Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 87 VELVAKANDI ^ SVARAR f SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Svar til Regínu vegna lífsverndarmála Kæra Regína. Af bréfí þínu, sem birtist hér á skírdag, er svo að sjá sem ég hafi valdið þér nokkru hugarvíli með þeirri ákvörðun minni að ganga til liðs við Borgaraflokkinn. En hvers vegna móðgastu svo af þeirri ákvörðun? Jú, ég hef verið einn af forsvarsmönnum Lífsvonar (sem þú átt aðild að), og nú fínnst þér, að ég hafi „bendlað nafn Lífsvonar við lögbrot" (!) með þvi að ég styð flokk Alberts Guð- mundssonar I kosningabaráttunni. Þú tekur ekki minna upp í þig en svo að fullyrða, að hér láti ég tilganginn helga meðalið! Þú átt greinilega erfítt, Regína, vegna alls þessa, og það kveður við ónotalegan tón í bréfí þínu. Helzt vildi ég nú líta fram hjá klaufalegri sneið þinni í minn garð í tilefni af löngu liðnum greinarskrifum mínum um land hinum megin á hnettinum (Chile). Ég fæ ekki séð, hvað það kemur Borgaraflokknum eða lífsvemdarmálunum við. En úr því að þetta skiptir þig máli get ég svo sem bent þér á, að ég hef í mörgum grein- um fordæmt opinskátt grimmdarlega stjómarhætti herforingjastjómarinn- ar í Chile. Lestu t.d. grein mína Harðstjóm hersins í Chile í Tímanum Traustfólk á fram- boðslista Til Velvakanda. Ég undirritaður er búinn að skoða framboðslista sjáifstæðis- flokksins í Reykjavík vel og við hann sé ég ekkert athugavert. Þar er um gott og traust fólk að ræða sem örugglega er betra en t.d. framsóknarmenn þeir sem mikið er hampað um þessar mundir. Ég hef samúð með góðkunningum mínum sem nú hafa yflrgefíð sinn eigin flokk, Sjálfstæðisflokkinn, og með því móti hjálpað andstæðingunum. En Sjálfstaeðisflokkurinn mun standast atlöguna og fylgi hans verður óskert í þessum alþingis- kosningum. Þorgeir Kr. Magnússon 11.9. 1986 eða greinar mínar í Al- þýðublaðinu 8.10. 1976 og Morgun- blaðinu 24.8. 1983. Vonandi sérðu þá, að ég er ekki aðeins skoðanabróð- ir þinn um nauðsyn lagavemdar hinna ófæddu, heldur einnig sammála þér um það, að tilgangurinn, hversu góður sem hann er, getur aldrei helgað illt meðal (sú regla kemur m.a. fram í Heilagri ritningu, sjá t.d. Rómveijabr. 3.8). Þetta er einmitt ein grundvallarástæðan til þess, að ég lít á það sem óréttlætanlegt að eyða lífí mannfósturs, af hvaða ástæðu sem er, ekki aðeins félagslegri, heldur einnig heilsufarslegri, t.a.m. af sk. fósturskaðaástæðu. f hvert sinn, sem læknir tekur lif hins ófædda vegna erfðagalla, fötlunar eða sjúkdóms- smits frá móðurinni, þá er það dæmi um, að tilgangurinn sé látinn helga meðalið. Og slíkt er aldrei siðlegt. En hvað get ég gert til að hjálpa þér með það vandamál, sem heftir nýjast borið að höndum þínum, Regína? Sem sé, að þér fínnst ég bendla nafn Lífsvonar við „lögbrot" Alberts. Nægir þér að vita, að þegar ég gekk til liðs við Borgaraflokkinn, þá gerði ég það ekki sem stjómarmað- ur í Lifsvon, heldur sem einstaklingur? (þá nýkominn af aðalfundi Lifsvonar, þar sem ég gaf ekki kost á mér til endurkjörs í stjómina). Nei, vafalaust nægir það ekki. Þvi að þér virðist fyrst og fremst sviða það hróplega rangiæti, að ég sniðgangi Sjálfstæðis- flokkinn vegna lífsvemdarafetöðu minnar og kjósi í staðinn flokk Al- berts Guðmundssonar, sem þú, kæra Regína, hefur megnustu skömm á. Satt að segja flaug mér í hug, að karlmaður hafi haldið um pennann hjá þér, þegar ég las þinn harða áfell- isdóm. Alltjent fannst mér hann ekki byggjast á þínum kvenlegu, mildu til- fínningum. Hyggur þú, að hórdóms- konan ofsótta, sem Kristur sakfelldi ekki, hefði tekið undir sakfellingu þína yfír Albert Guðmundssyni? Hver emm við að dæma hann sekan um „lög- brot“ — mann, sem hefur ekki einu sinni verið ákærður? Jafnvel Þorsteinn Pálsson dirfist ekki að tala um mistök Inga Bjöms Albertssonar sem „lög- brot“ Alberts, heldur talar hann á þeim nótum, að um „siðferðisbrot" hafi verið að ræða, þótt ekkert verði fullyrt um lagabrot. Þetta minnir á orð Vilmundar „löglegt, en siðlaust". Og vissulega tek ég undir, að fleira er siðlaust en það, sem stríðir á móti lögunum. En það er algert grundvall- aratriði, þegar rætt er um siðferði, að sá einn, sem gerir eitthvað með vitund og vi(ja, getur kallazt sið- ferðilega ábyrgur fyrir því verki. Þú hefur enga forsendu fýrir því, Regína, að bera það upp á Albert, að hann ljúgi, þegar hann segir okkur, að hon- um hafí gleymzt að hugsa út í ávísunina, þegar hann setti nafn sitt undir skattframtal heildsölunnar. Og þá er heldur ekki forsenda til að kalla yfirsjón hans „siðferðisbrot". Við skulum því forðast alla dómhörku, minnug þess, að með þeim dómi, sem við dæmum, munum við dæmd verða. En þér er væntanlega orðið það ljóst, að ég hefði ekki svarizt í bandalagi með Albert Guðmundssyni, ef ég hefði talið, að hann hafí vitandi vits framið lögbrot. Þér virðist þykja vænt um Sjálf- stæðisflokkinn, Regína. Það þótti mér líka í eina tíð, en miklu vænna þykir mér um kenningu kristindómsins og grundvallargildi lífsins. Ég efast um, að þú hafir áttað þig á því, að trú mín leggur mér beinlínis þá skyldu á herðar að lqósa ekki frambjóðendur eins og Friðrik Sophusson, Geir Ha- arde, Sólveigu Pétursdóttur, Svavar Gestsson eða Kvennalistakonumar, sem öll eru andstæðingar tillagna um lagavemd fyrir hina ófæddu. Þú virðir einnig og metur Þorvald Garðar Kristjánsson fyrir áralanga baráttu hans fyrir málstað ófæddra bama. Það geri ég líka, Regfna — betri málsvara líferéttarins get ég ekki hugsað mér. Ég óska honum velgengni og sigurs í sínu kjördæmi í komandi kosningum. En það þýðir ekki, að ég geti kosið flokk hans hér í Reykjavík. Þá styddi ég fremur Jón Baldvin Hannibalsson til að ná öruggu kjöri — vegna hans heilbrigðu afstöðu í fósturvemdarmálum. Það eru málefnin, en ekki flokkur- inn, sem ráða mínu atkvæði. Því kýs ég Borgaraflokkinn, sem einn flokka hefur gert umhyggju fyrir ófæddum bömum að stefnuskráratriði. Og vegna ótta þíns, Regína, við að sú stefna kunni að reynast „orðin tóm“, þegar til kastanna kemur, þá get ég upplýst þig um, að stefnan nýtur ein- drengins fylgis í flokknum og að ég myndi ekki styðja hann stundinni lengur, ef hann stæði ekki við þessi markmið sin. Þess vegna hvet ég þig af heilum hug til að kjósa Borgara- flokkinn nk. laugardag. Með bróðurkveðju á útlíðandi pásk- um. Jón Valur Jensson Borgaraflokkurinn: * Ættarveldið í ís- lenskum stjómmálum 7244-2377 skrifan Borgaraflokksmönnum verður tíðrætt þessa dagana um valdið. Tala þeir um „flokkseigendaklíku" Sjálfstæðisflokksins og „ættarveld- ið“ í Sjálfstæðisflokknum og segja að stofnun Borgaraflokksins sé andsvar við þessu „valdi". Hámark alls þessa segja þeir svokallaða „að- för“ að Albert Guðmundssyni. En lítum á þetta nánar. Við stofnun Borgaraflokksins er risið upp eina raunverulega ættarveldið í íslenskum stjómmálum. Fjölskylda Alberts Guðmundssonar er þar í lykilstöðum strax í upphafi sögu flokksins. Þessi fjölskylda hefur ekki verið kosin til forystu í flokkn- um, ekki einu sinni að nafninu til. Nei, flokkurinn er beinlínis stofnað- ur utan um hana. Fyrst kemur Albert, „fómarlamb valdsins", og svo kemur Helena dóttir hans. Ingi Bjöm sonur hans er í framboði á Vesturlandi og fleiri frændur Qöl- skyldunnar em á listum. Og hvað snertir „klíku" þá eru listamir mik- ið til samsettir af nánum vinum fjölskyldunnar. Hvemig stendur á því að „flokks- eigendaklíkan" í hinum formlega óstofnaða Borgaraflokki er ekki til umræðu heldur aðeins ímyndaðáf"' „flokkseigendaklíkur" annarra flokka? Er hún kannski hafín yfir gagnrýni á sama hátt og Albert Guðmundsson? Talað er um „rússn- eska" kosningu Þorsteins Pálssonar á síðastliðnum landsfundi sjálfstæð- ismanna. En hvað er þá persónu- dýrkun á Albert Guðmundssyni? Albert virðist telja sig fómarlamb valdsins þegar einhver annar beitir því en hann sjálfur. Það verður gaman að sjá hvemig hann og „flokkseigendaklíkan" hans bregð- ast við þegar þar að kemur að einhver veitir þeim andstöðu í Borg- araflokknum. Við skulum heldur ekki gleyma því að „aðförin" að Albert Guð- mundssyni skapaðist upphaflega af því að átrúnaiðargoðið vildi ekki segja af sér tímabundið meðan mál þess væri í rannsókn. H h HOTEL & TOURISM H STUDIES IN H SWITZERLAND FOUNDED 1959 HOSTR ^ Prófskírteini f lok námskeiðs. Kennsla hefst 23. ágúst H og fer hún fram á ensku. 1. 21/z árs fullnaðarnám í hótelstjórnun H 2. 9 mánaöa alþjóölegt feröamálanámskeiö viðurkennt H af IATA/UFTAA. Fullkomin fþróttaaöstaða, sórstaklega til skíða- og H tennisiðkunar. . , Skrifið til að fá ítarlegri upplýsingar til: ^ HOSTA; CH-1854, Leysin H Sími: 9041/25-34-18-14 — Telex 456-152 crto ch HHHHHHHHHHHH H H H H H Heimsending- arþjónusta Hafsjór góðra rétta dagognótt ‘kimj Ármúla 34, sími 31381.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.