Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 44

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Noregur: Síðasta hvalver- tíðin að hefjast Grænfriðungar undirbúa mótmælaaðgerðir Ósló. Frá Áslaugu Þormóðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSK stjórnvöld hafa heimilað veiðar á alls 375 hvölum á síðustu hvalvertíðinni, sem hefst 27. april nk., 325 í Barentshafi og 50 á Jan Mayen-svæðinu. Ríflega 50 bátar hafa fengið leyfi til veiðanna. Grænfriðungar hyggj- ast efna til mótmælaaðgerða gegn hvalveiðimönnum, svo og gegn Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, þegar hún kemur til Lundúna eftir helgina. Ríkisstjómin ætlar að draga fram á sumarið að kunngera framtíðar- stefnu sína í hvalveiðimálum. í fyrrasumar var ákveðið, að dregið skyldi smám saman úr veiðunum og þeim hætt eftir vertíðina, sem nú er að hefjast. Bjame Mörk Eidem sjávarútvegsráðherra hefur sagt, að Norðmenn hafi_ áhuga á rannsóknasamstarfi við íslendinga í hvalveiðimálum. í fyrrasumar skipaði Eidem nefnd vísindamanna með Lars Wallöe, prófessor við Óslóarháskóla, í fararbroddi, og er verkefni hennar að leggja mat á ástand hvalveiðistofnsins í Norð- austur-Atlantshafi og hugsanlegar framtíðarveiðar úr honum. Wallöe hefur ekki viljað láta uppi, í hverju ráðleggingar nefndarinnar verða fólgnar, en nefndin mun skila áliti snemmsumars. Pólland: Jakob Lagerkrantz, fulltrúi Grænfriðunga í Sviþjóð, segir, að samtökin muni fylgjast grannt með því, þegar norskir hvalveiðimenn haldi á miðin. Lagerkrantz hefur enn fremur látið eftir sér hafa, að mótmælaaðgerðum verði haldið uppi gegn Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra, meðan hún dvelst í Lundúnum. Þar mun Brundtland sitja fund til að kynna skýrslu al- þjóðlegrar nefndar um umhverfis- vemd í heiminum. Fundurin hefst sama dag og hvalvertíðin í Noregi, eða 27. apríl, eins og fyrr sagði. Grænfriðungum þykir mótsagna- kennt, að Brundtland leyfi hvalveið- ar heima fyrir í krafti embættis síns, en sem formaður alþjóðlegrar umhverfisvemdar standi hún að því að leggja fram umfangsmikla skýrslu, sem nefni hvalveiðar sem sorglegt dæmi um ofnýtingu á dýra- stofni. Samkvæmt upplýsingum, sem norska blaðið Aftenposten hefur orðið sér úti um, stangast hvalveiði- stefna Norðmanna í engu á við fyrmefnda skýrslu umhverfísvemd- amefndarinnar. í skýrslunni er aðeins tekið fram, að ekki hafí alls staðar tekist að koma í veg fyrir ofnýtingu hvalastofna og lagt til að fundnar verði ömggar stjómun- arleiðir til að ráða bót á því. Saka Bandaríkja- mann um njósnir Varsjá, Reuter. YFIRVÖLD í Póllandi hafa sakað bandarískan sendiráðsmann um njósnir og sýnt myndband því til sönnunar. Þar á maðurinn að sjást afhenda pólskum aðstoðar- manni peninga og skrifleg fyrirmæli. Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjómarinnar, sagði, að Albert Mu- eller, annar sendiráðsritari í stjóm- máladeild bandaríska sendiráðsins, hefði verið „gripinn glóðvolgur" sl. laugardagskvöld og færður á lög- reglustöð til yfírheyrslu. Nú væri hann hins vegar farinn úr landi. Pólska utanríkisráðuneytið hefur komið mótmælum á framfæri við bandaríska sendiráðið og talsmaður þess hefur staðfest, að Mueller hafí farið úr landi. Hann sagði þó, að Mueller hefði ekki verið vísað brott og kæmi brátt aftur. Hefði hand- töku hans og yfírheyrslu í sex og hálfan tíma verið mótmælt við pólsk stjómvöld enda um að ræða brot á friðhelgi sendiráðsmanna. Mueller, sem talar pólsku reip- rennandi, hafði verið í Varsjá í tvö ár og átti skammt eftir af dvölinni þar. Á myndbandinu, sem sýnt var fréttamönnum, sást maður með poka vera á tali við annan í skógar- rjóðri en myrkur var á og ekki hægt að sjá á myndinni hverjir þama voru á ferð. Florida: Myrti sex manns í tveimur verslunum Reuter. Lögreglumenn forða ungum dreng undan kúlnahríðinni. Rúmlega 100 lögreglumenn umkringdu verslunina auk sjúkraliðs og víkinga- sveitar frá nálægri herstöð. Palm Bay, Florida, Reuter. MAÐUR vopnaður hálfsjálfvirk- um riffli myrti í gær sex menn og særði 14 í tveimur verslana- miðstöðvum í strandbænum Palm Bay á Florida í Banda- ríkjunum. Var hann loks svældur út með táragassprengjum og handtekinn þegar hann reyndi að komast undan. „Ég vissi ekki fyrri til en ég heyrði skothvelli og sá fólk falla til jarðar allt í kringum mig. Neyð- arópin kváðu við úr öllum áttum og það var ekkert lát á skot- hríðinni," sagði Joe Camavale, sem staddur var í annarri versluninni, en að sögn lögreglunnar létu sex menn lífið, þar af tveir lögreglu- menn. Ekki er vitað hvers vegna morðæðið rann á manninn en hann var drykkjusjúkur og sást mjög ölv- aður fyrr um daginn. Maðurinn hóf skothríðina á bíla- stæði fyrir utan verslanamiðstöð en hljóp síðan jrfír að annarri handan götunnar og iét kúlunum rigna yfír fólkið, sem þar var statt. Kom hann sér síðan upp eins konar vígi í versl- unni og hafði þar um stund þijá gísla á valdi sínu. Lögreglan fékk talið hann á sleppa þeim og skaut að því búnu táragassprengjum inn í verslunina. Reyndi morðinginn þá að komast undan bakdyramegin en var strax yfírbugaður. Lögreglan segir, að morðinginn heiti William Cmise, á sjötugsaldri og búsettur í Palm Bay, sem er um 18.000 manna bær. í gær var talið eins líklegt, að einhverjir hinna særðu létust af sámm sínum. Þegar þú biður um ríssúkkulaði meinarðu örugglega þetta hér P«»YJA 8ÆMÆTISÖ6WJ, KAfl6WeSe#(AiJT 104, KOflAVOÖI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.