Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
•)- á. A
Flug/sigling - bíll 1987
- fjölmargir möguleikar -
Bjóðum upp á námskeið fyrír ferðalanga
sem hyggjast ferðast um Evrópu.
1. Undirbúningur ferðar.
2. Fjárhagsáætlun.
3. Skipulagning, áfangar og gististaðir.
4. Notkun korta og upplýsingaöflun.
5. Helstu sérákvæði í umferð erlendis.
6. Akstur á hraðbrautum.
7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar.
Námskeiðið verður á Egilsstöðum laugardaginn
11. apríl kl. 10.30-15.30 í Valaskjálf. '
Ennfremur á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðju-
daginn 28. apríl kl. 17.45.
Innifalið í námskeiðinu: Matur, kort og kennsla.
Verð kr. 900,- (kr. 700,- fyrir félagsm. F.Í.B.).
Afsláttur fyrir hjón.
Nánari upplýsingar og innritun hjá Austfar
hf., Seyðisfirði, sími 97-2111 eAa á skrif-
stofu F.Í.B. í Reykjavík, sími 91-29999.
FLUGLEIDIR
FRI
Feróaskrifstofa Ríkisins
Námskeiðið erhaldið ísamráði við Umferðarráð.
Á Skólavörðuholti
Á Skólavörðuholti eru til sölu 2ja og 3ja herbergja nýjar íbúðir.
íbúðirnar verða seldar fullgerðar með vönduðum innlendum inn-
réttingum.
Val á flísum, málningu og öðru í samráði við kaupendur. Húsið
verður fullbúiö að utan og lóð frágengin með malbikuðum bílastæð-
um.
Upplýsingar i síma 31104.
Örn ísebarn,
byggingameistari.
SÍMAR 21150-21370
I sölu er að koma m.a.:
SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH Þ0RÐARS0N HDL
Einbýlishús í Fossvogi
Ein hæð rúmir 200 fm nettó. Bílsk. 42 fm nettó. Stór ræktuð lóð.
Mikil og góð langtimalán fylgja. Upplýsingar um þessa glæsilegu eign
aðeins veittar á skrifst.
2ja herb. íbúð við Snorrabraut
Úrvalsgóð einstakllngsfb. á 3. hæð 45,5 fm nettó. Nýtt eldhús, nýtt
gler. Gott sturtubaö. Góð geymsla í kjallara. Verð aðeins kr. 2,1 millj.
gegn góðri útb.
í Laugarneshverfi
Neðri hæð i þríbýli 91,9 fm nettó, 4ra herb. Sérhitaveita. Sórinng.
Sólsvalir. Stór og góður bílsk. 31 fm. Trjágarður.
4ra herb. sólrík suðurib. 100,7 fm ofarlega í lyftuhúsi. Suðursv. Mjög
góð sameign. Mikið útsýni. Ákv. sala. Gott verð.
í Hlíðarhverfi
5 herb. efri hæð 117,4 fm nettó. Sólrík íb. með suöursv. Rúmgott
forstofuherb. Mjög góður bilsk. fylgir. Trjágarður.
3ja herb. endurnýjuö íb. 74,1 fm nettó. Nýtt parket. Sérinng. Gott
bað. Nýlegt gler. Ágæt sameign. Trjágaröur.
Glæsilegar 4ra herb. íbúðir:
Við Kleppsveg inn við Sæviðarsund á 3. hæð 107,7 fm nettó. Sérhiti.
Sérþvhús. Tvennar svalir. Ágæt sameign. Stór lóð. Útsýni.
Við Vesturberg á 2. hæð 89,2 fm nettó. Úrvalsgóð. Oll eins og ný.
Stórar vestursvalir. Ágæt sameign. Örustutt í skóla, verslanir o.fl.
í næstu viku
fáum við til sölu litiö einbhús i Smáíbúöahverfi meö stórum bílsk.
Þeir sem vilja geta fengiö nánari uppl. á skrifst.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
að íbúðum, einbhúsum, sórhæðum og raðhúsum. Óvenju margir bjóða
útb. fyrir rétta eign. Margskonar eignaskipti möguleg.
Opið í aag laugardag kl. 10.00-12.00 ALMENNA
ogtil kl. 13.00-16.00. FASTEI6NASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 382. þáttur
í síðasta þætti féil niður í prent-
un eignarfall eintölu í öllum
kynjum, þegar sýnd var sérkenni-
leg beyging óákveðna fornafnsins
enginn. Skal nú gera betri bæn.
Karlkyn et.
nf. engi(nn)
þf. engan (öng(v)an)
þgf. engum (öng(v)um)
ef. einskis (einkis)
Kvenkyn et.
nf. engi(n) (öng)
þf. enga (öng(v)a)
þgf. engri (öngri)
ef. engrar (öngrar)
Hvorugkyn et.
ekkert (ekki)
ekkert (ekki)
engu (öng(v)u) ,
einskis (einkis)
Karlkyn flt.
nf. engir (öngvir)
þf. enga (öng(v)a)
þgf. engum (öng(v)um)
ef. engra (öngra)
Kvenkyn flt.
nf. engar (öng(v)ar)
þf. engar (öng(v)ar)
þgf. engum (öng(v)um)
ef. engra (öngra)
Hvorugkyn flt.
engin (engi)
engin (engi)
engum (öng(v)um)
engra (öngra)
Enn er því við að bæta, að
þágufall eintölu í hvorugkyni gat
verið einugi (<*ne-einu-gi). Lifir
þessi orðmynd enn í talshættinum
Fátt er svo illt, að einugi
dugi = fátt er svo illt að það dugi
að engu, dugi ekki að einhveiju
ieyti.
Þetta leiðir hugann að öðru
gömlu fornafni vetki eða vætki =
ekkert. Þetta er ekki lengur not-
að, en Bjarni Thorarensen gat
kveðið á fyrra hluta aldarinnar
sem leið:
Hægast er öðrum
að herma eftir
í vætkis verðu.
Þetta mun svo að skilja, að
auðveldast sé að apa eftir öðrum
mönnum í því sem einskis vert er.
En þágufallið af vetki (vætki)
var vettugi = engu. Þetta lifir
einnig enn í dag í orðasambandinu
að virða eitthvað að vettugi =
meta það einskis. Eignarfallið af
þessu undarlega fornafni (sem
komið er með neitun af orðinu
vættur (véttur) = vera) var með
ýmsu móti, svo sem vetkis, vett-
ugis og jafnvel vettergis. Sjá líka
vísubrotið eftir Bjarna, en í Völu-
spá segir á einum stað:
Tefldu í túni,
teitir váru,
var þeim vettergis
vant úr golli.
Hér segir frá ásum á gullöld
þeirra, að þá vantaði ekkert úr
gulli, enda hefur sá nóg, er sér
nægja iætur. Nægjusemi ásanna
virðist reyndar ekki hafa staðið
mjög lengi, og kenndu þeir aðvíf-
andi konu, Gullveigu eða Heiði
að nafni, að þeir létu sér nú ekki
nægja það gull sem þeir höfðu
undir höndum og smíðuðu úr. Fór
þá brátt í verra, sem kunnugt er.
☆
Af því, sem að framan er skrif-
að, má sjá að óákveðnum
fornöfnum í íslensku hefurfækk-
að frá því sem var í gamla daga.
Enn má nefna manngi = enginn,
sem nú er steindautt.
Svo segir í fræðunum að orð-
flokkarnir skiptist í tvennt: opna
orðflokka og lokaða. Fornöfn
teljast til hinna lokuðu. Þar bæt-
ist ekki við, og kem ég betur að
því bráðum. Sama er að segja um
forsetningar, samtengingar,
tíðar- og staðaratviksorð, svo og
greini. Líku gegnir um töluorð,
þó að við getum aukið við talna-
kerfið „endalaust". Við grunntöl-
urnar verður ekki bætt.
Eignarfornöfnum hefur fækkað
eins og óákveðnu fornöfnunum.
Þau voru 7 í fornu máli, en eftir
standa 4: minn, þinn, sinn og
vor. Týnd eru okkarr, ykkarr
og yðvarr. í stað þeirra notum
við nú eignarfall persónufornafna.
Kemur það sér illa fyrir okkur,
þegar við lærum þýsku, að hafa
týnt þessum þremur, því að Þjóð-
vetjar hafa samsvarandi for-
nafnanotkun. Lítum aðeins á
okkarr sem dæmi. Það beygðist
að mestu eins og annar(r) og
nokkur(r). Nú skulum við sjá:
Kk. et. faðir okkarr
um föður okkarn
frá föður okkrum
til föður okkars
Kvk. et. móðir okkur
um móður okkra
frá móður okkarri
til móður okkarrar
Hvk. et. land okkart
um land okkart
frá landi okkru
til lands okkars
Kk. f lt. feður okkrir
um feður okkra
frá feðrum okkrum
til feðra okkarra
Kvk. flt. mæður okkrar
um mæður okkrar
frá mæðrum okkrum
til mæðra okkarra
Hvk. flt. lönd okkur
um lönd okkur
frá löndum okkrum
til landa okkarra
Haldið þið að sé munur á þess-
ari stórhreinlegu beygingu og
flatneskjunni og tilbreytingarleys-
inu núna, þegar við segjum alltaf
okkar (eignarfall af pfn. við) í
hvaða falli og tölu sem vera skal.
Þetta var mikill útúrdúr frá
skiptingu orðflokkanna. Opnir
orðflokkar, þar sem sífellt bætist
við orðaforðann (margt týnist að
vísu á móti) eru nafnorð, lýsing-
arorð, sagnir og háttaratviks-
orð. í síðast talda hópnum hefur
fjölgað ískyggilega orðum sem
enda á -lega, sjálfsagt að ein-
hveiju leyti fyrir áhrif frá ensku,
-ly. Að minnsta kosti les ég í blaði
í dag að kennarar eigi að vera
vel haldnir launalega, reyndar
ekki launalega séð.
Þessi skipting í lokaða og opna
orðflokka þykir sjálfsagt ekki
miklu skipta. En það er árátta
fræðanna að vera með sífellda
flokkaskiptingu og dilkadrátt,
þetta mætti kalla greiningar-
áráttu eða fíkn, sortéringarmaníu.
Mig rekur til þess minni að hafa
lesið í virtri kennslubók á há-
skólaárum mínum, að grafir
Frum-Germana hafí skipst í fimm
flokka: Yfírgrafir, miðgrafir og
undirgrafir, efrigrafir og efstu-
grafír.
Iðnskóladagurinn 1987
Komið við í Iðnskólanum á Skólavörðuholti og kynnist því nýjast í tölvu-
fjarskiptatækni á Iðnskóladaginn í dag milli kl. 10.00 og 16.00.
© lönaðaitankinn