Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 49

Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 49 efni til að ræða kosningamar á skemmtilegum nótum.“ Vel flestir starfsmenn stöðvarinnar taka þátt í útsendingunni og munu þeir Páll Þorsteinsson og Pétur Steinn Guð- mundsson dagskrárgerðamenn sjá um tónlistina sem skotið er inn á milii frétta og viðtala. Kosningaútvarp á báð- um rásum „Útsending okkar nær um allt land og miðin,“ sagði Kári Jónasson fréttastjóri ríkisútvarpsins, en bein- ar útsendingar hefjast kl. 22 og verður sent frá tíu stöðum á landinu. Útvarpað verður á báðum rásum en áhersla lögð á tölur og viðtöl við stjómmálamenn á rás eitt. „Við byggjum á gömlum merg og beinar útsendingar em ekkert ný- mæli hjá okkur. Við emm með gott og gamalt tölvuforrit sem sér um alla útreikninga og munum kapp- kosta að birta tölur um leið og þær liggja fyrir. Að þessu sinni verður samkeppni milli fjögurra lqordæma um að verða fyrst með tölumar og ef fer sem horfir verða megin línur varðandi úrslitin komnar fyrir mið- nætti." Þorkell Helgason prófessor verð- ur í talstofu og reiknar út kosning- arspá á gmndvelli forrita sem gerð hafa verið vegna nýju kosningalag- anna. Eftir að fyrstu tölur hafa birst úr Reykjavík verður talað við efstu menn á listum flokkanna í samtengdri útsendingu hljóðvarps og sjónvarps. Fréttamenn munu síðan ræða við frambjóðendur úti á landi eftir því sem tölur berast og tilefni er til. í Reykjavík og á Akur- eyri verða fréttamenn á ferðinni og koma við á kosningavökum flokk- anna. Morgunútvarp hefst kl. 8 á sunnudagsmorgun en haldið verður áfram að útvarpa tölum þar til nið- urstöður liggja fyrir í öllum kjör- dæmum. „A sunnudag verða viðtöl við leiðtoga flokkanna um niður- stöður kosninganna," sagði Kári. A rás 2 verður talað við unga og nýja alþingismenn um kosningaúrslitin og á rás eitt verður talað við gamla og reynda stjómmálamenn um nið- urstöðumar. í hádegisútvarpi verður sagt frá úrslitum í þeim kjör- dæmum þar sem talningu er lokið og í sérstökum fréttaþætti verða viðtöl við reiknimeistara og stjóm- málaforingja. Að loknum kvöld- fréttum verður sérstakur frétta- þáttur um úrslit kosninganna. J—/esiö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Morgunblaðið/Emilía Starfsmenn Stöðvar-2 æfðu kosningarsjónvarpið í gær. Frá vinstri tölvusérfræðingarinir Friðrik Sigurðsson og Bjarni Júlíusson, Páll Magnússon fréttastjóri og Sigurveig Jónsdóttir fréttamaður. BRETLAND Viltu bregða þér með? Dreymir þig stundum að þú liggir á strönd og borðir góðan mat, að þú siglir á fallegum bát, spilir golf, akir um grænt landslag, stundir leikhús, tónleika, diskótek og hver veit hvað? Við þekkjum drauminn og bjóðum þér að upplifa skemmtilega og fjölbreytta daga hjá góðum grönnum okkar, Bretum. Flugleiðir fljúga adlt að átta sinnum í viku til London í sumar og þrisvar í viku til Glasgow. Hér koma örfá dæmi um ljúfa „breska daga“. fara hreinlega í „golfferð" um Skotland, aka milli spennandi golfvaila og góðra hótela. Flug og bátur Þú lætur þig líða um kyrrlátt landslag Norfolk á bát eftir síkjum og ám, leggur að bryggjum lítilla bæja eða freistandi veitingastaða og kráa sem liggja víða meðfram bökkunum. Norfolk er náttúruvemdarsvæði ríkt af fuglalífi og vatnagróðri. Flug, bfll, hús og golf Á bíl ertu pinn eiginn fararstjóri, heimsækir þá staði sem þig hefur dreymt um og hagar tímanum eftir þínum hentugleika. Skemmtilegt væri t.d. líka að leigja eitt af rómantískum BLAKES-SUMARHÚSUNUM í nokkra daga og aka stuttar ferðir í nágrenninu eða BLAKES-BATAR Flug+bátur f 1 viku kr. 20.824 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og Cciribou bát. Mjög margir aðrir möguleikar. LONDON Flug+bíll í 2 vikur kr. 14.605 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, í Ford Fiesta. GLASGOW Flug+bíll í2vikurkr. 13.169 á mcinn. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, í Ford Fiesta. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumcir. Ath. Öll flugumferd Flugleiða til og frá Heathrow fer um Terminal 1. FLUGLEIDIR öluskrifstofur Flugleida: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.