Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 er hægt að segja að söngleikurinn hafi nokkum tíma orðið leiðinlegur, alltaf var eitthvað að gerast. Leikmyndin er í fremur næfum stíl og minnir á skólaleikrit. Sama er að segja um búningana þótt það geti varla talist til skaða. Ýmis tæknileg atriði stóðu sýn- ingunni fyrir þrifum. Ljós komu sæmilega út, en hljóð ffemur illa, einkum í söngvunum. Þar virtist vera ósamræmi. Þetta er vitanlega því að kenna að leikhópurinn er ekki á heimavígstöðvum í Þjóðleik- húsinu, en lagast væntanlega með næstu sýningu. Dansamir gáfu sýningunni líf og lit. Lena Nyman var mjög sannfær- andi og sterk í hlutverki Uglu. Sven Lindberg lék Búa Árland ágætlega, en var síðri í hlutverki organistans, enda hlutverkið klént frá hendi höfundar. Harriet Andersson þótti mér eftirminnilegri sem Kleopatra en frú Árland, henni varð fremur lítið úr síðamefnda hlutverkinu og sökin ekki hennar að öllu leyti. Sif Ruud náði sterkum tökum á hlut- verkum sínum: Jónu, móður Uglu og móður organistans, það var aug- ljóst að hún höfðaði til áhorfenda. Helena Bergström er ung leikkona sem á framtíðina fyrir sér, túlkun hennar á Aldinblóði var meðal þess besta sem fram kom í sýningunni. Máns Ekman er byijandi á leiksviði og sama er að segja um drenginn Martin Lindström, en þeir gerðu sitt besta. Ekki er hægt að segja að þeir Per Mattsson og Rolf Adolfsson hafi vakið sérstaka at- hygli í hlutverkum sínum, léku þeir þó m.a. guðinn Brilljantín og guðinn Benjamín. Úr þessum hlutverkum verður lítið sem ekkert hjá höf- undi. Betur tekst með feimnu lögguna sem Jonas Bergström leik- ur á mjög geðfelldan hátt. John Zacharias er hressilegur í hlutverki forsætisráðherrans og afar viðfelld- inn í hlutverki föður Uglu. Ónefndir eru dansarar/söngvarar sem auk hljóðfæraleikara Jazz Doctors áttu sinn þátt í góðri stemmningu sýn- ingarinnar. Dramaten, Konunglega leikhúsið í Stokkhólmi, hefur löngum notið virðingar og er vissulga fengur að fá hóp þaðan í heimsókn. Það eru út af fyrir sig tíðindi að jafn merk- ur leikhúsmaður og Hans Alfredson skuli glíma við íslenskt efni. Um árangur þeirrar glímu geta menn verið ósammála, það er ljóst. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: En liten ö í havet. Söngleikur eftir Hans Alfredson byggður á skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni. Sænsk þýðing: Peter Hallberg. Leikstjórn: Hans Alfredson. Leikmynd og búningar: Hans Alfredson. Tónlist: Jazz Doctors. Danshöfundur: Lisbeth Zachris- son. Lýsing: Miklas Engström. Hljóð: David Granditsky. Söngleikur Hans Alfredson, En liten ö í havet, er gerður eftir Atóm- stöð Halldórs Laxness. Túlkun Halldórs Laxness í Atómstöðinni á íslensku samfélagi og þeim þjóð- félagslegu átökum sem lýst er þar hefur alltaf verið umdeild og ólík- legt að nema lítill hluti þjóðarinnar fallist algerlega á hana. Herstöðv- arsamningamir voru að vísu ill nauðsyn, en þróunin varð sú að smám saman áttuðu jafnvel hörð- ustu andstæðingar Atlantshafs- bandalagsins sig á því að nauðsynlegt var að eiga samleið með vestrænum rílqum. Islendingar hlutu að njóta vemdar eins og aðr- ar þjóðir. Hans Alfredson leggur á það áherslu að hann sé ekki einungis að lýsa íslenskum aðstæðum með Svipmyndir úr „En liten ö i hav- et“. En liten ö í havet heldur sé hann að §alla um heiminn, atómstöðin sé alls staðar og baráttan fari fram í öllum löndum. Þetta er auðvitað gott og gilt, en hjá því verður naum- ast komist að gagnrýna söguiega skýringu sem fram kemur í verkinu af því að ísland og „sala“ þess er á dagskrá sérstaklega. En við meg- um heldur ekki vera of viðkvæm gagnvart því sem listamenn eins og Hans Alfredson em að fást við. Hann hefur vitanlega fijálsar hend- ur sem leikritahöfundur og við hefðum getað lent í verri höndum. í öllu verki hans er manneskjan leiðarljós, mannlegar tilfinningar og virðing fyrir hinu upprunalega og sanna. Þetta kemur skýrast fram í persónugerð Uglu og organistans. En liten ö í havet er að mínu viti prýðileg skemmtun með alvar- legum boðskap. Söngleikurinn er léttur og einfaldur í anda Atóm- stöðvarinnar. Dregnar eru upp myndir sem sýna hvað er að gerast á heimili Búa Árlands og í húsi organistans, stundum er farið út á götu og líka upp í sveit. Ekki er söguþræði Atómstöðvarinnar fylgt nákvæmlega og stundum verða til ný atriði og tilbrigði við það sem lesendur Halldórs Laxness þekkja. Ekki fer illa á þessu. Best þóttu mér atriðin heima hjá Búa Árland, en síst þau sem gerast í húsi organ- istans. Það er að sönnu mikill vandi að gera leikpersónu úr organistan- um, hann á best heima í bók, enda hafa fleiri en Hans Alfredson orðið að lúta í lægra haldi þegar þeir vildu blása leikrænu lífí í organist- ann. Ugla og Búi Árland eru aftur á móti nógu sennilegar persónur til þess að unnt sé að gera eitthvað úr þeim meira en táknmjmdir. Hér er vissulega ekki við Hans Alfred- son einan að sakast, höfund og leikstjóra En liten ö í havet. Það er semsagt ekki stórbrotið leikverk sem við sjáum spretta upp úr Atómstöðinni. En söngleikur sem nýtur leik- rænna tilþrifa og síðast en ekki síst er fullur af húmor og glettni og kætir áhorfendur. Einstaka samtöl í En liten ö í havet eru mjög vel gerð og koma boðskag Atómstöðvarinnar vel til skila. Ég nefíii samtöl Uglu og Feimnu löggunnar um ástina og þegar Búi Arland er að skýra heims- málin fyrir Uglu. Sum þessara samtala eru gerð af mikilli list f óvenjulegri hnitmiðun sinni. Söngvamir eru margir vel ortir og tónlist Jazz Doctors lifandi og fjörleg. Sum atriði En liten ö í havet voru dauflegri en önnur, en ekki Eyja í veraldarhafinu, veröldin er eyja Myndlist barna Myndllst Valtýr Pétursson Það er ekki á hverjum degi, sem bankamir hér í borg koma fram sem menningarstofnanir, en það gerist nú í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Það er myndlistar- sýning bama á Reykjavíkursvæð- inu, sem þar gefur að líta og hafa alls 100 myndir, unnar í skólum borgarinnar, verið valdar til sýn- ingarinnar. Iðnaðarbankinn á heiðurinn af þessu framtaki, sem er liður í því framtaki bankans að koma sér upp safni af listaverk- um bama, og mun vera áformað, að bankinn eignist 30 af þeim verkum, sem þama em saman- komin. Það er ókeypis aðgangur að þessari sýningu, og vegleg sýningarskrá er á boðstólum, einnig án endurgjalds. Allt er þetta til mikils sóma fyrir Iðnaðar- bankann, og fyrirhugað mun vera að skreyta vistarverur bankans með því safni, sem bankinn hefur þegar hafízt handa við að safna af myndlist bama. Þessi sýning í Listasafni ASÍ er flórða sýningin sinnar tegundar, sem bankinn hefur staðið fyrir, en sú fyrsta hér í borg. Hinar sýningamar vom á Akureyri, Selfossi og í Garðabæ. Það má margt og mikið skrifa um myndlist bama og leggja út af ýmsu í því sambandi. Eins og' allir vita, em böm afar fijó og hugmyndaheimur þeirra nokkuð frábmgðinn því, sem gerist hjá fullorðnu fólki. Böm sjá hlutina og lífíð í umhverfí sínu með sér- stæðum hætti og túlka tilvemna á sinn hátt. Á þessari sýningu em verk eftir 6—12 ára böm, og óneitanlega verður sjónarsviðið þess vegna nokkuð þröngt, en skynjun og útfærsla í myndlist breytist mjög ört, þar til það ge- rist einn góðan veðurdag, að myndlistarferill flestra er á enda mnninn. Litagleði og áræði em einkennandi þættir fyrir böm á þessum aldri, og hugmyndaflugið er ómengað, ef svo mætti segja. Það er því oft á tíðum mikill kraft- ur og lífsþróttur í verkum yngstu listamannanna, og einmitt þessir þættir koma glöggt í ljós á sýning- unni. Verkin em að vísu nokkuð misjöfn, og ef til vill hefði betur getað tekizt til um valið, en hvað um það, fátt er fullkomið og óþarft að vera með aðfínnslur. Hér er það lífssýn nokkurra borgarbama sem túlka umhverfíð á sinn hátt. Ég tel ekki ástæðu til að tíunda verkin hvert fyrir sig, en óneitanlega skemmti ég mér mjög vel við að skoða lita- glaðar myndimar og kynnast rökvísum sjónarmiðum krak- kanna. Iðnaðarbankinn á þakkir skilið fyrir þetta einstæða fram- tak, og hugmyndin um að skreyta húsakynni bankans með myndlist bama er að mínu mati mjög góð. Það ætti einnig að vera mjög ör- vandi fyrir hina ungu listamenn að sjá verk sín á alvörusýningu sem hluta af 100 úrvals myndum eftir jafnaldra sína. Það er mikill menningarbragur á þessu fram- taki Iðnaðarbankans, og mættu önnur stórfyrirtæki draga nokk- um lærdóm af því ágæta fram- taki, sem hér er á ferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.