Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
4
••
MARKAÐSSTORF I
Stjórnunarfélag
íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Dagana 24.-25. og 27.-29. apríl naestkomandi mun Stjórn-
unarfélag Islands gangast fyrir námskeiði í markaðsstörfum fyrir
aðila í ferðaþjónustuiðnaðinum. Markmið námskeiðanna er að
þátttakendur kynnist undirstöðuhugtökum markaðsfræðinnar og
geri sér glögga grein fyrir möguleikum á markaðssetningu ferða-
þjónustu hér á landi. Þá verður fjallað um störf þeirra aðila, sem
tengjast ferðaþjónustunni á einn eða annan hátt, svo sem auglýs-
ingastofa o. fl.
A námskeiðinu verður jafnframt fjallað um:
— Verðlagningu. — Vöruþróun.
— Söluleiðir. — Samkeppni.
— Kynningar. Tekin verða fyrir raunhæf dæmi.
Leiðbeinandi: Arnþór Blöndal. Arnþór lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla íslands 1968, og vann hjá Ferðaskrifstofu ríkisins
1968—1973. Árin 1973—1975 stundaði hann nám í markaðs-
fræðum við Distrikthoyskolen í Lillehammer og 1975—1976
framhaldsnám í samgöngum í More- og Rundalshoyskolen. Árin
1976—1980 gegndi hann stöðu ferðamálaráðgjafa í Vest
Agden og síðan 1980 stöðu ferðamálastjóra í Skien í Noregi.
Tími:
Námskeið I: 24. apríl frá kl. 9—17 og 25. apríl frá kl. 9—13.
Námskeið II: 27., 28. og 29. frá kl. 13—17 alla dagana.
Staður: Ánanaust 15, Reykjavík.
Sama efni er á báðum námskeiðunum.
Þar sem aðgangur er takmarkaður, er æskilegt að menn skrái sig
hið fyrsta.
Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í síma 621066.
Ný bridslög eru að taka gildi:
Skattur lagður á
fórnir utan hættu
Brids
Guðmundur Sv.
Hermannsson
NÝ og endurskoðuð bridslög
tóku gildi 1. apríl síðastliðinn en
aðildarríki Alþjóða bridgesam-
bandsins munu hafa frest til 1.
október til að taka þau formlega
í notkun. Eitthvað um 100 breyt-
ingar hafa verið gerðar á
lögunum sem síðast voru endur-
skoðuð árið 1975, og eru flestar
breytingarnar minniháttar orða-
lagsbreytingar. Þó eru nokkrar
breytingar talsvert stórar og sú
mikilvægasta er á fyrirgjöfinni,
og virkar sem einskonar skattur
á geim- og slemmufórnir utan
hættu, ef þær verða umfram 3
niður.
Samkvæmt lögunum er sektin
óbreytt fyrir að fara 1, 2 og 3 nið-
ur á dobluðu spili utan hættu, eða
100, 300 og 500. Ef fleiri slagir
tapast bætist 100 við hvern slag
og sektin verður því 800, 1100,
1400, 1700 í stað 700, 900, 1100,
1300. Áður gátu spilarar utan
hættu til dæmis gert ráð fyrir að
græða á því að fórna á alslemmur
á hættunni þótt þeim tækist aðeins
að fá 2-3 slagi í spilinu; 10 niður
þýddu 1900 meðan alslemma á
hættunni gefur 2210. Nú kosta 10
niður 2600. Þá eykst áhættan við
fórnir yfirleitt; áður var tapið í
mesta lagi 2 impar ef fórn á öruggt
geim á hættunni fór 4 niður eða
700 niður meðan gróðinn gat verið
4 impar ef spilið slapp 500 niður.
Nú tapast 4-5 impar ef spilið fer 4
niður eða 800.
Önnur breyting á fyrirgjöfinni
er að fyrir að vinna redoblað spil
er gefið 100 í verðlaun í stað 50
áður.
Breytingar hafa verið gerðar á
ýmsum ákvæðum laganna. Nú þarf
sagnhafi, sem spilar frá rangri
hendi, ekki lengur að spila sama lit
frá réttri hendi; spilari má ekki
framar spyrja félaga sinn, ef hann
fylgir ekki lit, hvort hann eigi ekki
litinn; ef spilari leggur upp og
krafan er dregin í efa af mótspilur-
um verður hann að tilkynna tafar-
laust hvernig hann ætlar að spila
spilið en má ekki taka sér um-
hugsun. Þá mun vera tekið strangar
á röngum útskýringum spilara á
þýðingu sagna.
Nýju lögin hafa ekkert verið
kynnt hér á landi enn sem komið
er og gömlu lögin gilda því sjálf-
sagt á Islandsmótunum í ár.
BRAGÐMIKIL
IMÝJUNG
Utlar, sætar mjúkar. góóar
Fást í heilum, hálfum og 1/4 dósum í næstu versiun.
verður Kjötmarkaður SS í Austurveri.
Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks svína-
kjöt á hagstœðu tilboðsverði.
AU STURVERI
+