Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 94
94 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Morgunblaöið/Árni Saaberg Lokahátíð handknattleiksfólks: Kristján og Kolbrún best KRISTJÁN Sigmundsson og Kol- brún Jóhannsdóttir voru kjörin bestu leikmenn síðasta keppn- istímabils í handknattleiknum. Kjörið var tilkynnt á lokahófi handknattleiksfólks sem fram fór Frábær mynd- og tóngæöi! Einstök ending! VHS: 60,120,180 og 240 mínútna. á sunnudagskvöldið. Efnilegasta stúlkan var kjörin Guðný Gunn- steinsdóttir úr Stjörnunni og hjá körlunum var Konráð Olavsson úr KR valinn sá efnilegasti. Það þarf víst ekki að koma nein- um á óvart að markverðirnir Kristján og Kolbrún yrðu fyrir val- inu. Bæði hafa þau leikið vel í vetur og eiga ekki svo lítinn þátt í því að lið þeirra, Víkingur og Fram, náðu eins langt og raun ber vitni. í hófinu vartilkynnt um kosningu besta varnarmannsins í báðum deildum og þar urðu Geir Sveins- son úr Val og Jóhanna Halldórs- dóttir úr Fram fyrir valinu. Bestu sóknarmennirnir eru Guðmundur Guðmundsson úr Víkingi og Guðríður Guðjónsdóttir úr Fram. Markahæstu einstaklingarnir urðu Sigurjón Sigurðsson úr Haukum og Erla Rafnsdóttir úr Stjörnunni. Varla þarf að taka fram að bestu markverðirnir voru Kristján og Kol- brún. Árni Indriðason var kjörinn besti þjálfarinn á síðasta keppnistíma- bili og Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson voru kjörnir besta dómaraparið. Sú nýbreytni var tekinn upp að verðlauna það félag sem leggur mikla rækt við yngri flokkana og það var Stjarnan úr Garðabæ sem hafði öflugasta unglingastarfið í vetur. Víkingur og Fram fengu einnig viðurkenningu fyrir ungl- ingastarfið í vetur. í hófinu var í fyrsta sinn veitt gullmerki HSÍ með lárviðarsveig og hlutu þeir Gísli Halldórsson, forseti íslensku Ólympíunefndar- innar, Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ, og Bogdan Kowalzcyk, þjálfari íslenska landsliðsins, merkin. Á myndunum hér að ofan eru allir þeir sem viðurkenningu hlutu og á minni myndinni eru bestu handknattleiksmenn landsins. Kristján Sigmundsson: Gerir mér erfitt fyrir „ÞAÐ er mikill heiður sem mér er sýndur með þessu kjöri, en ég get ekki neitað því að það setur mig í nokkurn vanda,“ sagði Kristján Sigmundsson, besti handknattleiksmaður á íslandi eftir að hann hafði tekið við viður- kenningu sinni á sunnudags- kvöldið. „Ég hafði hugsað mér að hætta eftir þennan vetur, að minnsta kosti með landsliðinu, en ég verð að viðurkenna að viðurkenning sem þessi setur mig í ákveðnar stellingar og ég verð að hugsa málið vel. Það er mjög erfitt að samræma vinnu mína og allan þann undir- búning sem þarf fyrir Ölympíuleik- ana, og það er raunar ekki hægt. Ég mun þó væntanlega reyna eins og ég get að gefa mig í þann undir- búning -ef ég verð valinn til þess - en ég held það megi segja að sá tími þegar handboltinn var alltaf númer eitt só liðinn." Kristján sagðist hafa farið upp á svið til að taka við viðurkenningu sem besti markvörðurinn. „Ég var alveg sáttur við það en þegar eng- ir lausir stólar voru eftir á sviðinu og enn átti eftir að tilkynna þann besta kveiknaði smá von í manni. Ég átti þó frekar von á að Guð- mundur félagi minn yrði valinn, en það var Ijóst að sá besti var á sviðinu. Allir stólarnir voru upp- teknir. Ég lít á þetta sem mikla viðurkenningu til Víkings, sama hvort ég eða Guðmundur hefðum verið útnefndir. Ég er mjög glaður að hafa feng- ið þessa viðurkenningu en eins og ég sagði áðan gerir hún mér erfitt fyrir," sagði Kristján að lokum. Morgunblaðið/RAX • Landsliðshópurinn í sundi sem stóð sig frábærlega vel á alþjóðlegu sundmóti sem fram fór í Aberdeen í Skotlandi um helgina. Á myndina vantar Ragnar Guðmundsson og Ólaf Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.