Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 76 Alnæmi í Svíþjóð: „Eigin blóðgjöf “ og smokkar í brennidepli - í umfangsmestu upplýsingaherferð Svía eftirSvein Guðmundsson Um fátt er nú meira rætt í Svíþjóð en alnæmi. Nú hefur verið hleypt af stokkunum öflugri upplýs- ingaherferð um alnæmi, hinni stærstu nokkru sinni hér í Svíþjóð. Hvað er alnæmi? Hverjar eru smit- leiðir? Hvemig skal vama smiti? Hvað er hægt að gera til að hamla útbreiðslu þessa vágests? Allt eru þetta spumingar sem leitað er svara við. Hver er fjöldi smitaðra? Vitað er um rúmlega 1300 ein- staklinga í Svíþjóð semn em HlV-smitaðir (HIV=human im- munodefíciency vims). Þar af em rúmlega 700 hommar eða hafa mök við bæði kyn, 350 eiturlyfjaneyt- endur, 170 hafa smitast með blóði eða storkuþáttum, 37 hafa smitast við samfarir við einstakling af gagnstæðu kyni og í um það bil 50 tilvikum er smitleiðin óþekkt. Líklega er þetta einungis toppur ísjakans. Talið er að fjöldi smitaðra sé á bilinu 3.500 til 10.000. Flestir þessara vita ekki um smit og halda því áfram að breiða veimna út í þjóðfélaginu. Til þessa hóps, og raunar alls almennings, er upplýs- ingaherferðinni ætlað að ná. Smokkar og hlutabréf Mikill áróður er rekinn fyrir því sem nefnt hefur verið „ömggt kyn- líf“. Sumir spyija að vonum: Hvað þýðir það? Því minna, því betra? Og helst ekki neitt? Ekki svo slæmt. Aðalatriðið er: því færri í spilinu, því betra!! Smokkaframleiðendur klæjar í lofana og hlutabréfin þeirra stíga ógnarhratt í verði, því rekinn er harður áróður fyrir notkun smokka til að hindra smit. Verða alnæmissjúkl- ingar 2.500 eftir 5 ár? En hver er fjöldi alnæmissjúkl- inga? í mars 1986 var fjöldi þeirra í Svíþjóð 44 einstalingar, en í mars 1987 hafði íjöldi þeirra náð 100. Af þessum hópi er helmingur sjúkl- inganna látinn. Sumir em í spám sínum svo svartsýnir að áætla að fjöldi alnæmissjúklinga í Svíþjóð verði 2.500 árið 1991. Bent hefur verið á að hjá öðmm þjóðum láti nærri að fjöldi alnæmissjúklinga tvöfaldist á 12 mánuðum. En það á eftir að koma í ljós hver verður þróun mála. Alnæmi á Norð- urlöndunum í árslok 1986 var fjöldi AIDS- sjúklinga 90 í Svíþjóð, 130 í Danmörku og 35 í Noregi. Þessar tölur em lægri í Finnlandi, en þar hafa 17 einstaklingar fengið al- næmi og 150 manns sýkst af HIV. Læknar þar telja þó að finna megi 700 til 2.000 manns ef næðist til allra ungmenna á aldrinum 16 til 21 árs, og minnir þetta á aðferðir íslendinga. Þó ætla Finnar að bíðá með að senda fermingarbörnunum smokka í pósti. Auk þessa hafa Finnar nú byijað harðan áróður fyrir því að sem flestir láti HIV- prófa sig, mæla nú mótefni hjá hermönnum og ófrískum konum. Ætla þeir sömuleiðis að gera HIV- próf að skilyrði fyrir inngöngu erlendra stúdenta í finnska skóla. Auk þess hefur verið sagt að þing- ið skyldi ganga á undan með góðu fordæmi og Iáta prófa sig. 170 hafasmitast eftir blóðgjöf Á þessum síðustu tímum hafa Svíar sveiflað sér af fullum krafti út í umræðuna um HlV-smit. Leitin að morðingja Olof Palme, vopna- smygl Bofors til írans, geislavirkni í hreindýrakjöti, allt eru þetta dæg- urmál í huga Svía í samanburði við alla alvöruna í alnæmisumræðunni. í hveiju einasta dagblaði, í hveijum fréttatíma útvarps og sjónvarps, alltaf berst umræðan að alnæmi. Ein hlið umræðunnar snýr að blóðgjöf og hættu á HlV-smiti með blóðgjöf. Til þessa hafa 170 Svíar fengið HlV-smit með blóðgjöf eða blóðhlutum. Af þessum hópi smituð- ust 100 hemofilia-sjúklingar (blæði- sjúkir) með storkuþáttum og öðrum blóðhlutum frá Bandaríkjunum fyr- ir 1984. Síðan þá hafa greinst 5 tilfelli alnæmis í hemofilia-sjúkling- um í Svíþjóð. Frá árinu 1985 hefur hins vegar allt blóð verið athugað með tilliti til HlV-mótefna. Af 700.000 blóðgjöfum í Svíþjóð á ár- unum 1985 og 1986 hefur HlV-próf verið jákvætt í 13 tilfellum. Blóð frá þessu fólki er vitanlega tekið úr umferð. Venjuleg HlV-próf eru falskjá- kvæð í u.þ.b. 0,1 til 1% tilfella, og er þá hægt að ganga úr skugga um hvort um raunverulegt smit er að ræða með nákvæmari rannsókn- um. Hins vegar hefur valdið mönnum heldur meiri áhyggjum að eftir HlV-smit getur það tekið u.þ.b. 2 til 6 vikur að mótefni mynd- ist gegn vírusnum. Ef persóna gefur blóð á þessu tímabili er hún hins vegar smitandi. Þessi hætta er raunverulega lítil þegar litið er til þess, hve lágt hlutfall blóðgjafa eru HIV jákvæðir. Hins vegar er þetta möguleg hætta, og meiri ef litið er til þess að alltaf eru einhveijir sem skrá sig sem blóðgjafa til að láta mæla HlV-mótefni. Er „eigin blóð- gjöf “ lausnin? Af þessu tilefni hefur orðið lífleg umræða um svonefnda „eigin blóð- gjöf". Þetta er aðferð sem hefur verið reynd í litlum mæli í u.þ.b. 25 ár og jafnvel lengur. Hugmynd- in hefur hins vegar fengið byr undir báða vængi, ekki einungis vegna HlV-smits með blóðgjöf, heldur einnig vegna hættu á lifrarbógu (hepatitis) eftir blóðgjöf. „Eigin blóðgjöf" felst í því að fólk sem gangast þarf undir aðgerð með fyrirvara getur látið tappa af sér blóði í 2—4 skipti með u.þ.b. viku millibili fyrir aðgerð, 450 ml blóðs í hvert skipti. Beinmergurinn getur bætt upp tap á rauðum blóð- komum á þeim vikutíma sem líður milli blóð„gjafanna“, með því að fólk taki einnig járn á þessum tíma. Talið er að víðtækari notkun þessa geti minnkað vemlega blóðgjöf til sjúklinga frá blóðgjöfum. Hefur verið áætlað að „eigin blóðgjöf" geti í sumum tilvikum orðið allt að 5—10% af heildamotkun blóðs í Úr íslenska bæklingnum um vamir gegn eyðni. blóðbönkum, og í vissum tilvikum hærra hlutfall. Vert er þó að benda á að þetta verður að meta eftir al- mennu líkamsástandi einstaklings- ins, og ekki er vert að nota þessa aðferð hjá öllum. Umræða um eign blóðgjöf hefur verið lífleg hér í Svíþjóð. Þó er ljóst að ýmislegt þarf að gera svo blóð- bönkum verði kleift að sinna þessu starfi, sem ótvírætt á eftir að marg- faldast að umfangi á næstu árum. Eiturlyfjaneytendur Svíar geta nú látið mæla HIV- mótefni án þess að þeir gefi upp nafn. Vonast er til þess að áróðurs- herferðin sem nú stendur yfir muni leiða til þess að fleiri smitaðir finn- ist nú, því smitaðir án vitneskjunnar bera nú sjúkdóminn um raðir allra. Rignir nú jafnt á „réttláta" sem „rangláta", og allt tal um „áhættu- hópa“ er meira og minna út í hött. Allir sem stunda kynlíf eru_ raun- verulega útsettir fyrir smiti. í þessa átt gengur áróðurinn. Eiturlyfjaneytendur sem sprauta sig eru þó sá hópur sem HlV-smit breiðist hraðast út á meðal. Þessir einstaklingar eru oft mjög virkir í kynlífi og vændi er algengt meðal kvenkyns eiturlyfjaneytenda. Nálar og sprautur ganga hringinn meðal vina og kunningja eins og tóbaks- dós og vasapeli í íslenskri réttar- ferð. Talið er að um það bil 350 eiturlyfjaneytendur gangj nú með smit án þess að til þeirra hafi náðst, til viðbótar við þá 350 sem greinst hafa. Er sú spurning áleitin, hvort sjá eigi þessu fólki fyrir ókeypis hrein- um sprautum og nálum og reyna þannig að stemma stigu við út- breiðslu smits í þessum hópi. Takast þar á sjónarmið heilbrigðisstarfs- fólks sem að meginþorra vill þessa lausn mála, og svo hins vegar skrif- finna sem ekki sjá smugur í lagabálkum til að þetta megi. En í reynd deila margar móttökur sjúkrahúsa og heilsugæslu út nálum og sprautum til þeirra sem þess óska. Einnig eru nokkur dæmi þess hér að gripið hafi verið til ákvæða í farsóttarlögum til að mega beita HlV-smitaða þvingunarvist, þegar talið er að þeir geti verið öðrum hættulegir með hegðan sinni. Allt eru þetta hitamál þar sem sitt sýn- ist hveijum. Litið til Bandaríkjanna En hvert stefnir? Þurfum við ekki öll að líta til þeirra heimshluta sem fyrstir kynntust HlV-sýking- um. Talið er að nú sé um það bil 1 og hálf milljón Bandaríkjamanna HlV-smituð og 30.000 manns hafi alnæmi. Árið 1985 dóu 5000 manns af völdum alnæmis í Bandaríkjun- um, árið 1986 dóu 9000 manns af sömu orsökum, og árið 1991 telja menn að 54.000 manns muni deyja af völdum þessa sjúkdóms. Þar er nú svo komið að í New York einni saman eru 500.000 manns HIV- smitaðir. Áhrif þessa eru nú þegar orðin veruleg. Ekki hljóma þó framtíðarspámar betur. Kostnaður við sjúkrahúsvistun alnæmissjúkl- ings er í besta falli 500 til 700 $ á dag. Áætlað hefur verið að árið 1991 verði kostnaður heilbrigðis- kerfísins vegna alnæmissjúklinga í Bandaríkjunum 5 til 15 milljarðar Bandaríkjadollara. Ljóst er að áherslur valdhafa og heilbrigðis- starfsfólks munu gjörbreytast í samræmi við þetta breytta ástand. Ógnun í Afríku Ennþá er ógetið HIV í Þriðja heiminum. í Afríku er talið að 50.000 manns hafi látist vegna al- næmis, og fjöldi smitaðra eykst óðfluga. I þessum löndum eru minni möguleikar en í vestrænum löndum til að bregðast við þessum vágesti, sem kemur í kjölfar nýlendukúgun- ar, blóðugra stríða, hungursneyða og annarra hörmunga. Sjúkdómur- inn er einnig talinn munu höggva stórt skarð í hóp menntafólks Afríku, þesss hóps sem skyldi verða vaxtarsproti betri framtíðar fyrir heimsálfuna. í ljósi fortíðarinnar er einsýnt að ábyrgð Vesturlanda er ótvíræð þegar kemur að því að veita svörtum bræðrum okkar kunnáttu, fjármuni og aðra hjálp í þessu máli. Ljóst er að nútímafólk verður að stokka spilin á hendi sinni í ljósi breyttra viðhorfa vegna alnæmis. Líklega verða kaflaskil í sögubókum framtíðarinnar sem markast af til- komu alnæmis. Hvert er innihald næstu bókakafla veit trúlega eng- inn í dag. Höfundur er fréttaritari Morgun- biaðsins í Uppsölum. Auglýsendur athugið ÚTGÁFUDAGAR Á NÆSTUNNI ERU SEM HÉR SEGIR 15. APRÍL MIÐVIKUDAGUR Skilafrestur auglýsinga 13. apríl kl. 16:00 16. APRÍL 22. APRÍL 23. APRÍL FMMTUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FMMTUDAGUR skirdagur síðasti vetrardagur sumardagurinn fyrsti Skilafrestur auglýsinga Skilafrestur auglýsinga Skilafrestur auglýsinga 14. apríl kl. 16:00 15. apríl kl. 16:00 21. apríl kl. 16:00 25. APRIL LAUGARDAGUR alþingiskosninga. Skilafrestur auglýsinga 22. apríl kl. 16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.