Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRlL 1987 35 í sambandslaganefndinni varð samkomulag um að Danmörk legði fram í eitt skipti fyrir öll 2 milljónir upp í skuldaskil sín við ísland. Önnur milljónin rann til Kaupmannahafnarháskóla, hon- um til eignar og umráða, og hin til Háskóla íslands með sömu skil- málum. Tilgangur sjóðsins er m.a. að styðja útgáfu vísindarita um ísland og Danmörku, að styðja vísindastarfsemi og styrkja há- skólakennara til utanfara í vísindaskyni. Er sjóðurinn kom til felldi ríkisstjómin hins vegar nokkra kostnaðarliði úr fjárlögum og velti þeim yfír á sjóðinn sem skiljanlega takmarkaði nokkuð getu hans til að styrkja vísinda- starfsemi háskólans. En með stofnun bíósins efldist sjóðurinn að mun og hefur sú ráðstöfun unnið skólanum ómælt gagn. Til gamans má loks nefna að upphaflega stóð til að byggja kvikmyndahús á lóðinni Austur- stræti 5 í Reykjavík, en þar eð engin innflutningsleyfí fengust til bygginga stórhýsa í bænum árið 1941 varð ekkert af því; var lóðin seld Búnaðarbankanum fáeinum árum síðar sem byggði þar hús sitt. í staðinn leigði háskólinn húsið í Tjamargötu 10D, sem áður var isgeymskj og stofnsetti Tjamarbíó 1942. Arið 1958 var svo hafín á vegum Sáttmálasjóðs bygging Háskólabíós við Hagat- org, sem tekið var í notkun haustið 1961. Salurinn þar rúmar 1.000 manns og er nú í deiglunni að byggja viðbótarsali sem einnig verði notaðir sem kennslusalir; en í vetur hefur verið kennt í bíóinu alla virka daga og svo er einnig í 'Ijarnarbíói. Höfundur er prófstjóri við Há- skóla íslands. ... Það er stutt að ná í sandinn á Akranesi, aðeins niður fyrir bakkann á væntanlegnm velli. Akranes: Stórvirkar vinnuvélar hafa unnið dögum saman við gerð nýs knatt- spyrnuvallar á Akranesi. Nýr íþróttavöllur byggður Stefnt að notkun í sumar Akranes. Knattspyrnufélag ÍA á Akra- nesi stendur nú í stórfram- kvæmdum við gerð nýs knattspyrnuvallar og er ætlunin að hraða svo framkvæmdum að hugsanlega verði hægt að nota völlinn síðari hluta sumars. Félagið fékk úthlutað svæði inn- an íþróttasvæðisins á Jaðarsbökk- um, en samkvæmt skipulagi á þar að byggja nokkra grasæfíngavelli og er þetta fyrsti áfangi þessa framtíðarskipulags. í þessum áfanga er ætlunin að byggja gras- æfíngasvæði að stærð sem svarar til tveggja knattspymuvalla í fullri stærð. Astæður þess að félagið sjálft hefst handa við þessar fram- kvæmdir eru þær, að mjög brýnt er að auka æfíngaaðstöðu knatt- spymumanna og ekki síður að skapa unga fólkinu betri keppnisað- stöðu. Fyrirsjáanlegt er að Akra- neskaupstaður, sem hingað til hefur séð um uppbyggingu íþróttavall- anna, er ekki í stakk búinn til að heija framkvæmdir við íþróttavelli sökum þess, að hann á eins og sak- ir standa í stórframkvæmdum við byggingu íþróttamannvirkja. Nú stendur yfír á hans vegum bygging sundlaugar og síðan tekur við bygg- ing búningsklefahúss við íþróttvöll- inn sem einnig nær til hins nýja íþróttahúss ÍA. Þar verður í náinni framtíð byggt stórhýsi, sem tengj- ast mun alhliða íþróttamiðstöð. Framkvæmdir við hinn nýja knattspymuvöll hófust fyrir mánuði og eru þeir félagar Gunnar Sigurðs- son og Haraldur Sturlaugsson í forsvari fyrir framkvæmdum. Þar sem hækka þarf talsvert upp landið, sem völlurinn stendur á, og eins að skipta um jarðveg er farin sú leið að nota sand til uppfyllingar og eru þar hæg heimatökin því nóg er af sandinum á Langasandi, að- eins steinsnar frá íþróttasvæðinu. Að sögn Gunnars Sigurðssonar hafa framkvæmdir gengið mjög vel og hafa margir lagt hönd á plóg- inn. Ætlun okkar er sú að skipta um jarðveg á svæðinu og síðan að jafna það. Við notum til þess sand og þurfum að flytja yfír 12.000 rúmm. af honum. Því er nú að mestu lokið. Því næst þurfum við að þurrka svæðið og koma fyrir drenlögnum. Að því loknu setjum við moldarlag yfír og tyrfum síðan og við ætlum okkur að ljúka því í maí og ef ekkert óvænt kemur fyr- ir tökum við svæðið í notkun í júlí. Gunnar sagði að öll vinna sem unn- in hefur verið sé sjálfboðavinna og þar koma margir aðilar við sögu. Til marks um það voru þegar mest lét 9 vörubflar og 2 stórar gröfur auk jarðýtu að störfum. Við höfum leitað til margra og alls staðar feng- ið góðar undirtektir sem við erum mjög þakklátir fyrir. Ég vil sérstak- lega nefna Helga Þorsteinsson á Ósi, sem hefur verið með jarðýtu sína að störfum meira og minna síðasta mánuðinn. Svona fram- kvæmdir þurfa að gangamjög hratt fyrir sig og því er það sérstaklega ánægjulegt að eiga marga slíka áhugamenn um þetta verkefni. Gunnar sagði að lokum að ef þessi framkvæmt gengi samkvæmt áætl- un yrði það liðin tíð hjá knatt- spymufólki á Akranesi að leika og æfa á malarvöllum yfír sumartím- ann og slfld ætti að verða okkur enn meiri lyftistöng á næstu árum. - JG Þóra Dal, auglýslngastofa Um helgina sýnum við DODGE ARIES LE og CHRYSLER LeBARON GTS TURBO árg. 1987. Framdrifnir AMERÍSKIR lúxusvagnar, hlaðnir auka- búnaði, á ómótstæðilegu verði. INNIFALIÐ í VERÐI: Framhjóladrif • Sjálfskipting • Aflstýri • Afl- hemlar • Bein innspýting á vél • Tölvustýrð kveikja® „Central“ læsingar® Litað gler • Fjarstillt- ir útispeglar • AM/FM stereo útvarp og kassettu- tæki með fjórum hátölurum og stöðvaleitara • Loft- kæling (air conditioning) sem um leið er fullkomn- asta og öflugasta miðstöð sem völ er á • Teppalögð farangursgeymsla • Læst hanskahólf • Kortaljós • Digital klukka • Þurrkur með stillanlegum biðtíma • Hituð afturrúða® Lúxus velour innrétting með stól- um að framan • Stokkur á milli framsæta • „De luxe“ hjólakoppar • Hjólbarðar 14'' með hvítum hring • Varahjólbarði í fullri stærð • Og í Aries Wagon: krómuð toppgrind • Þurrka og sprauta á afturrúðu • Auk þess í LeBARON GTS: 2.2 L 146 DIN hö TURBO-vél • Rafmagnsrúður • Rafstilltir útispeglar • Þurrka og rúðusprauta á afturrúðu. GE ARIES LE WAGON 2,2 1987 CHRYSLER LeBARON GTSTURBO 1987 D KR. 698.600 VERÐ KR. 887.300 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.13-17 P1 —uJ------- JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI42600
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.