Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 79

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ; LA'UGARDAGUR 25. APRÍL 1987 ' AP Konur við stjórnvölinn I* hóp flugmanna breska flugfé- Heathrow flugvelli í London um lagsins „British Airways" borð í Júmbóþotu. Ljmn, er fór í munu á næstunni bætast 3 konur sitt fyrsta flug sem fullgildur flug- þær Jill Davelin, Wendy Bames maður sl. þriðjudag, er fyrsta og Lynn Barton (frá vinstri talið) konan er fær réttindi í Bretlandi og var myndin tekin nýlega á til að fljúga Boeing 747 þotu. BIFRÓVISION1987 Nemendur í Samvinnuskólanum í Bifröst halda árlega söng- lagakeppni, er þeir nefna Bifróvisi- on. Hefst undirbúningur í janúar þegar kosin er undirbúningsnefnd og tekin er ákvörðun um ýmis at- riði s.s. hvernig sviðsmyndin verður og búningar kynnis og hljómsveitar valdir, en reynt er að hafa slíkt sem frumlegast. í byijun febrúar aug- lýsir hljómsveitarstjórinn eftir keppendum, sem skila inn snældum með því lagi er þeir hyggjast flytja og eru það venjulega þekkt dægur- lög. Hver keppandi fær sér síðan umboðsmann er annast öll sam- skipti við hljómsveitina og auglýsir sinn umbjóðanda grimmt undir listamannsnafni, því enginn má vita hveijir keppendumir em fyrr en keppnin sjálf fer fram. Sá umboðs- maður er þykir hafa staðið sig best fær síðan sérstaka viðurkenningu. Hljómsveit skólans í ár heitir „Skræpótti fuglinn" og er nafnið fengið að láni frá sovéska rithöf- undinum Jerzy Kosinsky. Sveitina skipa þeir Jón A. Freysson, sem einnig er hljómsveitarstjóri, Heiðar I. Svansson, Svanur Kristbersson, Gunnlaugur Kristinsson og Jón Magnússon. Kynnir í ár var Jóhann- es Már Jóhannesson fyrrverandi Samvinnuskólanemi, var hann klæddur sem sjóræningjaforingi og hljómsveitarmeðlimir sem sjóliðar. Sviðið var síðan hannað sem sjó- ræningjaskip. Ahorfendur í salnum skipa dóm- nefndina í hvert sinn og gáfu í þetta skipti dúettinum „The Two Co- bras“, sem Agnes Vala Tómasdóttir og Hrefna Biyndís Jónsdóttir skip- uðu, flest stig. Þær' fluttu lagið „Kyrie", sem þekkt er í flutningi bandarísku hljómsveitarinnar Mr. Mister. Í öðru sæti var Inga Vala Jónsdóttir og í því þriðja Amhildur G. Guðmundsdóttir og Elín Ólafs- dóttir. Hlutu sigurvegamir farand- bikar og glæsilega verðlaunapen- inga. Kynnirinn og hljómsveitarmeðlimir voru hinir vígalegustu. D-listinn er listi FYRIR FRAMTHMIVA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.