Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 4 •• MARKAÐSSTORF I Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Dagana 24.-25. og 27.-29. apríl naestkomandi mun Stjórn- unarfélag Islands gangast fyrir námskeiði í markaðsstörfum fyrir aðila í ferðaþjónustuiðnaðinum. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur kynnist undirstöðuhugtökum markaðsfræðinnar og geri sér glögga grein fyrir möguleikum á markaðssetningu ferða- þjónustu hér á landi. Þá verður fjallað um störf þeirra aðila, sem tengjast ferðaþjónustunni á einn eða annan hátt, svo sem auglýs- ingastofa o. fl. A námskeiðinu verður jafnframt fjallað um: — Verðlagningu. — Vöruþróun. — Söluleiðir. — Samkeppni. — Kynningar. Tekin verða fyrir raunhæf dæmi. Leiðbeinandi: Arnþór Blöndal. Arnþór lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1968, og vann hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1968—1973. Árin 1973—1975 stundaði hann nám í markaðs- fræðum við Distrikthoyskolen í Lillehammer og 1975—1976 framhaldsnám í samgöngum í More- og Rundalshoyskolen. Árin 1976—1980 gegndi hann stöðu ferðamálaráðgjafa í Vest Agden og síðan 1980 stöðu ferðamálastjóra í Skien í Noregi. Tími: Námskeið I: 24. apríl frá kl. 9—17 og 25. apríl frá kl. 9—13. Námskeið II: 27., 28. og 29. frá kl. 13—17 alla dagana. Staður: Ánanaust 15, Reykjavík. Sama efni er á báðum námskeiðunum. Þar sem aðgangur er takmarkaður, er æskilegt að menn skrái sig hið fyrsta. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í síma 621066. Ný bridslög eru að taka gildi: Skattur lagður á fórnir utan hættu Brids Guðmundur Sv. Hermannsson NÝ og endurskoðuð bridslög tóku gildi 1. apríl síðastliðinn en aðildarríki Alþjóða bridgesam- bandsins munu hafa frest til 1. október til að taka þau formlega í notkun. Eitthvað um 100 breyt- ingar hafa verið gerðar á lögunum sem síðast voru endur- skoðuð árið 1975, og eru flestar breytingarnar minniháttar orða- lagsbreytingar. Þó eru nokkrar breytingar talsvert stórar og sú mikilvægasta er á fyrirgjöfinni, og virkar sem einskonar skattur á geim- og slemmufórnir utan hættu, ef þær verða umfram 3 niður. Samkvæmt lögunum er sektin óbreytt fyrir að fara 1, 2 og 3 nið- ur á dobluðu spili utan hættu, eða 100, 300 og 500. Ef fleiri slagir tapast bætist 100 við hvern slag og sektin verður því 800, 1100, 1400, 1700 í stað 700, 900, 1100, 1300. Áður gátu spilarar utan hættu til dæmis gert ráð fyrir að græða á því að fórna á alslemmur á hættunni þótt þeim tækist aðeins að fá 2-3 slagi í spilinu; 10 niður þýddu 1900 meðan alslemma á hættunni gefur 2210. Nú kosta 10 niður 2600. Þá eykst áhættan við fórnir yfirleitt; áður var tapið í mesta lagi 2 impar ef fórn á öruggt geim á hættunni fór 4 niður eða 700 niður meðan gróðinn gat verið 4 impar ef spilið slapp 500 niður. Nú tapast 4-5 impar ef spilið fer 4 niður eða 800. Önnur breyting á fyrirgjöfinni er að fyrir að vinna redoblað spil er gefið 100 í verðlaun í stað 50 áður. Breytingar hafa verið gerðar á ýmsum ákvæðum laganna. Nú þarf sagnhafi, sem spilar frá rangri hendi, ekki lengur að spila sama lit frá réttri hendi; spilari má ekki framar spyrja félaga sinn, ef hann fylgir ekki lit, hvort hann eigi ekki litinn; ef spilari leggur upp og krafan er dregin í efa af mótspilur- um verður hann að tilkynna tafar- laust hvernig hann ætlar að spila spilið en má ekki taka sér um- hugsun. Þá mun vera tekið strangar á röngum útskýringum spilara á þýðingu sagna. Nýju lögin hafa ekkert verið kynnt hér á landi enn sem komið er og gömlu lögin gilda því sjálf- sagt á Islandsmótunum í ár. BRAGÐMIKIL IMÝJUNG Utlar, sætar mjúkar. góóar Fást í heilum, hálfum og 1/4 dósum í næstu versiun. verður Kjötmarkaður SS í Austurveri. Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks svína- kjöt á hagstœðu tilboðsverði. AU STURVERI +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.