Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Ferðaskrifstofa rík- isins verður seld eftir Guðmund Jónsson í þingbyrjun 1984 var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að leggja niður starfsemi Ferða- skrifstofu ríkisins. Flutningsmaður var var Stefán Benediktsson, sem þá var þingmaður Bandalags jafn- aðarmanna. Tillagan var þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að annast framkvæmd þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar eru, til að leggja megi niður starf- semi Ferðaskrifstofu ríkisins." Greinargerð „Tillaga þessi byggist á þeirri skoðun Bandalags jafnaðarmanna að leggja beri niður þá starfsemi á vegum ríkisins sem í ljósi breyttra atvinnuhátta, tækni og annarra aðstæðna er hægt að sinna með hagkvæmari hætti.“ Flutningsmaður mælti fyrir til- lög^inni 21. febrúar 1985 og sagði þá meðal annars: „Herra forseti. Ég mæli hér fyrir þingsályktunartillögu' á þingskjali 18 þar sem lagt er til að ríkið hætti starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins. í ríkisreikningi sýnist Ferðaskrif- stofa ríkisins koma út á sléttu, en, vel að merkja, hún situr að ákveð- inni þjónustu fyrir hið opinbera, sem telur sér skylt að versla við þessa stofnun þar sem hún sé í þess eign, þannig að það er ekkert merkilegt þó að þetta fyrirtæki sitji a.m.k. ekki í taprekstri. Sérdeild í rekstri þessa fyrirtæk- is er hótelrekstur. Hann kemur líka nokkum veginn út á sléttu. En þar er á ferðinni atriði sem væri vel þess virði að skoða dálítið nánar því að það er að mínu mati mjög gagnrýnisvert að standa að þeim hótelrekstri eins og gert er. Það væri barnaleikur fyrir hvem sem er að reka hótel á þeim grundvelli að þurfa ekki að greiða íjárfesting- ar. Það gæti hver sem er gert. Eg er alveg viss um að hótelstjórinn á Sögu þægi það mjög gjarnan að þurfa ekki að greiða þá fjárfestingu sem þar liggur í byggingunum við rekstur þess fyrirtækis." Tillagan varð ekki útrædd en í febrúar 1986 lagði Stefán Bene- diktsson fram á Alþingi svohljóð- andi fyrirspurn til samgönguráð- herra um Ferðaskrifstofu ríkisins: „1. Hveijar eru eignir Ferðaskrif- stofu ríkisins: a. I fasteignum. b. í fyrirtækjum eða félögum? 2. Hvaða fasteignir tók Ferðaskrif- stofa ríkisins á leigu árið 1985? 3. Hveijir eru eigendur þeirra fast- eigna sem Ferðaskrifstofa ríkisins hafði á leigu árið 1985? 4. Hver voru leigukjör í hveiju til- 2ÍBÚÐIR OG 22bíla HAPPDRÆTTi .A viki (t.d. hlutfall af veltu eða föst upphæð)? 5. Hvað var leigusamningur langur í hveiju tilviki og um hvaða tímabil var að ræða? 6. Hveijar voru heildarleigugreiðsl- ur Ferðaskrifstofu ríkisins á árinu 1985? Svör ráðherrans birtust á þing- skjali 592 og meginatriði þess voru: Ferðaskrifstofa ríkisins á engar fasteignir en hins vegar hluta í þessum fyrirtækjum: Kynnisferðir ferða- skrifstofanna sf. kr. 956.260 Gestur hf. (Félag um rekstur Hótels Flókalundar) “ 15.000 Arey hf. (Félag um rekstur Hótels Hvolsvallar) “ 525.000 Árið 1985 hafði ferðaskrifstofan húseignir 15 skóla á leigu í þijá mánuði, húseignir Bæjar hf. á Kirkjubæjarklaustri, Gamla-Garð o.fl. Skólarnir eru í eigu ríkis og sveitarfélaga. Húsaleiga til skól- anna er á bilinu 7,5%—10% af heildarsölu Edduhótelanna. Auk þess er greidd ákveðin upphæð í viðhaldskostnað. Leigusamningar við skólana eru til tveggja ára en uppsegjanlegir með árs fyrirvara. Framlengjast óbreyttir sé þeim ekki sagt upp. Heildarhúsaleigugreiðslur Ferðaskrifstofu ríkisins á árinu 1985 voru 11.400.000 krónur, þar af vegna hótelrekstrar 10.500.000 krónur. Nú hafa verið stofnuð ferðamála- samtök í öllum landshlutum, sem reyna að efla samstöðu þeirra manna og fyrirtækja, sem veita þjónustu á þessu sviði, en þar er á brattann að sækja, því að rekstrar- grundvöllur er í flestum tilfellum mjög ótraustur. Ferðamálasamtök- in hafa nú stofnað Félag íslenskra ferðamálasamtaka og þá hlýtur fyrsta viðfangsefni þess einmitt að vera að koma á fót ferðaskrifstofu, sem þjónar öllum þeim fyrirtækjum, sem eiga aðild að samtökunum. Þess vegna liggur nú beinast við, að Félag íslenskra ferðamálasam- taka taki rekstur Ferðaskrifstofu ríkisins í sínar hendur. í upphafi Ferðamálaráðstefnunn- ar á Hótel Sögu, 26. mars sl., greindu fulltrúar þingflokkanna frá afstöðu viðkomandi stjórnmála- flokks til ferðaþjónustu á íslandi sem atvinnugreinar. Fyrir Sjálf- stæðisflokkinn mætti Friðrik Sophusson, varaformaður flokks- ins, og lagði hann til, að Ferðaskrif- stofa ríkisins yrði seld enda væri það stefna Sjálfstæðisflokksins. Nú skipar Friðrik Sophusson 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við alþingiskosningarnar 25. apríl og takist honum að ná kosningu, sem 1. þingmaður Reykjavíkur, þá ætti hann að láta það verða sitt fyrsta verk að koma þessu máli í örugga höfn. Þjóðin, sem líta má á sem eina stóra fjölskyldu, lifir því aðeins í landinu, að hún nytji á skynsamleg- an hátt auðlindir landsins og fiski- miðanna. Kópsvatni, 7. apríl 1987. Höfundur býr i Kópsvatni og er 8. maðurá lista BJ í Reykjavík. MALLORKA Royal Playa de Palma Gististaður í sérflokki. Ferftaskrilstofa, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.