Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 43

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 43
7861 JÍOTA gg ÍTTIOAnHAOTIAJ GIHAJRVnTOHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Frakkland: Reuter. KONUR UNDIR VOPNUM Það eru ekki aðeins karimenn, sem berast á banaspjót í Líbanon, heldur láta konumar ekki sitt eftir liggja. Þessar palestínsku stúlkur beijast með skæruliðum Yassers Arafat, leiðtoga PLO, og halda til í hæðunum upp af hafnarborginni Sídon. Hert viðurlög til að stemma stigu við ölvunarakstri 40% umferðarslysa rakin til áfengisdrykkj u París. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld tilkynntu í gær ráðstafanir, sem gripið verður til í þvi skyni að stemma stigu við ölvunarakstri. Þar á meðal er algert bann á áfengisauglýsingar í sjónvarpi. 77 manns létu lífið í umferðarslysum í Frakklandi yfir páska- helgina. Franska þingið samþykkti í gær samhljóða lagafrumvarp Albin Chalandon dómsmálaráð- herra um hert viðurlög við ölvunarakstri. Samkvæmt lög- unum tvöfaldast fangelsisdómar dmkkinna ökumanna, sem valdir em að dauðaslysum. Fangelsisdómar vegna ölvun- araksturs verða frá tveimur Afvopnunarviðræður risaveldanna: Stj órnin hyggst ekki hrapa að samningum - segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna Washington, Genf, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bug ásökunum þess efnis að Bandaríkjastjóm legði ofurkapp á að ná samkomulagi við Sovétríkin um upprætingu meðaldrægra kjarn- orkuflauga í Evrópu. Minnti hann á að Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti hefði fyrst sett þessa hugmynd fram árið 1981 og því væri tæpast unnt að saka stjómina um fljótfærni. Með þessum orðum var Shultz að svara ásökunum Bemard Rog- ers, yfirmanns herafla Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu, en hann sagði nýlega að hugmyndir Banda- ríkjastjómar varðandi kjamorku- vopn í Evrópu væru hættulegar og að fljótfæmislegt samkomulag um upprætingu meðaldrægra flauga myndi auka hættuna á kjamorku- Flugvél skotin niður í Angóla Lissabon, Reuter. ANGÓLSKAR orrustuþotur skutu i vikunni niður litla flugvél yfir Suður-Angóla. Er flugmaðurinn bandariskur að sögn og grunaður um að hafa verið að njósna fyrir stjómina í Suður-Afríkumenn. í fréttum Angop-fréttastofunnar angólsku sagði, að flugvélin hefði verið skotin niður skammt frá landa- mærum Angóla og Namibíu, sem Suður-Afríkumenn ráða, og að flug- maðurínn hefði haft bandarískt vegabréf undir höndum. Telja yfir- völd í Angóla, að hann hafi verið í njósnaferð. Þessi atburður verður á sama tíma og sambúð Angólastjómar og Bandaríkjastjómar hefur nokkuð verið að lagast og til marks um það má nefna, að fyrr í þessum mánuði ræddust fulltrúar stjómanna við í Brazzaville í Kongó. styijöld. Rogers sagði einnig að brottflutningur meðaldrægra kjam- orkuflauga myndi hafa þá hættu í för með sér að átök milli hins hefð- bundna herafla stórveldanna leiddu til þess að langdrægum kjamorku- eldflaugum yrði beitt með hinum óhugnanlegustu afleiðingum. „Þrátt fyrír að samið yrði um útrýmingu meðaldrægra flauga í Evrópu, myndu þúsundir kjam- orkuvopna standa eftir til varnar Evrópu,“ sagði George Shultz í sjónvarpsviðtali í gær. Með þessum orðum var bandaríski utanríkisráð- herrann að vísa til kjamorkuflauga um borð í flugvélum, skipum og kafbátum. Kvað hann samkomulag um Evrópuflaugamar ekki veikja stefnu Atlantshafsbandalagsins í vígbúnaðarmálum. Reagan Bandaríkjaforseti sagði á fimmtudag að hann væri í senn raunsær og vongóður um að samn- ingar næðust. Þennan sama dag var haft eftir Shultz að hugsanlegt væri að leiðtogar stórveldanna kæmu saman til fundar í Was- hington í haust svo framarlega sem samið yrði um Evrópuflaugamar. Robert Byrd, þingmaður Demó- krataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði fréttamönn- um að hann væri bjartsýnni en nokkru sinni áður um að samninga- menn stórveldanna í Genf næðu árangri f þessari lotu viðræðnanna. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem meinar Bandaríkjastjóm að veita fjármunum til smíði vopnakerfa, sem era óheimil samkvæmt SALT II samkomulaginu frá árinu 1979. FYumvarpið verður brátt tekið fyrir í öldungadeildinni og er búist við að Reagan forseti beiti neitunar- valdi verði það samþykkt þar. Reuter Samningamenn risaveldanna hófu nýja lotu afvopnunarviðræðna í Genf á fimmtudag. Lögreglumenn fjarlægðu búddamunk, sem tekið hafði sér stöðu við sovéka sendiráðið. Munkurinn kvaðst einungis vera að biðja fyrir friði í heiminum og tæpast væri það ólöglegt. Lögreglumennirnir létu sér ekki segjast og báru hann á braut. mánuðum upp í tvö ár og sektir frá 2-30.000 frankar (13-195. 000 fsl. kr.). Chalandon tilkynnti, að frönsku sjónvarpsstöðvunum þremur, sem eru í einkaeign, hefði verið bannað að auglýsa áfengi og yrði bannið í gildi fram yfír sumarönn þingsins. Mikið er um hvers kyns vínauglýsingar í frönskum blöð- um og tímaritum, svo og á skiltum á almannafæri. í neðan- jarðarlestinni í París eru t.d. flennistór auglýsingaskilti, þar sem lesa má m.a., að máltíð án víns sé eins og blómlaus völlur eða vor án lóunnar. Heimildir í franska þinginu herma, að sú þverpólitíska sam- staða, sem tókst um fyrrnefnda lagasetningu, eigi fyrst og fremst rætur að rekja til dauða- slysanna um páskana. Þá létust 77 manns af völdum umferðar- slysa og um 2500 manns slösuð- ust. Nærri 11.000 manns létust í umferðarslysum á árinu 1985 og voru um 40% slysanna rakin til ölvunaraksturs. Læknar, sem rætt var við í franska ríkissjónvarpinu í fyrra- kvöld, kváðu dæmigerð viðbrögð móður 26 ára gamals ökumanns, sem handtekinn var um helgina, eftir að bfll hans hafði rekist á tré með þeim afleiðingum, að þrír samferðarmanna hans fór- ust: „Hann var alls ekki drukk- inn undir stýri,“ sagði móðirin við blaðamenn, „hann fékk sér bara fímm aníslíkjöra í fordrykk fyrir kvöldmatinn, drakk rauðvín og rósavín með matnum og tvö glös af rauðvíni með eftirréttin- um.“ Okumaðurinn slapp lítið meiddur, en í blóði hans mæld- ust l,57%o af vínanda, næstum tvöfalt það magn, sem leyfílegt er samkvæmt frönskum lögum. Samkvæmt upplýsingum franska umferðarráðsins eru dauðaslys í umferðinni tiltölu- lega flest í Frakklandi, eða 228 á hveija milljón íbúa. Þar á eftir kemur Belgía með 192 á hveija milljón. Finnland: * á stjórn Hægri flokksins og jafnaðarmanna Helsinki, Reuter. HARRI Holkeri, sem falið hefur verið að kanna grundvöll fyrir myndun samsteypsutjórnar i Finnlandi, gaf sterklega til kynna í gær að Jafnaðarmanna- flokkurinn og Hægri flokkurinn hefðu náð samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Holkeri sagði á fundi með frétta- mönnum að enn væri nokkur ágreiningsefni óleyst en gaf jafn- framt í skyn að þau myndu ekki standa í vegi fyrir myndun ríkis- stjórnar. Hann kvaðst ekki vilja láta meira uppi að svo stöddu og minnti á að Mauno Koivisto forseti væri væntanlegur í dag, laugardag, heim til Finnlands frá Tékkóslóv- akíu. Koivisto fól Holkeri, sem gegnir stöðu Seðlabankastjóra, að kanna grandvöll fyrir myndun stjómar Jafnaðarmanna og hægri manna en Holkeri var í eina tíð formaður Hægri flokksins. Jafnaðarmenn töpuðu einum þingmanni í síðustu kosningum og hefur flokkur þeirra nú 56 fulltrúa á þingi. Hægri flokkurinn vann hins vegar níu þingsæti og hefur 53 menn á þingi. Þessir flokkar gætu því myndað meirihlutastjóm þar eð 200 fulltrúar sitja á þinginu. Hægri flokkurinn hefur verið í stjómarandstöðu í 20 ár en Jafnað- armenn og Miðflokkurinn hafa haldið um stjómartaumana auk Kommúnistaflokksins en vinsældir hans hafa dvínað ört á undanföm- um áram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.