Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 16
16
. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
Sjálfstæðisflokk-
og listimar
unnn
eftír GeirH. Haarde
Það hefur löngum verið svo, að
vinstri menn á Islandi hafa talið sig
eina hafa vit á listum og menning-
armálum. Þeir hafa jafnframt reynt
að láta líta svo út, að allir sannir
listamenn væru vinstri menn og
iðulega reynt að útskúfa eða niður-
lægja þá úr röðum listamanna, sem
hafa leyft sér að fylgja t.d. Sjálf-
stæðisflokknum að málum.
Eitthvert besta dæmið um til-
raunir vinstra liðsins til þess að
bæla þá niður andlega, sem þeim
eru ekki að skapi, eru árásimar á
þá listamenn, sem fyrir borgar-
stjómarkosningamar í fyrra sýndu
það sjálfstæði og hugrekki til að
lýsa opinberlega yfir stuðningi við
Davíð Oddsson borgarstjóra og
borgarstjómarlista Sjálfstæðis-
flokksins.
Þetta framtak vakti aðdáun
margra, en ekki stóð á ofsafengnum
viðbrögðum Þjóðviljans og þess liðs,
sem honum fylgir að málum, í garð
viðkomandi listamanna.
Þessi viðbrögð komu ekki á
óvart. En það sem veldur undrun
er það hversu kennisetning vinstri
manna um velvilja þeirra í garð
listamanna virðist lífseig, þótt
vinstra liðið hörfí nú smám saman
úr hveiju hræðsluvíginu í menning-
armálum á fætur öðru.
Auðvitað er það fjarstæða að upp
renni sérstakt framfaraskeið fyrir
listafólk í landinu, þegar Alþýðu-
bandalagið og önnur vinstri öfl fara
með völd. Reynslan er í þessu ólygn-
ust og menn geta bæði kynnt sér
tímabilið, þegar vinstri flokkamir
fóru með völdin í borgarstjóm
Reykjavíkur og þau ár, þegar Al-
þýðubandalagið gegndi lykilhlut-
verki í ríkisstjóm. Frá þessum tíma
er fárra afreka að minnast á þessu
sviði. Framkvæmdir við Borgarleik-
húsið, sem nú er senn lokið, lágu
t.d. að mestu niðri.
Stórefling
K vikmy ndasj óðs
Mig langar til að minnast á nokk-
ur atriði, sem horfa til hagsbóta
fýrir listamenn og listunnendur, og
náðst hafa fram á núverandi
kjörtímabili, þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ráðið bæði ráðu-
neytum menntamála og fjármála.
Eitthvert stærsta málið á tímabil-
inu er stórefling Kvikmyndasjóðs.
Lögum um hann var breytt á árinu
1984 fyrir forgöngu Ragnhildar
Helgadóttur, þáverandi mennta-
málaráðherra, og við undirbúning
fjárlaga þessa árs beittu þeir sér
fyrir því, Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra og Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra, að
sjóðurinn fengi á árinu fullt framlag
í samræmi við hin nýju lög, eða 55
milljónir króna. Þeir beittu sér einn-
ig fyrir því að sjóðurinn og
Kvikmyndasafn íslands hafa fengið
viðunandi þak yfír höfuðið, en þess-
ir aðilar fluttu fyrir skemmstu í
húsnæði við Laugaveg í Reykjavík,
sem hentar vel þessari merku starf-
semi. Þar fékk Bandalag íslenzkra
listamanna einnig aðstöðu sem og
félög kvikmyndagerðarmanna og
kvikmyndaframleiðenda.
Á tímum þegar yfir landsmenn
flæðir erlent myndmál í stórum stíl
er besta vöm íslenzkrar tungu og
menningar fólgin í því að sækja
fram á þessum sama vettvangi og
bjóða erlendri framleiðslu birginn
með íslenzkri kvikmyndagerð. Ann-
að er uppgjöf og ekki í samræmi
við þá skyldu ráðamanna að standa
vörð um tungu og sögu þjóðarinn-
ar. Þetta hafa forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins skilið öðrum betur.
Og verkin hafa verið látin tala í
þessum efnum sem öðrum og með
því sköpuð fjölmörg tækifæri fyrir
innlenda kvikmyndagerðarmenn,
leikara og aðra, sem þessari list-
grein tengjast.
Á kjörtímabilinu hefur einnig
fengist lausn á húsnæðisvanda
Leiklistarskóla íslands, sem nú er
kominn í varanlegt húsnæði eftir
að hafa verið á hrakhólum um ára-
bil.
íbúð fýrir íslenzka listamenn í
París er sömuleiðis orðin að veru-
leika.
Bættir möguleikar
myndlistar-
og tónlistarmanna
Annað nýlegt mál, sem sjálfstæð-
ismenn hafa knúið fram, snertir
hagsmuni listmálara. Þeir hafa
árum saman barist fyrir því, að
tollar á litum til listmálunar lækki
verulega. Þessi barátta bar ekki
árangur fyrr en nú í vor, þegar fjár-
málaráðherra beitti sér fyrir
lagabreytingu þar sem þessu var
hrundið í framkvæmd. Tollar á list-
málaralitum voru lækkaðir mjög
verulega um leið og breytingar voru
gerðar á tollum á ýmsum öðrum
smávörum. Það fór ekki mikið fyrir
Geir H. Haarde
„ Auðvitað er það fjar-
stæða að upp renni
sérstakt framfaraskeið
fyrir listafólk í landinu,
þegar Alþýðubandalag-
ið og önnur vinstri öfl
fara með völd. Reynsl-
an er í þessu ólygnust
og menn geta bæði
kynnt sér tímabilið,
þegar vinstri flokkarn-
ir f óru með völdin í
borgarstjórn Reykja-
víkur og þau ár, þegar
Alþýðubandalagið
gegndi lykilhlutverki í
ríkisstjórn.“
þessari breytingu, en hún skiptir
þeim mun meira máli fyrir íslenzka
listmálara og gerbreytir raunar
starfsaðstöðu þeirra. Og það þurfti
Sjálfstæðisflokkinn til að koma
þessu gamla baráttumáli í höfn.
Breyting á lögum um uppboð,
þar sem söluskattur á listaverkum
er felldur niður en upp tekið 10%
gjald til eigenda höfundarréttar er
annað dæmi um hagsmunamál
listamanna, sem nýlega náði fram
að ganga.
í tengslum við áðurnefndar tolla-
breytingar var tollur á hljómplötum
og hljómböndum einnig lækkaður
nokkuð. Sú breyting kemur tónlist-
arfólki óbeint til góða, því hún gerir
fleirum kleift að njóta tónlistar.
Veruleg breyting varð hins vegar á
möguleikum innlendra hljómplötu-
útgefenda og popptónlistarmanna
snemma á kjörtímabilinu, þegar
fjármálaráðuneytið felldi niður
vörugjald af hljómplötum. Er ekki
vafí á því að sú breyting hleypti
nýju lífi í innlenda hljómplötuútgáfu
og starfsemi þeirra listamanna sem
að henni standa.
Afram verði haldið
á sömu braut
Þannig mætti lengi halda áfram
að telja upp ýmis hagsmunamál
listamanna og listunnenda, sem
tekist hefur að þoka fram á við á
undanförnum árum undir forystu
Sjálfstæðisflokksins. Öll eru þessi
mál til þess fallin að skjóta sterk-
ari stoðum undir það menningar-
samfélag sem gerir íslendinga að
sjálfstæðri þjóð.
Margt er þó enn ógert. Til dæm-
is þarf að treysta stöðu óperustarf-
semi á íslandi og hlúa að því
einkaframtaki, sem þar hefur hasl-
að sér völl við erfiðar aðstæður.
Því máli tengist einnig atvinnu-
öryggi óperusöngvara, sem búa
jafnan við mikla óvissu um verkefni
og afkomu.
Endurskoðun laga um lista-
mannalaun mun langt komin á
vegum menntamálaráðuneytisins. í
því efni er nauðsynlegt að tryggt
verði að launa- og styrkjakerfi lista-
manna verði þannig úr garði gert,
að það fé sem til þess er varið nýt-
ist sem best og verði raunveruleg
Hvað er að gerast á mynd-
bandamarkaðinum?
eftír Friðbert Pálsson
Nýlega birtist í Morgunblaðinu
grein undir yfirskriftinni „Ólög-
mætir viðskiptahættir á íslenskum
myndbandamarkaði".
Eftir lestur þeirrar greinar kemur
í ljós að höfundur getur ekki sett
fram nema eina setningu sem ekki
er annaðhvort útúrsnúningur, lygi
eða beinn atvinnurógur. Það er
setningin „Tímabili ævintýra-
mennsku og uppgripa er lokið
og nýtt tímabil gengið í garð“.
Höfundurinn, Magnús Ólafsson,
sem er nýráðinn til Samtaka
íslenskra myndbandaleiga, ætlar
greinilega að taka sjálfan sig alvar-
lega, þeysast fram á ritvöllinn með
þessum aðferðum, en á sama tíma
sendir hann undirrituðum bréf í
nafni samtak sinna og óskar eftir
samvinnu, því svona geti þetta ekki
gengið.
Sannleikurinn er
sagna bestur
í grein hans er aðaláherslan lögð
á að lýsa hversu siðlausar starfsað-
ferðir undirritaðs, f.h. Háskólabíós
ásamt forstjóra Laugarásbíós, eru.
Eins og áður segir er grein þessi
uppfull af lygum, útúrsnúningum
og beinum atvinnurógi. Sé ég mig
til þess knúinn að rita nokkur orð.
Ég mun ekki svara þeim atríðum
þar sem veist er að mér persónu-
lega eða mínu fyrirtæki. Þau atriði
eru einfaldlega ekki svaraverð. Hins
vegar mun ég reyna að leiðrétta
aðrar rangfærslur og í lokin ræða
almennt um myndbandamarkaðinn.
Háskólabíó er ekki ríkisfyrir-
tæki. Háskólabíó er sjálfseignar-
stofnun í eigu Sáttmálasjóðs, sem
er í vörslu Háskóla íslands. Há-
skólabíó greiðir alla skatta og
skyldur af starfsemi sinni til jafns
við önnur fyrirtæki í sömu atvinnu-
grein. Sömu sögu er að segja af
Laugarásbíói, sem er eign Sjó-
mannadagsins í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Myndbandaleiga kvikmyndahús-
anna er hlutafélag, sem rekið er á
sama hátt og hvert annað hlutafé-
lag á íslandi. Fjórar leigur eru
reknar í nafni MK í Reykjavík, þar
af 2 í eigu hennar. Niðurstöður
Magnúsar Ólafssonar, áðumefnds
greinarhöfunds, eru þær að hér sé
um að ræða fordæmi fyrir ólögmæt-
um viðskiptaháttum, einokun og
hringamyndun. Þetta er athyglis-
verð fullyrðing þegar haft er í huga
að í Reykjavík eru skráðar um
70—80 myndbandaleigur. (Heimild:
Skattstofan í Reykjavík.)
Rógsherferöir
oghefnigirni
Of oft hefur forysta Samtaka
myndbandaleiga ekki haft áhuga á
að upplýsa sína félagsmenn um
staðreyndir og það sem raunveru-
lega er að gerast — því miður.
Stundum hafa ástæðumar verið
vegna einkahagsmuna og stundum
beinlínis af hefnigimi. Þeir sem
hafa verið í forsvari fyrir Samtök
rétthafa myndbanda hafa oft og
tíðum fengið að fínna fyrir því.
Mynduð hafa verið bandalög um
að versla ekki myndbönd af tiltekn-
um aðilum í þeirri von að viðkom-
andi breyti afstöðu sinni í málum
sem snerta Samtök myndbanda-
leiga. Rógsherferðir hafa verið
famar bæði í fjölmiðlum og víðar.
Hver skyldi hinn eiginlegi til-
gangur vera með slíkum vinnu-
brögðum? Væri ekki eðlilegra að
verja kröftum sínum í eitthvað upp-
byggilegra og þá um leið eitthvað
sem væri líklegra til að auka al-
menningsálitið á þessari atvinnu-
grein?
Aukín samkeppni
viö sjónvarp
Með tilkomu nýrra starfsmanna
hjá Samtökum myndbandaleiga
hefði mátt búast við breyttum
vinnubrögðum, en því miður virðast
leiðbeinendur þessara nýju starfs-
manna hafa sömu sjónarmið uppi
og ég var að nefna.
Tel ég því rétt að benda á þau
atriði sem mestu máli skipta varð-
andi þá erfíðleika sem myndbanda-
markaðurinn er í.
Stöð 2 tók til starfa seinni hluta
ársins 1986. Þá strax varð vart við
verulegan samdrátt í útleigu á
myndböndum. Nokkrir aðilar líktu
þessari þróun við það þegar sjón-
varpið tók til starfa og aðsókn að
kvikmyndahúsum dróst verulega
saman. Helstu myndir Stöðvar 2
voru þær sömu og höfðu verið vin-
sælastar á myndbandamarkaðinum
fyrir einu og hálfu til tveimur árum.
Eins og við mátti búast lagaðist
þetta ástand nokkuð þegar Stöð 2
hóf að trufla útsendingar á kvik-
myndum.
Samfara tilkomu Stöðvar 2 batn-
aði dagskrá ríkissjónvarpsins
verulega. Það er ljóst að ef fólk
hefur möguleika á að horfa á góðar
*P
Friðbert Pálsson
„Til að mæta þessum
breyttu markaðsástæð-
um tel ég að aðilar
myndbandamarkaðar-
ins eigi að snúa bökum
saman og veita þessum
keppinautum sínum
verðuga samkeppni. Að
slá um sig með lygum
og rógi er ekki vænlegt
til árangurs.“
myndir í sjónvarpinu leigir það mun
minna af myndbÖndum.
Eftir áramót var svo gert sér-
stakt átak í að auglýsa upp Stöð
2. Afruglarar sem takmarkað hafði
verið til af og menn urðu að skrifa
sig á biðlista fyrir eru nú til á lag-
er og íjölbýlishúsakerfi taka upp
áskrift við Stöð 2. Þannig eru nú
um 15.000—16.000 áskrifendur að
Stöð 2 og fer þeim ört fjölgandi.
Það er ljóst að heimili, sem eru
með myndbandstæki og gerast
áskrifendur að Stöð 2, draga veru-
lega úr notkun á myndböndum,
a.m.k. fyrst í stað.
Lögregluaðgerðir í
desember 1986
í desember 1986 voru um 15.000
myndbönd tekin úr umferð af lög-
reglunni á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, vegna meints gruns um brot
gegn höfundarrétti. Nemur end-
urnýjunarverð þessara mynda um
58.000.000 kr. Vissulega koma
slíkar aðgerðir til með að hafa veru-
leg áhrif á fjármál þeirra sem þessar
myndir voru teknar frá.
Þessir þættir ásamt minna fram-
boði mynda á myndbandaleigum
eru meginástæður lítillar veltu
myndbandaleiga undanfama 2—3
mánuði.
Niðurlag
Til að mæta þessum breyttu
markaðsástæðum tel ég að aðilar
myndbandamarkaðarins eigi að
snúa bökum saman og veita þessum
keppinautum sínum verðuga sam-
keppni. Að slá um sig með lygum
og rógi er ekki vænlegt til árangurs.
Nauðsynlegt er að allir aðilar
myndbandamarkaðins sameinist
um að fylgja lögum um viðskipta-
hætti og höfundarrétt. Því miður
eru enn aðilar innan hóps mynd-
bandaleigumanna sem telja sér hag
í því að fara ekki að lögum. Þetta
setur svartan blett á mikinn meiri-
hluta þeirra sem starfa við mynd-
bandaleigu. Það er brýnt að þessir
menn láti af slíkum vinnubrögðum.
„Tímabil ævintýramennsku og
uppgripa er nú endanlega lokið
og nýtt timabil gengið í garð.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Háskólabíós og stjórnarformaður
Samtaka rétthafa myndbanda &
íslandi.