Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
9
Verkamannafélagið Dagsbrún
Orðsending
Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum félags-
ins í sumar frá og með mánudeginum 27. apríl 1987 á skrifstofu
félagsins á Lindargötu 9, 2. hæð.
Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum, ganga fyrir með
úthlutun til og með 30. april.
Húsin eru:
5 hús í Ölfusborgum. 2 hús á lllugastöðum.
2 hús í Svignaskarði. 2 hús á Einarsstöðum.
1 hús í Vatnsfirði. 2 íbúðir á Akureyri.
Vikuleigan er kr. 4000,- sem greiðist við pöntun.
fcimhjálp
Af marggefnu tilefni og ábendingum frá ótalmörgum
vinum Samhjálpar um land allt, sjáum við okkur ekki
annað fært en vekja athygli á því, að allar vörur Sam-
hjálpar eru áprentaðar með Samhjálparmerkinu og
aðeins slíkar eru frá Samhjálp, hvað svo sem bjóðend-
ur varnings gefa í skyn.
Þá bendum við einnig á, að allir starfsmenn Samhjálp-
ar bera starfsmannapassa, sem þeir sýna mjög fúslega.
Með von um áframhaldandi stuðning við málefni okkar.
Virðingarfyllst,
Samhjálp
Óli Ágústsson.
Norski listmálarinn KARL ERIK
HARR sýnir myndskreytingar við
skáldverk KNUTS HAMSUN í
anddyri Norræna hússins.
OPIÐ DAGLEGA kl. 9.00-19.00,
sunnud. kl. 12.00-19.00.
NORRÍNA HÖSID POHJOLAN TAID NORDENS HUS
Félag
^ ^7 járniönaöarmanna
Félagsfundur
verður haldinn mánudaginn 27. apríl 1987
kl. 20.00 á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá
1. Félagsmál.
2. Önnur mál.
3. Erindi:
Um ný skatta- og orlofslög. Björn
Björnsson, hagfr. A.S.Í. flytur.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Nýr flokkur
á Reykjanesi?
Það vekur athygli að Ólafur Ragnar
Grímsson og félagar hans á Reykjanesi
forðast að nefna Alþýðubandalagið á
nafn í kosningabaráttunni. Þess í stað
tala þeir aðeins um „G-listann“. í tólf
síðna kosningablaði þeirra, sem dreift
hefur verið um allt kjördæmið, er nafn
Alþýðubandalagsins aðeins nefnt einu
sinni! Augljóslega ætlar Ólafur Ragnar
að reyna að ná til kjósenda sem vilja
ekki heyra Alþýðubandalagið nefnt á
nafn. Um þetta er fjallað í Staksteinum
í dag. Þar er einnig vikið að ríkisstyrktum
kosningaáróðri Framsóknarflokksins og
sérkennilegum málatilbúnaði Alberts
Guðmundssonar um frjálshyggju, en fyrir
nokkrum áreum taldi Albert sig helsta
málsvara frjálshyggjunnar í flokknum.
Nýr flokkur
á Reykjanesi?
Það hefur vakið milda
athygii að Ólafur Ragnar
Grímsson og félagar
hans á Reykjanesi hafa
forðast að nefna Al-
þýðubandalagið á nafn i
kosningabaráttunni að
undanfðmu. Ágætt dæmi
um þetta er tólf siðna
kosningablað þeirra sem
dreift var í tugþúsunda
upplagi í kjördæminu í
þessari viku. Þar er að-
eins einu sinni t«l«ð um
Alþýðubandalagið, en
„G-listanum“ óspart
hampað.
Menn þurfa ekki að
fara í grafgötur um það
hvað hér býr að baki.
Ólafur Ragnar veit að
Alþýðubandalagið nýtur
lítilla vinsælda um þessar
mundir, þykir neikvæður
nöldurflokkur, og það er
því ekki skynsamlegt að
hafa nafn þess í hámæli.
Þess f stað er lögð
áhersla á listabókstafinn
og einstaka frambjóð-
endur með þeim hætti að
halda mætti að um sér-
stakt framboð, óháð
Alþýðubandalaginu, væri
að ræða. Það em heldur
ekki hin hef ðbundnu bar-
áttumál Alþýðubanda-
lagsins sem kynnt em i
blaði G-listans á Reykja-
nesi. Sósialisminn er ekki
nefndur á nafn, ekki tal-
að um skattahækkanir,
þjóðnýtingu eða höft og
hömlur. Þess í stað er að
finna dýrðaróð um afrek
Ólafs Ragnars á alþjóða-
vettvangi, með sérstakri
áherslu á það að hann
hafi þegið verðlaun úr
hendi Yoko Ono!
Ríkisstyrktur
áróður
Alþýðublaðið vakti at-
hygli á þvi á fimmtudag-
ínn, að Jón Helgason,
landbúnaðarráðherra,
hefði látdð ríkissjóð
borga hluta af kosn-
ingaáróðri Framsóknar-
flokksins. Hann hefði nú
á dögunum látið land-
búnaðarráðuneytið gefa
út bækling um ástand og
horfur í landbúnaði á
kjörtimabili ríkisstjóm-
arinnar og látið senda
hann á hvert sveitaheim-
ili á landinu. Bæklingur
þessi væri þó fyrst og
fremst áróður fyrir land-
búnaðarstefnu Fram-
sóknarflokksins og
lofgjörð um verk ráð-
herrans. Taldi blaðið
þetta gagnrýnisverða
misnotkun á almannafé.
Undir þessa gagnrýni
skal tekið. Ráðherrar
eins og aðrir verða að
skilja glögglega á milli
opinberra starfa sinna
og flokkspólitískra. Ef
Framsóknarflokloirinn
vill auglýsa afrek sfn í
landbúnaðarmálum ætti
hann að gera það á eigin
kostnað en ekki kostnað
skattborgaranna.
Hlynntur
frjálshyggju
Á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins árið 1979
bauð Albert Guðmunds-
son sig fram gegn Geir
Hallgrimssyni til emb-
ættis formanns flokksins.
Albert beið mikinn ósig-
ur í kosningunni, fékk
aðeins 208 atkvæði en
Geir 594.
Fyrir landsfundinn
sendi Albert fjölmiðlum
yfirlýsingu þar sem hann
skýrði ástæðumar fyrir
framboði sinu gegn Geir
Hallgrímssyni. Hann
kvaðst m.a. hafa verið
óánægður með frammi-
stöðu forystu Sjálfstæðis-
flokksins í ríkisstjóminni
1974-1978. „Ég hefði vi\j-
að sjá fijálshyggjuna
ríkja, ekki aðeins í orði,
heldur einnig í verki,“
sagði hann orðrétt.
Þessi ununæli Alberts
fyrir átta ánun em for-
vitnileg í ljósi ummæla
hans í kosningabarátt-
unni að undanfömu, þar
sem hann hefur mjög
beint spjótum sínum að
fijálshyggju.
fttoggtm*
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Akstur
á kjördag
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík vantar
sjálfboðaliða á bifreiðum til aksturs í
dag, kjördag. Upplýsingarveittar í
símum 689648 og 689649, í sjálfstæð-
ishúsinu Valhöll.
Sjálfstæðisfiokkurinn.