Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 4 AÐVELJA- OG ÞÁ HVERNIG? Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ted AJlbeury: The Choice Útg. Hodder& Stoughton 1986 Ted Allbeury hefur sent frá sér nokkrar spennusögur, sem hafa þótt góðar. Hann hefur einnig skrifað þætti fyrir útvarp og sjón- varp við góðar undirtektir. En væntanlega vekur bók hans „The Choice" meðal annars athygli fyrir það, að hún er í flestu mjög ólík því sem hann hefur skrifað fram að þessu. Hér segir frá David Collins. Hann elst upp í fátækt hjá móður sinni, sem hafði orðið ekkja í heimsstyijöldinni síðari. Það er aldrei skýrt að neinu ráði af hveiju móðirin getur ekki fest ást á syni sínum: það er bara svona. Og David tekur ástleysinu, umhyggju- leysinu eins og tiltölulega eðlileg- um hlut. Hann getur aldrei boðið skólafélögum sínum heim, hann stendur sig svo sem ekki neitt sér- lega vel í námi. En það verður þá að hafa það líka. Hann hefur ekki alvarlegar áhyggjur af því. Að því er virðist. Þegar hann hættir í skóla og fer að vinna, fyrst erfíði- svinnu, kemur smátt og smátt í ljós að honum er - eftir allt saman - ýmislegt til lista lagt. Hann vinn- ur sig hægt og bítandi áfram, gengur að eiga stúlkuna Mary, sem hafði búið í nágrenni við hann í Birmingham. Þau eignast son og hjónabandið er hljótt og friðsamt og tómt. Að vísu skiptir það ekki neinu máli, framan af. Svona hljóta % hjónabönd bara að vera, hugsar David með sér. En tímar líða og meðfæddir hæfileikar Davids fara að njóta sín. Ofurhægt að visu - og allt verður málið flóknara. Hann kemst að á auglýsingastofu og von bráð- ar hækkar hann í tign og það er greinilegt að honum eru flestir vegir færir. En ekki er Mary án- ægð með það. Hún vill búa í hljóðlátu og leiðinlegu hjónabandi. Hún vill ekki að neitt breytist. Og reynir eftir því sem hún getur að draga úr honum kjarkinn. Væntanlega eru það áhrif bemsku og uppeldis, að David hef- ur ákaflega brenglað sjálfstraust. Hann getur ekki skilið, að ein- hverjum þyki til um hvað hann getur. Enn erfiðara finnst honum að ímynda sér að einhveijum þyki vænt um sig. Sjálfur á hann einn- ig afar örðugt með að tjá tilfinning- ar sínar og ræður ekki neitt við neitt, ef kröfur eru gerðar til hans að því leyti. Hann smeygir sér undan ef hætta er á að eitthvað sé í aðsigi. Svo kemst hann í kynni við stúlkuna Sally. Og það verður hálf- gildings sprenging innra með honum. Hann verður ástfanginn upp fyrir haus. Þótt sú tilfínning sé honum óijós framan af. Sally eys tilfínningum yfir hann og gefur honum það sem hann hefur aidrei kynnzt áður. Það vekur hjá honum skelfingu og fögnuð og hann ræð- ur ekki alls kostar við það sem er að gerast innra með honum. Mary kemst á snoðir um ástarsambandið og setur honum kosti. Hann verður ‘Allbeury's people are real in the sense that Greene's or Maucjham's are' H.R.I. Keiitmq in Tlic Tirncs að velja milli hennar og Sallyar. Auðvitað ætti það, við fyrstu sýn, ekki að vera ýkja erfitt. En manni eins og David verður það óyfirstíg- anlegt vandamál. Þegar hér er komið sögu, „biýt- ur“ höfundur upp frásögnina. Hann segir nú frá því lífí sem David lifír, eftir að hann ákveður að gefa ástkonu sína upp á bátinn og snúa aftur til Mary. Og á hinn bóginn, hvemig framvindan verð- ur, ef David ákveður að fylgja rödd ástarinnar. Hvorug leiðin er ein- föld. Og endirinn eftir því. Þetta er sniðug tilraun hjá Alleubury og leikni hans er ótví- ræð. Manneskjulegur skilningur ræður ferð, með hugmyndaauðgi sem aldrei fer úr böndunum. The Choice er í hvívetna áhugaverð bók aflestrar. Og hefur heilmikin áhrif á lesanda, leyfí ég mér að segja. Einar Jóhannesson, Philip Jenkins Hljómplötur Egill Friðleifsson Efnisskrá: Verk eftir Nielsen, Burgmuller, Schumann, Jón Þórarinsson og Þorkel Sigur- björnsson. Flytjendur: Einar Jóhann- esson, klarinett, Philip Jenk- ins, píanó. Það er gróska í hljómplötu- útgáfunni þessar vikumar. Ekki færri en fimm plötur með fagur- tónlist hafa komið út að undanf- ömu og hefði einhvemtíman þótt tíðindi, og það án þess að jólin séu í sjónmáli. Platan, sem hér verður tekin til umfjöllunar, hefur að geyma leik þeirra Einar Jóhannessonar, klarinettuleik- ara, og Philips Jenkins, píanó- leikara, báðir valinkunnir listamenn og löngu landskunnir. Það skal strax tekið fram að þáttur Einars Jóhannessonar er mjög góður á þessari plötu. Tónn hans er fallegur og blæbrigð- aríkur, tækni góð og túlkun sannfærandi á besta máta. Gild- ir þá einu hvort hann fæst við „Rek“ Þorkels Sigurbjömsson- ar, samið 1984, eða hárómantísk Fantasiestucke eftir Robert Schumann. Sömuleiðis er leikur Philip Jenkins vandaður og góð- ur en e.t.v. dálítið hlutlaus á stundum. Samvinna þeirra fé- laga er vel samhæfð og hnökra- laus. Á hlið I verður fyrst fyrir okkur Fantasistykke eftir frænda vom Carl Nielsen. Þetta er eitt af æskuverkum höfundar, rómantískt og elskulegt, en ekki sérlega rismikið. Þá heyrum við Duo op. 15 eftir Burgmuller. Höfundur, sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar, lést aðeins 26 ára að aldri. Þetta fallega verk ber ótvíræðum hæfileikum höfundarins fagurt vitni og hljómar hér sérlega vel í flutningi þeirra Einars og Philips. Þeir, sem ánægju hafa af því að bera saman túlkun ólíkra listamanna á verkum meistaranna, hafa hér gott tæki- færi, þar sem eru Fantasi- estucke op. 73 eftir Schumann, sem þeir félagar flytja af mikilli einlægni. Á hlið II eru íslensk verk. Sónata Jóns Þórarinssonar er eitt af hans þekktustu verkum og víða flutt. Jón samdi þetta verk árið 1947 og má þar mjög merkja áhrif kennara hans, Paul Hindemith. Nokkuð kveður við annan tón í „Reki“ Þorkels Sigurbjömsson- ar, sem er litríkt verk og ljóð- rænt. Að síðustu fínnum við á plötunni fjögur íslensk þjóðlög í meðhöndlun Þorkels, en hann hefur nokkuð róið á þjóðlaga- miðin hin síðari ár og gert þar marga góða hluti. Það er Merlin-útgáfufyrir- tækið sem gefur þessa plötu út. Platan er falleg rós í hnappagat Einars Jóhannessonar og þeim félögum báðum til sóma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.