Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Afmæla mínnst á í Hornafirði Höfn •• eftir Onnu Þórhallsdóttur Tilefni þessarar greinar er frá- sögn af merkum atburðum sem gerðust á Höfn í Homafirði í mars- mánuði. Minnst er 90 ára afmælis Hafnar og 40 ára Hafnarhrepps. Héraðsskjalasafn Austur- Skaftafellssýslu, var opnað föstu- daginn 6. mars og Sögufélag Austur-Skaftafellssýslu þ. 7. Böm í kauptúninu héldu sýningu í Heppuskóla (unglingaskóli) undir yfirstjóm Guðmundar Inga Sig- bjömssonar, skólastjóra. Þar voru sýndar ljósmyndir og lesning um þróunarsögu Hafnar frá byrjun. Sýningin stóð yfir í tvo ofangreinda daga. Seint í apríl barst mér boðskort frá forráðamönnum Héraðsskjala- safnsins að vera viðstödd opnun þess. Gísli Sverrir Ámason, bókasafns- fræðingur, hefir verið skipaður forstjóri og safnvörður. Safnið er í húsi útgerðarfélagsins _ Borgeyjar hf. við Krosseyjarveg. Á tilsettum degi kl. 5 e.h. var hópurinn mættur og bauð formaður alla velkomna. Hann hélt erindi um hina nýju stofnun og um framtíðarsýn henn- ar. Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjala- vörður, hafði áformað að sinna því embættisverki að vígja safnið en vegna forfalla setti hann dr. Aðal- geir Kristjánsson, safnvörð í Þjóðskjalasafni, í sinn stað. For- maður gaf honum þvínæst orðið. Hann hélt fróðlega ræðu og lýsti að henni lokinni opnun safnsins. Hann bar fram kveðju frá yfir- manni sínum. Síðan gengu gestir um salarkynnin undir leiðsögn safn- varðar. Þama var margt merkilegt að sjá og þökk sé þeim sem bera gæfu til að forða skjölum og bókum frá glötun. Söfnun verðmætra hluta ætti að vera lífsgleði sem flestra manna. Næst var ferðinni heitið í Byggðasafn Austur-Skaftafells- sýslu. Safnhúsið er mér kunnugt frá liðinni tíð. Þetta var verslunar- hús föður míns, Þórhalls Daníels- sonar, í 20 ár og síðar Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í um hálfa öld. í 75 ár stóð þetta þarfa hús við enda Hafnarbrautar en var flutt innar í kauptúnið og endurbyggt á opnu svæði, þar sem fjöllin fögru sjást allt um kring. Þegar inn í bygginguna var komið, mætti okk- ur hinn velþekkti safnvörður, Gísli Arason frá Borg á Mýrum (eystra). Hann er auk safnvörslunnar heil- brigðisfulltrúi og fyrrv. mjólkurbús- stjóri. í hans umsjón, í um 10 árabil, hefir honum ásamt öðmm auðnast að safna miklum verðmætum í saf- nið og hefur innlendum sem útlend- um orðið starsýnt á margt sem þar er að sjá. Hinn góðlátlegi, lipri safn- vörður hefir augsýnilega ánægju af því að þjóna starfi sínu dyggi- lega, hverju nafni sem það nefnist. Gestimir, sem em fræðimenn eða SNYRTISTOFAN Jóna er flutt í nýtt húsnæði að Laugavegi 163. Snyrtistofan býður upp á alla áhugamenn um söfn, létu í ljós velþóknun sína á báðum þessum söfnum sýslunnar og töldu að þeim mikinn menningarauka. Kl. sjö var haldið á „Hótel Höfn“ þar se_m veisluhöld áttu að fara fram. í anddyri beið hótelstjórinn, Ámi Stefánsson, fyrrv. skólastj., og bauð gesti velkomna. Boðið var upp á glas af léttu víni og eftir drykklanga stund var gengið í veislusalinn og sest að skreyttu matborði. Heimir Þór Gíslason, kennari, hafði verið valinn veislu- stjóri. Hann tilkynnti að heiðurs- gestir samkomunnar væm Gísli Bjömsson, f. rafveitustjóri, og kona hans Regína Stefánsdóttir. Eftir að menn höfðu snætt góm- sæta rétti, steig veislustjóri í pontuna en það kallaði hann ræðu- stólinn. Þaðan lét hann gamminn geisa og stjómaði veislunni af rögg- semi og glaðværð. Nú er orðið laust kallaði hann í góðum hátalara. Margir góðir ræðumenn komu fram og nefni ég þá sem ég kannaðist við. Friðjón Guðröðarson, fyrrv. sýslumaður Austur-Skaftfellinga, hélt ræðu og kom víða við. Hann og kona hans Ingunn Jensdóttir, leikkona og leikstjóri, eiga mikil ítök í hugum sýslubúa. Sýslumann- inum er þakkað meðal annars að vera mikill hvatamaður og þátttak-. andi í að Byggðasafnið var stofnsett og endurbyggt. Frú Ingunnar er saknað af leiklistamnnendum. Hún leikstýrði mörgum leikritum á Höfn. Aðrir ræðumenn vom: Sigurður Hjaltason, fyrrv. sveitarstj., Óskar Helgason, símstöðvarstjóri og fyrrv. oddviti, Gísli Bjömsson, rafveitu- stjóri, Páll Bjömsson, sýslumaður, Sturlaugur Þorsteinsson, oddviti, Þórður Tómasson, safnvörður í almenna snyrtingu, einnig fótaað- gerðir og Suntronic-meðferð til að laga hin ýmsu húðvandamál. Skógum undir Eyjaijöllum, Sigurð- ur Oskar Pálsson, safnvörður á Egilsstöðum, Sigurður Bjömsson, bóndi á Kvískeijum í Öræfiim, Þor- steinn Þorsteinsson, hitaveitustjóri, Hákon Valdimarsson, byggingar- meistari, o.fl. Einnig tók ég, undirrituð, til máls og greini ég frá því í lokin. Allir þeir sem töluðu vom þakklátir fyrir að Héraðs- skjalasafnið var opnað og komið í notkun. Þeir óskuðu Gísla Sverri, safnverði, gæfu og góðs gengis í þýðingarmiklu starfi. Því næst las veislustjóri upp símskeyti frá aust- firskum þingmönnum sem vom boðnir í veisluhöldin en gátu ekki þegið vegna anna. Að því loknu sungu kórfélagar í karlakómum Jökli, stjómandi Sigjón Bjamason, bóndi í Brekkubæ. Undirleikari Guðlaug Hestnes, fyrrv. orgelleikari í Hafnarkirkju. Kómum var mjög vel tekið og honum klappað lof í lófa. Ámi hótelstjóri kvaddi sér hljóðs, þakkaði mönnum komuna og minntist ánægjulegs dags. Borð- haldinu var slitið og dansinn dunaði fram eftir nóttu. Laugardaginn 7. mars var stofn- fundur Sögufélags Austur-Skafta- fellssýslu á Hótel Höfn. Gísli Ámason setti fundinn og hélt ræðu. Hann greindi frá fyrirhuguðum áætlunum félagsins, eftir það gaf hann dr. Aðalgeiri Kristjánssyni orðið. í ræðu sinni talaði hann meðal annars um lestrarfélög og gildi þeirra. Þá tók Friðjón Guðröð- arson, sýslumaður, til máls. Hann taldi mikla þörf fyrir að gefin verði fljótlega út bók um útgerð á Homa- firði. I ræðu sinni fyrri daginn, þ. 6., benti hann á að byggja þyrfti vandað safnhús fyrir Héraðsskjala- safnið. Núverandi húsnæði væri bráðabirgðalausn. Samþykkt var að halda aðalfund bráðlega. Stofnendur voru íjörutíu. Höfn í Hornafirði 90ára I ár eru liðin 90 ár frá því byggð hófst fyrst á Höfn. Þá voru reist þijú hús, tvö íbúðarhús og verslun- arhús (nú Byggðasafnið). Þau voru byggð á afskekktum stað langt frá öðrum mannabyggðum. Hafnames var næsti staðurinn. Árið 1906 kom 4. húsið, það var á Leiðarhöfða. Uppbygging Hafnar var hæg þar til 1918. Faðir minn, Þórhallur Daníelsson, kaupmaður og útgerð- armaður hóf þá byggingar fyrir útveginn. Frá þeim tíma hefir hann verið nefndur faðir kauptúnsins. Atvinnumöguleikar fyrir þann tíma voru litlir. Árið 1922 var hann bú- inn að láta reisa eina fullkomnustu Anna ÞórhaUsdóttir verstöð landsins með rafmagni og ýmsum þægindum. Um áframhald- andi útgerð á Höfn ræði ég ekki frekar, menn hafa fylgst með þeirri þróun og glaðst yfir henni. Á Höfn hefír risið upp blómlegur bær með nytísku byggingum og lífsþægindum. Atvinna er oftast nægileg og margþætt. Aðalatvinnu- vegir eru: útvegur, verslun, ferða- þjónusta, iðnaður o.fl. í kauptúninu eru bamaskóli, unglingaskóli og samkomuhús. Þar má einnig líta stórbyggingar Kaupfélags Austur- Skaftafellssýslu, verslunarhús, frystihús í Krossey og önnur hús tilheyrandi útveginum. Byggingar þær sem mestan svip setja á bæinn eru kirkjan (prestur er séra Baldur Kristjánsson) og „Hótel Höfn“. Þar eru tveir hóteleigendur, Ámi Stef- ánsson og Ólöf Sverrisdóttir, ekkja Þórhalls Dan Kristjánssonar, syst- ursonar míns, en þeir Árni byggðu saman hótelið sem tekið var í notk- un árið 1966. Svava Sverrisdóttir, kona Áma, er systir Ólafar. Faðir þeirra systra var hinn alþekkti gæðamaður Sverrir Halldórsson úr Meðallandi. Hann var einn af upp- byggjendum Hafnar, byggði húsið Bræðraborg v/Hafnarbraut árið 1921. Ekkja hans, Sigurbjörg Gísla- dóttir, býr í hárri elli með Ólöfu dóttur sinni. Hún er stálminnug og hress eftir aldri. Hinn nýi embættis- maður Hafnar, Gísli Sverrir, er dóttursonur hennar, sonur hjón- anna Svövu og Árna. Sigurbjörg er komin af þekktum ættum úr Suðursveit og Óræfum. Til fróðleiks ætla ég að telja upp elstu Hafnarbúana sem eiga merk tímamót í tengslum við Höfn. Sigur- björg Gíslasdóttir er eini núlifandi uppbyggjandi Hafrtar, 92 ára. Gísli Bjömsson, rafveitustj., er elstur þeirra sem hafa haft búsetu þar, 91 árs og Anna Þórhallsdóttir er ein eftirlifandi af þeim sem fædd- ust þar, 83 ára á þessu ári. Þau sem dáin eru: Guðrún Tulinius, Geir Þórhallsson og Olga Þórhalls- dóttir. Hafnarhreppur var stofnaður árið 1946. Ibúar hans minntust á síðastliðnu ári 40 ára afmælis hans. Við tugafmæli bæja er öldruðum oft veittur heiður, hafi þeir unnið Snyrtistofan Jóna er nú til húsa að Laugavegi 163. Snyrtistofan Jóna flutt Hafnarvíkin og „Plássið". Kaupmannshúsið til vinstri, búð og vörugeymsluhús fyrir botni víkurinnar. Myndin er frá 1906. eitthvað í þágu staðarins. Þessu gleymdu Hafnarbúar ekki. Þeir sem nú eru nefndir voru heiðraðir: Gísli Bjömsson, rafveitustj. og hrepps- nefndarmaður, Óskar Helgason, símstöðvarstj. og fyrrv. oddviti, Benedikt Þorsteinsson verkstj. og hreppsnefndarm., og Anna Þór- hallsdóttir, söngkona. Karlmennirn- ir sem ég hefi greint frá hafa allir gert stórátök fyrir staðinn. Við Gísli Bjömsson eigum það sameiginlegt að við höfum safnað heimildum um Höfn, sem skráðar eru í bókum. Hann ritar fróðlegan og fallegan kafla í Byggðasögu Austur-Skaft- fellinga, útgefin árið 1976. Ég skrifaði og gaf út bókina „Braut- ryðjendur á Höfn“ í Hornafírði árið 1972, á 75 ára afmæli kauptúns- ins. Báðar bækumar fjalla um upphaf útgerðar á Höfn. Óvíst er að hægt væri að finna þessar heim- ildir nú. Bátaskýrsla um hvern bát sem reri frá Homafirði í upphafi er í minni bók, heimildirnar em fengn- ar frá mörgum austfirskum sjó- mönnum sem reru á bátunum og eru nú margir dánir. Ég vil leyfa mér að nota tækifær- ið og þakka Ásgrími Halldórssyni fyrrv. kaupfélagsstj., fyrir góða aðstoð við sölu bókarinnar í upphafi. Kvenfélagið Tíbrá var stofnað 8. febr. 1924. Stofnandi var Ingi- björg Friðgeirsdóttir, móðir mín. Hún var fyrsti formaður, Anna Þórhallsdóttir, ritari, og Guðríður Jónsdóttir, gjaldkeri. Þetta félag mun vera eitt elsta félag sem stofn- að var á Höfn. Á 63 ára starfsferli þess hefir það unnið að margskonar málum fyrir byggðarlagið. Félags- konur hafa lagt sinn skerf til menningar- og menntamála og starfað að líknarmálum. Þær hafa lagt fram fé og tíma og staðið fyr- ir samkomum til eflingar. Ég nefni fjórar félagskonur sem mér er kunnugt um að störfuðu vel og lengi. Þær eru Guðríður Jóns- dóttir, lengi formaður, kona Jóns ívarssonar, kaupf.stj.; Ólöf Þórðar- dóttir, féhirðir í 17 ár, kona hins þekkta athafnamanns og upbyggj- anda Hafnar, Guðna Jónssonar, gestgjafa. Þau byggðu húsið Heklu v/Hafnarbraut árið 1907; Regína Stefánsdóttir, formaður í 20 ár, kona Gísla Bjömssonar heiðursfél. Hafnar, og Álfheiður Magnúsdóttir, formaður, kona Gísla Arasonar, safnvarðar. Fleiri vildi ég nefna en hér læt ég staðar numið. Á 60 ára afmæli félagsins 1984 var ég gerð að heiðursfélaga í Tíbrá. Mínar bestu þakkir eru enn bornar fram. Þó ég hafí verið heiðruð af Hafnar- hreppi á 40 ára afmæli hans, gat ég ekki tekið á móti merkinu fyrr en við þessi veisluhöld. Sturlaugur Þorsteinsson, oddviti og verkfræð- ingur, kvaddi sér hljóðs og bað mig að taka á móti heiðursmerki frá Hafnarhreppi. Hann nældi heiður- inn á bijóst mér og talaði til mín á snilldarlegan hátt. Hann gaf mér koss á kinn, rétt eins og flugkapp- inn Nelson forðum. Af öllum þessum heiðri ásamt stækkaðri ljósmynd sem Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri, gaf mér af togaranum Þórhalli Daníelssyni, komst ég í sjöunda himin. Ég flaug upp í pontu Heimis, hagræddi hátal- aranum og mælti þessi orð: Kæru samkomugestir. Ég leyfi mér að' þakka forstjóra Héraðs- skjalasafnsins, Gísla Sverri Árna- syni, fyrir þá miklu vináttu og góðvild að bjóða mér að vera við vígslu safnsins nú í dag og verða þess aðnjótandi að sitja þessa virðu- legu veislu hér á Hótel Höfn. Austur-Skaftafellssýsla er eitt feg- ursta landsvæði á byggðu bóli og fólkið sem þar býr er okkur, mér og fjölskyldu minni, einkar kært. Aldrei gleymist sá dýrðardagur 17. september 1978 þegar minnismerki foreldra minna var afhjúpað, í feg- ursta veðri. Það var Hafnarhreppur sem stóð fyrir þeirri vegsemd, en Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri, beitti sér fyrir því að togarinn hér á Höfn, sem nú flytur mikla björg í bú, ber nafn föður míns. Alúðarþakkir til alira hér sem hafa sýnt mér þessa vegsemd og virðingu. Reykjavík, 24. mars 1987. Höfundur er söngkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.