Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 72

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 72 Minning: Anna Olafsdóttir frá Gunnhildargerði Fædd 29. ágúst 1902 Dáin 20. mars 1987 Mig langar til að drepa niður penna og minnast hennar ömmu minnar sem mér þótti svo ósköp vænt um. Hún amma, Anna Ólafsdóttir, fæddist þ. 29. ágúst árið 1902 og ólst upp á Bimufelli í Feliahreppi. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Bessasonar og Þórunnar Bjama- dóttur. Hún var elst af þeim systr- Fæddur 14. aprU 1912 Dáinn 17. april 1987 í dag, laugardaginn 25. apríl, verður jarðsettur á Akureyri Ami Jónsson, Stórholti 7, Glerárþorpi. Hann hefur nú farið þá leið, sem okkur öllum er ætluð og undarlegt er hvað manni finnst dauðinn alltaf koma óvænt. Það er eins og maður geti ekki sett sig í þær stellingar að taka honum sem þeim sjálfsagða endi sem hann þó er. Því var það að mér brá ónotalega þegar mér var skýrt frá andláti Ama, samt vissi ég að hann hafði veikst heiftar- lega og verið settur á gjörgæslu um tíma en síðan var hann fluttur á almenna deild og þá kom vonin um að hann myndi ná sér og kom- ast aftur heim. Þetta fór á annan veg, á föstudaginn langa kvaddi Ami þennan heim, göngu hans hér var lokið. Ámi Jónsson var mikill heiðurs- og sómamaður, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Hann var alla tfð um sínum Björgu og Bimu og hálfsystkinum þeirra, Ragnari og Þómnni. Amma giftist Jóni Sig- mundssyni frá Gunnhildargerði í Hróarstungu 23 ára gömul. Þau bjuggu í Gunnhildargerði alla sína búskapartíð og ólu þar upp sín átta böm. Afi féll frá árið 1957 og árið 1963 brá amma búi og flutti til Reykjavíkur. Ég man ekki lengra en eftir ömmu í Háagerði. Hún var alltaf einn af föstu punktunum í til- verkamaður og með sparsemi og dugnaði tókst honum að byggja fallega íbúðarhæð yfir fjölskyldu sína. Ég man þegar Ámi ræddi um bankastofnanir og fyrirgreiðslu, þá sagði hann gjaman stoltur að hann hefði alltaf getað staðið í skilum og að hann hefði náð að byggja upp gott lánstraust í gegn um árin. Hann vissi að það var ekkert sjálf- sagt frekar en annað, hann hafði þurft að berjast hart fyrir sínu og ekkert hafði komið upp í hendumar á honum fyrirhafnarlaust. Ámi var mikill reglumaður, ekki bara í sambandi við vín og tóbak heldur á alla hluti. Hann vann hjá sömu vinnuveitendum í yfir 30 ár og man ég ekki eftir að hann missti dag úr vinnu. Eitt árið var hann þó orðinn ansi óánægður með laun- in sín og fannst að þótt hann gætti ýtmstu sparsemi, þá næðu endar ekki saman. Eftir að hafa rætt málið við Qölskylduna ákvað hann að segja upp starfí sínu vegna þessa. Man ég að fjölskyldan beið vemnni, já ég trúði því meira að segja í þá daga að fyrst yrði maður stór eins og mamma en síðan lítill eins og amma. Síðan em liðin mörg ár og ég hef bara stækkað. En með ámnum varð amma æ merkari per- sóna í mínum augum. Hún hafði ekki alltaf haft meðvindinn. Hún upplifði heimsstyijaldimar tvær, kreppuárin og ól upp sín átta böm með miklum sóma á einum mestu umbrotatímum íslendingasögunn- ar. Hún hélt alltaf reisn sinni og hopaði hvergi. Þó amma væri ekki há í loftinu lét hún ætíð að sér kveða þannig að tekið var eftir. Hún hafði sinar skoðanir á öllum málum og var ófeimin við að láta þær í ljósi, hvort sem um var að ræða landsmálin eða málfar bamabamanna. Hún var mikill unnandi íslenskrar tungu og nokkuð spennt þegar Ámi kom heim úr vinnunni næsta dag því þetta var nú ekkert venjulegt hjá honum. Nú, húsbóndinn kom heim brosandi og kvað vinnuveitandann hafa spurt sig af hveiju hann vildi hætta og þegar hann hefði heyrt ástæðuna þá hefði hann hækkað Iaunin vemlega. Sást á þessu að vinnuveitendumir kunnu að meta samviskusemi og dugnað hans. Verkamannalaun á íslandi hafa aldrei verið há og því held ég að Áma hafi aldrei þótt það „sjálf- sagt“ að eiga bfl. Man ég hvað hann var stoltur af fyrsta bflnum sfnum og svona eins og hálf feiminn við að veita sér þennan munað. Það var líka dálítið sérstakt hvemig hann umgekkst bflinn sinn. Hann var eiginlega notaður meira til spari og hjólaði Ami jafnan til vinnu sinnar, ekki síst í krapi og slyddu og stóð þá bfllinn, glampandi fínn, í hlaðvarpanum. Svo á sunnudögum eða á kvöldin klæddu þau hjónin sig uppá og fóm út að keyra. Ekki er hægt að minnast Áma án þess að Snjólaug, kona hans, komi þar við sögu. Hjónaband þeirra var langt og heillaríkt og er mér sérlega minnisstætt hvað Ami var alltaf „skotinn" í konunni sinni. Það er óvenjulegt í löngum hjóna- böndum að þessi sjarmi haldist, fólk fer oftast að líta hvort á annað sem sjálfsagðan hlut, því miður. Ámi og Snjólaug eignuðust þijú böm sem öll em gift og búsett á Akureyri. Þau em öll miklir „Akur- eyringar" í sér eins og foreldramir og hefur sambandið þar á milli allt- af verið sérlega gott. Krakkamir komu í heimsókn af því að þeim fannst það skemmtilegt, ekki af tómri skyldurækni eins og stundum vill verða og oft var líka Qömgt í eldhúsinu hjá þeim og hressilega skipst á skoðunum. Já, nú er skarð fyrir skildi. Við, sem höfum setið í eldhúsinu í Stór- holtinu yfír kaffíbolla og rætt um menn og málefni, vitum, að nú hef- ur sviðið breyst. Ámi situr ekki lengur í stólnum hjá eldavélinni. Svona er þetta og við verðum að sætta okkur við það. Ég kveð Áma Jónsson og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þeim hjónum, það hefur gert mig ríkari. Snjólaug mín. Ég er með hugann hjá þér í dag og veit að þú hefur misst mikið. Við hjónin biðjum al- góðan Guð að gefa þér styrk og sendum þér og þínum okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Steinunn ísfeld Karlsdóttir taldi sig vita nákvæmlega hvað var rétt og rangt í þeim efnum. Ég get ekki minnst svo á ömmu að Dóra komi ekki upp í hugann. Hún bjó alltaf hjá ömmu og þær yoru hvor annarri ómetanlegar. Ömmu var það mikilvægast af öllu að Dóru yrði borgið í lífinu. Hún dó ekki fyrr en sýnt var að Dóra hefði öruggt skjól. Heima hjá þeim var alltaf sérstakt andrúmsloft. Þangað komu afkomendumir og þar var skipst á fréttum. Og amma fylgdist vel með öllum sínum. Mér fannst amma stundum svo- lítið stjómsöm. Mér fannst hún vilja segja mér til um hluti sem ég þótt- ist á þeim ámnum vera fær um að ákveða ein og sjálf. Eftir á að hyggja voru hennar ráð aldrei síðri og eingöngu hugsuð mér til gæfu. Hún hikaði aldrei við að segja okk- ur bamabömunum til með það sem hún trúði að okkur væri fyrir bestu. Hennar Guðsblessun fylgdi okkur ætíð hvert um heiminn sem farið var. Nú er amma farin á bak við móðuna miklu. Ég veit að henni líð- ur vel þar sem hún er núna og ég veit að hún vakir yfír okkur ennþá. Guðrún Dóra Gísladóttir Mig langaði að minnast ömmu minnar með fáeinum orðum. Fyrir okkur yngri kynslóðina sem þekktum ömmu einungis á síðari æviárum hennar var nauðsynlegt að þekkja forsögu hennar til að skilja hana. Amma ólst upp á Bimu- felli á N-Múlasýslu, en Ólafur faðir hennar rak þar stórbú á sinna tíma vísu og var leiðandi í sveitar- og félagsmálum. Amma fékk því á æskuheimili sínu snemma tækifæri á að víkka út sjóndeildarhringinn, einnig með því að fara í kvennaskól- ann á Blönduósi og dvelja síðar í Reykjavík og Akureyri sem var ekki algengt um ungar sveitastúlk- ur í þá daga. Amma var alla tíð stolt af æskuheimili sínu og yljaði sér gjaman í ellinni á minningum þaðan. Ævi ömmu breyttist mikið er hún giftist afa, Jóni Sigmundssyni, 1926 og hófu þau búskap í Gunnhildar- gerði á Fljótsdalshéraði sama ár. í hönd fóru erfíðir tímar í þjóðfélag- inu, sem þau fóru ekki varhluta af, og á þessum árum fæddust 8 böm þeirra og uxu úr grasi. Það verður að segjast að þótt stundum hafí verið þröngt í búi hafi það ekki skipt ömmu meginmáli, því hún byggði hús sitt á bjargi og taldi lífshamingju sína ekki byggjast á jarðneskum eignum, með einni und- antekningu þó. Amma átti dágott bókasafn og kenndi þar ýmissa grasa svo sem Ijóðabóka og rit- safna, að ótöldum bókum um dulræn efni, en hún hafði eins og mörg ættmenni hennar vott af dul- rænum hæfileikum og fór snemma að velta yrir sér stóru lífsgátunni. Okkur bamabömunum duldist ekki hversu víðlesin hún var, enda gat hún auðveldlega rekið okkur á gat án tillits til hvaða próf við höfð- um upp á vasann. Það var alla tíð tekið eftir ömmu þar sem hún var á ferð, enda hafði hún slíka persónu til að bera, var hress í bragði og hafði ávallt eitt- hvað til málanna að leggja. Amma kom ætíð til dyranna eins og hún var klædd og gekk þess enginn dulinn hvaða skoðun hún hafði á mönnum og málefnum þótt fólki hafi ef til vill líkað hreinskilni henn- ar misvel. Undir örlítið hijúfu yfirborðinu var grunnt á stórt hjarta, sem sást best á þvi að hún var ávallt boðin og búin til að hjálpa, ef einhvers staðar bjátaði eitthvað á, og ríkulega samúð hafði hún með þeim sem minna máttu sin. Bar það hjartalagi hennar fagurt vitni að hún kaus að annast yngstu dóttur sína, sem ekki er heii heilsu, meðan kraftar entust. Einnig ól hún upp elsta bamabam sitt eftir að hún var orðin ekkja. Amma kveið ekki dauðanum, enda fullviss um að annað og meira tæki við eftir dauðann, og kveðjum við afkomendur hennar hana og vonum að henni vegni vel á nýjum slóðum. Ina Marteinsdóttir x-wEA/ny TURBO AT KYNNINGARVERÐ KR. 89.900. miðaft við slg. S/H-SKJÁR, SERÍU/PRENTTENGI, STÝRIKERFIOFL OFL 20 MB HARÐUR DISKUR, 1MB MINNI A MÓÐURBORÐI. Skipholti 9 s: 24255 & 622455 SVAR MITT eftir Billy Graham Hvers vegna talar þú ekki meira um kærleikann i prédikun þinni en raun ber vitni? Ef við elskuðum hvert annað meira, held ég að heimurinn mundi batna og vandamál okkar leysast. Já, ég tek undir það að heimurinn mundi batna ef meira bæri á kærleika í stað haturs, öfundar og ágimdar. En mér er spum hvort þú hafír nokkum tíma hugleitt: Hvers vegna er ekki meiri kærleikur í heiminum? Væri nóg að segja fólki að elska hvert annað, mundi heimurinn þegar verða bæri- legri. Hver er meinið? Meinið er það að við megnum ekki að elska eins og okkur ber. Það er einhver brotalöm í mannshjartanu. Við vitum að við ættum að auðsýna meiri elsku en við gemm, en við látum þra við sitja. Þú og ég, við erum eigingjöm í eðli okkar. Við viljum það eitt sem við höldum að okkur henti sjálfum vel. Okkur hætt- ir til að gleyma öðrum og þörfum þeirra. Og þegar hver og einn leitar síns eigin verða átök. Biblían segir: „Af hveiju koma stríð og af hveiju koma bardagar meðal yðar? Af hveiju öðru en af gimdum yðar sem heyja stríð í limum yðar? Þér gimist og fáið ekki. Þér drepið og öfundið oggetið þó ekki öðlast. Þér beijist og stríðið" (Jak. 4,1—2). Það er syndin, segir Biblían, sem veldur því að við erum eigingjöm og ófær um að elska. Við höfum reynt að lifa án Guðs. Það er til aðeins ein varanleg lausn á vanda okkar. Hún er sú að Guð fyrirgefí okkur og gefi okkur nýtt líf. Biblían kallar það „endurfæðingu". Þetta getur þú öðlast ef þú snýrð þér til Krists. Kristur dó á krossinum svo að við hlytum fyrirgefingu, og hann reis upp frá dauðum til þess að gefa okkur nýtt líf. Minning: AmiJónsson Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.