að sjónvarpstæki era til á 96% heim- ila á landinu öllu og að myndbands- tæki eru til staðar á 52% heimila. Samkvæmt könnunininni horfðu 83,7% áhorfenda á Stór-Reykjavíkur- svæðinu á fréttir ríkissjónvarpsins milli 20:00 og 20:30 á mánudaginn. Hlutfallið var 90,4% úti á lands- byggðinni. Á sama tíma horfðu 8,3% á Stór-Reykjavíkursvæðinu á Stöð 2. Á fréttatíma Stöðvar 2 kl. 19:30 horfðu 51,7% áhorfenda á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Á sama tíma horfðu 25,3% á sama svæði og 64,1% úti á Iandi á ríkissjónvarpið. Könnun Skáís var framkvæmd á meðan á útsendingu sjónvarpsstöðv- anna tveggja stóð mánudaginn 30. mars. Hún náði til landsins alls. Hringt var í 806 símanúmer sam- kvæmt handahófsúrtaki úr símaskrá. Hringingu svömðu 556 eða 69%. Þar af neituðu 35 að svara. Ásgeir RE seldi í Hull ÁSGEIR RE seldi á föstudag 136 lestir, mest þorsk og steinbít í Hull. Heildarverð var 8,2 milljónir króna, meðalverð 60,50. 80 lestir af þorski vom í aflan- um og auk annarra tegunda vom seldar í Hull 25 lestir af steinbít, sem dró meðalverðið nokkuð nið- ur. Þá vom 16 lestir af afla Ásgeirs sendar með gámi til Belgíu, aðallega steinbítur og karfí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.