Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 92

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 92
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Stöð 2 með skoðana- .könnun á “kjörstað STÖÐ 2 verður með skoðana- könnun við kjörstaði í Reykjavík og á Reykjanesi fram eftír degi í dag. Kjósendur verða spurðir um það hvaða flokki þeir hafi greitt atkvæði sitt og einnig verður spurt um hvort menn vilji leyfa sölu á áfengum bjór hér á landi. „Við munum birta niðurstöður könnunarinnar í kvöldfréttatíma kl. 19:30 og hafa þær til hliðsjónar í fyrstu kosningaspá í kosningasjón- varpi um kvöldið," sagði Páll ■ 3£agnússon fréttastjóri. Þeir sem taka þátt í könnuninni fá atkvæðaseðil og merkja við þann flokk sem þeir greiddu atkvæði sitt og skila í kjörkassa. Könnunin verð- ur gerð við 10 kjörstaði og má vænta þess að þátttakendur skipti þúsundum. Rússneskt njósnadufl á Ströndum RÚSSNESKT fjarskiptadufl fannst í Rekavík á Horn- ströndum í vikunni. Gylfi Geirsson, sprengjusérfræð- ingur Landhelgisgæslunnar, kannaði duflið í gær og gekk frá því til flutnings. Það var síðan flutt með þyrlu Varn- arliðsins til nánari skoðunar hjá Varnarliðinu. Gylfí sagði að þetta dufl væri frá rússneskum kafbáti og hefðu svona dufl áður fund- ist rekin hér við land, síðast við SkarðsQöru fyrir tveimur árum. Gylfí sagði að duflið væri um það bil 2 metrar á lengd og 60 cm í þvermál. LjÓ8mynd: Gylfí Geirsson Vamarliðsmenn skoða rússneska „njósnaduflið", sem fannst í Rekavík á Ströndum. Múrarafélag ^Reykjavíkur: Samning- arnir sam- þykktir FJÖLMENNUR félagsfundur í Múrarafélagi Reykjavíkur sam- þykktí í gær nýgerða kjarasamn- inga við vinnuveitendur með miklum meirihluta eða 71 at- kvæði gegn 16. Tveir seðlar voru ^uðir. Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélagsins, sagði að samning- amir fælu í sér 12,8% hækkun á ákvæðisvinnu frá og með 1. apríl. Áfangahækkun kemur 1. október, eins og í samningum ASÍ og VSÍ, en samningurinn gildir til 31. des- ember. Þá varð samkomulag um útfærslu á vinnusvæði og verður nú allt Stór-Reykjavíkursvæðið eitt vinnusvæði. Þá fylgja samningnum bókanir varðandi ýmis atriði. TF-KEM varð bensínlaus Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fluttí i fyrradag Egilsstaða- flugvélina TF-KEM af nauðlendingarstað í Smjörfjöllum til Vopnafjarðar, þar sem vélin var rannsökuð og tekin í sundur. Myndin var tekin þegar þyrluáhöfnin var að festa taugar á milli þyrlunnar og flugvélarinnar á nauðlendingarstaðnum. Rannsókn flugslysanefndar sýndi að flugvélin var eldsneytíslaus og er það ástæða þess að mótor flugvélarinnar stöðvaðist á leið hennar frá Vopnafirði til Egilsstaða. Sjá frétt á blaðsíðu 40. Vertíðin hefur verið hörmung eftir páska - segir Þórður skipsljóri á Höfrungi II „FISKIRÍIÐ eftir páska hefur verið hrein hörmung. Menn hafa verið að flengjast um allan sjó með netin til að leita að fiski og nánast ekkert fengið. Miðin virð- ast alveg sviðin og full ástæða tíl að fara að huga að þvi, að lofa einhveiju af þorskinum að hrygna áður en við drepum hann. Annars virðist manni lítíl framtíð í veiðunum,“ sagði Þórður Pálmason, skipstjóri á Höfrungi II, í samtali við Morgunblaðið. Er Morgunblaðið náði sambandi við Þórð var hann í Meðallands- bugtinni og sagði að þar væri aðeins vottur af ýsu og þorski. Grindvík- ingamir hefðu allir lagt á Selvogs- bankanum eftir páskastoppið og nánast ekkert fengið. Einn bátur hefði verið með 14 tonn, þar af helming ýsu og annar með 9. Hinir hefðu verið með 3 til 5 tonn. Á föstudag virtist þetta ekkert skárra þó menn hefðu ekki nennt á sjó á sumardaginn fýrsta til að draga. Menn hefðu ekki séð að það borg- aði sig og því flestir dregið hörmungina tveggja nátta. „Við verðum að lofa einhveiju af þorskinum að lifa,“ sagði Þórð- ur. „Nú drepur hann hver sem mögulega getur og því stefnir í það, að trollið verði notað til að taka síðustu tittina. Ef þetta er stofninn, sem Jakob Jakobsson ætl- ar að láta vaxa upp, lízt mér ekki á blikuna. Mér virðist sem það megi afskrifa Selvogsbankann sem veiði- og hrygningarsvæði. Þangað kemur varla nokkur þorskur og því þarf að friða svæðið betur. Þetta er þvi miður ekkert spennandi leng- ur,“ sagði Þórður Pálmason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.