Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 33 Kaupmannafaöf n; Sigurlaug Jóhannesdóttir sýn- ir myndverk úr hrosshári Morgunblaðið/Nanna Bflchert Við opnun sýningarinnar talið frá vinstri: Guðný Helgadóttir, Guð- rún Magnúsdóttir, Sigurlaug Jóhannesdóttir og Ingimar Einarsson. Hér eru það Sigurlaug Jóhannesdóttir, Helga Bachmann og Stef- anía Snævarr sem ræða málin. þess: Noregur fyrir Norðmenn. Sökkvið Nansen. Oft virði ég hörundsdökka fólkið fyrir mér á götum úti. Hvemig líður því? Hvemig ætli það sé að koma til framandi lands, líta allt öðruvísi út en heimafólkið og skilja ekki stakt orð í málinu? Vera þar að auki háður góðvilja þess, en mæta ef til vill andúð og fyrirlitningu. Það þyrmir yfir mann bara við til- hugsunina eina, því nógu fjári er það slæmt að vera „bara“ útlend- ingur og geta ekki rifíð kjaft á eigin tungu. Sem betur fer sitja ekki all- ar flóttakonur inni eins og þessi í Drammen, en þær láta ekki mikið fyrir sér fara á götum úti. Lágvaxn- ar og hnellnar með skýluklút á höfðinu til að veijast norðangjóstin- um, skjótast þær um götumar, og eitt fínnst mér þær eiga sameigin- legt, þær líta oftast niður. Piroozeh er írönsk kona sem flúði land sitt ásamt eiginmanni og böm- um. Henni hafði verið misþyrmt og hótað lífláti af herlögreglunni. I átta' mámjði deildi hún eldhúsi og baði með fjórum öðmm fjölskyldum, en þá útveguðu Norðmenn þeim hjónum fjögurra herbergja íbúð. Eiginmaðurinn fór síðan í háskól- ann á staðnum en hún var heima með bömin sín tvö. Hún segist ekki alveg geta glaðst yfir frelsi sínu í nýja landinu, því hugsunin um fjöl- skylduna heima í íran veldur henni hugarkvölum. Þeim hefur verið hegnt fyrir flótta hennar. Stundum fínnuf hún líka að Norðmenn forð- ast hana, og það gerir hana dapra. En hún er ósköp fegin að geta alið upp böm sín í öryggi og þeim líður vel, því norskum bömum er nefni- lega hjartanlega sama um það hvemig fólk er á litinn. Víetnömsk stúlka sem er í menntaskóla hér í bænum segist vera ánægð með lífíð í nýja landinu. Hún hefur staðið sig afbragðs vel bæði í stærðfræði og efnafræði, enda kennaramir jákvæðir og vilja allt fyrir útlendingana sína gera. Hún segir þó að foreldrum sínum líði ekki alveg eins vel, þau sakni heimalands síns, menningu sinnar, og eigi erfíðara með að sætta sig við að vera alltaf útlendingar. Ungur Pakistani sneri þó dæm- inu við. Hann setti á fót mynd- bandaleigu og réð til sín Norðmenn í vinnu. Stöðugt færði hann út kvíarnar, og sagði leyndarmálið bak við velgengni sína vera það, að leggja áherslu á norskuna, mennta sig almennt og aðlaga sig öllum siðum og venjum nýja landsins. Ég ræddi um flóttamennina við kennara nokkum norskan. Þá spurði hann mig hvemig þetta væri hjá okkur þama á íslandi. Hann hefði frétt það að íslendingar væru voða lítið hrifnir af hvers kyns blöndun. Allt yrði að vera íslenskt, og ef útlendingur álpaðist inn í landið væri hann skírður upp á nýtt, eitthvað dóttir eða son. Og svo mætti aldrei heyrast útlensk sletta í málinu, alltaf búin til íslensk orð í einum grænum yfír alla hluti, meira að segja komin tvö orð yfir AIDS? Ég gat ekki ansað mannin- um því ég fékk hóstakast, einhver óþverri í hálsinum. Sennilega er best fyrir hvem og einn að skröltast um á sínu upp- runalega svæði, sé þess nokkur kostur. En blöndun hinna ýmsu kynþátta minnkar ekki í framtíð- inni, svo mikið er víst, því flótta- menn níunda áratugarins hafa oft verið nefndir þotuflóttamennimir. Höfundur er nemi, kennari og húsmóðir í Kristiansand í Noregi. Jónshúsi, Kaupmannahöfn. HJÁ Norrænu ráðherranefnd- inni er starfsmannafélag, sem nefnist „Paraplyen“. Deildir inn- an þess eru þrjár, íþrótta-, leik- og listadeild og nefnist hin siðasttalda „Gouachen". Sér hún m.a. um listsýningar í anddyri húsakynna Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Fyrsta sýningin þar var við vígslu hússins í haust og sýndu þá norrænir listmálarar 9g var Tryggvi Ólafsson fulltrúi íslands eins og sagði frá hér i blaðinu. Næst voru verk sænsku listakonunnar Irene Drott-Kock- um til sýnis í janúar. Nú var þriðja sinni boðað til opnunar sýningar í Store Strandstræde 18 föstudaginn 27. marz. Sýnir Sigurlaug Jóhannesdóttir, Silla, 7 textilverk unnin úr hrosshári og meðfram úr plexigleri. Má geta þess, að nú eru þvi íslenzkar sýningar báðum megin Stóra Strandstrætis við Kóngsins Nýja- torg, því að málverkasýning Hauks Dór er í Gallerí Tiro hand- an götunnar eins og kunnugt er. Sigurlaug notar eingöngu tagl- hár og vinnur það algjörlega sjálf. Hún tekur við töglunum eins og þau koma af hánni í sláturhúsinu og er mikið verk að hreinsa hárið og flokka. I sumum verka sinna notar listakonan taglhárið nær óunnið í dúskum, t.d. í Flóð og fjara og Sólarflaut. En Silla velur auðvitað falleg náttúrunöfn á náttúrlegt við- fangsefni sitt. í öðmm verkum svo sem Sveipir, Vindharpa og Himin- bogar er hárið unnið í höndum og vafíð upp í vöndla og notar hún gamla aðferð við meðhöndlun þess og er taglhárið á forvinnslustigi, er hér er komið sögu. „Það var svo fallegt þannig, að ég fór að nota það í verk mín,“ sagði Silla. Er t.d. síðasttalda verkið hrífandi, en þar eru stórir kringlóttir fletir af plexi- gleri og taglhárið á milli. Sigurlaug Jóhannesdóttir er fædd á Akureyri 1945, er vefnaðar- kennan frá Myndlista- og handíða- skóla íslands og kenndi vefnað á Laugum 1968—72 og í Myndlista- og handíðaskólanum 1975—84. Þá kenndi hún einnig einn vetur við Vestlands Kunstakademi í Bergen. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga víða um lönd frá 1976 og má nefna 3 norræna Textiltrienna- la, Scandinavia Today, Form Island, og Textil í rúmi, þar sem hún sýndi með norskum listamönnum, er hún var búsett í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Nú er Sigurlaug búsett í Kaup- mannahöfn og heldur hér 4. einka- sýningu sína. Hinar voru í Gallerí Langbrók og I Bókasafninu á ísafirði 1984 og í Nýlistasafninu í Reykjavík 1986. Sýningin hér er opin á skrifstofutíma kl. 9—15.30 virka daga og verður opin fram á annan dag sumars skv. íslenzku tímatali, þ.e. 24. apríl. G.L.Ásg. Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni Sjálfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga kl. 09.00-22.00. DREGIÐ 24. APRÍL 1987 Stórglæsilegir vinningar að verðmæti kr. 3.998.160 3 fólksbifreiðir 34 glæsilegir ferðavinningar 20 húsbúnaðarvinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.