Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Tjarnarbakkinn er víða illa farinn og nauðsynlegt að endurnýja hann, segir í skýrslu gatnamálastjóra. Umhverfi borgarbúa er líka gatan og umferðin Úr skýrslu gatnamála stjóra í Reykjavík 1986 Sumarmynd úr miðbæn- um. Feðgar á ferð. Umhverfismál í þéttbýli eru ekki síður ofarlega á baugi nú til dags en umhverfismál til sveita. Mótun umhverfis í þéttbýli — hið mann- gerða umhverfí — er að vísu annars eðlis en umhverfísvernd í sttjálbýli, þar sem leitast er við að viðhalda hinu upprunalega, náttúrlega um- hverfí, styrkja það og efla, en raska sem minnst. I þéttbýlinu — í borg eins og Reykjavík eru umhverfísmál flókin og oft torleyst — og líka dýr — og miklu margþættari en við gerum okkur almennt grein fyrir. Þessar vangaveltur komu í hug- ann þegar flett var Ársskýrslu gatnamálastjórans í Reykjavík 1986 sem nýlega var dreift. Þar segir m.a. í formála að skýrt sé frá verklegum framkvæmdum sem stofnunin stendur fyrir og á sinn þátt í að stækka borgina og breyta um svip hennar. Tíunduð eru verk-' efni garðyrkjudeildar, gatna- og holræsadeildar, hreinsunardeildar, umferðardeildar o.fl. — en allir þessir þættir snerta raunverulega hið sameiginlega umhverfí okkar borgarbúa, og eru þá ekki með- taldar byggingar, hús og mann- virki. í margmenninu hættir fólki til að glata samkenndinni gagnvart ýmsum þáttum umhverfismála sem eru á verkeftiaskrá embættis gatna- málastjóra. Fólk hugsar sem svo: Þetta kemur mér ekkert við — þeir — einhveijir þeir — sjá um þetta. Og það er svo sem alveg rétt. Við rjúkum að vísu upp til handa og fóta stundum þegar eitthvað fer úrskeiðis og er ekki nema gott eitt um það að segja. En minna heyrist um það mikla starf sem unnið er dag hvem. Að vísu var sagt frá því í fjölmiðlum þegar samþykkt var í borgarstjóm framkvæmdaáætlun um holræsagerð á ströndinni við Skúlagötu til næstu ára — verkefni sem dregist hefur vegna gífurlegs kostnaðar en verður sveitarfélaginu Reykjavík til ævarandi sóma þegar lokið er. Þetta telst til stórtíðinda frá umhverfíssjónarmiði en margir láta sér fátt um finnast. En það em mörg atriði í fyrr- nefndri skýrslu gatnamálastjóra sem ástæða er til að vekja athygli á sem snerta umhverfíð. Þó ekki sé nema til að efla samkennd okkar borgarbúa gagnvart þessum mál- um. Þegar litlir kjánar bijóta stöðumæia og búnað í ljósastaurum t.d. þá eru þeir í hugsunarieysi að skemma fyrir sér og okkur. Ef hægt væri að innræta næstu kyn- slóð ábyrgð á sameigninni þá væru þess háttar óviljaverk brátt úr sög- unni. Sameiginlegt umhverfi okkar borgarbúa er ekki bara útivistar- svæði og skrúðgarðar. Umhverfí okkar er líka gatan og umferðin, sem er ekki síður hættuleg smá- fólki en beljandi stórfljót við bæjardymar til sveita. Þann vanda er verið að fást við hjá embætti gatnamálastjóra m.a. og margan fleiri sem augað ekki sér í fljótu bragði. Skýrsla gatnamálastjóra hefst samkvæmt skemmtilegri hefð á veðurfarslýsingu ársins í stórum dráttum í annálastíl — skotið inn nokkrum stórviðburðum og óförum, til að halda athygli lesanda. í kafla frá garðyrkjudeild segir að 200 ára afmæli borgarinnar hafí sett svip á starfið þetta árið. Skrúðgarðar í miðbænum hafi verið endurgerðir og tekið var við meiri- háttar tijágjöfum. Ræktunarsvæði á vegum borgar- innar er nú 376 ha og stækkar stöðugt. Mestur hluti þessa eru grasfletir sem tengjast gatnafram- kvæmdum. Aðaláhersla á síðasta ári var lögð á framkvæmdir og frá- gang við Elliðavog, Suðurhlíðar, Múlasvæðið, Suðurhóla og Árbæ, og í Viðey var hafíst handa um að sandbera stíg frá austurströnd eyj- arinnar að Viðeyjarstofu. Þá var Á síðastliðnu sumrí var unnið að framkvæmd við göng undir Miklubraut. Myndin sýnir hvern- ig var umhorfs séð úr Iofti meðan á verkinu stóð. líka í fyrsta sinn gert verulegt átak til að útrýma njólastóði meðfram akbrautum og gerð tilraun til að lækka viðhaldskostnað vegarkanta. Skrúðgarðar voru eins og áður sagði margir endurbættir og aðrir uppbyggðir. Nýir barnaleikvellir bættust við frá fyrra ári og sömu- leiðis spark og körfuboltavellir. Um sumarið voru reknir 8 starfsvellir og haldið áfram nýbyggingu 11 leikvalla. Þá má ekki gleyma skólagörðum á sex stöðum í borginni (alls innrit- uðust í þá 813 börn) og matjurta- görðunum (en þar fækkar leigutökum nokkuð). Ræktunarstöðin í Laugardal af- ■ henti 22 þúsund tijá- og runna- plöntur til gróðursetningar í borginni, 38 þúsund matjurtaplönt- ur og 200 þúsund sumarblóm. í Grasagarðinum var safnað fræi af 502 plöntutegundum (þar af 211 íslenskum) en gestum þar, bæði innlendum og erlendum, fjölgar með hveiju ári. Þá má geta þess að sérstakt átak hófst á árinu til að endurnýja leik- tæki á leikvöllum og við dagheimili í tilefni 200 ára afmælis borgarinn- ar, en þeirri endumýjun er skipt á 5 ár. Þetta var samantekt úr skýrslu garðyrkjudeildar. I kaflanum frá gatna- og hol- ræsadeild segir m.a.: Malbikað gatnakerfi í Reykjavík var í árslok 1986 302 km en lengd fullfrágeng- inna gangstíga og stétta á sama tíma 347 km. Og holræsin — ekki má gleyma þeim — voru í árslok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.