Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 28

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Um embættið í kirkj- unni, enn og aftur Svar til síra Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín eftir Geir Waage Þann 14da apríl síðastliðinn birt- ir síra Torfi Hjaltalín Stefánsson grein í Morgunblaðinu; „Um prests- embættið og prestskosningamar" af því tilefni, að hann kveðst ósam- mála ýmsu því, sem eftir mjer hafi verið haft í viðtali í sama blaði, þann 24ða marz. Vil eg fyrst þakka skrif þetta, því umræða af þvi tagi, sem síra Torfi vekur í grein sinni, er mjög gagnleg kirkjunni, ef með henni tekst að vekja málefnalega umhugsun um þarfir hennar. Ekki harma eg, að síra Torfi kveður fast að orði í greininni, þótt það sýnist stundum leiða til þess, að hann skilur þrengra það, sem hann telur vera mína skoðun, en sjálfur eg. Á þetta vafalaust við um það atriði, að hann leggur að jöfnu þegar eg segi, að tryggja hefði þurft að biskup gæti haft áhrif á val prests í hveiju tilviki, og það, að eg vildi færa þetta vald til bisk- ups eins. Þetta er rangt. Það, að biskup geti haft áhrif á val prests, þýðir ekki, að hann skuli einn ráða. Biskup ber ábyrgð á því, að presta- köllin sjeu „veitt mönnum, sem til þeirra eru hæfir bæði að lærdómi og að lífemi", svo sem segir í erind- isbijefi handa biskupum frá lta júlí 1746. Vandsjeð er, hvar prests- kosningalögin nýju gera ráð fyrir, að biskupar geti komið við þessari embættisskyldu. Vanhæfni kann líka að stafa af öðru en að áfátt sje lærdómi eða lífemi manna. Grimmilegt er að ætla söfnuðunum að skera úr um slík atriði í kosning- um þar, sem oft er ekki nema einn umsækjandi. Tii að gagnast söfnuð- unum í þessu efni þarf biskup að hafa nauðsynleg gögn, sem era engin önnur en nothæf kirkjuijett- arákvæði. En hitt er ijett, að gleði mín yfir nýju prestskosnigalögun- um er einmitt takmörkuð vegna þess, hversu lítinn keim þau bera af nothæfum kirkjuijetti. Þau era málamiðlun, sett til að lagfæra ónothæfa skipan, sem grandvölluð var ekki að litlu leyti á uppreist gegn misbeitingu valds í byijun ald- arinnar, og á pólitískum forsendum þeirrar tíðar. Síra Torfi virðist í grein sinni taka undir með þeim, sem telja ijettinn til að kjósa prest vera hluta af „lýðræðislegum ijettindum þjóð- arinnar". Þessi skoðun vekur ýmsar athyglisverðar hugsanir um sam- band þjóðar og kirkju: Þjóðarkirkju- fyrirkomulagið. Ég ætla að standast þá freistingu að sinni að fara út í þá sálma, nema hvað ég spyr: Sje þessari hugsun Stykkishólmi. Á FUNDI í Lionsklúbbi Stykkis- hólms fyrir skömmu var til umræðu fjárhagsáætlun Stykkis- hólmshrepps fyrir yfirstandandi ár. Mætti Sturla Böðvarsson sveitarstjóri á fundinum og skýrði hina helstu liði áætlunar- innar og síðan báru fundarmenn fram fyrirspumir til sveitar- stjóra. Niðurstöður fjárhags- áætlana sveitarfélagsins og fyrirtækja þess eru um 120 millj- ónir. Af tekjum era útsvör og aðstöðu- gjöld hæsti liðurinn eða 55 milljónir og er þá reiknað með sömu pró- sentu og í fyrra. Fasteignagjöld og jöfnunarsj. era rúmar 11 millj. Til félaga, leikskóla og bamah. 9 millj., fræðslumála 11 millj., haldið til enda, hvar kemur þá að því, að það verði hluti af lýðræðis- réttindum þjóðarinnar að ákveða með beinum eða óbeinum hætti, hver skuli vera kenning kirkjunnar? Eg er ekki að grínast. Reynzlan er af prestunum, og hversu vel þeir hafa margir haldið sín vígsluheiti. Að lærisveinunum skal líka spurt, sem láta þeirra gáleysi villast burt. Ef til vill er það í raun vígslu- heiti prestanna, sem er trygging safnaðanna fyrir því, að þeir njóti af þeim ijettrar, hollrar og áreiðan- legrar leiðsagnar. Biskupsþjón- ustunni sýnist ekki alltaf lagið að verða að gagni í þessu efni, enda varla hægt að gera kröfu til þess miðað við núverandi aðstæður, eftir að vígslupredikuninni sleppir. Ord- inanzíuna þekkja fæstir prestar, hvað þá leikmenn, og um stöðu játn- inganna í íslenzku þjóðkirkjunni veit síra Torfí jafn vel og eg, hversu þær era metnar. Vil eg trúa því, að báðum svíði okkur sú vanvirð- ing, sem þeim er allra jafna sýnd. Því hlýt ég að fagna þeim sóma, er síra Torfi sýnir mjer með því að bera skoðanir mínar undir dóm Ágsborgaijátnigar, í stað þess að fordæma þær eftir smekk sínum, sem þó er algeng venja í þrætum guðfræðinga á íslandi. Mjer finnst eins og síra Torfi telji mig villtan í skilningi mínum á köllunarhugtakinu og hugtakinu „postullegt embætti". Um köllunarhugtakið sýnist mjer varla, að okkur geti greint á, þar sem síra Torfi segir í grein sinni að „köllunarhugtak siðbótarinnar er fyrst og fremst túlkað, sem köll- un safnaðarins eftir presti til þjónustu". Þetta er líka mín skoð- un. En að þetta þurfi að þýða í hveiju tilviki að prestum og kandi- dötum sje argað saman í kosningar, þar sem eðli málsins samkvæmt er ekki tekizt á um málefnið, heldur mennina (sem einnig verða að telj- ast jafn hæfir til þjónustunnar, svo fremi þeir hafa embættisgengi) — það get eg ekki fallizt á. Þó ekki væri annað voga eg að ítreka, að nýja fyrirkomulagið með kjörmönn- um, eins og hið eldra með almennri kosningu, „sje fráleit aðferð til að kalla prest". Eg get heldur ekki fallizt á, að jáyrði mitt við sameiginlegum skiln- ingi okkar síra Torfa á köllunar- hugtakinu þýði endilega að prestskosningar sjeu „sú kirkjulega hefð, sem er sterkust í vorri kirkju". Það er einfaldlega sögulega rangt, nema hvað tekur til biskupanna. Eins voga eg að gjöra ágreining við síra Torfa, er 'nann segir: „Nýju lögin halda ennþá við siðbótarhefð- æskulýðs- og íþróttamála 4,8 millj., branavama o.þ.h. 3,7 millj., hrein- lætism. 3 millj., til holræsa 2 millj., framkvæmdafé 27 millj., til sjúkra- húss og heilsugæslustöðvar 15 millj., til íþróttamiðst. 15 millj., endurbygging trébryggjunnar 6 millj., til smábátahafnar 5 millj. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað í Stykkishólmi undanfarin ár, eða allt frá því að núverandi sveitar- stjóri, Sturla Böðvarsson, tók við því starfi. Hefír hann reynst bæjar- félaginu dugmikill og hagsýnn. Og það er ábyggilegt að það fé sem af bæjarbúum hefir verið tekið hef- ir farið í að gera virkilega fallegan og góðan framtíðarbæ. Það kann fólk vel að meta. inni vegna þess, að það er ennþá söfnuður leikmanna sem velur prest, en ekki hið andlega yfír- vald“. Þýðir þetta, að siðbótarhefðin hafi fyrst komizt á á íslandi árið 1915, þegar eldri prestskosninga- lögin tóku gildi? — Um hitt eram við þó auðvitað sammála, að það er söfnuður leikmanna, sem kallar prest, en ekki hið andlega yfirvald, og rýrir þetta í engu afdráttarlausa tilsjónarskyldu biskupsins með boð- un fagnaðarerindsins og framferði prestanna í söfnuðunum almennt. Síra Torfi telur mig „nota hug- takið postullegt prestsembætti í þrengri merkingu en viðunandi er“. Ekki fæ eg skilið, hvaðan hann hefur þessa niðurstöðu, því eg fæ ekki betur sjeð, en skilgrein hans fyrir evangelískum kirkjuskilningi í greininni sje ættuð beint úr Ágs- borgaijátningu, þar sem meðal annars segir, til dæmis, í sjöundu grein: „Um kirkjuna kenna þeir,“ (það er siðbótarmennimir), „að ein heilög krikja muni ævinlega við- haldast. En kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er réttilega boðað og sacramentun- um réttilega veitt þjónusta. Og til sannrar einingar kirkjunnar er það nóg að vera samhuga um lærdóm fagnaðarboðskaparins og um þjón- ustu sacramentanna." Og í fimmtu grein um hið andlega embætti: „Til þess að vjer öðlumst þessa trú (sem játningin að öðra leyti gerir grein fyrir) er stofnað embætti til að boða fagnaðarerindið og úthluta sacramentunum." eftirJón Hjaltason I Mér er óljúft að setja niður þess- ar línur en sé mig knúinn til þess vegna umræðna sem orðið hafa að undanfomu um ráðningu söguritara Akureyrarbæjar. Orðrómur hefur kviknað um að gengið hafi verið framhjá „lang- hæfasta" umsækjandanum af tómum stjómmálaástæðum. Raun- ar hefur þessi „úrvals-sagnfræðing- ur“ gengið sjálfur fram fyrir skjöldu á síðum Morgunblaðsins. Þar haslar hann sér völl og fer mörgum orðum um eigið ágæti og lýsir því jafn- framt yfir að val bæjarstjómar Akureyrar á söguritara sé með öllu óskiljanlegt í fræðilegu ljósi. Pólitískur undirróður hafí ráðið ferðinni en ekki „fræðilegt siðferði- legt mat“ eins og hann orðar það svo lipurlega sjálfur. Um þessar tvær fullyrðingar má hafa mörg orð, í skásta falli sýna þær innræti höfundarins en í versta falli fræðilegan metnað hans. Ég ætla þó að vera stuttorður um þetta leiðindaupphlaup íslendings við Uppsalaháskóla. II Hvað síðari fullyrðinguna varðar vil ég aðeins segja þetta: Ég hef aldrei verið innritaður í nokkurn stjómmálaflokk. Það er svo önnur saga að vegna andstöðu minnar við vera herliðs á íslandi hefur því ver- ið fleygt að ég kynni að vera kommúnisti og alþýðubandalags- maður. Á sama hátt hefur vinna mín hjá Morgunblaðinu orðið til þess að ég hef verið orðaður við Sjálfstæðisflokkinn. Og nú seinast þrýstir íslenskt doktorsefni í Svíþjóð Geir Waage En hitt er ijett, að gleði mín yfir nýju prests- kosningalögnnum er einmitt takmörkuð vegna þess, hversu lítinn keim þau bera af nothæfum kirkjurjetti. Þau eru málamiðlun, sett til að lagfæra ónot- hæfa skipan, sem grundvölluð var ekki að litlu leyti á uppreist gegn misbeitingu valds í byrjun aldarinnar, og á pólitískum forsendum þeirrar tíðar. Svo sannfærður, sem eg er um, að þetta er ijettur skilningur, hlýt eg að taka undir með síra Torfa, þegar hann segir, „að prestsstarf- ið,“ (sem eg vil kalla embætti), „sje fyrst og fremst að þjóna fagnaðar- erindinu". Þá hlýt eg og að hafna hinum rómverska emæbttisskiin- „Með þessu er ég hreint ekki að ýja að því að val bæjarstjórnar á söguritara sé endilega rétt, aðeins að „flokks- legar línur“ lágu þar ekki til grundvallar.“ á mig einum stimpli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Enn era þetta þó tveir aðskildir stjómmálaflokkar hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Hér er greinilega að starfi hin hvassa hugsun fræði- mannsins í Uppsalaháskóla sem gerir orð skáldanna að sínum: Aldrei sá ég ættarmót með eyrarrós og hrafni. Þó mun allt af einni rót í alheims gripasafni. III Kem ég þá að fyrri fullyrðing- unni; var gengið framhjá hæfasta umsækjandanum um starf sögurit- ara Akureyrarkaupstaðar? Ég verð að játa það hreinskilnis- lega að ég er ekki svo sannfærður um eigið ágæti að ég treysti mér til að svara spumingunni neitandi. Við skulum hafa það hugfast að flestir ef ekki allir þeir sex einstakl- ingar, sem sóttust' eftir starfinu, höfðu ríka ástæðu til að ætla að þeir gætu ráðið við það. Meðal þeirra var til dæmis þjóðkunnur íslenskumaður, sem ég veit mig standa langt að baki í mörgu, og eftir að minnsta kosti tvo umsækj- endanna Iiggja bækur sem er meira en ég get hreykt mér af. Fáar fræðigreinar hafa birst eft- ir mig á opinberum vettvangi, ég ingi, sem mjer fínnst eins og á mig borinn í greininni. Sjálfur nota eg orðið „postullegt" til að undirstrika tryggð kirkjunnar við fagnaðarer- indið, því vissulega er orið boðunar- legs eðlis. — Og til að minna prestana á, að við fagnaðarerindið er öll þeirra skylda og allt þeirra embætti, þrátt fyrir þjóðarkirkju- fyrirkomulagið og þær voðalegu aðstæður, sem það getur þröngvað hinu kirkjulega embætti og hinni postullegu þjónustu til að búa við. Raunar gerist það alltaf þar, sem kirkjulegum málefnum er skipað í ósamræmi við fagnaðarerindið og þar, sem á einhvem hátt er heft frelsi Heilagrar kirkju til að þjóna því. Sýnist mjer svo vera ærið oft hjer hjá oss. Það er nauðsyn fagnaðarerindis- ins, en hvorki hagsmunir prestanna né hagkvæmar samkomulagslausn- ir stjómmálamanna, ríkisvalds og lögfræðinga þeirra, sem á að hafa forgang: Alltaf og í öllum kirkjunn- ar málum. Þess vegna fagna eg viðbrögðum síra Torfa, því þótt mjer hafi þókt hann flest mislesa í orðum mínum í viðtalinu, sem kveikti þessi skrif, þá vekur grein hans þarfa og tímabæra athygli á þörfum fagnaðarerindisins í Þjóð- kirkju íslands. En í því tel eg síra Torfa villtan, að hann dregur hið margþvælda lýðræðishugtak inn í þá umræðu. Það er óþarft, hættulegt og því rangt, að það kveikir misskilning, því þótt boðun fagnaðarerindisins hafi lagt því til það bezta, sem í því felst, þá er það misnotkunin sem gjörir það vont í kirkjulegri umræðu nú um stundir. Haf þú svo, síra Torfi, heila þökk fyrir skrifið og vertu ævinlega blessaður. Reykholti á Tíbúrtíusmessu 1987. Höfundur er aóknarprestur / Reykholti og formaður Prestafé- lags íslands. get ekki einu sinni státað af því að hafa átt grein í Sögu, tímariti íslenskra sagnfræðinga. En svo undarlega vill til að doktorsefiiið við Uppsalaháskóla virðist sitja við sama borð og ég í þeim efnum — hvemig sem ég blaða í þessu helsta riti sagnfræðinga á Islandi fæ ég hvergi fundið grein merkta doktors- efninu. Nú hljóta Akureyringar að spyija: Af hveiju varð Jón fyrir valinu? Og þeir eiga heimtingu á svari. Vitaskuld get ég ekki svarað fyrir bæjarfulltrúa en þó vil ég geta mér þess til að einkum tvær ástæð- ur, samofnar, hafi ráðið vali meiri- hluta þeirra. Önnur felst í því að lokaritgerð mín til cand.mag.-prófs við Háskóla íslands fjallar um hemámið á Akureyri. Hin er sú að um þessar mundir fæst ég við að rita sögu Knattspymufélags Akur- eyrar í tilefni af 60 ára afmæli félagsins í janúar á næsta ári. Með þessum tveimur verkefnum hef ég sýnt í verki áhuga minn á sögu Akureyrar, áhuga sem ekki aðeins endurspeglast í gagnasöfnun heldur einnig vilja til að koma ein- hveiju á blað um sögu kaupstaðar- ins. Með þessu er ég hreint ekki að ýja að því að val bæjarstjómar á söguritara sé endilega rétt, aðeins að „flokkslegar línur“ lágu þar ekki til grundvallar. Slík fullyrðing er móðgun við þá bæjarstjómarfull- trúa sem greiddu mér atkvæði og aila þá Akureyringa sem kusu þá inn í bæjarstjóm. Ef það illu heilli kemur á daginn að val þeirra hafí verið rangt þá er alls ekki við þá að sakast því þeir byggðu sína af- stöðu á heilbrigðu mati á umsækj- endum. Höfundur er sagnfræðingur. Fj ár hagsáætlun Stykkishólmshrepps: Útsvör og aðstöðu- gjöld 55 milljónir Enn um embætti söguritara Akureyrar; Að gera hið óskiljan- lega ögn skiljanlegra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.