Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 39
38P° MORtíUNBLÁÐIÐ, LAUGAkDAGl/R 26. APRÍL' 198T Efemia F. Valgeirsdóttir hafnaði í fjórða sœti á Byl frá Ytra-Vall- holti og hér fara þau á „fallegu" kýrstökki sem dómararnir gáfu fjrir 8,4-8,0-8,0. _________________ Snjóboltar geta oft komið í góðar þarfir þegar kergja angrar tamn- ingamanninn og hér hefur Kvika frá Halldórsstöðum fengið sendingu (sjá ljósa blettinn á lendinni) frá Ingimar Ingimarssyni tamninga- manni Hólabúsins og þar með gat knapinn, Rósa Hreinsdóttir, haldið áfram sýningu sinni. Hér þurfti engan snjóbolta á Kviku og raunar flýtti hún sér um of því Rósa hafði ekki ráðrúm til að ná banananum sem hún átti að éta í boðhlaupinu en nærstaddur aðstoðarmaður kom aðvífandi með bananann. Merya frá Hólum sigraði í gæðingakeppninni en knapi á henni var Ingimar Ingimarsson. Björn Víkingur heldur fimlega i taumana þegar hann stjórnar Me- Iódíu frá Hjarðarhaga, enda ekki við öðru að búast því hann er klæddur alíslenskum ullarvettlingum. Hvert var tilefnið? Opið bréf til Páls Kr. Pálssonar í tilefni af fréttaviðtali í sjónvarpi 14. apríl sl. um málefni Steinullarverksmiðjunnar eftirÞórðH. Hilmarsson í framhaldi af fréttaviðtali því sem þú lést hafa við þig 14. apríl sl. um málefni Steinullarverksmiðj- unnar hefur fjöldi fólks snúið sér til mín og innt mig skýringa á því hvað þú hugsanlega hafir haft í huga með viðtalsbirtingunni og þá einnig hvað eigi út úr orðum þínum að lesa, umfram það sem þegar hefur komið fram í grein er ég rit- aði um málefni verksmiðjunnar og birtist í Morgunblaðinu 8. apríl sl. Þar sem ég geri ráð fyrir að svip- aðar spumingar hafí vaknað hjá fleirum, tel ég rétt að árétta nokk- ur atriði málsins um leið og ég vil gera athugasemdir við málflutning þinn og hugsanlegt tilefni, sem ég reyndar held að sé byggt á ein- hverjum misskilningi. Málefnaleg umQöllun hlýtur ætíð að vera af hinu góða, spumingin er einungis hvar hún á að fara fram og hverjir em þátttakendur. Snúum okkur fyrst að tilefninu. Tvennt vakti athygli mína.: í fyrsta lagi verður ekki betur fundið en þú sért að árétta þegar fram komnar athugasemdir mínar um málefni verksmiðjunnar, þó áherslumunur sé ef til vill einhver, því báðir virðumst við sammála um að áhætta geti verið allnokkur á fyrstu ámm rekstrarins þó að rétt sé að halda honum áfram úr því sem komið er. í öðm lagi fínnst mér athyglis- vert að sjónvarpið sá ekki ástæðu til að leita álits forsvarsmanna fyr- irtækisins eða fá fram viðhorf eigenda til þessara mála yfírleitt. Hér var því um einhliða miðlun að ræða af hálfu sjónvarpsins og sem af einhverjum ástæðum hefur verið talin heppilegri eða áhrifa- meiri, þó hin hlutlausa upplýsinga- miðlun væri þar með látin lönd og leið. Ég verð því að játa að eftir situr nokkur vafí um hið raunverulega tilefni, vafi sem verður meiri þegar farið er yfír sjálfan málflutninginn, því þar tel ég þig að hluta til hafa misskilið forsendur hlutaijáraukn- ingarinnar, sem þú deilir á að ekki sé nægilega mikil til að tryggja framtíðarrekstur. Lítum þessu næst á nokkur at- riði er fram komu í sjálfu viðtalinu. 1. Þú riijar upp forsöguna að stofnun verksmiðjunnar og bendir á að rangir sérfræðingar hafí verið fengnir til að meta rekstrargmnd- völlinn. í þessu sambandi nefnir þú að sérfræðingar Superfos og Rock- wool hefðu verið heppilegri umsagnaraðilar. Ekki skal ég dæma um það hversu vel var að undirbún- ingi málsins staðið eða hvort einn sérfræðingurinn hefði verið öðmm heppilegri og hæfari. Hitt er þó augljóslega rökleysa að ætla aðilum frá Superfos og Rockwool að vera hlutlausum í mati á fjárfestingu sem þessari, þar sem þeir em bein- ir keppinautar verksmiðjunnar. Lítið gagn er hins vegar að frekari vangaveltum um fortíð, þar sem staðreyndir blasa við og forsendu- brestir augljósir. 2. Þú telur að auka eigi hlutafé um a.m.k. 140 milljónir króna og tryggja þar með rekstraröryggi í framtíð. Sem framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar liði mér að sjálfsögðu betur með 140 milljón króna framlag, en 72 milljónir, þar sem slíkt tryggði að öllum líkindum stöðugleika í rekstrinum á komandi ámm. Staðreyndir málsins em hins vegar þær að það verða ekki lagðar fram 140 milljónir í Steinullarverk- smiðjuna í einu lagi, heldur verður hlutafjárframlagið 72 milljónir. Ástæðan er einföld. Steinullar- verksmiðjan er hlutafélag og ákvörðun hluthafa um hlutafjár- framlag byggist á því hver von sé um arð af því framlagi. Nú er það Þórður H. Hilmarsson „Hér var því um ein- hliða miðlun að ræða af hálfu sjónvarpsins og sem af einhverjum ástæðum hefur verið talin heppilegri eða áhrifameiri, þó hin hlutlausa upplýsinga- miðlun væri þar með látin lönd og Ieið.“ svo, eins og reyndár hefur komið fram áður, að óvissa ríkir um það hvort hluthafar muni fá arð af 72 milljóna króna framlagi. Þess vegna má vel færa rök fyr- ir því út frá hreinum arðsemisfor- sendum að stokka beri spilin og lýsa eigi fyrirtækið gjaldþrota. Ef hins vegar hreinar félagslegar for- sendur ættu að ráða ákvarðanatök- unni ætti hlutafjárframlagið sjálfsagt að vera sem mest til að tryggja stöðugleika í rekstri. Samþykki hluthafar að leggja hinar umræddu 72 milljónir fram, gera þeir það því að jöfnu, út frá arðsemislegum og félagslegum for- sendum. Þetta framlag nægir ekki til að útiloka hættu á rekstrarerfið- leikum á næstu árum, en gefur samt möguleika á að láta reyna á rekstrargrundvöll fyrirtækisins þannig að hugsanlega fáist arður ef vel gengur. Verði þróunin neikvæð þurfa hluthafar að öllum líkindum að end- urmeta stöðuna að 2—3 árum liðnum og þá jafnvel standa frammi fyrir því að leggja annaðhvort fram enn meira hlutafé, eða stöðva rekst- urinn. Með því að leggja til að hlutafé verði 140 milljónir ert þú því í raun að krefjast þess að eig- endur taki einvörðungfu mið af félagslegum forsendum við mat á hlutafjárframlagi. 3. Þú telur forsendur um verð og magn óraunsæjar en þó ekki bjartsýnar. Hér hittir þú að sjálf- VORNÁMSKEIÐ Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um fatlanir barna verður haldið dag- ana 6. og 7. maí nk. í fundarsal ríkisins í Borgartúni 6 í Reykjavík. Efni námskeiðsins er „Þroski og þroskafrávik — Fyrstu árin“. Verður í fyrirlestr- um og umræðuhópum fjallað um eðlilegan þroska barna og grein- ingu frávika, auk þess sem fjall- að verður um orsakir og meðferð seinþroska. Námskeið þetta er ætlað fagfólki úr hinum ýmsu stéttum sem vinna sögðu snöggan blett því hvorki ég né þú getum ábyrgst hvað framtíð- in ber i skauti sér. Það er jafn auðvelt fyrir þig að telja forsendur óraunhæfar og fyrir mig að telja þær varfæmar eða raunsæjar. Síst vil ég vera talinn óraunsær eða bjartsýnn í máli sem þessu, því ég hef ítrekað bent á hversu erfitt er í raun að meta áhættuna m.a. vegna þess hve verksmiðjan hefur starfað stutt og þar af leiðandi hve mikið á eftir að reyna á markaðsstyrk íslensku steinullarinnar. Ég vil því ri§a upp aftur helstu forsendur arðsemisathugana þeirra sem fram- kvæmdar hafa verið. a) Markaðsforsendur um heima- markað em unnar af Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins og byggja þvi allar magntölur á áliti hlutlausra og utanaðkomandi aðila. b) Arðsemisútreikningar byggja á kostnaðarforsendum úr rekstri 1986 með innreiknuðum hag- ræðingaraðgerðum, sem þegar hefur verið hmndið i fram- kvæmd. c) Ekki er gert ráð fyrir neinum útflutningi þrátt fyrir að hann geti orðið a.m.k. 500—800 tonn á árinu 1987 eða allt að 20% af framleiðslunni. d) Ekki er gert ráð fyrir lækkun raforkukostnaðar pr. tonn, vegna bættrar nýtingar, né lækkunar rekstrarkostnaðar vegna brottfalls söluskatts á aðföng með tilkomu virðisauka- skatts, enda séu þessi atriði til að mæta hugsanlegum vanáætl- unum á öðmm sviðum. Þrátt fyrir þetta er hægt að benda á mörg atriði sem geta farið úrskeiðis og myndu þar af leiðandi leiða til verri útkomu en byggt er á. En vegna þess hve erfítt er að spá um frámtíðina má færa enda- laus rök með og á móti hugsanlegri þróun. Taki hluthafar ákvörðun um að láta reyna á rekstrargmndvöllinn með 72 milljóna króna framlagi gera þeir það út frá fullri vitneskju um hugsanlega áhættu sem felst í ekki hærra framlagi en jafnframt í trúnni á, að líkur séu til að takast megi að tiyggja reksturinn og hugs- anlega gera hann arðvænlegan í framtíð. Ég er því enn í vafa um tiiefni fréttaviðtalsins, þar sem þessar staðreyndir sem ég hef upp talið ættu að vera þér ljósar. Eg teldi þó, þar sem þú sem forstjóri Iðn- tæknistofnunar ert starfsmaður iðnaðarráðuneytisins, eðlilegt að við ættum frekari skoðanaskipti um málið á þeim vettvangi og yfírfær- um forsendur jafnt með starfs- mönnum þess, sem og öðmm eigendum. Virðingarfyllst. Höfundur er framkvæmdastjórí Steinullarverksmiðjunnar. með böm, jafn fotluð sem ófötluð. Þetta er í annað skipti sem grein- ingarstöðin boðar til vornámskeiðs. Fyrir ári síðan var haldið námskeið um hreyfíhömlun bama og sóttu það um 120 manns úr heilbrigðis- og uppeldisstéttum. Væntanlegir þátttakendur til- kynni þátttöku sína til Greiningar- stöðvar ríkisins, Sæbraut 1 á Seltjamamesi, fyrir 1. maí nk. Þátt- tökugjald er kr. 3.000 og er innifalið í því námskeiðsgögn, máltíðir og kaffi. Greiningarstöð ríkisins: Námskeið um þroska og þroskafrávik barna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.