Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
81
Morgunblaðið/Nanna Buchert
Málverk Jörundar Jóhannessonar af Reagan og Gorbachev, unnin í oiíu og striga.
Samsýning í Jónshúsi
BORGARAm
FLOKKURim
-flokkur með framtíðt
KOSNINGAVAKA
Til stuðningsmanna
Borgaraflokksins
Viðverðumí
Brautarholti 20 á kosninganóttina.
Jónahúsi, Kaupmannahöfn.
NÚ ER aftur sýning á málverk-
um eftir Jörund Jóhannesson í
félagsheimilinu í Jónshúsi, en
hann hélt hér málverkasýningu
fyrir rúmu ári. Ásamt honum
sýnir nú bandaríska listakonan
Claudia Annette Parke og er þar
um að ræða 9 blekteikningar.
Málverk Jörundar eru átta tals-
ins, unnin í olíu og striga og eru
flest andlitsmyndir heimsfrægra
manna. Af meðfylgjandi myndum
má þekkja Gorbachev og Reagan
og eru þau málverk, sem auðvitað
hanga hlið við hlið á sýningunni,
máluð áður en nokkuð var vitað um
hinn fræga Reykjavíkurfund. Hin
málverkin, sem öll hafa líka í sér
faida ádeilu á heiminn í dag, eru
unnin í vetur hér í Höfn, eitt af
öðru, en þau eru m.a. af Jóhannesi
Páli páfa II., Margareti Thatcher,
Khomeni og Gaddafi.
Jörundur hefur teiknað úti
síðustu sumur og mun bráðlega
Upplýsinga-
stofu náms-
manna
komið á fót
Menntamálaráðherra hefur
falið Háskóla íslands að hafa
forgöngu um og annast starf-
rækslu upplýsingastofu náms-
manna, er hafi það markmið að
veita upplýsingar um innlendar
og erlendar menntastofnanir og
möguleika á framhaldsnámi.
Um skipulagningu upplýsinga-
öflunar og rekstrar stofunnar verði
haft samráð við menntamálaráðu-
neytið, Lánasjóð íslenskra náms-
manna, Félagsstofnun stúdenta,
Stúdentaráð, Samband íslenskra
námsmanna erlendis og Bandalag
Islenskra sérskólanema.
sýna þær myndir hér í borg. Hann
hefur tvisvar haldið sýningar á ís-
landi, báðar í Þrastarlundi, hina
síðari í fyrrasumar. Mun marga
heima fysa að sjá meira af list hans.
Claudia Annette Parke er fædd
og uppalin í New York City og
stundaði þar nám við Art and De-
sign School. Hún hefur tekið þátt
í ljósmyndasýningum í heimaborg
sinni, en sýnir nú blekteikningar
sínar og eru fyrirmyndimar úr dag-
lega líflnu. Vekja myndir hennar
hrifningu og hefur hún selt nokkr-
ar. Claudia setur upp aðra sýningu
í Kaupmannahöfn á næstunni.
— G.L.Ásg.
Opið í kvöld
til kl. 00.30.
lifandi
TONLIST ttHDraL#
Kaskó =SHiiO n
FLUCLEIDA /V HÓTEL
Sjáumst!
Frambjóðendur og studningsmenn
Borgararflokksins.
Laddi með stór-gríniðjuskemmtun ásamt félögum sinum hjá Gríniðj-
unni þeim Eddu Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifssyni og Haraldi
Sigurðssyni.
Dansarar: Birgitte Heide.
Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur
3 réttaður kvöldverður
Skemmtun
Dans til kl. 03. Kr. 2.400.-
ásamt söngkonunni
Ernu Gunnarsdóttur
leikur fyrir dansi
eftir að skemmti-
dagskrá lýkur.
hf
masunouda9a
°ern Z022X.
Góðan daginn!