Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 37
Neil Postman „Frjálsar útvarps- stöðvar“ Því var mjög haldið á loft þegar svonefndar frjálsar útvarpsstöðvar tóku til starfa á liðnu ári, að þær myndu ráða bót á þeim annmörkum sem verið háfa á starfsemi Ríkisút- varpsins fyrir tilverknað stjóm- málaflokkanna. Látið var í veðri vaka að þær myndu bæði auka tján- ingarfrelsi og valfrelsi neytenda. Einsog vænta mátti hefur raunin orðið allt önnur, enda eru hinar nýju stöðvar reknar samkvæmt lög- málum hins rómaða markaðskerfis og í höndum fjármagnsafla sem bítast af mikilli hörku um þröngan auglýsingamarkað og höfða til ein- hvers ímyndaðs smekks með lægsta hugsanlegum samnefnara. Ég sé ekki betur en stefnt sé vísvitandi að samskonar ástandi og ríkir í Bandaríkjunum, þar sem allt það lágkúrulegasta og ómerkilegasta í bandarísku þjóðlífí tröllríður bæði útvarpi og sjónvarpi, með örfáum staðbundnum undantekningum, og er flestum vitibomum mönnum mikil raun að opna fyrir þessi tæki vestanhafs. Um þetta efni segir Guðlaugur Bergmundsson í Helgarpóstinum 15. janúar si'ðastliðinn: „Bandaríkin eru áreiðanlega það land, þar sem fjölmiðlar eru hvað „fíjálsastir", og undanfarið eitt og hálft ár hefur undirritaður átt þess kost að fylgj- ast örlítið með þeim í eigin persónu. Og það er líklega best að segja það strax: ef núverandi og væntanlegir eigendur sjónvarpsstöðva ætla að líta þangað eftir fyrirmyndum er ekki annað hægt en biðja guð að hjálpa þeim. Það er ekki nóg að hejmta bara frelsi og enn meira frelsi. Menn verða líka að spyija sjálfa sig: frelsi til hvers? Sú spuming skýtur nefni- lega æði oft upp kollinum, þegar maður í örvæntingarfullri leit að góðu efni valsar á milli stöðva á sjónvarpstækinu sínu. Það kemur sem sé í ljós, að frelsi áhorfandans en nánast ekkert. . .. Það virðist vera algengur misskilningur að hafi einstaklingurinn fimm kókflöskur eða tíu fyrir framan sig og úr þeim hópi megi hann taka eina, þá hafi hann um leið eitthvert valfrelsi. Og það sem verra er: ætlast er til að almenningur trúi þessu.“ Fáf róðasta þjóð Vesturlanda Þegar bandaríska þjóðlagasöng- konan Joan Baez kom til Reykjavík- ur í sambandi við leiðtogafundinn í október og efndi til tónleika í Gamla bíó, var hún meðal annars spurð, hvort fræðslukvikmynd sem hún hafði átt þátt í að gera um Mið-Amríku yrði ekki sýnd í sjón- varpi vestanhafs. Hún hló við og svaraði eitthvað á þá leið, að Banda- ríkjamenn væm svo önnum kafnir við að skemmta sér, að þeir hefðu engan tíma aflögu til að fræðast, enda væm þeir nú fáfróðasta þjóð á yesturlöndum. í sama streng tekur bandaríski fjölmiðlafræðingurinn Neil Post- man, sem samið hefur einhveija MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 37 merkilegustu og mest lesnu bók um vesturheimskt fjölmiðlafár, „Ent- ertaining Ourselves do Death“ (Að skemmta sér til ólífis). Hann er prófessor í New York, borg sem býður uppá 35 sjónvarpsrásir sem flestar em opnar allan sólarhring- inn. Postman segir að það sé sjónvarpið sem ákvarði heimsmynd Bandaríkjamannsins. Sjónvarpið sé algerlega á valdi fjármagnsaflanna. Sjónvarpsstöðvamar líti ekki á það sem hlutverk sitt að selja neytend- um dagskrárefni, heldur að selja auglýsingafyrirtækjum neytendur. Dagskrárefnið sé hannað með það eitt fyrir augum að halda sem stærstum hópi neytenda fyrir fram- an sjónvarpsskjáinn sem lengst, svo dæla megi í hann sem allramestu magni auglýsinga. Bandarískur meðaljón horfi á sjónvarp að meðal- tali átta tíma á dag. Fimm ára bam hafí þegar horft á sjónvarp í 5.000 klukkustundir og átján ára unglingur í 16.000 stundir. Hálfsjö- tugur Bandaríkjamaður hafí horft á að minnstakosti tvær milljónir auglýsingaþátta. Postman telur að þetta valdi því, að Bandaríkjamenn séu sennilega fáfróðasta þjóð Vesturlanda. Bandarískt sjónvarp miðli ekki upp- lýsingum, heldur einungis afþrey- ingu. Heimsmynd þess sé brotakennd, ruglingsleg og ósönn. Rannsóknir hafí leitt í ljós að æ fleiri böm eigi í miklum erfíðleikum með að hugpa rökrétt eða beita gagnrýni. Ólæsum Bandaríkja- mönnum fjölgi óðfluga, svo og þeim sem lært hafa að lesa og skrifa, en beita aldrei þeirri kunnáttu. Postman heldur því fram, að jafnskjótt og auglýsendur fái fót- festu í sjónvarpi sé voðinn vís. Þeir muni smámsaman kreQast þess að auglýsingar komi inní venjulegt dagskrárefni og loks fá því fram- gengt að dagskrárefnið verði hannað sem rammi utanum auglýs- ingaboðskapinn. Takmarkið sé að mörkin milli dagskrárefnis og aug- lýsinga verði sem óljósust. Sem dæmi um hagsmunina sem í húfí eru nefnir hann, að strax og „Fyrir- myndarfaðir" komst í efsta sæti á vinsældalistanum, rauk verðið á hverri auglýsingamínútu í þeirri dagskrá uppí 600.000 dollara (24.000.000 krónur). Að skemmta sér til ólífis Postman bendir á að nú sé bandarísk stjómmálabarátta nær eingöngu háð í 30 sekúndna auglýs- ingamyndum. Öllum megi vera ljóst að alvarlegur pólitískur boðskapur verði ekki fram borinn á 30 sekúnd- um. Pólitískar auglýsingar höfði einvörðungu til tilfínninga áhorf- andans. Mörkin milli þjóðmálaum- ræðu og skemmtunar verði óljós. Það sé fullkomlega rökrétt að fyrr- um kvikmyndaleikari í Hollywood sitji í Hvíta húsinu, þareð hann kunni að leika forseta. Afleiðingin verði vitaskuld sú, að leikarar eigi meiri möguleika á kosningu til trún- aðarstarfa en reyndir stjómmála- menn. Postman nefnir leikarann Charl- ton H :ston sem gott dæmi um þróunina. Heston fór útí pólitík með það fyrir augum að verða forseta- efni Repúblikana 1988. Fyrir ári eða svo stóð hann gagnvart vanda- sömu vali. Um svipað leyti og hann var að bjóða sig fram til öldunga- deildarinnar og taldist eiga góða möguleika á þingsæti, var honum boðinn tveggja ára samningur um að leika í framhaldsmyndaflokknum „Dynasty 2“. Heston valdi sjón- varpið. Margir héldu að hann hefði snúið baki við pólitík, en svo var ekki. Heston hafði einfaldlega kom- ist að þeirri niðurstöðu, að tvö ár í öldungadeildinni mundu að vísu færa honum pólitíska reynslu, en litla möguleika á að sýna sig. Ef hann hinsvegar léki í „Dynasty" mundu milljónir Bandaríkjamanna sjá hann vikulega, og þarmeð ætti hann miklu meiri möguleika á að verða kosinn næsti forseti Banda- ríkjanna. Postman bendir á að aukið fram- boð sjónvarpsefnis leiði til þess að fólk horfí æ meir á sjónvarp, sem hafi í för með sér róttækar breyt- ingar á fjölskyldulífí. Samskipti innan fjölskyldunnar versni, bæði milli hinna fullorðnu og milli for- eldra og bama. Leikir bama hverfí og sömuleiðis mörkin milli bemsku og fullorðinsára. Bömin sjái fjölda- margt í sjónvarpi sem fyrrum var framandi í veröld bemskunnar. Fullorðið fólk verði bamalegra vegna þess að það sé látlaust ofur- selt ómerkilegum skemmtidag- skrám og fáránlegum auglýsingum. Auglýsingasjónvarp breytir gild- ismati samfélagsins, segir Postman. Boðskap kaupskaparandans er haldið að áhorfendum seint og snemma. Sjónvarp í Bandaríkjunum hefur náð svipuðu valdi yfir hugum manna og kaþólska kirkjan á mið- öldum, með þeim afleiðingum að boðskapur kaupskaparandans hefur svipað vægi og boðorðin tíu: • Þú skalt enga aðra guði hafa en neysluguðinn. • Þú átt að fyrirlíta allt sem er gamalt og ekki í tísku. • Þú átt að skemmta þér án af- láts. • Þú átt að sneiða hjá öllu sem er flókið. • Þú átt æ og ævinlega að vera óánægður með að þurfa sífellt að auka neysluna í von um að verða ánægður. Neil Postman er ekki andvígur skemmtiefni í sjónvarpi, en varar við þeirri tilhneigingu auglýsinga- heimsins að gera allt að skemmti- efni — fréttir, pólitík, vísindi, hagfræði og trúarbrögð — og þeirri hættu að prentað mál, sem miðlar raunverulegri fræðslu, verði ofurliði borið. • Ottaleg framtíðarsýn í bók sinni „Að skemmta sér til ólífís" víkur Postman að tveimur frægustu framtíðarsýnum nútíma- bókmennta, „1984“ eftir George Orwell og „Brave New World" eftir Aldous Huxley. Árið 1984 er liðið, segir hann, og margir vörpuðu öndinni léttar þegar ljóst var að spádómar Or- wells um miskunnarlaust lögreglu- ríki höfðu ekki ræst, að minnsta- kosti ekki á Vesturlöndum. Hinsvegar er svo að sjá sem hin fagra nýja veröld Huxleys sé í þann veginn að taka á sig mynd veruleik- ans. Orwell hélt að við mundum verða fyrir áþján útífrá. Huxley gerði afturámóti ráð fyrir að ekki þyrfti neinn Stóra bróður til að ræna manninn sjálfræði sínu, þroska og sögu. Að hans mati mundi maðurinn læra að elska áþjánina og tilbiðja þá tækni sem rænir hann getunni til að hugsa. Örwell óttaðist menn sem mundu banna bækur. Huxley óttaðist hins- vegar að ekki yrði neitt tilefni til að banna bækur, þareð ekki yrðu til menn sem vildu lesa. Orwell ótt- aðist menn sem mundu leyna okkur upplýsingum. Huxley varaði við mönnum sem mundu flytja okkur svo mikið af upplýsingum að við yrðum óvirkir og sjálfhverfír. Or- well óttaðist að sannleikurinn yrði dulinn fyrir okkur. Huxley óttaðist að sannleikurinn mundi drukkna í syndaflóði af einskisnýtum upplýs- ingum. Það er miklu auðveldara að þekkja aftur veröld Orwells en ver- öld Huxleys, segir Postman. Saga okkar og menntun hefur gert okkur hæfa til að rísa gegn kúgun þarsem fangelsisdyrnar lokast að okkur. Við grípum til vopna gegn áþreifan- legri áþján. En hvað gerist þegar við heyrum engin neyðaróp? Hver er reiðubúinn að grípa til vopna gegn flóði af afþreyingu? Við hvem kvörtum við, hvenær kvörtum við og með hvaða raddhreim, þegar alvarlegt samtal leysist upp í fliss? Hvaða læknisdómur er til handa menningu sem drukknar í hlátri? íslensk fjölmiðlaveröld siglir hraðbyri inn í það hafrót sem Neil Postman lýsir svo skilvíslega í bók sinni, og væri vissulega ástæða til að víkja nánar að ýmsum teiknum sem á lofti eru, en það verður að bíða betri tíma og annarrar lang- loku. Höfundur er rithöfundur. BYGGINGAVÖRUSALAR, ÞJÓNUSTUAÐILAR l' BYGGINGARIÐNAÐI! Nú er hafin vinnsla á 6. árgangi Húsbyggjandans. HÚSBYGGJANDINN hefur öðlast traustan sess sem hentugur og aðgengilegur upplýsingamiðill allra sem standa í byggingaframkvæmdum af einhverju tagi. HÚSBYGGJANDINN hefur í fimm ár birt þjónustulistann, HVAÐ FÆST HVAR. HÚSBYGGJANDINN er opinn fyrir öllum nýjungum á sviði byggingariðnaðar. HÚSBYGGJANDINN er prentaður í tíu þúsund eintökum og dreift til allra lóðarhafa í þrjú ár frá því að þeir fengu úthlutun og flestra aðila sem tengjast byggingariðnaðinum. HÚSBYGGJANDINN birtir aðeins auglýsingar sem tengjast byggingariðnaði. HÚSBYGGJANDINN vill benda auglýsendum á takmarkað auglýsingapláss. Hafíð því samband sem fyrst í auglýsingasíma 687085. HÚSBYGGJANDINN er handbók húsbyggjandans og byggingariðnaðarmannsins. Ummæli ánægðra viðskiptavina: Við höfum auglýst í Húsbyggjandanum síðan hann byrjaði að koma út 1982 og höfum ekki þurft að auglýsa annars staðar. Þórir Jónsson Herkúles hf. (Þ. Jónsson & Co.) Dekra þakefni Auglýsing í Húsbyggjandanum hefur ótrúlega langan líftíma. Við höfum merkt áhrif í mörg ár. Bjarni Axelsson Fagtún hf. Sarnafil dúkur Við verðum varir við mikla og góða svörun við auglýsingum okkar í Húsbyggjandanum. Víking Eiríksson Fagtækni hf. Eternit Ég verð með í ár eins og fyrri ár. örn Jónsson Trésmiðja Jóns Gíslasonar Húsbyggjandinn er blað sem lesið er af þeim sem standa í stórræðum á byggingarsviðinu. Þess vegna auglýsum við í Húsbyggjandanum. Páll Guðbjartsson Vírnet hf. Við veðjum á auglýsingu í Húsbyggjandanum. Konráð Andrésson Loftorka sf. Húsbyggjandinn er sérrrit þeirra sem standa í húsbyggingum. Auglýsing þar hittir því í mark. Einar Guðberg Rammi hf. Njarðvík HÚSBYG6JAHDIHH SÍMI 687085 IS9S89 s 'Dtsnu9|c|o0u|sí|Bno sopiuu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.