Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 19
v»or Tfrrq.A <nmArrff aotta.t aTaA TjTMTTrTírn] MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Kjarvalsstaðir: Keramiksýning Rögnu Ingimundardóttiir RAGNA Ingimundardóttir opnar í dag keramiksýn- ingu á vesturgangi Kjarv- alsstaða. Þetta er önnur einkasýning Rögnu, en hún hefur áður tekið þátt í sam- sýningum bæði hér heima og í Hollandi. vegna er það óskaplega spenn- andi að sjá hvemig endanlega tekst til. Ég sef ekki þá tvo daga sem brennslan tekur,“ sagði Ragna í samtali við Morg- unblaðið þegar hún var að setja upp sýningu sína. Ragna Ingimundardóttir lauk prófí frá Keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1981 og stundaði síðan framhaldsnám við Gerrit Rietveld Academi í Hollandi 1982-84. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00-22.00 og stendur til 10. maí. Ragna sýnir á Kjarvalsstöð- um hluta þeirra verka sem hún hefur unnið á síðastliðnu ári. „Ég er hér með eintóm pör, tvo samstæða hluti sem heyra sam- an. Hver skál, vasi eða kúla og annað sem ég geri er eitthvað ákveðið fyrir mér, hefur ákveðna þýðingu og er oft tengt ákveðinni manneskju. Þess vegna er það oft að ég get ekki hugsað mér að láta frá mér hluti sem ég hef búið til, nema til fólks sem ég þekki og get séð þá hjá aftur. Vinnslan á hveijum hlut tekur langan tíma. Ég bý til glerungana sjálf og blanda alla Iiti sjálf. Það er heilmikið mál að prófa sig áfram og fínna réttu litina, blanda þá eins og maður vill hafa þá. Ég vil hafa litina matta og þurra. En hvemig litur kem- ur út að brennslu lokinni veit maður aldrei fyrirfram og þess Ragna Ingimundardóttir Morgunblaðið/Emilía Frá stofnfundi félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellssveit, Kjalar- nesi og Kjós, sem haldinn var á sumardaginn fyrsta. Félag ungra sjálf- stæðismanna stofn- að í Mosfellssveit A SUMARDAGINN fyrsta var stofnað félag ungra sjálfstæðis- manna í Mosfellssveit, Kjalamesi og Kjós. Komið var á fót sérstakri kosn- ingaskrifstofu fyrir unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum í Mosfells- sveit. Innan raða þeirra sem þar hafa starfað var kosin undirbún- ingsnefnd að stofnun félags fyrir unga sjálfstæðismenn í Mosfells- sveit, Kjalamesi og Kjós. Á stofnfundinn komu 43 sem skráðu sig sem stofnfélagar, auk annarra gesta, en þeir sem ganga í félagið næsta mánuðinn teljast stofnfélagar. Allir sem styðja vilja stefnu Sjálfstæðisflokksins geta gerst félagar í 'félagi ungra sjálf- stæðismanna í Mosfellssveit, Kjal- amesi og Kjós. Aldurstakmörk eru frá 16 ára upp í 35 ára. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað þetta nýja félag kemur til með að heita, en á fyrsta aðalfundi munu koma fram tillögur um nafn. Sérstakur gestur þessa stofn- fundar var Gunnar G. Schram alþingismaður, en hann ávarpaði fundarmenn og ræddi um stjóm- málaviðhorfíð og svaraði spuming- um. Einnig fluttu ávörp formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kjósarsýslu, Þórarinn Jónsson, Svala Amadóttir formaður Sjálf- stæðisfélags Mosfellinga og Magnús Jónsson formaður Sjálf- stæðisfélags Kjalnesinga. í fyrstu stjóm þessa nýja félags vom kosnir eftirfarandi: Gunnar Páll Pálsson formaður, aðrir í stjóm em Guðlaug Amardóttir, Dagný Davíðsdóttir, Guðbjörg Guðmunds- dóttir, Thelma Hermannsdóttir, Bjöm Jónsson og ívar Benedikts- son. ,3agan af brauðinu dýra“ eftir Halldór Laxness: Skáldið áritar bókiiia í dag, laugardag milli kl. 11 og 12. Sagan um villu GuðrúnarJónsdótturáMosfellsheiði með brauðprestsins í tréskjólu varpar Ijósi á hugsunarhátt alþýðunnar sem byggði landið á fyrri tíð. Sagan er meistaralega sögð og á brýnt erindi við fólk á öllum tímum. „Sagan af brauðinu dýra“ er nú gefin út í nýjum búningi í tilefni af afmæli skáldsins 23. apríl 1987. Snorri Sveinn Friðriksson listmálari gerði myndir í bókina sem lýsa einkar vel andblæ þessarar sérstæðu sögu. Kosningakaffi, Kosningahandbók opiðídag tilkl. 16. ri/Sl\/ÍC Veriðvelkomin, rJvJLV Ii3 þiggið kaffi og með því. verður til sölu. i—Itfl— Bókabúð LMÁLS & MENNINGAR J Laugavegi 18 ■ Sími: 24240
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.