Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 51

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 51 Akureyri: Eldurí Dalborgu EA ELDUR kom upp í skuttogaran- um Dalborgu EA 317 frá Dalvík í Slippstöðinni á Akureyri í gær- morgun. Unnið hefur verið að hækkun á brú skipsins að undanfömu og kom eld- urinn upp í íbúð skipverja þegar verið var að rafsjóða stál, sem of- heitnaði. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og urðu aðeins skemmdir á einni skipsíbúðinni. Vegskáli í Óshlíð: Lægsta tilboð 12,3 milljónir VEGAGERÐ rikisins fékk fjögur tilboð i gerð vegskála á Hvanngjá ytri í Óshlíð og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboð- ið átti verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmundur i Reykja- vik, 12,3 milljónir kr., sem er 13,4% yfir áætlun. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 10,8 milljónir kr. Næst- lægsta tilboðið var frá Hagvirki í Hafnarfírði, 12,8 milljónir kr. Hin tilboðin vom frá Ömólfí Guðmunds- syni í Bolungarvík, 13,5 milljónir og Vesttaki á ísafirði, 14,4 milljón- ir kr. I útboði er talað um að verkinu eigi að ljúka fyrir 1. september næstkomandi. Sem dæmi um um- fang verksins eru helstu magntölur þessar: Malar- og gijótfylling er 800 rúmmetrar, mótafletir 1.300 fermetrar, steypustyrktarjám 41 tonn og steypa 460 rúmmetrar. Hljómsveitin Völundur, heimsfræg á Austurlandi í eina tíð, talið frá vinstri: Stefán Braga- Fokheld sundlaugarbygging við Vonarland. son, Friðrik Lúðvíksson, Helgi Arngrímsson, Bjarni Helgason og Jón Arngrimsson. Egilsstaðir: Egilsstöðum. Á MILLI250 og 300 þúsund krón- ur söfnuðust á tónlistarhátíð sem haldin var á Egilsstöðum fyrir skömmu. Ágóði af hátíðinni rennur til styrktar sundlaugar- byggingar við Vonarland, heimili þroskaheftra á Austurlandi. Um þrjátíu tónlistarmenn af Austur- landi, einkum Héraði, settu saman fjölbreytta tónlistar- og skemmtidagskrá sem flutt var í Valaskjálf fyrir fullu húsi, alls um 600 manns. Að sögn Þorvarðar Bessa Einars- sonar, aðalhvatamanns að tónlistar- hátíðinni, lætur allt þetta tónlistar- fólk vinnu sína í té endurgjalds- laust, en þrjár hljómsveitir skiptust á um að leika fyrir dansi fram eft- ir nóttu. Tónlistardagskráin var síðan endurtekin á sunnudag. Endanlegt fjárhagsuppgjör af þessari hátíð hefur enn ekki farið fram, en hagnaður er talin nema á milli 250 og 300 þúsundum króna. Soffía Lárusdóttir, forstöðukona Vonarlands, kvað brýna þörf fyrir að ljúka við sundlaugarbygginguna, en hún er nú fokheld. Vonarland er heimili 9 einstakl- inga, mismunandi mikið fatlaðra, og kemur sundlaug að miklu gagni við endurhæfingu þeirra. — Björn Tónlistarhátíð tíl styrkt- ar sundlaugarbygg- ingu við Vonarland Morgunblaðið/Bjöm Vonarland, vistheimili þroskaheftra á Austurl- andi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.