Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 83
83
MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR.14. APRÍL 1987
Lárus Salómons-
son — Kveðjuorð
Fæddur 11. sept. 1905
Dáinn 24. mars 1987
Ég vil með þessum línum minnast
Lárusar Salómonssonar, frænda
míns. Hann var fæddur á Laxár-
bakka í Miklaholtshreppi. Foreldrar
hans voru Salómon Sigurðsson og
Lárusína Lárusdóttir. Fyrst vil ég
geta þess að hann var einlægur og
góður sonur móður sinnar. Eins og
lesa má í þessum ljóðiínum hans til
móður sinnar:
Elsku, kæra móðir mín,
mild og góð í ráði,
meinabót við bijóstin þín
bamsins hugur þáði.
Móðurástin aldrei dvin,
eykur trú og megin,
ennþá leiðarljósin þín
lýsa mér um veginn.
Hann hefur munað skilnaðar-
stundina þegar hann á 6. ári eins
og hin systkini hans voru tekin frá
móðurinni, komið fyrir einu á hveij-
um bæ og langt á milli þeirra.
Lárusína móðir hans var af
Fjeldsteds-ætt. Faðir hennar var
Lárus E. Fjeldsted á Kolgröfum.
Móðir hennar, kona Lárusar, var
Sigríður Hannesdóttir. Foreldrar
Lárusar voru Eggert V. Fjeldsted,
Hallbjarnareyri og konka hans,
María Einarsdóttir, systir Sturlaugs
í Rauðseyjum. Foreldrar Eggerts
voru Vigfús Sigurðsson Fjeldsted
og Karitas Magnúsdóttir, Ketilsson-
ar sýslumanns í Búðardal og á
Skarðsströnd. Þau áttu annan son,
það var Andrés Fjeldsted á Hvítár-
völlum. Ingveldur Eggertsdóttir
Fjeldsted, amma mín, og Lárus á
Kolgröfum voru systkini. Þannig
vorum við Lárus skyldir.
Salómon Sigurðsson var fæddur
í Miklaholti í Hraunhreppi í Mýra-
sýslu. Fyrri kona Salómons var
Guðrún Sigurðardóttir, dáin 1. jan-
úar 1892. Þá býr hann í Innri-
Drápuhlíð í Helgafellssveit. Börn
þeirra, Sigríður, María, Helgi
Hjörvar og Kristján, sem drukknaði
við Ólafsvíkurtanga 1. apríl 1903,
öll fædd í Drápuhlíð. 1896 giftist
hann seinni konu sinni, Lárusínu
Lárusdóttur, bónda að Kolgröfum.
Hún var fædd í Móabúð í Eyrar-
sveit. í Drápuhlíð fæðast synir
þeirra Pétur Hoffmann og Tryggvi.
Árið 1900 flytja foreldrar Lárusar
að Mávahlíð í Fróðárhreppi. Þar
fæðast börn þeirra Lúther og Guð-
rún. Arið 1903 flytja þau á eignar-
jörð sína, Laxárbakka í Miklaholts-
hreppi. Þar fæddust þessi böm
þeirra: Kristján, Lárus, Gunnar og
Haraldur. Kristján var tvíburi, hinn
tvíburinn dó ungbarn en Kristján
dó innan við fermingaraldur. 11.
desember 1908 dó faðir Lárusar.
Móðir hans bjó á Laxárbakka til
vorsins 1911, en þá varð hún að
bregða búi vegna þess að hún varð
fyrir því tjóni að missa allan fjár-
stofn sinn í einu í sjóinn. Þar með
var fjáhagur hennar brostinn. Sam-
hjálpin lítilsmegnug, sveitin varð
að taka við. Úrræði hreppsnefndar-
innar vom að skipta barnahópnum
á bæi í Helgafellssveit því þar hafði
faðir þeirra dvalist svo lengi að
þeirri sveit bar að sjá um börnin.
Það sagði Guðbrandur á Svelgsá
við Sigurð þegar hann spurði hann
hvort það hefði ekki verið erfitt
fyrir fátækt sveitarfélag að taka á
móti þessum bömum. Svar Guð-
brands var: Það voru engin vand-
ræði að taka við þessum börnum,
þau voru öll svo góð og dugleg.
Elsta barnið, Pétur Hoffmann, fór
að Svarfhóli í Miklaholtshreppi eftir
lát föður síns. Yngsta bamið, Har-
ald, hafði Lámsína með sér þar sem
hún vann. Þau vom 6 sem komu
til dvalar í Helgafellssveit. Láms
kom að Hrísum til ömmu minnar
og móðursystkina. Þá byijuðu
kynni okkar Lámsar, sem voru
traust tryggðabönd því Láms var
afburða trygglyndur maður.
Ég verð að fella hér inn í minn-
ingu um Lámsínu móður hans.
Þegar hún kom að Hrísum með
Láms var hún búin að kveðja öll
hin börnin. Sá kjarkur og móðurást
samtvinnað sem hún sýndi þá,
stendur mér í barnsminni og er mér
ógleymanlegt.
Sagt er að eplið falli ekki langt
frá eikinni. Það sannaðist á börnum
hennar. Þau hafa erft mannkosti
móður sinnar. Þetta get ég fullyrt
vegna kynna minna af þeim systk-
inum. Ekki af því að ég segi þetta
vegna frændsemi. Þeirra fáu ára,
sem við frændurnir vorum saman,
er ljúft að minnast. Hann var
ógleymanlega góður leikbróðir.
17. apríl 1913 dó Ingveldur,
amma mín. Þá varð mikil breyting
á bernskuheimili mínu. Margir fóru
af heimilinu. Einn þeirra var Lárus.
Hann var þó um sinn í sveitinni,
en við náðum sjaldan saman, of
langt var á milli okkar. Svo fer
hann til ísafjarðar til móður sinnar.
Hún átti þar heimili. Þaðan liggur
svo leið þeirra til Reykjavíkur. Vet-
urinn 1924—1925 var Láms vetrar-
maður á Kotströnd í Ölfusi.
Kotströnd var póstafgi-eiðslustöð.
Nú þurfti að fara með póst til Þing-
valla eins og svo oft áður. 8. febrúar
fór Láms í póstferð. Veðrið var
gott þegar hann gekk að heiman,
en fljótlega skall á hið mesta
mannskaðaveður sem komð hefir á
þessari öld. Er það kallað Halaveðr-
ið. í því fómst tveir togarar á
Halamiðum með samtals 68 manns,
vélbátur við Suðurnes með 6 mönn-
um og 5 enn urðu úti á landi. Það
er af Lárusi að segja, að hann var
24 tíma á göngu í þessu veðri áður
en hann komst til byggða, þá var
hann skaðkalinn á fótum. Þetta
hefir verið mikil þrekraun fyrir 19
ára ungmenni. Hann lá í rúminu
marga mánuði meðan kalsárin vom
að gróa. En kjarkur Lámsar var
ókalinn. Þegar hann komst á fætur
eftir langa legu þreytti hann göngu
af fremsta megni til að þjálfa fæt-
urna. Því næst tók hann að iðka
glímu. Varð hann með snjöllustu
glímumönnum landsins. Þvisvar
glímukóngur íslands. Hve langt
hann hefði náð í þeirri íþrótt með
óskemmda fætur er ekki hægt að
giska á.
Nokkru eftir 1930 bjó ég á Bú-
landshöfða. Fékk ég þá boð með
ferðamanni frá Lámsi að ég væri
boðinn velkominn á hans heimili.
Þetta góða boð þáði ég í hvert sinn
sem ég kom til Reykjavíkur. Hans
góða boð gilti í eitt skipti fyrir öll.
Þar varð aldrei nein breyting á.
Þegar frændfólk okkar kom frá
Vesturheimi tók hann á móti því
af sinni meðfæddu gestrisni. Ferð-
aðist með það um Snæfellsnes og
kynnti það frændfólkinu. Þá kom
hann ætíð á mitt heimili.
Svona entust okkar barnakynni.
Láms giftist 11. september 1932,
á afmælisdaginn sinn, 27 ára. Kona
hans var Kristín Gísladóttir frá
Hrútsstöðum í Flóa. Hún var fædd
18. júní 1908. Mikilhæf og góð
kona. Hún lést 20. apríl 1983. Þau
áttu sex börn. Fimm em á lífi. Þau
em: Ármann, Grettir, Kristján
Heimir, Brynja og Láms. Þau ém
öll gift og búsett í Reykjavík. Mynd-
ar- og dugnaðarfólk. Ármann var
mikill glímumaður, glímukóngur
íslands mörgum sinnum.
Árið 1975 varð Lárus sjötugur.
Þá var heilsa hans að byija að bila.
Heilsuleysistími hans var orðinn
langur. Því ber vinum og vanda-
mönnum að þakka þegar þjáður
maður fær hvíld. Þrátt fyrir það
er söknuður óumflýjanlegur. Minn-
ingamar svífa fyrir hugarsjónum
okkar. Ég þakka frændum mínum
allar samvemstundimar, tryggðina
og góðvildina við mig. Það er ávinn-
ingur að hafa átt samleið með
góðum dreng. Ég votta börnum
hans, systkinum og öllum vanda-
mönnum hjartanlega samúð mína.
Minningin lifir þótt maðurinn deyi.
Ásgeir Lárusson frá Kötluholti
„Yfir djúpi dauðans' ljómar sól.“
Þegar minn gamli kunningi, Lár-
us Salómonsson, er fallinn frá
rifjast upp í huga mínum minningar
frá löngu liðnum ámm.
Fæddur er ég og uppalinn svo
til við hlið móðurbróður hans, Júlí-
usar Lárussonar Fjeldsted, suður á
Grímsstaðaholti. Hann er látinn
fyrir mörgum ámm. Þar suður frá
hófst kunningsskapur minn við Lár-
us heitinn Salómonsson. Sá kunn-
ingsskapur var með allt öðrum
hætti en við þá lögregluþjóna, sem
aðeins kannast við mig í sambandi
við næturgistingu mína í Hverfis-
steininum. Láms var einn af þeim
sem litu á málefnið með greindar-
farslegum styrkleika þar sem
undirlægjuháttur og yfirborðs-
kennd voru strikuð út. Það mun
hafa verið allar götur aftur til árs-
ins 1944, sem ég kynntist Lámsi.
Var ég þá oft heima hjá honum
suður í Fossvogi og aðstoðaði hann
við ýmislegt, en þá var hann búinn
að kaupa þar hús og lóð. Var ég
tíður gestur á heimili hans og konu
hans, Kristínar Gísladóttur. Það var
einarðleg kona og tók hún mér einn-
ig vel.
Góður kunningsskapur okkar
Lámsar, sem stóð svo lengi, er
vissulega þakkarverður nú þegar
að leiðarlokum er komið. Börnum
hans og skyldfólki öllu votta ég
dýpstu samúð mína.
„Af eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir
og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir."
(Einar Ben.)
Þorgeir Kr. Magnússon
Laugavegi62
Blóma- og gjafavöruverslun
Kransar, kistuskreytingar, hvers
konar skreytingar og gjafir.
Gæfan fylgir blómum og gjöfum
úr Stráinu. Opið um helgar.
Sími 16650.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR HANSEN,
Skólastíg 7, Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir færum við laeknum og hjúkrunarfólki Vífilsstaða-
spítala fyrir góða umönnun í veikindum hennar.
Sigurbjörg Hansa Jónsdóttir, Högni Bæringsson,
Kristinn Ó. Jónsson, Þórhildur Magnúsdóttir,
Emma Jónsdóttir, Hákon Sigurðsson,
Eggert Ól. Jónsson, Margaret Petra Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJARNA GUÐJÓNSSONAR
frá Unnarholti.
Halldóra Þorsteinsdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir, Ólaf Lillaa,
Guðborg Bjarnadóttir, Kári Jónsson,
Valgerður Bjarnadóttir, Kristinn Sveinbjörnsson,
Þorsteinn Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóöur, ömmu
og systur,
FJÓLU ÁRNADÓTTUR,
Bjarkargötu 5,
Patreksfirði.
Sigurveig Helga Jónsdóttir, Pétur Sveinsson,
börn og tengdabörn,
Ólafur Árnason, Erlendur Árnason,
Magnús Árnason, Margrét Gunnlaugsdóttir.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Tún-
götu 30, verður skrifstofu okkar og vörugeymslu lokað
eftir hádegi miðvikudaginn 15. apríl.
Eggert Kristjánsson hf.,
Sundagörðum 4.
Lokað
Lokað verður eftir hádegi miðvikudaginn 15. apríl vegna
jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Túngötu 30.
Gunnar Eggertsson hf,
Sundagörðum 6.
Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR verða
skrifstofur og vörugeymslur okkar lokaðar milli kl. 12.00
og 16.00 miðvikudaginn 15. apríl.
Mata hf.,
Sundagörðum 10.
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Legsteinar
Við erum fluttir
'la/nii &
Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072.
Opið frá kl. 15-19.
Blömostofa
Friðfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöld
tll kt. 22,- eínnig um helgar.
Skreytingar vlð öll tllefni.
Gjafavömr.