Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 49
48 49 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 pJtrgiiM Útgefandi nMfifeifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Þáttaskil í samgöngumálum egar litið verður yfir sögu flugsamgangna og sam- skipta okkar við önnur ríki, eiga menn eftir að undrast það einna mest, hve lengi við gátum nýtt gömlu flugstöðina á Keflavíkur- flugvelli. Samanburðurinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag, verður með þeim hætti, að engu er líkara en um alda- skipti sé að ræða í samgöngu- málum. Við rannsókn á sögu sam- göngumála eiga menn einnig eftir að undrast það, hve langan tíma það tók vegna andstöðu innanlands að hefja fram- kvæmdir við hina nýju flugstöð. A undanfömum áram hefur það verið árásarefni á utanríkisráð- herra landsins, að þeir skyldu leita samkomulags við Banda- ríkjastjórn um að hún tæki þátt í kostnaði við hin miklu mann- virki, sem tekin verða í notkun á morgun; mannvirki, sem eiga eftir að auðvelda varnarliðinu störf og auka öryggi á varnar- svæðinu. A árunum 1980 til 1983 hreyktu alþýðubandalags- menn sér af því að geta með neitunarvaldi í ríkisstjórn staðið gegn því, að unnið væri að flug- stöðvarmálinu með þeim hætti, sem bar. í umræðum á Alþingi hefur oftar en einu sinni komið fram við ákvarðanir vegna lán- töku ríkissjóðs, að flugstöðinni ætti skjóta aftur fyrir önnur verkefni í flug- og samgöngu- málum. Mörgum finnst líklega lítt við hæfi, að minnt sé á úrtölumenn- ina á þessum hátiðisdegi í samgöngumálum. Þeir hafi hvort sem er ekki haft sitt fram og á stundum sem þessari hljóti allir að fagna merkum áfanga. Þeir sem þannig tala hafa margt til síns máls og við þekkjum öll orðtakið: Allir vildu Lilju kveðið hafa. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er glæsilegur vitnisburður um íslenska vdrkmenningu. Svo að vitnað sé til Garðars Halldórs- sonar, húsameistara ríkisins, sem er arkitekt flugstöðvarinnar hefur verið lögð áhersla á íslensk einkenni við hönnun og smíði flugstöðvarinnar, að hér sé um að ræða „íslenskt eintak“ af al- þjóðaflugstöð. íslenskt blágrýti er í gólfum, íslenskur eldfjalla- vikur er notaður í hlaðna innveggi og veggir í landgangi era klæddir íslenskum ullartepp- um. Allur frágangur ber íslensk- um iðnaðarmönnum gott vitni. Þá er ekki síður fagnaðarefni, að byggingarnefndin undir for- ystu Sverris Hauks Gunnlaugs- sonar, skrifstofustjóra, hefur lagt sig fram um að prýða bygg- inguna með íslenskum listaverk- um. Innan dyra í hinum mikla biðsal, sem sumir líkja við ævin- týri, setja glerlistaverk Leifs Breiðfjörð sterkan svip á um- hverfið og fyrir utan stöðina verða tvö listaverk eftir þau Rúrí og Magnús Tómasson. Ríkisstjórnir íslands og Bandaríkjanna standa sameigin- lega straum af kostnaði við hin nýju mannvirki. Vert er að minnast þess, að það hefur ekki aðeins verið reist ný flugstöð á flugvelli Leifs Eiríkssonar held- ur hefur flugvélum, sem til vallarins koma verið sköpuð ný og fullkomin aðstaða. Hið nýja eldsneytiskerfi, sem tekið verður í notkun á flughlöðum á næst- unni, er eitt hið besta í veröldinni allri. Morgunblaðið fagnar því sér- staklega, að ákveðið hefur verið að kenna flugstöðina við Leif Eiríksson. í forystugrein 23. apríl 1986 var vakið máls á nauðsyn þess, að standa vörð um minningu Leifs Eiríkssonar og hvatt til að þess yrði gætt, að ekki félli í gleymskunnar dá, að Leifur var íslendingur. Var því hreyft, að flugstöðin yrði tengd nafni Leifs og flugvöllur- inn kenndur við hann. Hefur verið ákveðið, að kalla .hin nýju mannvirki Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Um það segir Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Ámastofnunar í Morgunblaðinu sl. sunnudag: „Ég er mjög hrif- inn af nafninu og er að vona að það tengist flugvellinum líka. Við eigum ekki að vera hrædd við að nota íslensk nöfn á al- þjóðavettvangi.“ Nýja flugstöðin er 70% stærri en hin gamla, sem nú er kvödd og afhent varnarliðinu til af- nota. Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri, benti á í Morg- unblaðsviðtali á sunnudag, að á fyrsta árinu, 1962, sem allt millilandaflug var rekið frá Keflavíkurflugvelli fóru 38.000 farþegar um völlinn. Á síðasta ári var fjöldinn um 600.000. Þessar tölur segja raunar allt sem segja þarf um nauðsyn þess að reisa hin nýju mannvirki. Þau eiga eftir að verða íslensku þjóð- inni og þeim mikla fjölda fólks, sem sækir okkur heim, til ómet- anlegs gagns, þegar fram líða stundir. Fjölmenni sótti hátíðarguðsþjónustuna. Meðal gesta voru borgarstjórahjónin Ástríður Thorarensen og Davíð Odsson, en þau eru búsett í Nessókn. Neskirkja 30ára NESKIRKJA átti 30 ára vígsluafmæli s.l. sunnudag. Af því tilefni var hátíðar- guðsþjónusta í kirkjunni. Biskup íslands hr. Pétur Sig- urgeirsson predikaði og sóknar- prestamir sr. Frank M. Halldórsson og sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónuðu fyrir alt- ari. Fjölmenni var í guðsþjón- ustunni. Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni að und- anförnu og á komandi sumri er fyrirhugað að gera endurbætur á safnaðarheimili kirkjunnar. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Prestar kirkjunnar sr. Guðmundur Óli Ólafsson og Frank M. Halld- órsson ásamt biskupi íslands, hr. Pétri Sigurgeirssyni. Vinstri meirihluti mynd- aður í Stúdentaráði Vöku haldið utan stjórnar UMBÓTASINNAR hafa nú gengið til stjómarsamstarfs við vinstri- menn í Stúdentaráði Háskóla íslands. Viðræður hófust á milli hreyfinganna í kjölfar þess að slitnaði upp úr tilraunum til myndun- ar samstjórnar allra fylkinganna sem buðu fram við síðustu kosning- ar. Ómar Geirsson hefur tekið við formennsku í ráðinu. Úrslit Stúdentaráðskosninganna urðu þau að Vaku, féiag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, jók fylgi sitt um þriðjung og vann fulltrúa af vinstri- mönnum. Báðar fylkingarnar höfðu þá sömu tölu fulltrúa og lentu um- bótasinnar sem hlutu tvo menn kjörna því í oddastöðu. „Atburðarás undanfarinna daga er í mínum augum vægast sagt undarleg. Hún hófst með því að allar fylkingamar reyndu að mynda samstjórn. Vaka gerði í þeim við- ræðum þá sjálfsögðu kröfu að stúdentaráð myndi ekki álykta um annað en það sem snerti hagsmuni stúdenta beint. Það féll í grýttan jarðveg, ekki aðeins hjá vinstri- mönnum heldur einnig umbótasinn- um. Virðist þessi krafa sem hlaut eindregin stuðning í kosningunum hafa orðið til þess að þrýsta hinum fylkingunum saman,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson efsti maður á lista Vöku til Stúdentaráðs og oddamað- ur samningamefndar Vöku. „í blindri leit sinni að vegtyllum ákveða umbótasinnar ekki aðeins að sniðganga eigin stefnuskrá og afgerandi úrslit kosninganna, held- ur em þeir að andstætt allri skynsemi með þessu að stefna hags- munum stúdenta í voða, þá sérstak- lega í lánamálum. Reynslan hefur sýnt okkur, að vinstri stjóm í Stúd- entaráði hefur alltaf leitt til ófarn- aðar,“ sagði Sveinn Andri að lokum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SIMON HOGGART Af hverju Bandaríkja- menn slökktu á „Ameriku“ STÖÐ 2 sýnir um páskana bandaríska framhaldsmyndaflokkinn „Amerika“. í honum segir frá því er Bandarikin falla í hendur Sovétmanna. Þáttur þessi olli mikium deilum og sögðu sovéskir ráðamenn hann vera áróðursherferð gegn Sovétríkjunum. Höfðu ráðamenn eystra á orði að rétt væri að fá þáttinn til sýningar til að sýna almenningi hvaða hugmyndir Bandaríkjamenn hefðu um Sovétríkin. Hér lýsir Simon Hoggart, fréttaritari breska blaðsins The Observer, eigin mati á myndaflokknum og viðbrögðum banda- rískra sjónvarpsáhorfenda. Atriði úr myndaflokknum; borgarar og hermenn mótmæla her- setu Sovétmanna. Ifebrúar fengu Bandaríkjamenn óhugnanlegan forsmekk af því hvernig það er að búa undir ströngu og þrúgandi hugmynda- kerfi. Þeir sáu hvað getur gerzt þegar miskunnarlausir menn eru reiðubúnir til að þvinga heila þjóð til að lúta vilja sínum, allt í nafni misheppnaðrar 19. aldar stjórn- málatrúar. Já, það er hörð ádeila á mark- aðskerfið að það skuli hafa getað lagt undir sig landið með „Amer- iku“, 14 klukkustunda löngum sjónvarpsþáttum um Bandaríkin, undirstjórn Sovétríkjanna. Áróð- urinn hafði glumið endalaust. Sem betur fer eru þeir enn til sem geta staðið af sér svona ofríki. Á áhrifaríkan hátt létu milljónir frakkra Bandaríkjamanna álit sitt í ljós og mótmæltu hávaðalaust með því að stilla sjónvarpstæki sín á aðrar stöðvar. „Eg var reiðubúinn að reyna að láta mér líka vel við „Amer- iku“. Fyrirfram höfðu svo til allir sjónvarpsgagnrýnendur rakkað þættina niður, svo eitthvað hlutu þeir að hafa til síns ágætis. „Og það er rétt að þeir höfðu blekkt okkur. „Amerika" er enn verri en þeir sögðu. Reyndar eru þættirnir svo ömurlegir að erfitt er að gera sér grein fyrir því hvar á fyrst að grípa niður, en við gætum byijað á aðalleikaranum, Kris Kristofferson. Persónulega er Kris Kristofferson gamall og góður umbótasinnaður stríðsand- stæðingur frá sjöunda áratugn- um. Það er dæmigert fyrir harðneskju þessara manna að þeir lögðust svo lágt að hóta hon- um ef hann yrði ekki samvinnu- þýður. Þeir sögðu honum að ef hann léki ekki með yrðu honum ekki greiddar himinháar fjárupp- hæðir. K.K. fer með hlutverk Devin Milford, fyrrum forsetaframbjóð- anda, sem hefur verið fangi í „gulagi“ Sovétmanna í Texas. Nú hefur hann verið látinn laus og við vorum ekki lengi að komast að því að hann yrði brátt leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar. Þó var ekki auðvelt að sjá hvemig það gerðist, því hann segir varla orð, í það minnsta ekki í fyrstu þáttun- um. Kristofferson hefur verið gagnrýndur fyrir að gera lítið annað en stara á myndavélina, þótt það sé óréttlátt, því hann beitir fleiri svipbrigðum. Stundum pírir hann, stundum hvessir hann augun, og stundum horfir hann út undan sér. Það sem honum er á móti skapi er að opna munninn. Ef til vill lamaðist á honum málbeinið af öllu því kynlífi sem allir hans nánustu og kærustu fengu að njóta. Fyrrum eiginkona hans skríður upp í rúmið hjá Sam- onov hershöfðingja sem lagði undir sig Bandaríkin í upphafi. Fyrrum ástkona hans er gift helzta innlenda samstarfsmanni hernámsliðsins. Systir hans á í ástarsambandi sem einkennist af kvalalosta og sjálfspíslarhvöt við vondan aust- ur- þýzkan kall sem heitir Helmut. Við vitum um þessar illu hvatir af því hann er með ör eftir ein- vígi og lítur út eins og Anton Diffring. Hún er í svörtum nátt- kjól og skarlatsrauðu lífstykki. Rússarnir eru ekki allir vondir. Denisov ofursti, sem Sam Neill leikur, er í sérstöku uppáhaldi af því hann dáist svo mjög að Banda- ríkjamönnum. Hann slær um sig með ummælum eins og: „Það var það sem mér þótti svo dásamlegt við Bandaríkin; þrátt fyrir alla ykkar galla eruð þið svo ofsalega sjálfstæðir.“ Að launum lendir hann í ástarsambandi við Mariel Hemingway. Hún fer með hlut- verk leikkonu í stöðvum fallhlífar- hermanna með áberandi og loðnar dökkar augabrúnir. Þegar óperan verður sérlega „sápug“ er hún látin fara með áhrifamikinn texta. „Andrei," hvíslar hún þegar elskhugi hennar er á leið út úr svefnherberginu. „Já?“ svarar hann spyijandi og bíður í dyrun- um. „Eg elska þig.“ Það koma fyrir góð atriði í „Ameriku", aðallega þar sem bandarískt þjóðfélag er sýnt óbreytt eftir yfiitökuna (eða um- skiptin eins og það heitir á rósamáli). Hundruðum borgara er smalað inn í járnbrautarlestir. „Vinsamlegast hafið heimildar- kortin ykkar tilbúin," segir konurödd í sama smeðjulega og jafnframt freka tón og hjá um- boðsmönnum flugfélaganna við flugvallarhliðin. „Hafið það gott næstu fimm árin,“, bætir hún við. Snemma í þáttunum kemur fyrir sannfærandi atriði á skyndi- bitastað í Mið-Vesturríkjunum þar sem staðarbúar sitja og nöldra yfir ástandinu, sérstaklega yfir því að kommarnir skuli hafa hnuplað öllu Aunt Jemima-pönnu- kökudeiginu svo þeir verði sjálfir að notast við sojabaunir. Það er kaldhæðnislegt að svona atriði koma fyrir um sama leyti og sko- tið er inn auglýsingum fyrir til dæmis „skyndibúðinga úr Jello- hlaupefni“. Svo hvorir eru betur settir, þeir eða við? Gallinn er sá að „Amerika" getur ekki tekið af skarið og ákveðið hvers kyns þættir þetta eiga að vera. Þungamiðjan er að enginn trúir að Sovétríkin geti átakalaust lagt undir sig Banda- ríkin — til þessa hafa þau ekki einu sinni getað komið á lögum og reglu í Afghanistan, þriðja heims smáríki við þröskuldinn hjá þeim. Svo ef til vill á „Amerika" að vera pólitísk líkingasaga á svip- aðan hátt og „Dýrabær" eftir George Orwell, þar sem fjar- stæðukenndar aðstæður eru notaðar til að draga fram dýpri sannleika. Gallinn er sá í þessu tilviki að sannleikurinn reynist sjaldan dýpri en: „Ást konu á sér engin takmörk” eða „Flestir rauð- liðar eru morðhundar". Hugsanlega á þetta að vera raunsætt. Hugmyndin vaknaði hjá ABC-sjónvarpsfélaginu eftir við- brögðin við afburða lélegri mynd þeirra, „Daginn eftir“, sem fjall- aði um lífið að lokinni kjarnorku- styijöld. Sú mynd hlaut harða gagnrýni íhaldssamra hægri- sinna, sem óttuðust sennilega að hún gæti snúið mönnum gegn kj amorkustyijöld. Svo „Amerika" hefur átt að sýna fram á hvers vegna vestrið vildi veija sig. En sú forsenda er svo fáránleg að okkur finnst þetta ekki vera viðvörun — aðeins ögr- un. Árangurinn verður sá sami og hjá Ronald Reagan: Myndin sefar þjóðina svo hún verður grip- in falskri öryggisleysiskennd. Og í lokin höfum við ekki nógu mikla samúð með þessum af- burðaleiðinlegu persónum. Á einum stað kærir yngri sonur Kristoffersons föður sinn fyrir yfirvöldum. Þetta á að vera mjög áhrifamikið atriði — við vitum það af því að tónlistin verður hávær- ari en áhrifín eru léttvæg. Við höfum ekki áhuga á þessu fólki; það er of dauft, of leiðinlegt, of tímafrekt. Ekki að furða þótt Ameríka hafi ákveðið að unnt væri að gera eitthvað annað betra en að horfa á „Ameriku". Höfundur er blaðamaður hjá Observer. Hópur friðarsinnar mótmælir sýningu sjónvarpsþáttanna við höf- uðstöðvar ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í New York. Vandi landsbyggð- ar - fólksflóttinn ATIMABILI sem samsvarar meðalævi íslendings hefur orðið bylting í bú- setu í landinu. Á morgni 20. aldarinnar, sem nú á rúm- an áratug að endamörkum, bjuggu þrír af hveijum fjórum íslendingum í stijál- býli. Árið 1987 búa níu af hvetjum tíu landsmönnum í þéttbýli. Árið 1910 bjuggu 11.600 (af 85.200 landsmönnum) í Reykjavík og 6.000 í Reykjaneskjördæmi. Árið 1987 búa 55% íslendinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 45% utan þess. Síðastliðin ár hefur veru- lega hallað á landsbyggðina í búsetu. X BREYTTIR atvinnu- og þjóðlífshættir hafa leitt til þess um gjörvallan hinn iðn- vædda heim að þéttbýli hafa þanist út á kostnað stijálbýlis. Stóraukin sérfræði- þekking — og tilheyrandi tæknivæðing — hafa valdið því, að hægt hefur verið að nýta framleiðslu- og markaðsmöguleika hefðbundinna atvinnugreina hér, það er að mæta eftirspurn eða neyzluþörf sjávar- og búvöru, með sífellt færra starfsfólki. Á sama tíma hafa starfsmöguleikar í þjónustugreinum hverskonar stóraukizt. Sem dæmi má nefna að á árabilinu 1963-1979 hvorki meira né minna en þre- faldaðist tala starfsmanna í heilbrigðis- þjónustu hérlendis. Tala starfsfólks í skólakerfinu tvöfaldaðist á sama tíma. Og heildartala starfsfólks í þjónustugreinum íslenzks þjóðarbúskapar óx úr 27.610 mannárum í 50.348. 1979 sóttu 50% vinn- andi íslendinga lifibrauð í þjónustustörf. Sá hópur hefur enn vaxið. Þróun af þessu tagi hefur hvarvetna gerzt á sama skeiði hagþróunar. Þróun frá neyzluþjóðfélagi í upplýsinga- eða tölvuþjóðfélag ýtir enn frekar undir þessa framvindu. X ENGINN getur hinsvegar horft framhjá þeirri staðreynd að fólksstreymi frá „landsbyggðinni" er sameiginlegt vanda- mál landsmanna. Það er hvorki stijálbýli né höfuðborgarsvæði í hag að þessi þróun haldi áfram í sama mæli og verið hefur. Réttur okkar — sem þjóðar — til lands- ins byggist ekki sízt á því að við bæði verndum og nýtum landkosti, gæði og gögn. Ef við ætlun að nýta auðlindir lands og landhelgi að því marki, sem nýtingar- mörk leyfa, er nauðsynlegt að halda landinu öllu í byggð. Stór hluti atvinnu og afkomu þéttbýlis- búa er sóttur í úrvinnslu búvöruhráefna, sem og verzlunar-, iðnaðar- og marg- háttaða aðra þjónustu við landbúnaðar- héruðin. Þettbýlið er og helzti markaður búvöru. Hagsmunir þéttbýlis og stijálbýlis skarast óijúfanlega. Þar að auki ber að styrkja en ekki slíta í sundur þau bönd, sem knýta þjóðina saman, tungu, menningu, efnahagssam- starf og hverskonar önnur tengsl. Þeir, sem ala á sundrungu, vinna illt verk. X EFLA þarf hvaðeina sem styrkir búsetu í landinu öllu: samgöngur, fræðslukerfi, félagsstarf og þjónustuþætti. Ekki sízt með því að treysta stöðu og sjálfræði sveit- arfélaga, m.a. með sameiningu smærri sveitarfélaga í sterkari heildir — og til- færslu verkefna og skatttekna frá ríki til sveitarfélaga. Þriðja stjórnsýslustigið (fylki), sem ýmsir horfa til, er hinsvegar meir en var- hugavert. í fyrsta lagi þýddi þriðja stjóm- sýslustigið með tilheyrandi yfirbyggingu ómældan viðbótarkostnað (skattheimtu), sem yrði lítilli þjóð ofviða. Þjóð af okkar stærðargráðu ber ekki fleiri en tvö stjórn- sýslustig. í annan stað hefur þriðja stjórn- sýslustigið ekki reynzt stijálbýli það haldreipi, sem vænst var, þar sem það hefur verið upp tekið. Það hefur þrengt að sveitarfélögunum, ekki styrkt þau. X STRJÁLBÝLI og þéttbýli eiga sameig- inlegra hagsmuna að gæta um flest, ekki sízt í varðveizlu stöðugleika og jafnvægis í atvinnu- og efnahagslífi. Blómlegt atvinnulíf er undirstaða bú- setu í stijálbýli sem þéttbýli. Ef ekki hefði tekizt að stöðva þá óðaverðbólgu, sem stefndi íslenzkum atvinnuvegum á vonar- völ 1982-83, hefði orðið byggðahrun í öllum landshlutum. Öll samfélagsleg þjónusta, sem og al- menn lífskjör, sækja kostnaðarlega undir- stöðu til þeirra verðmæta sem til verða í þjóðarbúskapnum á hverri tíð. Það varðar því mestu á næstu misserum, að varðveita og treysta til frambúðar það jafnvægi og þann stöðugleika í atvinnu- og efnahags- málum, sem náðst hefur á starfstíma núverandi ríkissjórnar. Það er sameigin- legt hagsmunamál stijálbýlis ogþéttbýlis. Ástæða er jafnframt til að hvetja fólk á höfuðborgarsvæðinu til að grunda vel vandamál landsbyggðarinnar og leggja sig. fram um að treysta þá þjóðarsamstöðu, sem nauðsynleg er, ef við eigum að ganga til góðs götuna fram eftir veg. Á sama hátt þurfum við öll, hvort held- ur við búum í sveit eða við sjó, að gera okkur grein fyrir því, að sá pólitískiglund- roði , sem framboðsflóra komandi kosn- inga býður upp á, treystir hvorki lýðræðið né þingræðið í landinu. Þvert á móti. Hann er ógnun við stefnufestu og stöðug- leika í íslenzku samfélagi. Oft var þörf en nú er nauðsyn að styrkja þau stjórnmálaöfl, sem ábyrg eru. Það er meginhlutverk hins þögla og ábyrga meiri- hluta í komandi kosningum. Um það meginmál þurfum við að snúa bökum sam- an, stétt að standa með stétt, byggðarlag með byggðarlagi. Stefán Friðbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.