Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Könnun Hagvangs á fylgi stj órnmálaflokkanna: Fylgi Borgaraf lokks að mestu frá Sjálfstæðisflokki Samtök um Kvennalista fá 27,3% af sínu fylgi frá Alþýðubandalaginu HAGVANGUR hf. gerði könnun dagana 1.-8. apríl á fylgi stjórn- málaflokkanna. Þar kemur fram að 26,9% þeirra sem tóku afstöðu mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef efnt yrði til Alþingiskosninga á næstu dögum, 16,7% Alþýðuflokkinn, 16,3% Borgaraflokkinn, 12% Alþýðubandalagið, 12% Samtök um Kvennalista. Þjóðarflokkurinn fengi 1,4% atkvæða, Sérframboð Stefáns Valgeirssonar 1% og Flokk- ur mannsins 0,7%. Urtakið náði til 1400 manns á aldrinum 18 til 79 ára um land allt og svöruðu 1080 eða 77,1%. Þegar litið er á hvaðan flokkam- ir fá fylgi sitt, miðað við þá sem kusu síðast, kemur í ljós að 45,5% þeirra sem kusu Samtök um kvennalista við síðustu kosningar hyggjast kjósa hann á ný, en 27,3% þeirra sem nú hyggjast styðpa list- ann kusu Alþýðubandalagið við síðustu kosningar og 12,7% Sjálf- stæðisflokkinn. Af þeim 16,3% sem sögðust mundu kjósa Borgaraflokk- inn kusu 77,1% Sjálfstæðisflokkinn síðast. Flestir sem kjósa Alþýðu- flokkinn kusu hann einnig í síðustu kosningum eða 71,6% en 9,1% kaus Sjálfstæðisflokkinn og 11,4% Bandalag jafnaðarmanna. Af þeim sem greiddu Sjálfstæðis- flokknum atkvæði sitt við síðustu kosningar munu 93,8% kjósa flokk- inn á ný og 90,6% þeirra sem kusu Alþýðubandalagið við síðustu kosn- ingar styðja hann áfram. 90,1% stuðningsmanna Framsóknar- flokksins hyggst styðja hann áfram. í könnuninni var einnig spurt um afstöðu til núverandi ríkisstjómar og sögðust 51,1% styðja hana en 53,7% sögðust styðja hana í könnun sem gerð var í mars síðastliðnum. A móti ríkisstjóminni vom 27,2% en vom 29,5% í mars. Þeir sem vom óákveðnir eða neituðu að svara vom 21,7%. I niðurstöðum könnunarinnar er gert ráð fyrir fráviki miðað við 95% vissu og samkvæmt því getur fylgi Sjálfstæðisflokksins breyst til hækkunar eða lækkunar um 3,1%, Borgaraflokksins um 2,5%, Al- þýðubandalagsins um 2,2%, Al- þýðuflokks um 2,6%, Framsóknar- flokks um 2,3% og hjá Samtökum um kvennalista um 2,2%. Aldursskipting þátttakenda sam- svaraði heildarskiptingu kjósenda fyrir allt landið, svo og skipting milli kynja, að því er segir í niður- stöðum könnunarinnar. Þeir sem vom óákveðnir vom spurðir um hvaða stjómmálaflokkur eða sam- tök kæmu líklega til greina. Af þeim sem vom spurðir neituðu 9,4% að svara, 8,2% vom óákveðnir, 2,7% ætla ekki að kjósa og 1,4% ætla að skila auðu. ! ¥ MALL0RKA I ¥ ¥ LAT rut 'ER LIÐA VE] Lm v: ELD UFERÐ MEí ) AT LANTIK „Klassa hótelin“ okkar bjóða gestum sínum upp á hlýlegt umhverfi og góða aðstöðu. Falleg útivistarsvæði með sundlaugum, sólbaðsaðstöðu, blómlegum runnum og pálmatrjám. Hver getur haft það eins og hann vill, njótið útiverunnar, sólarinnar og hlýjunnar í skemmtilegu umhverfi. Það er nokkuð sem fólk leitar eftir, allavega þeir sem fara með Atlantik... ATLAMTIK, VILL ÞÉR VEL! ^TC^TMC J Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Fundargestir á aðalfundi Alþýðubankans s.l. laugardag hlýða á skýrslu formanns bankaráðs. Tap Alþýðubankans: Utlánum verður hagað með öðrum hætti framvegis Nýtt bankaráð hefur tekið við NÝTT bankaráð var kosið á aðalfundi Alþýðubankans sem haldinn var sl. laugardag. Taprekstur bankans á sl. ári nam 10,8 milljónum króna, eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins sl. laugardag. Stef- án Gunnarsson, bankastjóri Alþýðubankann segir að útlánum verði hagað með öðrum hætti en verið hefur, til þess að fyrirbyggja frek- ari tapreskstur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ er formaður nýja bankaráðs- ins. „Það sem blasir við okkur er fyrst og fremst það að það þarf að haga útlánum betur, með tilliti til afkomu bankans," sagði Ásmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að það þyrfti að gerast með þeim hætti að útlán færðust meira yfir í verðtryggð lán og gæfu bankanum þar með meiri tekjur. „Skýringin á tapi okkar á sl. ári er fyrst og fremst miklar afskriftir á fasteignum og búnaði. Þá fjárfest- um við mikið á árinu, ekki síst út af beinlínutengingunni," sagði Stef- án Gunnarsson bankastjóri Al- þýðubankans í samtali við Morgunblaðið. Auk þess sagði hann að hin mikla innlánsaukning sem varð á sl. ári, eða um 71%, hefði ekki verið ávöxtuð nógu vel. Því yrði útlánastarfsemi bankans nú endurskoðuð, þannig að auknir út- lánsvextir fengjust. Bankaráð kom saman til síns fyrsta fundar í gær og skipti með sér verkum. Þau sem kosin voru í bankaráð Alþýðubankans eru: Ás- mundur Stefánsson, Alþýðusam- bandi íslands, formaður, Magnús Geirsson, iðnaðarmannafélögunum, varaformaður, Ragna Bergmann, Yerkakvennafélaginu Framsókn, Ólafur Ólafsson, Dagsbrún og Ar- nór H. Amórsson, Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur, ritari. . Hér eru ferðalangamir fjórir i 928 metra hæð á Jökulbungu á Drangajökli. Hveravallaskreppur á Drangajökli: Fyrsta bílferð- ín á Jökulbungu Bœjum, Snæfellshrcppi. EINA frægðarför mikla fór hinn þjóðkunni Hveravallaskreppur okkar á bíl sfnum Toyota Landcruiser upp frá Unaðsdal inn allan fjallgarð upp á Jökul- bungu Drangajökuls og eftir honum endilöngum laugardag- inn 11. apríl, og þaðan svo inn háfjallaklasann, inn á Steingrímsfjarðarheiðarveg. Fjórir vom þar ferðakappar í túr þessum, fóru af stað á tveimur bflum, öðrum Blaser-jeppa, en urðu að snúa við með hann aftur vegna ófærðar. En Skreppurinn þófaðist á sínum alla leiðina, um 100 kíló- metra í þæfíngsófærð og um tíma í svartabyl og stormi. Gekk þó ferð- in vel, þótt hægt miðaði stundum og hér um fyrstu ferð um þessar slóðir, að bfll hefur runnið þessa hættulegu fjallaleið. Velbúnir vistum, tækjum og fatn- aði voru þeir félagar og tilbúnir í allra veðra ham og útilegu á fjöllum uppi um hávetrartíð. Jens í Kaldalóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.