Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Frú Reagan í hópi barnanna, henni til hægri handar er Oddf ríður Helgadóttir og við hlið hennar Katla Guðrún Harðardóttir. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Eitt verksmiðjuskipanna á sigiingu suðvestur af Reykjanesi Austantjaldsfloti á karfa út af Reykjanesi STÓR floti verksmiðjuskipa frá Austur-Evrópu er nú á karfaveið- um suðvestur af Reykjanesi. Skipin eru frá Rússlandi, Búlgaríu og Austur-Þýzkalandi. Landhelgisgæzlan flaug yfír veiðisvæðið og voru þá 44 skip á þessum slóðum, rétt utan 200 mílna markanna. Ekki sást til þeirra hífa trollið um borð og ókunnugt er um aflabrögð. Skip frá Austur-Evrópu hafa nýtt sér þessi mið undan farin ár á svipuðum árstíma. Islendingar hafa til þessa ekki talið það borga sig að veiða þennan karfa, sem sagður er mun lakari en sá sem er á grynnri sæ og innan landhelginn- Boð í Hvítahúsinu ARLEGA er haldið jólaboð í Hvítahúsinu í Washington, sem bðrn- um sendiráðsstarfsmanna þar í borg er boðið til. Félagsskapur er nefnist „The Hospitality and Information Service“ og hefur það að markmiði að kynna erlendum sendiráðsstarfsmönnum og fjölskyldum þeirra bandarískt þessu boði. Um síðustu jól var 375 bömum á aldrinum 6-10 ára boðið til Hvíta hússins. Mættu þau á nokkrum stöðum í borginni og var síðan ekið til forsetabústaðarins. Tvær íslenskar stúlkur, Katla Guðrún Harðardóttir og Oddfríður Helgadóttir voru í þessum hóp og sögðu þær við blaðamann Morg- unblaðsins, að tekið hefði verið á móti þeim í anddyri Hvítahússins og þeim leyft að skoða sig um áður en skemmtiatriði hófust og forsetafrúin Nancy Reagan kom og bauð bömin velkomin. Frú Reagan hefði síðan látið kalla á þær og boðið þeim að sitja hjá sér, hefði hún spjallað við þær m.a. sagt að henni hefði þótt leið- inilegt að komast ekki með manni sínum til íslands síðastliðið haust. Eftir að hafa horft á skemmtiat- riði þ.á m. búktalarann, Shary Lewis, með bömunum kvaddi frú Reagan, en bömunum var boðið upp á veitingar áður en þau voru leyst út með gjöfum er þau héldu heim á leið. Katla Guðrún og Oddfríður sögðu að mörg bamanna hefðu verið í þjóðbúningum, heldur fleiri en í fyrra, en þá fóm þær líka í jólaboð í Hvítahúsið. Þær sögðust vera mikið saman þó ekki væru þær í sama skóla, því þær væru svo heppnar að búa skammt frá hvor annarri. þjóðlíf, hefur veg og vanda af Áróra Sigurgeirsdóttir, kona Harðar Bjamasonar, sendiráðu- nauts, og móðir Kötlu Guðrúnar sagði að „The Hospitality and Information Service" væri mjög merkur félagsskapur, er stofnað- ur hefði verið árið 1961 fyrir forgöngu aðila úr stjóm John F. Kennedy, forseta og væri allt starf á hans vegum unnið af sjálf- boðaliðum. Sagði hún að þegar nýtt fólk kæmi til starfa í sendi- ráðunum væri því boðið til te- drykkju á vegum félagsins þar sem starfsemi þess væri kynnt. Síðan væm sendir bæklingar nokkmm sinnum á ári til fólksins þar sem fram kæmi hvað til stæði s.s. skoðunar- og skemmtiferðir og margt fleira. Hefði félagið unnið ómetanlegt gagn við að efla kynni og auka skilning milli heimamanna og erlendra sendi- ráðsmanna. Fulltrúar íslenskrar æsku í jólaboðinu í Hvítahúsinu, þær Katla Guðrún (t.h.) og Odd- fríður. Myndin er tekin á heilmili Kötlu. Vk Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðbjörg Hjaltadóttir með vinn- ingsmiðann og vinninginn. Selfoss; Fékk svona hálfgert sjokk Selfossi. „ÉG FÉKK svona hálfgert sjokk við þetta. Það er auðvitað gott að fá svona vinning en maður er bara ekki viðbúinn þessu,“ sagði Guðbjörg Hjaltadóttir frá Laugarási í Biskupstungum sem fékk nýlega 500 þúsund í skyndi- happdrætti Háskóla íslands. Guðbjörg keypti miðann í Foss- nesti á Selfossi og var þetta fyrsti miðinn sem keyptur var úr fyrsta bunkanum sem fór í verslanir úr fyrstu sendingunni sem umboðið pantaði. Guðbjörg keypti tvo miða, merkti sér strax annan og vinnufé- laga sínum hinn en á honum var enginn vinningur. „Ég geymi þetta svona til að byija með á meðan maður er að átta sig á þessu," sagði Guðbjörg. Þessi vinningur Guðbjargar er fyrsti 500 þúsund króna vinningurinn sem kemur upp af átta í milljón miða sendingu. Sig. Jóns. Fyrirlestur um mann- réttinda- baráttu blökku- manna DR. THOMAS Howell prófessor í sagnfræði við Louisiana College í Bandaríkjunum flytur opin- beran fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mánudaginn 27. apríl kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „The Civil Rights Move- ment in the United States“ og fjallar um mannréttindabaráttu blökkumanna síðustu áratugina. Prófessor Howell hefur verið Fulbright-sendikennari í sagnfræði í heimspekideild þetta misseri. Rannsóknasvið hans er bandarísk þjóðfélagssaga á 20. öld og vinnur hann nú að rannsóknum á ýmsum þáttum mannréttindahreyfingar blökkumanna í Louisiana-ríki. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. ^^pglýsinga- síminn er 2 24 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.