Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 92
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Stöð 2 með skoðana- .könnun á “kjörstað STÖÐ 2 verður með skoðana- könnun við kjörstaði í Reykjavík og á Reykjanesi fram eftír degi í dag. Kjósendur verða spurðir um það hvaða flokki þeir hafi greitt atkvæði sitt og einnig verður spurt um hvort menn vilji leyfa sölu á áfengum bjór hér á landi. „Við munum birta niðurstöður könnunarinnar í kvöldfréttatíma kl. 19:30 og hafa þær til hliðsjónar í fyrstu kosningaspá í kosningasjón- varpi um kvöldið," sagði Páll ■ 3£agnússon fréttastjóri. Þeir sem taka þátt í könnuninni fá atkvæðaseðil og merkja við þann flokk sem þeir greiddu atkvæði sitt og skila í kjörkassa. Könnunin verð- ur gerð við 10 kjörstaði og má vænta þess að þátttakendur skipti þúsundum. Rússneskt njósnadufl á Ströndum RÚSSNESKT fjarskiptadufl fannst í Rekavík á Horn- ströndum í vikunni. Gylfi Geirsson, sprengjusérfræð- ingur Landhelgisgæslunnar, kannaði duflið í gær og gekk frá því til flutnings. Það var síðan flutt með þyrlu Varn- arliðsins til nánari skoðunar hjá Varnarliðinu. Gylfí sagði að þetta dufl væri frá rússneskum kafbáti og hefðu svona dufl áður fund- ist rekin hér við land, síðast við SkarðsQöru fyrir tveimur árum. Gylfí sagði að duflið væri um það bil 2 metrar á lengd og 60 cm í þvermál. LjÓ8mynd: Gylfí Geirsson Vamarliðsmenn skoða rússneska „njósnaduflið", sem fannst í Rekavík á Ströndum. Múrarafélag ^Reykjavíkur: Samning- arnir sam- þykktir FJÖLMENNUR félagsfundur í Múrarafélagi Reykjavíkur sam- þykktí í gær nýgerða kjarasamn- inga við vinnuveitendur með miklum meirihluta eða 71 at- kvæði gegn 16. Tveir seðlar voru ^uðir. Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélagsins, sagði að samning- amir fælu í sér 12,8% hækkun á ákvæðisvinnu frá og með 1. apríl. Áfangahækkun kemur 1. október, eins og í samningum ASÍ og VSÍ, en samningurinn gildir til 31. des- ember. Þá varð samkomulag um útfærslu á vinnusvæði og verður nú allt Stór-Reykjavíkursvæðið eitt vinnusvæði. Þá fylgja samningnum bókanir varðandi ýmis atriði. TF-KEM varð bensínlaus Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fluttí i fyrradag Egilsstaða- flugvélina TF-KEM af nauðlendingarstað í Smjörfjöllum til Vopnafjarðar, þar sem vélin var rannsökuð og tekin í sundur. Myndin var tekin þegar þyrluáhöfnin var að festa taugar á milli þyrlunnar og flugvélarinnar á nauðlendingarstaðnum. Rannsókn flugslysanefndar sýndi að flugvélin var eldsneytíslaus og er það ástæða þess að mótor flugvélarinnar stöðvaðist á leið hennar frá Vopnafirði til Egilsstaða. Sjá frétt á blaðsíðu 40. Vertíðin hefur verið hörmung eftir páska - segir Þórður skipsljóri á Höfrungi II „FISKIRÍIÐ eftir páska hefur verið hrein hörmung. Menn hafa verið að flengjast um allan sjó með netin til að leita að fiski og nánast ekkert fengið. Miðin virð- ast alveg sviðin og full ástæða tíl að fara að huga að þvi, að lofa einhveiju af þorskinum að hrygna áður en við drepum hann. Annars virðist manni lítíl framtíð í veiðunum,“ sagði Þórður Pálmason, skipstjóri á Höfrungi II, í samtali við Morgunblaðið. Er Morgunblaðið náði sambandi við Þórð var hann í Meðallands- bugtinni og sagði að þar væri aðeins vottur af ýsu og þorski. Grindvík- ingamir hefðu allir lagt á Selvogs- bankanum eftir páskastoppið og nánast ekkert fengið. Einn bátur hefði verið með 14 tonn, þar af helming ýsu og annar með 9. Hinir hefðu verið með 3 til 5 tonn. Á föstudag virtist þetta ekkert skárra þó menn hefðu ekki nennt á sjó á sumardaginn fýrsta til að draga. Menn hefðu ekki séð að það borg- aði sig og því flestir dregið hörmungina tveggja nátta. „Við verðum að lofa einhveiju af þorskinum að lifa,“ sagði Þórð- ur. „Nú drepur hann hver sem mögulega getur og því stefnir í það, að trollið verði notað til að taka síðustu tittina. Ef þetta er stofninn, sem Jakob Jakobsson ætl- ar að láta vaxa upp, lízt mér ekki á blikuna. Mér virðist sem það megi afskrifa Selvogsbankann sem veiði- og hrygningarsvæði. Þangað kemur varla nokkur þorskur og því þarf að friða svæðið betur. Þetta er þvi miður ekkert spennandi leng- ur,“ sagði Þórður Pálmason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.