Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 89
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 89 Ríkissjónvarpið má missa sig Til Velvakanda. Skattborgari skrifar: Eina ferðin enn ætla forráða- menn ríkissjónvarpsins og útvarps- ráðið ríkisskipaða að reyna þrautalendingu til að ná meiri fjár- munum úr vasa skattborgaranna. Oft áður hafa þessir aðilar barist í þessari lendingu og ávallt náð landi. Nú syrtir í álinn. Þá berst þeim hjálp frá æðsta manni verka- lýðshreyfingarinnar, sem segir, að það sé alveg óhætt að leika sér með hækkanir á almenning, innan ákveðins ramma. Ríkisstjórnin „megi“ ráða einhveiju um hvemig hún útdeilir hækkunum! Það er öllum ljóst, hversu gífur- lega þörf ríkissjónvarpið hefur fyrir aukna Qármuni úr vasa skattborg- aranna. Dagskráin er ekki og hefur aldrei verið beysin, en dæmi frá sl. sunnudegi er kannski það, sem kór- ónar ófyrirleitnina og niðurlæging- una, sem greiðendur fyrir ríkissjón- varpið em látnir sæta. A sunnudagskvöldið var (5. apríl ’87), kvöld, þegar næstum allir sem sjónvarp hafa horfa hvað mest, er dagskráin þessi á aðalsýningartíma þess: Fréttaágrip á táknmáli (al- gjör óþarfí og peningasóun), frétt- ir, sem allir em búniri að sjá á Stöð 2, dagfskrá næstu viku (tilbú- inn gerviþáttur um ekki neitt), Geisli, um listir og menningu (fyrir þann þátt loka langflestir að öðm jöfnu), síðan Eldsmiðurinn (endur- sýnd langloka og sennilega ekki í fyrsta sinn) og þá Passíusálmur númer 34!! A meðan þessi ósköp gengu yfir í ríkissjónvarpi gat maður horft á fréttir á Stöð 2, síðan tók við léttur skemmtiþáttur (Fjölskyldubönd), þá bráðfróðlegur þáttur um íslend- inga erlendis (um bónda í nágrenni New York), síðan vinsæll banda- rískur sjónvarpsþáttur og að lokum þáttur um afhendingu Oskarsverð- launanna í Los Angeles. Það er ástæðulaust fyrir mennta- málaráðherra að styðja, nú allt í einu, hækkunarbeiðni útvarpsráðs, dagskráin mun ekkert batna við það. Og það sem verra er, mann- skapur hjá íslenska ríkissjónvarpinu virðist vera mun meiri en annars staðar gerist hjá umsvifameiri sjón- varpsstöðvum. 0 g samt sendir Rás2: ríkissjónvarpið ekki út nema 6 daga vikunnar! Sannleikurinn er auðvitað sá, að eftir að Stöð 2 kom til sögunnar em þeir orðnir margir, sem ekki vilja sjá ríkissjónvarpið, en fá eng- um vörnum við komið og verða að greiða fyrir afnotin nauðugir. Flestir myndu vilja greiða fyrir afnot hljóðvarpsstöðvanna tveggja hjá RÚV og svo fyrir Stöð 2. En þetta er ekki leyfilegt! Hvernig verður þessu oki aflétt? Er ekki kominn tími til, að um þetta verði rætt á „beinni línu“ á Stöð 2? Ann- að eins óréttlæti er nú tekið fyrir? Hvers vegna næturútvarp? - hefði verið nær að endurvarpa til allra landsmanna Til Velvakanda. Það er nú svo að ég get ekki lengur orða bundist því þann 18. mars var byijað að útvarpa á Rás 2 alla nóttina. Eg hef ekkert á móti Rás 2 einfaldlega vegna þess að hún næst ekki hér. Ég er hús- móðir og fer vanalega að sofa kl. 11, eins og svo margir gera sem vakna snemma. En á daginn er ég í fullu fjöri og vil þá gjarnan hafa eitthvað fyör í útvarpinu, á Rás 1. En þar er núorðið ekki spilað neitt fyrir ungt fólk því að Lög unga- fólksins hafa verið færð á Rás 2 eins og svo margir góðir þættir þar sem spiluð vom hressileg lög. Morg- unútvarpið er til fyrirmyndar en þó em ekki spiluð mörg lög enda ekki tími til þess. Það em margir góðir þættir á Rás 1 en þeim fer fækk- andi, því ef fólk hlustar á eitthvað á Rás 1 er það fært yfir á Rás 2. Við sem náum ekki Rás 2 missum þannig af öllu saman. Em nýju lögin í Sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva spiluð á Rás 2? Ég hef ekki heyrt neitt þeirra á Rás 1. Gaman væri að fá upplýsingar um hvað kostar að vera með næturútvarp á Rás 2 og hveij- ir það em sem borga. Eins vil ég vita hvort réttmætt sé að þeir á Rás 2 auglýsi að þeir útvarpi um allt land eða kalli Rás 2 útvarp allra landsmanna, þegar útsendingum er ekki endurvarpað um allt land. Sif Kjartansdóttir, Breiðdalsvík Svæðisstjórn Reykjaness: Til hvers eru félagsráðgjafar? Kæri Velvakandi. Em lamaðir ekki fólk eins og þeir sem em heilbrigðir? Svo virðist ekki vera, að minnsta kosti ef leitað er til svæðisstjómar Reykjaness, þar sem Þór Þórarinsson ræður ríkjum. Það er að verða ár síðan ég sótti um fjárhagslega fyrir- greiðslu samkvæmt 10. gr. laga og Silfurbakki o. fl. Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig um að koma mér til hjálpar. í byijun febrúar töpuðust einhvem veginn nokkrir kærir gripir á óskiljanlegan hátt. Þetta var silfurbakki, stór glerkanna, silfurskál og 3 aðrar skálar, allt í sama poka. Hefur líklega lagst einhvers staðar til, þegar verið var að flytja milli húsa. Alltaf var búist við að þetta mundi koma fram, en svo ætlar ekki að verða. Kannski hefur einhver þetta undir höndum án þess að vita hveij- um það tilheyrir. Ef svo er hann eða hún vinsamlegast beðin að um að hafa samband í síma 62 12 06. reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra, fyrir lamaða dóttur mína, en ég á lög- heimili í Keflavík og búin að eiga það síðastliðin 25 ár. Þar borga ég mína skatta og skyldur og kýs að sjálfsögðu. í stað þess að greiða fyrir barn- inu, eins og lög mæla fyrir, talaði maðurinn eingöngu um alla þá hjálp sem skólinn léti henni í té. Ég skil ekki þann málflutning, þar sem hún fær þar ekkert fram yfir heilbrigð böm. Eftir því sem stendur í reglu- gerðinni, sem gefín var út 1984, ætti dóttir mín að fá 12.768 kr. á mánuði, samkvæmt verðgildi 1984, vegna þess að hún dvelur eingöngu í heimahúsum og nýtur ekki þjón- ustu hins opinbera af neinu tagi. Þar að auki er ég einstæð móðir og sjúklingur að auki. Ekki vantaði það, að ég var kraf- in um allskonar vottorð varðandi dóttur mína, sem ég lagði öll fram með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. En nú þegar árið er liðið hefi ég ekki fengið neitt svar varðandi barnið. Ég sótti um fyrir hana 11. maí 1986. Nú vildi ég fá vottorðin aftur að sjálfsögðu, fyrst ekkert var gert í málinu. En, nei, ekki einu sinni þau fékk ég. Það mátti nefni- lega ekki afhenda þau var mér sagt á þessari virðulegu skrifstofu svæð- isstjórnarinnar. Nú væri gott að hafa mann eins og Sverri Hermannsson til að róta til í svæðisstjóm Reykjaness. En því miður tilheyrir þetta ekki hans ráðuneyti heldur félagsmálaráðu- neytinu, en ef til vill les þetta einhver sem tilheyrir því. Til hvers eru félagsráðgjafar? Eru þeir til þess að hjálpa fólki og aðstoða það í þrengingum eða em þeir til þess að spilla fyrir lögmæt- um rétti þess? Taki þeir til sín sem eiga og em þess valdandi, að fólk eins og ég skuli þurfa að ganga píslargöngu frá Heródesi til Pílatus- ar þeirra Suðumesjamanna, til þess eins að fá réttar síns. Illa trúi ég að Suðumesjamenn gleymi atkvæðinu mínu á kosninga- daginn. Þeir em ekki vanir bví. 5631-5640, ‘ einstæð móðir. Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-i-200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. ílL SílyirCmogKuifr VESTURGÖTU 16 SIMAR 14680 ?!480 NU SPÖRUM VIÐ PENINGA Og simðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Við veitum fúslega allar nánari upplýsingar í síma 621566. BJORNINN HF Borgartún 28 — sími 621566 — Reykjavik. 0g nú erum við í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.