Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Prestsembættið og prestkosmngamar eftir Torfa K. Stef- ánsson Hjaltalín í viðtali í Morgunblaðinu þann 24.3. sl. gerði séra Geir Waage, formaður Prestafélags íslands, grein fyrir sínum persónulegu skoð- unum varðandi hin nýju prestkosn- ingalög. Gleði hans yfir nýju lögunum virtist eitthvað takmörk- uð, þótt hann viðurkenndi að breytingin frá gömlu lögunum væri að nokkru leyti til bóta. Það virðist sem séra Geir vilji ganga veginn allt til enda, þ.e. að taka af réttindi safnaðanna til að velja sinn prest og færa það vald til biskups, eða með orðum Geirs, að tryggja bein áhrif biskups á „val prests í hveiju tilviki". Séra Geir heldur þvi fram að prestkosningar séu fráleit aðferð til að „kalla“ prest, hvortheldur litið sé á gamla fyrirkomulag prestkosn- inga eða nýju lögin. Hann styður þessa staðhæfingu sína með því að fullyrða, að því sem maður fær best skilið, að sú aðferð að söfnuð- urinn kalli prest sé „ósamrýman- leg allri kirkjulegri hefð, enda ósamrýmanleg eðli þess postul- Iega embættis sem presturinn gegnir“. Hér er ástæða til að staldra við ekki síst vegna þess að hér talar maður með kennimannleg- um myndugleika um málefni sem almenningur á ekki auðvelt að setja sig inní. Það hefur komið fram í fjölmiðlum, að fólk er ekki á eitt sátt um afnám prest- kosninga, hvað þá sammála um að taka köllunarvaldið alfarið frá söfnuðunum. Réttur til að kjósa prest er af mörgum talinn vera hluti af lýðræðislegum rétt- indum þjóðarinnar og nauðsyn- legur til þess að sporna gegn því að klíkuskapur ráði ferðinni við val prests á hveijum stað. Þeir hinir sömu benda á að ennþá er evangelísk-lútherska kirkjan á íslandi þjóðkirkja en ekki emb- ættiskirkja og því séu það sjálf- sögð réttindi safnaðanna að fá að kjósa sinn prest. Inná þessi mál verður ekki farið hér, heldur einungis reynt að kasta ljósi á það, hvort fullyrðing séra Geirs sé rétt túlkun á kenningunni og hinni kirkjulegu hefð. Með orð- unum kirkjuleg hefð er gert ráð fyrir að átt sé við hefð vorrar lúthersku kirkju, eins og hún birtist í játningum hennar og túlkun á játningunum. Það eru einkum tvö hugtök hjá séra Geir sem vekja spurn- inguna um hina réttu túlkun, þ.e. köllunarhugtakið og hugtakið postullegt embætti. Við skulum byrja á því fyrmefnda. í Ágsborgaijátningunni, sem er höfuðviðmiðun kenningar kirkju vorrar, er að finna ör- stutta setningu um að enginn án tilhlýðilegrar köllunar fái að sinna hinu kirkjulega embætti, prestsembættinu (14. grein). Með orðunum „tilhlýðileg köllun“ er átt við, að aðeins köllun frá söfn- uði sé nauðsynleg prestsembætt- inu. Þetta var mikilvægt fyrir siðbótina vegna uppreisnar hennar gegn hinu andlega valdi þess tíma, Stefna Borgaraflokks- ins í varnarmálum eftirJúIíus Sólnes Tilraunir Morgunblaðsins til þess að gera stefnu Borgaraflokksins í vamarmálum tortryggilega virka hjákátlegar. Reynt er að telja fólki trú um, að Borgaraflokkurinn vilji kljúfa samstöðu lýðræðisflokkanna í vamarmálum og koma vamarlið- inu á Keflavíkurflugvelli burt, nema það greiði hátt lausnargjald. Enn fremur er hamrað á því, að öryggis- hagsmunir íslendinga séu bomir fyrir borð af fulltrúum Borgara- flokksins. Það þýðir líklega ekki að benda Morgunblaðsmönnum á að lesa stefnuskrá Borgaraflokksins betur. Þeir munu aðeins vilja lesa það út úr henni, er leitt gæti til þeirrar túlkunar blaðsins, sem talað er um að ofan. Stefnuskráin er hins vegar afar skýr og einföld hvað vamar- og öryggismál íslendinga áhrærir. Skal ég reyna að skýra hana út fyrir Morgunblaðsmönnum. 1. grein. ísland er aðili að vamar- bandalagi vestrænna þjóða (NATO). Ekkert okkar í Borgaraflokknum hefur í hyggju að breyta þessari staðreynd meðan núverandi ástand ríkir í alþjóðamálum. 2. grein. Eðlilegt er, að vamar- samningurinn við Bandaríkin verði endurskoðaður reglulega. Þegar vamarsamningurinn var gerður fyrir tæplega 40 árum voru þjóðfélagsaðstaeður allt aðrar á ís- landi en þær eru í dag. Þekking íslendinga á öiyggismálum og geysilegar framfarir á sviði tækni, verzlunar og viðskipta á þessum tíma eru með óiíkindum. Ég held, að það geri ekkert til, þótt Banda- ríkjunum sé gerð betri grein fyrir þessu. Eins er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að leita eftir endurskoð- un á vamarsamningnum með tilliti til þessa. Til dæmis væri ekki óeðli- legt, að íslendingar tækju að sér ýmis sérhæfð störf, tæknilegs eðlis, í sambandi við eftirlits- og öryggis- gæzlukerfi vamarliðsins, í ríkara mæli en nú gerist. 3. grein. Lögð verði ríkari áherzla á almannavamir og öryggismál ís- lendinga sjálfra í þessu samstarfi. Stundum þykir mér, að of mikil áherzla sé lögð á að veija landsvæð- ið ísland, en minni áherzla lögð á Júlíus Sólnes „Stundum þykir mér, að of mikil áherzla sé lögð á að verja land- svæðið Island, en minni áherzla lögð á að veija fólkið, sem hér býr.“ að veija fólkið, sem hér býr. Borg- araflokkurinn vill auka almanna- vamir og fá stjóm NATO til að sinna þeim málum með okkur betur en hingað til hefur verið gert. Huga þarf að því hvemig hægt sé að tryggja betur öryggi fólksins ef til hemaðarátaka kæmi við eða á ís- landi. 4. grein. Allt verði gert til að létta á íslandi sem átakasvæði á stríðs- og hættutímum, svo sem með því að koma upp öflugri eftir- litsstöð á Jan Mayen. Hafsvæðið milli Noregs og Græn- lands, með ísland í miðjunni, verður eitt mikilvægasta hemaðar- og átakasvæði heimsins ef til styijald- ar kæmi milli Vesturveldanna og Sovétmanna. Þessu er lýst á mjög áhrifamikinn hátt í bók Tom Clanc- y’s „Rauður stormur í aðsigi". Til þess að treysta betur vamir ís- lands, ef til slíkra átaka skyldi koma, er nauðsynlegt að koma upp forvamar- og eftirlitsstöð fyrir norðan ísland. Borgaraflokkurinn vill, að þetta mál verði kannað í samráði við Norðmenn, og tekið til umræðu í æðstu yfirstjóm NATO. 5. grein. Stuðlað verði að eðlileg- um viðskiptum vamarliðsins við íslendinga, til dæmis með því, að það kaupi framleiðsluvörur af ís- Iendingum. Undirlægjuháttur gagnvart Bandaríkjamönnum og sú afstaða, að við séum einhveijir annars flokks menn í samanburði við þá, hefur því miður verið alltof ríkjandi með- al margra ráðamanna. Bandaríkja- menn eru yfirleitt mjög heiðvirðir og traustir í öllum viðskiptum. Þeir skilja manna bezt, þegar jafningjar hittast og gera með sér viðskipti, þar sem hallar á hvorugan. Við telj- um fullkomlega eðlilegt að ræða við Bandaríkjamenn um ýmis mál, er snerta viðskipti vamarliðsins og íslendinga. Til dæmis, að það kaupi allar helztu rekstrarvörur sínar af íslendingum. Þar á ég m.a. við hreinlætisvörur, matvörur, bygg- ingarvörur og margt fleira. Slíkt gæti farið fram með útboðum til innlendra fyrirtækja. Það má benda á, að nú er farið að selja íslenzkt kjöt til vamarliðsins og sjóflutning- ar á vegum þess em aftur komnir að mestu leyti í hendur íslendinga. Þessa jákvæðu þróun má rekja til afskipta Alberts Guðmundssonar sem fjármálaráðherra af viðskiptum okkar við vamarliðið. Enn fremur virðist eðlilegt, að betur sé hugað að því, að öll mann- virkjagerð fylgi íslenzkum kröfum og stöðlum í samræmi við íslenzkar aðstæður. íslenzkir tæknimenn taki virkari þátt í hönnun og undirbún- ingi allra mannvirkja á vegum vamarliðsins og NATO. Sú stað- hæfíng, að bandarísk tækniþekk- ing, staðlar og kröfur séu svo miklu meiri en hjá íslendingum á ekki lengur við. 6. grein. Sjálfsagt er að taka þátt í öllum umræðum um afvopn- unarmál, er leitt geta til varanlegs friðar og eyðingar kjamorkuvopna. Ef einhver er á móti þessu, þá geri hann svo vel og rétti upp hönd. Höfundur er efsti maðurá lista Borgaraflokksins í Reykjanes- kiördæmi. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín „Prestsstarfið er fyrst og fremst þjónustu- starf, en þó í víðari merkingu en aðeins þeirri að þjóna söfnuð- inum. Prestsins skylda er fyrst og fremst að þjóna f aguaðarerind- inu. Þó er mikilvægt að leggja áherslu á að boð- un orðsins og þjónusta við söfnuð myndar órjúfanlega heild í hinu kirkjuiega embætti prestsins.“ sem neitaði að vígja mótmælendur. Foringi siðbótarinnar, Martin Lut- her, bendir á í riti sínu Til hins kristna aðals, að biskup sé einungis fulltrúi safnaðanna er hann velur einn af söfnuðinum til að fara með það vald sem allur söfnuðurinn hef- ur. Luther útskýrir þetta svo (í lauslegri þýðingu): „Segjum svo að fámennur hópur frómra kristinna leikmanna verði handtekinn og ein- angraður fjarri mannabyggðum án þess að hafa nokkum prestvígðan mann í hópnum. Segjum svo að þau komi sér saman um að velja einn úr hópnum til að sjá um prests- verk. í slíku tilviki væri sá hinn sami sannarlega jafnmikill prestur og í því tilviki að allir biskupar og páfar veraldar hefðu vígt hann.“ Þetta vald, sem Luther talar um, er öllum skírðum gefíð, vald hins almenna prestdóms allra skírðra. Köllunarhugtak siðbótarinnar er þannig fyrst og fremst túlkað sem köllun safnaðarins eftir presti til þjónustu. Þetta er sú kirkjulega hefð sem er sterkust í vorri kirkju og því em hvorki gamla prestkosningafyrirkomulagið né nýju lögin „fráleit aðferð til að kalla prest“, né „ósamrýmanleg allri kirkjulegri hefð“. Nýju lögin halda ennþá við siðbótarhefðinni vegna þess að það er ennþá söfnuður leik- manna sem velur prest en ekki hið andlega yfirvald. Þetta er einmitt styrkur nýju laganna en ekki galli, eins og séra Geir virðist halda. Séra Geir notar einnig síðar- nefnda hugtakið, postullegt prests- embætti, í þrengri merkingu en Morgunblaðið/ÓI.K.M. Flemming Bach Rasmussen, sölumaður hjá Shipmate og Ogmundur Friðriksson stjórnandi Friðriks. A. Jónssonar hf. Shipmate: Rúmlega hundr- að ferilskjáir seldir á Islandi „VIÐ höfum þegar selt rúmlega 100 ferilslgái (plottera) á íslandi eftir að Friðrik A. Jónsson hóf umboðssölu fyrir okkur fyrir um tveimur árum. Alls höfum við selt um 2.000 ferilskjái i Evrópu, en seljum einnig ýmis önnur fiskileitar-, fjarskipta- og siglingatæki. ísland er okkur mikilvægur markaður og við leggjum því mikla áherzlu á sölu tækja okkar hingað og kynningu þeirra," sagði Flemm- ing Bach Rasmussen, sölustjóri hjá danska fyrirtækinu Shipmate, í samtali við Morgunblaðið. „Við bjóðum núna upp á ferilskjá sem nothæfur er í öllum skipa stærðum. í þessum tækjum er 8.000 punkta minni og viðbótarbúnaður, sem flýtir verulega fyrir afspilum á myndböndunum er einnig fáanleg- ur. Með honum er hægt að kalla fram umbeðnar upplýsingar á að- eins rúmlega tveimur mínútum. Þessi búnaður verður fyrst reyndur í_ íslenzkum skipum í togaranum Ólafi Jónssyni frá Sandgerði. Inn í þennan búnað geta menn svo sett allar staðsetningar sínar og sigl- ingaleiðir, tekið það upp á kassett- ur, sem sett eru í tækið, þegar á þarf að halda. Þá getum við boðið upp á sérstök bönd með höfnum og veiðisvæðum. Búnaðurinn teng- ist stjómtækjum skipsins, þannig að fyrst setja menn stefnuna og aðra punkta inn og tengja síðan sjálfstýringuna við hann. Skipið siglir þá eftir leiðinni, sem merkt er inn. Ferilskjárinn tengist núna ýms- um staðarákvörðunarkerfum, sem alls eru fjögur, meðal annarra Lor- an-C og Decca. í uppbyggingu er nýtt kerfi, GPS (Global Positioning System), sem mun leysa eldri kerf- in af hólmi. Þetta kerfí er að hluta til þegar komið i notkun, en einfald- ur búnaður frá okkur gerir mönnum kleift að tengja við GPS-kerfíð, þegar þar að kemur. Þeir þurfa því ekki að skipta um grunnbúnað. Shipmate selur einnig ýmsan annan búnað fyrir stjóm fískiskipa og fjarskipti. Þar má nefna móttak- ara fyrir veðurkort, sem einnig má tengja við siglingatæki og staðsetn- ingarkerfi og flytur þá tækið móttökuna sjálfkrafa milli svæða," sagði Flemming Bach Rasmussen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.