Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Kína: Harðlínumenn hefta fjölmiðla Peking, Reuter. KÍNVERSKI kommúnistaflokkurinn hyggst herða enn frekar en nú er eftirlit með fjölmiðlum í landinu. Vestrænir sljórnarerindrek- ar telja að með þessu hyggist harðlínumenn treysta stöðu sína áður en breytingar verða gerðar á forystuliði flokksins, sem búist er við að verði síðar á þessu ári. Björgunarmenn bera á brott lík eins þeirra sem fórst er byggingin hrundi. ReuU Bandaríkin: 28 fórust er 12 hæða fjölbýlishús hrundi Bridgeport, Conneticut, Reuter. ÓTTAST er að 28 verkamenn hafi látið lífið á fimmtudag er bygging sem þeir unnu við hrundi skyndilega . Björgunar- menn leituðu enn í rústunum síðla dags í gær en töldu útilokað að einhver kynni að reynast á lifi. Thomas Bucci, borgarstjóri Bridgeport í Conneticut-fylki sagði að lík fjögurra byggingarverka- manna hefðu fundist í rústunum, vitað væri hvar önnur fímm lægju en 19 manna væri enn saknað. Sérþjálfaðar björgunarsveitir komu til Bridgeport, sem er tæpa 99 kíló- metra norðaustur af New York, frá Miami og Pittsburg. Leitarmenn notuðu mjög nákvæma hljóðnema til að auðvelda leitina auk sérþjálf- aðra hunda. Byggingin, sem var 12 hæða fjöl- býlishús, hrundi skömmu eftir hádegi á fímmtudag er verið var að koma fyrir gólfplötu á einni hæðinni. Að sögn sjónarvotta hrundi húsið til grunna á innan við þremur sekúndum. „Ég var í þá mund að ganga út úr húsinu þegar ég heyrði ósakplegan hávaða. Hann minnti mest á jarðskjálfta eða þrumur. eg sagði við sjálfan mig; byggingin er að hrynja," sagði Charles Lorello sem slapp án telj- andi meiðsla. Verkamaður sem var aðeins nokkra metra fyrir hann beið hins vegar bana. aftan Öll dagblöð og tímarit sem ekki eru á skrá stjómvalda hafa fengið fyrirskipun um að hætta útgáfu. Þá hefur opinberum tímaritum og blöðum verið gert skylt að leita leyfis til áframhaldandi útgáfu og mun ráðamönnum þannig gefast tækifæri til að hefta starfsemi þeirra. Blöðum og tímaritum hefur fjölgað ört í Kína hin síðustu ár og á flokkurinn í mestu erfíðleik- um með að fylgjast með skrifum starfsmanna þeirra. Sérstök skrif- stofa hefur verið sett á stofn innan áróðursdeildar kommúnistaflokks- ins og er starfsmönnum hennar ætlað að fylgjast með útgáfu blaða og tímarita. í kjölfar þessa hefur verið látið til skarar skríða gegn þeim sem þykja full „borgaralega þenkjandi" í skrifum sínum. Að undanfömu hafa birst fjöl- margar greinar í hinum opinberu málgögnum þar sem flokkurinn er hvattur til að halda uppi ströngu eftirliti til að fyrirbyggja að blaða- menn og ritstjórar víki frá yfir- lýstri stefnu stjómvalda í skrifum sínum. „Harðlínumenn innan flokksforystunnar vilja auka áhrif sín og því er mikilvægt fyrir þá að ráða miðlun upplýsinga," sagði ónefndur vestrænn stjómarerind- reki í viðtali við Reuters-frétta- stofuna. Fréttir herma að háttsettum embættismönnum á sviði útgáfumála hafi verið vikið úr starfí frá því að kommúnista- flokkurinn hóf herferð sína gegn „borgaralegum lýðræðishugmynd- um“ í janúar á þessu ári. ERLENT Sviss: Stjórn Alusuisse hotað málshöfðun Mótmælaganga í Washington Washington, Reuter. ^ BÚIST var við, að 100.000 manns myndu í dag safnast saman í Was- ZUrich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgimblaðsins. HLUTHAFAR Alusuisse samþykktu tillögu stjómar svissneska álfyr- irtækisins um að skera höfuðstól þess niður um helming og nota lögbundna varasjóði til að létta skuldabagga þess á aðalfundi fyrir- tækisins í Ziirich nú í vikunni. Alusuisse var rekið með 565 milljóna sv. fr. (yfir 14 milljarðar ísl. kr.) halla árið 1986 en 648 milljóna sv. fr. halla 1985. Samþykkt aðalfundarins gerir fyrirtækinu kleift að færa 3 milljónir (um 75 milljónir ísl. kr.) í stað 724 milljóna (rúm- lega 18 milljarðar ísl. kr.) f skuld á nýjum ársreikningi. Nýtt nafnverð hlutabréfa verður nú svipað raunverulegu virði þeirra á verðbréfa- mörkuðum. hington til að mótmæla stefnu Mið-Ameríku og Suður-Afríku. Talsmenn Landssamtakanna fyrir friði og réttlæti í Mið-Ameríku og Suður-Afríku sögðu í gær, að fólkið yrði flutt til Washington í 1200 lang- ferðabflum auk sérstakrar lestar frá Boston með 18 vagna. Meðal ræðu- manna verða séra Jesse Jackson, sem sóttist eftir að verða forsetaefni demókrata í síðustu kosningum, Eleanor Smeal, formaður banda- rísku kvennasamtakanna, og John Conyers, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Michigan. Fyrirhugað er að efna til mót- mæla við aðalstöðvar bandarísku Reagan-stjórnarinnar í málefnum leyniþjónustunnar, CLA, og gerðu skipuleggjendumir ráð fyrir, að 500 manns yrðu handteknir. Dagblaðið Washington Times hafði það eftir Carlos Rondon, fyrrum foringja í her sandinista í Nicaragua, að stjómin þar hefði stutt mótmælin með þriggja milljóna dollara framlagi. Rondon, sem sneri baki við sandin- istum og býr nú í Bandaríkjunum, kvaðst hafa þessar upplýsingar eftir heimildamönnum í Nicaragua. Sendiráð Nicaragua hefur neitað fréttinni. Rúmlega 1400 hluthafar sóttu aðalfundinn. Aðeins 12 þeirra tóku til máls en flestir gagmýndu stjóm Alusuisse harðlega og lýstu yfír óánægju með svissnesku bankana. Þótti mörgum sárt að hallarekstur fyrirtækisins kæmi niður á hluthöf- unum en bankamir, sem em reknir með miklum gróða, léttu ekkert á vaxtakröfum sínum. Nokkrir stjóm- armeðlimir Alusuisse eiga einnig sæti í bankastjómum en dr. Nello Celio, fráfarandi stjómarformaður, sagði þó að aðalfundur Alusuisse væri ekki rétti staðurinn til að ræða málefni bankanna. Lögfræðingur nokkur bar fram alvarlegustu ásökunina á hendur sjtjóminni. Hann sagðist hafa skjöl undir höndum sem sýndu, að stjóm- in hefði samþykkt í árslok 1982 að greiða offjár í ellilífeyri fyrir Emanuel Meyer, þv. stjómarform- ann, dr. Paul Muller, þv. forstjóra, og dr. Bmno Sorato, þv. varafor- stjóra og eftirmann Mullers. Upphæðimar, 441.525 sv. fr. (rúm- ar 11 milljónir ísl. kr.) fyrir Meyer, 281.530 (rúmar 7 milljónir) fyrir Muller og 274.457 (tæpar 7 milljón- ir) fyrir Sorato, vom greiddar í júli 1983 en Alusuisse var rekið með 217 milljóna sv. fr. tapi það ár. Lögfræðingurinn taldi þessar greiðslur sanna vanrækslu stjómar- innar og hótaði málsókn ef hún endurgreiddi fyrirtækinu ekki 10 milljónir sv. fr. fyrir 1. júlí nk. eða semdi á ný við þremenningana. Dr. Celio vildi ekki tjá sig um ásökun- ina á fundinum vegna yfírvofandi málsóknar. Nýir stjómendur tóku við Alu- suisse fyrir rúmu ári þegar gífurlegt tap fyrirtækisins lá fyrir. Þeir ákváðu þá að draga vemlega úr álframleiðslu en auka efna- og markaðsvöruframleiðslu. Alusuisse framleiðir nú um 400.000 tonn af áli á ári en stefnir að því að minnka framleiðsluna niður í 280-260.000 tonn. Álverið í Straumsvík framleið- ir um 88.000 tonn á ári. Dr. Hans Jucker tók fram á aðalfundinum að orkuverðið á íslandi væri nógu lágt til að halda álframleiðslu ÍSAL áfram. Rekstur Alusuisse það sem af er þessu ári hefur gengið vel og stjóm- endur þess em bjartsýnir á framtíð- ina svo framarlega sem eftirspum eftir áli dregst ekki saman, verð á áli lækkar ekki og gengi dollarans fellur ekki frekar. Aðalfundurinn kaus tvo nýja fulltrúa í stjómina, þá Pius Binkert og dr. Albert Bodm- er. Binkert mun væntanlega taka við formennskunni af dr. Celio sem hætti í stjóminni fyrir aldurs sakir. FREKJM HF. S®USCT(SGEIf», KWSMZSBfmjr 4M„ KÖPAVOGf :s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.