Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
Könnun Hagvangs á fylgi stj órnmálaflokkanna:
Fylgi Borgaraf lokks að
mestu frá Sjálfstæðisflokki
Samtök um Kvennalista fá 27,3% af
sínu fylgi frá Alþýðubandalaginu
HAGVANGUR hf. gerði könnun dagana 1.-8. apríl á fylgi stjórn-
málaflokkanna. Þar kemur fram að 26,9% þeirra sem tóku afstöðu
mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef efnt yrði til Alþingiskosninga á
næstu dögum, 16,7% Alþýðuflokkinn, 16,3% Borgaraflokkinn, 12%
Alþýðubandalagið, 12% Samtök um Kvennalista. Þjóðarflokkurinn
fengi 1,4% atkvæða, Sérframboð Stefáns Valgeirssonar 1% og Flokk-
ur mannsins 0,7%. Urtakið náði til 1400 manns á aldrinum 18 til 79
ára um land allt og svöruðu 1080 eða 77,1%.
Þegar litið er á hvaðan flokkam-
ir fá fylgi sitt, miðað við þá sem
kusu síðast, kemur í ljós að 45,5%
þeirra sem kusu Samtök um
kvennalista við síðustu kosningar
hyggjast kjósa hann á ný, en 27,3%
þeirra sem nú hyggjast styðpa list-
ann kusu Alþýðubandalagið við
síðustu kosningar og 12,7% Sjálf-
stæðisflokkinn. Af þeim 16,3% sem
sögðust mundu kjósa Borgaraflokk-
inn kusu 77,1% Sjálfstæðisflokkinn
síðast. Flestir sem kjósa Alþýðu-
flokkinn kusu hann einnig í síðustu
kosningum eða 71,6% en 9,1% kaus
Sjálfstæðisflokkinn og 11,4%
Bandalag jafnaðarmanna.
Af þeim sem greiddu Sjálfstæðis-
flokknum atkvæði sitt við síðustu
kosningar munu 93,8% kjósa flokk-
inn á ný og 90,6% þeirra sem kusu
Alþýðubandalagið við síðustu kosn-
ingar styðja hann áfram. 90,1%
stuðningsmanna Framsóknar-
flokksins hyggst styðja hann áfram.
í könnuninni var einnig spurt um
afstöðu til núverandi ríkisstjómar
og sögðust 51,1% styðja hana en
53,7% sögðust styðja hana í könnun
sem gerð var í mars síðastliðnum.
A móti ríkisstjóminni vom 27,2%
en vom 29,5% í mars. Þeir sem
vom óákveðnir eða neituðu að svara
vom 21,7%.
I niðurstöðum könnunarinnar er
gert ráð fyrir fráviki miðað við 95%
vissu og samkvæmt því getur fylgi
Sjálfstæðisflokksins breyst til
hækkunar eða lækkunar um 3,1%,
Borgaraflokksins um 2,5%, Al-
þýðubandalagsins um 2,2%, Al-
þýðuflokks um 2,6%, Framsóknar-
flokks um 2,3% og hjá Samtökum
um kvennalista um 2,2%.
Aldursskipting þátttakenda sam-
svaraði heildarskiptingu kjósenda
fyrir allt landið, svo og skipting
milli kynja, að því er segir í niður-
stöðum könnunarinnar. Þeir sem
vom óákveðnir vom spurðir um
hvaða stjómmálaflokkur eða sam-
tök kæmu líklega til greina. Af
þeim sem vom spurðir neituðu 9,4%
að svara, 8,2% vom óákveðnir, 2,7%
ætla ekki að kjósa og 1,4% ætla
að skila auðu.
!
¥ MALL0RKA I ¥ ¥
LAT rut 'ER LIÐA
VE] Lm
v: ELD UFERÐ
MEí ) AT LANTIK
„Klassa hótelin“ okkar bjóða gestum sínum upp á hlýlegt umhverfi og góða aðstöðu. Falleg útivistarsvæði með sundlaugum, sólbaðsaðstöðu, blómlegum runnum og pálmatrjám. Hver getur haft það eins og hann vill, njótið útiverunnar, sólarinnar og hlýjunnar í skemmtilegu umhverfi. Það er nokkuð sem fólk leitar eftir, allavega þeir sem fara með Atlantik... ATLAMTIK, VILL ÞÉR VEL! ^TC^TMC J
Morgunblaðið/Ól.K.Mag.
Fundargestir á aðalfundi Alþýðubankans s.l. laugardag hlýða á
skýrslu formanns bankaráðs.
Tap Alþýðubankans:
Utlánum verður
hagað með öðrum
hætti framvegis
Nýtt bankaráð hefur tekið við
NÝTT bankaráð var kosið á aðalfundi Alþýðubankans sem haldinn
var sl. laugardag. Taprekstur bankans á sl. ári nam 10,8 milljónum
króna, eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins sl. laugardag. Stef-
án Gunnarsson, bankastjóri Alþýðubankann segir að útlánum verði
hagað með öðrum hætti en verið hefur, til þess að fyrirbyggja frek-
ari tapreskstur.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ er formaður nýja bankaráðs-
ins. „Það sem blasir við okkur er
fyrst og fremst það að það þarf að
haga útlánum betur, með tilliti til
afkomu bankans," sagði Ásmundur
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði að það þyrfti að gerast
með þeim hætti að útlán færðust
meira yfir í verðtryggð lán og gæfu
bankanum þar með meiri tekjur.
„Skýringin á tapi okkar á sl. ári
er fyrst og fremst miklar afskriftir
á fasteignum og búnaði. Þá fjárfest-
um við mikið á árinu, ekki síst út
af beinlínutengingunni," sagði Stef-
án Gunnarsson bankastjóri Al-
þýðubankans í samtali við
Morgunblaðið. Auk þess sagði hann
að hin mikla innlánsaukning sem
varð á sl. ári, eða um 71%, hefði
ekki verið ávöxtuð nógu vel. Því
yrði útlánastarfsemi bankans nú
endurskoðuð, þannig að auknir út-
lánsvextir fengjust.
Bankaráð kom saman til síns
fyrsta fundar í gær og skipti með
sér verkum. Þau sem kosin voru í
bankaráð Alþýðubankans eru: Ás-
mundur Stefánsson, Alþýðusam-
bandi íslands, formaður, Magnús
Geirsson, iðnaðarmannafélögunum,
varaformaður, Ragna Bergmann,
Yerkakvennafélaginu Framsókn,
Ólafur Ólafsson, Dagsbrún og Ar-
nór H. Amórsson, Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur, ritari. .
Hér eru ferðalangamir fjórir i 928 metra hæð á Jökulbungu á
Drangajökli.
Hveravallaskreppur á Drangajökli:
Fyrsta bílferð-
ín á Jökulbungu
Bœjum, Snæfellshrcppi.
EINA frægðarför mikla fór hinn
þjóðkunni Hveravallaskreppur
okkar á bíl sfnum Toyota
Landcruiser upp frá Unaðsdal
inn allan fjallgarð upp á Jökul-
bungu Drangajökuls og eftir
honum endilöngum laugardag-
inn 11. apríl, og þaðan svo inn
háfjallaklasann, inn á
Steingrímsfjarðarheiðarveg.
Fjórir vom þar ferðakappar í túr
þessum, fóru af stað á tveimur
bflum, öðrum Blaser-jeppa, en urðu
að snúa við með hann aftur vegna
ófærðar. En Skreppurinn þófaðist
á sínum alla leiðina, um 100 kíló-
metra í þæfíngsófærð og um tíma
í svartabyl og stormi. Gekk þó ferð-
in vel, þótt hægt miðaði stundum
og hér um fyrstu ferð um þessar
slóðir, að bfll hefur runnið þessa
hættulegu fjallaleið.
Velbúnir vistum, tækjum og fatn-
aði voru þeir félagar og tilbúnir í
allra veðra ham og útilegu á fjöllum
uppi um hávetrartíð.
Jens í Kaldalóni.