Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 1
96 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
92. tbl. 75. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgimblaðsins
Kosið til Alþingis í dag:
Tíu listar eru í boði
Kosningaaldur 18 ár í fyrsta sinn í þing-
kosningum - Alþingismönnum fjölgar í 63
KOSNINGABARÁTTUNNI lauk í gærkvöldi með fundi í ríkissjón-
varpinu. Þar ræddu forystumenn þeirra sjö flokka sem bjóða
fram í kjördæmum um land allt kosningamálin. Snerust umræð-
urnar að mestu leyti um efnahagsmál, fjármál ríkisins, húsnæðis-
mál og kjaramál. Einnig gerðu fulltrúar flokkanna grein fyrir
stefnu þeirra í öryggis- og varnarmálum. í kosningunum í dag er
í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum. Samkvæmt þeim
er kosningaréttur lækkaður úr 20 í 18 ár og þingmönnum fjölgað
úr 60 í 63.
í sjónvarpsumræðunum í gær-
kvöldi gagnrýndu stjómarand-
stæðingar einkum hallann á
ríkissjóði, en Þorsteinn Pálsson,
fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu
á að pólitísk ákvörðun hefði verið
tekin um þennan halla í því skyni
að stuðla að jafnvægi og auka
kaupmátt launa. Talsmenn stjóm-
arflokkanna bentu á að ríkis-
stjómin hefði unnið bug á
verðbólgunni og bætt lqor manna.
Fulltrúar stjómarandstöðunnar
töldu að góðærið hefði ekki verið
nýtt nægilega vel í þágu fólksins
í landinu.
Auk Þorsteins Pálssonar vora
Steingrímur Hermannson, forsæt-
isráðherra, frá Framsóknarflokki,
Svavar Gestsson frá Alþýðu-
bandalagi, Jón Baldvin Hannibals-
son frá Alþýðuflokknum, Albert
Guðmundsson frá Borgaraflokkn-
um, Guðrún Agnarsdóttir frá
Samtökum um kvennalista og
Pétur Guðjónsson frá Flokki
mannsins þátttakendur í sjón-
varpsumræðunum, sem Ingvi
Hrafn Jónsson, fréttastjóri, stýrði.
Þegar stjómandi þáttarins lagði
spumingu um öryggis og vamar-
mál fyrir þátttakendur undir lok
þáttarsins sagði Steingrímur Her-
mannsson að Framsóknarflokkur-
inn vildi að herinn færi sem fyrst
úr landi. Á hinn bóginn ætti ekki
að hrófla við honum á meðan af-
vopnunarmál væra á jafn við-
kvæmu stigi og nú.
Á kjörskrá í kosningunum í dag
eru rúmlega 171 þúsund manns,
en það er 14% aukning frá því í
kosningunum 1983. Flestir eru
kjósendur í Reykjavík, rúmlega
67 þúsund. Nýir kjósendur eru
um 26 þúsund, en þetta era fyrstu
þingkosningamar eftir að kosn-
ingaaldur var lækkaður úr 20 í
18 ár.
Kjörstaðir í þéttbýli verða
víðast hvar opnaðir klukkan 9
árdegis og ekki síðar en kl. 10-12
í dreifbýli. Kjörfundum lýkur ekki
síðar en kl. 23 í kvöld og búast
má við því að fyrstu tölur úr
Reykjavík, frá Reykjanesi og úr
Norðurlandskjördæmi vestra komi
þegar á tólfta tímanum. í öðrum
kjördæmum era aðdrættir kjör-
gagna erfiðari og fyrstu tölur
þaðan gætu dregist rram á þriðja
Júgóslavía:
Átök þjóðarbrota
og lögreglumanna
Belgxad, Reuter.
UM ÞAÐ bil 10.000 Serbum og
Svartfellingum laust saman við
sveitir Iögreglumanna í
Kosovo-héraði í Júgóslavíu í
gær, að því er skýrt var frá í
júgóslavneska ríkissjónvarp-
inu.
í fréttum sjónvarpsins sagði að
fólkið hefði safnast saman fyrir
framan menningarmiðstöðina í
borginni Kosovo Polje en þar var
Slobodan Milosevic, formaður
serbneska kommúnistaflokksins,
að halda ræðu. Sagði einnig að
fólkið hefði hrópað „við krefjumst
frelsis" og sungið þjóðsöng Júgó-
slavíu. Að sögn sjónarvotta drógu
lögreglumenn þá kylfur á loft og
tók þá fólkið að grýta þá. Nokkr-
ir voru sagðir hafa slasast lítillega.
Milosevic róaði mótmælenduma
og ávítaði lögreglumennina fyrir
hörku þeirra.
Mikil ólga hefur verið meðal
hinna ýmsu þjóðarbrota sem
byggja Kosovo að undanförnu. Á
mánudag söfnuðust um 5.000
Serbar þar saman til að mótmæla
yfirgangi Albana, sem era í meiri-
hluta í Kosovo. 1,7 milljón Albana
býr í Kosovo-héraði sem er við
landamæri Albaníu, en Serbar og
Svartfellingar era um 200.000
talsins.
Níu manns létu lífið í átökum
þjóðarbrota í Kosovo árið 1981
og þurfti herinn að stilla til frið-
ar. í júní í fyrra kom til átaka
milli þjóðarbrota og lögreglu-
manna þar og hafa fulltrúar Serba
kvartað yfir mismunun og yfir-
gangi Albana við æðstu embættis-
menn júgóslavneska kommúnista-
flokksins.
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Forystumenn flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kaffistofu ríkissjónvarpsins eftir sjón-
varpsumræðurnar í gærkvöldi, þar sem kosningabaráttunni Iauk formlega. F.v. Ingvi Hrafn Jónsson
fréttastjóri, Pétur Guðjónsson frá Flokki mannsins, Albert Guðmundsson frá Borgaraflokknum, Jón
Baldvin Hannibalsson frá Alþýðuflokknum, Steingrímur Hermannsson frá Framsóknarflokknum, Þor-
steinn Pálsson frá Sjálfstæðisflokknum, Guðrún Agnarsdóttir frá Samtökum um kvennalista og Svavar
Gestsson frá Alþýðubandalaginu.
tímann aðfaranótt sunnudags.
Veðurspáin gerir ráð fyrir vax-
andi sunnanátt og rigningu um
landið vestanvert, en björtu veðri
framan af degi á Norðausturlandi
og Austurlandi. Síðdegis þykknar
einnig upp í þeim kjördæmum og
rignir eitthvað í kvöld. Þá tekur
við suðvestanátt með skúram eða
slydduéljum á Vesturlandi.
Sjá nánar á bls. 48-49, 50 og
54 og forystugrein í miðopnu.
Anatoly Koryagin við komuna til Sviss:
Hætti ekki baráttu gegn
hryllingi bolsévismans
Umbótastefna Gorbachevs hefur engu breytt
Zilrich, Reuter.
SOVÉSKI andóf smaðurinr
Anatoly Koryagin sagði við
komu sína til ZUrich í gær að
stjórnvöld í Sovétríkjunum
héldu fast við þá stefnu að loka
andófsmenn inni á geðveikra-
hælum. Koryagin hét áfram-
haldandi baráttu fyrir frelsi
andófsmanna í Sovétríkjunum
en hann var dæmdur til sex ára
fangelsisvistar árið 1981 fyrir
afskipti sín af þessum mála-
flokki.
Koryagin, sem er geðlæknir að
mennt, kom til Sviss í gær ásamt
konu sinni, móður og þremur son-
um. Honum var sleppt úr vinnu-
búðum í febrúar á þessu ári og
tilkynnt að honum hefði verið veitt
leyfi til að flytjast úr landi ásamt
fjölskyldu sinni. Hann er einna
þekktastur þeirra andófsmanna
sem fengið hafa frelsi á undan-
fömum mánuðum.
„Svonefnd umbótastefna
Gorbachevs Sovétleiðtoga hefur
engu breytt fyrir þá andófsmenn
sem vistaðir hafa verið á geð-
veikrahælum," sagði Koryagin
ftéttamönnum sem biðu hans á
flugvellinum í Ziirich. „Enn hefur
engum þeirra verið sleppt,“ bætti
hann við. Sagðist hann ætla að
halda áfram baráttu sinni gegn
„hryllingi bolsévismans".
Koryagin kvaðst hafa mátt þola
mikið harðræði þau sex ár sem
hann dvaldi í vinnubúðum. Sagð-
ist hann hafa liðið hungur og
svefnleysi. Koryagin kvaðst hafa
mótmælt harðræðinu með því að
fara í hungurverkföll og hefði það
Wellington, Nýja Sjálandi, Reuter.
STJÓRNVÖLD á Nýja Sjálandi
skýrðu frá því í gær, að sov-
éskum sendiráðsmanni og
foringja I KGB, sovésku leyni-
þjónustunni, hefði verið vísað
úr landi fyrir athæfi, sem ekki
samræmdist stöðu hans.
Talsmaður sovéska sendiráðs-
ins í Wellington lýsti „mikilli
undran" með brottrekstur Sergeis
Budnik, ráðgjafa í sendiráðinu,
og sagði, að hann gæti haft alvar:
leg áhrif á samskipti ríkjanna. í
yfirlýsingu Davids Lange, forsæt-
lengsta staðið í sex og hálfan
mánuð. „Fjölskyldu minni var
einnig ógnað,“ sagði hann. Elsti
sonur hans, Ivan, var einnig
dæmdur til fangelsisvistar í Sov-
étríkjunum fyrir afskipti sín af
mannréttindamálum og var hon-
um sleppt í síðasta mánuði.
isráðherra, sagði, að Budnik yrði
að koma sér úr landi innan viku
vegna athæfis, sem færi í bága
við stöðu hans, og einnig, að ekki
yrði meira um þetta mál sagt af
hálfu stjórnvalda.
Budnik er fjórði sovéski sendi-
maðurinn, sem rekinn er frá Nýja
Sjálandi á 25 árum. Síðasti brott-
reksturinn var árið 1980 þegar
sjálfur sendiherrann, Vsevelod
Sofmsky, var gripinn glóðvolgur
við að koma peningum til kom-
múnistaflokks á Nýja Sjálandi.
Nýja Sjáland:
Sovéskum sendi-
manni vísað brott