Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Starfsemi Blóðbankans ennþá í lágmarki: Líffræðing- ar hafa ekki endurráðið sig íhuga nýja kjarasamninginn og búist við að málin skýrist næsta sólarhringinn LÍFFRÆÐINGAR, sem til skamms tíma störfuðu á ríkisspítölunum, hafa ekki endurráðið sig, þrátt fyrir að samist hafi við félag þeirra, Félag íslenskra náttúrufræðinga, í síðustu viku, og óvíst er hvort og hve margir þeirra endurráði sig upp á þau kjör, sem kveðið er á um í hinum nýja kjarasamningi, en búist er við að málin skýrist næsta sólarhringinn. Uppsagnir á þriðja tugs líffræðinga ásamt með uppsögnum annarra háskólamenntaðra heilbrigðisstétta á ríkisspít- ölunum, alls um 140 manns, tóku gildi 1. apríl. Vegna þessa var starfsemi í Blóðbankanum í lágmarki í gær, eins og verið hefur frá mánaðamótum, en 14 líffræðingar í Blóðbankanum sögðu upp störf- um. Ingileif Jónsdóttir, líffræðingur, á sæti í samtarfsnefnd þeirra hópa, sem sagt hafa upp störfum. Hún sagði að líffræðingar væru að skoða þennan nýja kjarasamning og búast mætti við að endurráðningar skýrð- ust næsta sólarhringinn. Hún sagði að ástæður uppsagnanna hefðu ver- ið þau starfskjör sem byðust á Ríkisspítölunum, sem væru verri en byðust á öðrum heilbrigðisstofnun- um og þrátt fyrir nýjan kjarasamn- ingi væri ennþá mikil óánægja með kjörin. Samist hefur við náttúrufræð- inga og matvæla- og næringarfræð- inga, en hluti sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa sagði einnig upp Húsavík: Nýr bæjar- stjóri ráðinn störfum frá 1. aprfl. Ekki hefur ennþá samist við þessar stéttir, en samningaviðræður eru í fullum gangi. Olafur Jensson, yfirlæknir í Blóð- bankanum, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði vonast til þess að gærdagurinn hefði verið notaður til þess að endurráða þá, sem sagt hefðu upp, en af því hefði ekki orðið, þar sem eitthvert hik væri á líffræðingunum. „Þetta eru sífelld vandræði og komin mikil þreyta í þá, sem orðið hafa að axla byrðina hér. Sjúklingamir eru á milli steins og sleggju og þeir sem þurfa á þjónustunni að halda. Þetta er fyrir löngu orðið óviðunandi og raunvemlega hættulegt ástand,“ sagði Ólafur. Hann sagði að Blóð- bankinn hefði ekki getað undirbúið sig fyrir páskana með eðlilegum hætti, en venjan hefði verið sú að þá hefði tíminn verið notaður til þess að vinna ýmislegt upp. Það yrði ekki hægt nú, þó hann hefði vonir um að þeir sem sagt hefðu upp myndu hlaupa undir bagga og aðstoða yfir páskana í tímavinnu. Morgunblaðið/Júlíu8 Brunnurinn íBjarnaborg grafinn upp Starfsmenn Dögunar sf., sem að undanförnu hafa unnið við viðgerð og endurbætur á Bjarnaborg við Hverfisgötu í Reykjavík komu nýlega niður á brunn á lóðinni austan við húsið. Brunnur- inn var flestum gleymdur, en hans er þó getið í heimildum um húsið. Bjarnaborg var byggð á árunum 1901 til 1902 í útjaðri Reykjavíkur og því langt áð sækja vatn. Bjarni Jónsson, sem byggði húsið, leysti þá vandann með því að byggja sérstakan brunn austan við það. Árið 1909 leysti Vatnsveita Reykjavíkur brunninn af hólmi. Er frá leið fór brunnurinn að falla saman, var hann þá talinn hættulegur börnum og því fyllt upp í hann. Að sögn kunnugra var brunnurinn talinn allmikið mannvirki á sínum tíma, en hann mun vera um 5 metra djúpur. Næturfundur hjá ríkissáttasemjara: Miðaði í samkomu- lagsátt ígær VONIR stóðu til að samkomu- lag gæti tekist í kjaradeilu háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga og ríkisvaldsins á fundi þessara aðila hjá ríkis- sáttasemjara í nótt. Saminga- fundur hófst seinnipartinn í gær og stóð enn er Morgun- blaðið hafði síðast fregnir um miðnættið. í gær voru einnig fundarhöld með samninga- nefnd ríkisins annars vegar og samninganefndum sál- fræðinga og háskólamennt- aðra kennara hins vegar og var einnig búist við nætur- fundi þessara aðila. Þá bættust félagsráðgjafar í hópinn seint í gærkvöldi. Deiluaðilar vildu sem minnst segja um gang mála er Morgun- blaðið leitaði upplýsinga þar að lútandi í gærkvöldi, en menn virt- ust þó fremur vongóðir um að samkomulag gæti tekist. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins var mjög rætt um röðun í launastiga og virtist sem þar stæði hnífurinn í kúnni varðandi sam- komulag, en þó var talið að svo lítið bæri á milli í þeim efnum, að ekki væri ástæða til að ætla að samkomulag drægist mjög á langinn af þeim sökum. Guðlaug- ur Þorvaldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að nokkuð hefði mið- að í samkomulagsátt í gær, en hann kvaðst þó ekki vilja fullyrða um að samkomulag myndi takast á næturfundi deiluaðila. 1986 eitt besta ár í sögu Verzlunarbankans: Hagnaður um 20 milljónir og inn- lánsaukning langt yfir meðaltal Húsavík BÆJARSTJÓRN Húsavikur réði í gær nýjan bæjarstjóra, Bjarna Þór Einarsson tæknifræðing. Aður gegndi Bjarni Aðalsteinsson starf- inu, en hann óskaði lausnar með vordögunum og ætlar að snúa sér að útgerðarmálum. Bjami Þór hefur verið bæjartækni- fræðingur Húsavíkur síðan árið 1979 og málum hér því kunnugur. Hann er 39 ára gamall, fæddur og uppal- inn Húnvetningur. Bjami lauk tækninámi árið 1972. Síðan starfaði hann í sjö ár hjá trésmiðjunni Víði í Reykjavík. Kona Bjama er Ámdís Alda Jónsdóttir og eiga þau þrjú böm. Alls sóttu átta um bæjarstjóra- starfið en báðu nafnleyndar. Fréttaritari SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiðenda hefur nú gert samning um sölu á um 2.200 lest- um af saltfiski til Ítalíu. í samningnum, sem gerður var í síðustu viku, var samið um all- nokkrar verðhækkanir í dölum MAÐURINN, sem réðst á blað- burðardreng í Kópavogi á fimmtudagskvöld, er enn ófund- inn. Drengurinn, sem er 13 ára, var rændur er hann var að mkka fyrir Morgunblaðið um kl. 20.30 á fimmtudag. Hann lýsti árásar- HAGNAÐUR Verzlunarbanka íslands hf. á síðasta ári varð tæpar 20 milljónir og innláns- aukning var þriðja árið í röð langt yfir meðaltalsaukningu innlánsstofnana, að því er fram kom á aðalfundi bankans, sem haldinn var á Hótel Sögu síðast- til viðbótar við hækkanir, sem orðið hafa undanfarna mánuði vegna ákvæða um SDR-tengingu í samningum við helztu saltfisk- kaupendurna, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra SÍF. manninum sem um það bil 20 ára gömlum, grönnum og 185-190 sm á hæð. Maðurinn var í bláum galla- buxum og vínrauðum vindjakka, með stutt svart hár, síðara að aft- an. Taldi drengurinn hár mannsins hafa verið litað. hðinn laugardag. Höskuldur Ólafsson bankastjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að síðast- liðið starfsár hefði verið eitt hið besta í sögu bankans og mætti þakka það fyrst og fremst mik- iili innlánsaukningu, sem varð um 46% á móti tæplega 35% Fiskurinn í þessum samningi verður sendur utan í tvennu lagi. Fýrra skipið fer héðan í byijun maí og hið síðara í lok maí. Magnús Gunnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að til fróðleiks mætti geta þess að undan- farnar vikur hefði SÍF kannað möguleika á sölu saltaðra sund- maga. í viðræðum við ítali að þessu sinni hefðu þeir sýnt því áhuga að kaupa þurrkaða, saltaða sundmaga. „Ætla má að fyrir hveija lest af sundmögum megi fá um 400.000 krónur. SÍF er nú að kanna áhuga framleiðenda á því að vinna þessa afurð," sagði Magnús Gunnarsson. aukningu hjá viðskiptabönkun- um öllum. Aukning innlána í Verzlunarbankanum varð þann- ig 11% hærri en meðaltal við- skiptabankanna í heild og rúmlega 31% umfram hækkun lánskjaravísitölu. Markaðshlut- deild bankans í innlánum hefur því aukist og er nú rúmlega 6%. Höskuldur sagði að skýringuna á þessari miklu innlánsaukningu mætti eflaust finna í árangursríkri stefnu Verzlunarbankans í innlán- um. „Við bjóðum hagstæð innlán og höfum greinilega fengið hljóm- grunn og náð vel inn á markaðinn. Þrátt fyrir tiltölulega háa innláns- vexti, sem við borgum, hefur okkur tekist að skapa tekjur á móti með hagstæðri dreifingu útlána og það er meðal annars skýringin á þess- ari góðu afkomu bankans á síðasta ári,“ sagði Höskuldur. Heildarútlán Verzlunarbankans jukust um 48,8% og var skiptingin eftir lántakendum þannig að 50,6% var til verslunargeirans, 29,1% til einstaklinga, 8,3% til þjónustu, 7,5% til opinberra aðila, 3,1% til iðnaðar og 1,4% til annarra lántak- enda. í árslok 1986 var innborgað hlutafé í bankanum 198,2 milljónir króna en ógreitt 29,4 milljónir, sem er á gjalddaga 1. júlí á þessu ári. Á aðalfundinum var samþykkt til- laga frá bankaráði um útgáfu jöfnunarhlutabréfa að upphæð rúm- lega 30 milljónir króna. Eftir 1. júlí verður því hlutafé Verzlunar- bankans samtals 258 milljónir króna. Hluthafar í árslok voru 1.048, þar sem 30 stærstu hluthaf- ar í bankanum eiga 44% hlutafjár- ins. Það kom fram á aðalfundinum, að samkvæmt lögum um viðskipta- banka frá 1985 eru gerðar þær kröfur að eiginfjárhlutfall banka sé ekki lægra en 5% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings að viðbættum veittum ábyrgðum en að frádregnu eigin fé, peningum í sjóði, innlánum í Seðlabanka og öðrum innláns- stofnunum. Þannig reiknað er eiginfjárhlutfall Verzlunarbankans 14.1%. Á síðasta ári kynnti Verzlunar- bankinn margvíslegar nýjungar í þjónustu sinni auk þess sem eldri vörur voru styrktar á markaðnum. Að sögn Höskuldar naut Kaskó- reikningurinn enn sem fyrr mikilla vinsælda hjá spariijáreigendum enda hefði hann fest sig í sessi frá þeim tíma er hann var kynntur í ágúst 1984, sem fyrsti sérkjara- reikningurinn sem var með saman- burðareiginleikum á ávöxtun óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga. Þá hefði „Tækifæris- tékkareikningurinn" fengið sérlega ánægjulegar móttökur, einkum með tilliti til þeirra nýju viðskiptamanna sem bankinn hefði fengið í viðskipti. 2.200 lestir af salt- físki seldar til Ítalíu Árásarmaðurinn ófundinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.