Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 18

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 M fik. i _______________________________—. FIAT UNO stendur óumdeilanlega íramar öðrum bílum í sama stærðarflokki - sannur braut- ryöjandi sem sýnir aö nútíma hönnun eru lítil tak- mörk sett. Hann er lítill aö utan, en stór aö innan og býöur upp á rými og þægindi sem nútímafólk kann aö meta. Þegar tekiö er tillit til útlits, aksturseiginleika, þæginda, hagkvæmni, öryggis, notagildis og síðast en ekki síst hversu mikið fæst fyrir peningana, kemur í Ijós aö FIAT UNO er einfaldlega einstakur. FIAT UNO 60S : 339.000 kr. FIAT UNO TURBO : 523.000 kr. F I A T FIAT UMBOÐIÐ FAXAFEN110 108 REYKJAVÍK S: 91-68 88 50 : 283.000 kr. : 312.000 kr. FIATUNO 45 FIAT UNO 45S MEBBNU SÍMTALI heimtuaðferðinni. Eftir það verda KELSJiíHHlilIillISilIiUUi færð á viðkomandi greiðslukortareikning ffínn-nir SIMINNER 691140- 691141 Gunbritt Lawrun Kjarvalsstaðir: „Reyni að mála ilm- inn af blómunum“ - segir Gunbritt Lawrun, listmálari SÆNSK listakona, Gunbrítt Láw- run, opnar sýningn á málverkum sínum á Kjarvalsstöðum í dag, Laugardaginn 25. aprfl. Þetta er í fyrsta skipti sem Gunbrítt Lawrun sýnir verk sin hér á landi og jafn- framt í fyrsta skipti sem hún sækir ísland heim. „Sjálf er ég frá lítilli eyju, eyjunni Galtö, sem er við vesturströnd Svíþjóðar. Ég hrífst sérstaklega af mótsögnunum í náttúrunni sem eru sérstaklega sterkar á eyjum eins og íslandi. Náttúran setur mark sitt á skapgerð fólks. Eybúar eru miklu háðari og mótaðri af náttúrunni, en þeir sem byggja meginlandið þar sem óblíð náttúra setur manni litlar skorður. Ég held að eybúar séu auð- mjúkari vegna tengsla sinna við náttúruna en þeir sem lítið verða varir við strauma náttúrunnar," sagði Gunbritt Lawrun í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hún er búsett í Gautaborg og hefur haldið Qölda einkasýninga þar og annars staðar, listskreytt opinberar bygg- ingar og hlotið fjölda viðurkenninga. „Ég reyni að láta eyáhrifin, breyti- leikann, _ koma fram í verkunum mínum. Ég mála á ýmiss konar efni, mikið á brúnan pappír og bylgju- pappír. Bylgjupappírinn er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er eins og lífið með sínar öldur og dali. Óhjá- kvæmilegur gangur lífsins og náttú- runnar er að á eftir hæð kemur lægð, Eitt verkanna það er eilíf hringrás," sagði Gun- britt. Það vekur athygli að myndir hennar, sem eru bæði smáar og fíngerðar, eru flestar óinnrammaðar og aðspurð sagði hún að sér fyndist að ef hún innrammaði myndimar fyndist sér að hún setti á þær ákveð- in höft, gæfi þeim stimpil, en það vildi hún alls ekki gera. „Það er hluti ' af lífsskoðun minni. Ég mála ekki blóm þannig að þú vitir að núna sértu að horfa á túnfífil eða sóley. Ég reyni að mála ilm blómanna og hreyfa þannig við fmyndunarafli fólks, fá það til að hreyfast með árstíðunum. Án drauma og fmyndunarafls er lffið líflaust," sagði Gunbritt Lawrun að lokum. Sýningin stendur til 10. maf. tískuhús Austurstræti lOa, 4. hæð. Sími 22226.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.