Morgunblaðið - 03.06.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 03.06.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 SKÁLDKONA GÖMLU GCHDU DAGANNA Hundrað ár liðin frá fæðingu Guðrúnar frá Lundi Guðrún frá Lundi Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðrún frá Lundi fæddist í Fljótum norður 3. júní 1887. Því eru í dag liðin hundrað ár frá fæðingu hennar. Framan af ævi var hún húsfreyja í sveit. En miðaldra fluttist hún til Sauðárkróks þar sem sögur hennar urðu til. Að vísu hafði hún á unglingsaldri sett saman sögur og urðu þá þegar til drög að því er síðar varð. En skipu- leg ritstörf hóf hún ekki fyrr en á miðjum aldri. Meðal skálda, sem voru jafn- aldra Guðrúnu, má nefna Stefán frá Hvítadal. En hann hafði lengi hvílt í gröf sinni þegar Guðrún komst í hóp rit- höfunda. Gunnar Gunnarsson var tveim árum yngri en Guð- rún. Hann hafði líka samið öll sín helstu verk áður en Guðrún hófst handa við ritstörfin. Fimmtíu og níu ára var Guð- rún orðin þegar fyrsta bók hennar, Dalalíf, kom út. Eigi að síður átti hún þá merkilegan og ótrúlega langan ritferil fyrir höndum því eftir það kom frá henni bók á ári, allt fram á elli- ár. Dalalíf varð fimm bindi alls, stórverk að umfangi. Meðal annarra verka Guðrúnar má nefna sagnabálkana Tengda- dótturína, Stífðar fjaðrir og Utan frá sjó, hvert um sig þijú bindi. Þegar fyrsta bindi Dalalífs kom út 1946 var Guðrún frá Lundi vitanlega óþekkt með öllu. Ekki hafði hún heldur að- gang að neinum sem greitt gæti götu hennar til viðurkenn- ingar eða skapað henni álit. Bókaútgáfa hafði um nokkurra ára skeið staðið með þvílíkum blóma að ný íslensk skáldsaga sætti ekki verulegum tíðindum ef enginn vissi deili á höfundin- um. Má með sanni segja að á þessum árum væri margur kall- aður en fáir útvaldir. Eins og löngum fyrr og síðar snerist bókmenntaumræðan um nokk- ur fræg nöfn. Margur mátti þola að komast aldrei á þann lista þrátt fyrir æmar tilraunir og jafnvel nokkra verðleika. Utgefandi, sem fékk í hendur langt skáldsöguhandrit frá alls- endis óþekktri konu norður í landi, konu sem þar að auki var komin á efri ár og varla til fleiri stórræða líkleg, hlaut því að spyija sjálfan sig hversu margir kynnu að leggja eyra við því sem þess háttar höfund- ur hefði að segja. Svo er sagt að Dalalíf hafí fyrst gengið á milli útgefenda sem leist ekki á að gefa það út. Að rækilegri umhugsun lokinni tók einn þeirra áhættuna og lét prenta bókina. Þar með var teningun- um kastað. Og útgefandinn þurfti ekki að sjá eftir því. Næstu árin seldist fátt betur en bækur Guðrúnar frá Lundi. Ekki þurfti heldur að efast um að þær væru lesnar því engar bækur voru þá meira lánaðar út af söfnum. Guðrún frá Lundi var strax orðin landsfrægt nafn sem auglýsti sig sjálft. Þama var kominn fram íslenskur met- söluhöfundur, í raun hinn fyrsti slíkra. Lesendur skeyttu lítt um álit gagnrýnenda eða annarra þess háttar spekinga á þessum nýja höfundi. Guðrún frá Lundi þurfti ekki að biðjast viðurkenn- ingar til að ná til lesenda. Hún náði strax til þeirra, milliliða- laust. Nú eru liðin ^örutíu ár frá því að Guðrún frá Lundi sendi frá sér sína fyrstu bók. Margt hefur auðvitað breyst á svo löngum tíma, þó nú væri. Því er eðlilegt að spurt sé: Hvaðan kom þessari fullorðnu konu slíkt töfravald sem frá fyrstu tíð heillaði fleiri lesendur en áður vom dæmi til? Hvað olli þessum skjótu viðbrögðum? Hvers vegna varð Guðrún frá Lundi slíkur þjóðarhöfundur sem raun bar vitni? Svörin geta orðið mörg. En ekkert þeirra tæmandi. Víst má telja að margur hafi þóst finna í sögum Guðrúnar hlið- stæður við eigin reynslu og tilfínningar. Guðrún var gædd frásagnarþörf og frásagnar- gleði flestum öðrum fremur. Stíll hennar var alþýðlegur og óþvingaður. Og reyndar furðu hnökralaus. Frásagnarháttur hennar var sömuleiðis látlaus og alþýðlegur. Engan styggði hún með tilgerð eða sérvisku. Frásögn hennar var jafnan ljós og skýr. Auðvelt var að fylgja söguþræði. Söguhetjur Guð- rúnar voru mannlegar og blóðheitar og leyndu hvorki ástríðum né tilfinningum. Eigi að síður gætti skáldkonan þess að vera hvergi berorðari en kynslóð hennar þótti hæfa. Les- andinn varð þó að hafa eitthvað handa eigin ímyndunarafli að glíma við! Þama gafst svigrúm nóg til að lesa milli lína. Stígandi og jafnvel spenna hélt lesandanum hugföngnum frá upphafi til enda. Fólk lifði sig inn í sögumar, fann til með söguhetjunum, gerði örlög þeirra að sínum. Og beið fram- halds með óþreyju. Fyrir kom að lesendur töluðu um örlög söguhetjanna eins og um raun- vemleika væri að ræða: hvað biði þessa, hvað yrði úr hinum og síðast en ekki síst: næðu þau saman? Víst gat tekið á þolin- mæðina að verða að bíða næstu bókar til að fá svar við svo brýnni spumingu. Því ástin var það öðra fremur sem kalla mátti granntóninn í sögum Guðrúnar — með allri þeirri flælq'u sem hún getur af sér leitt, svo sem söknuði, af- brýði, ófullnægðri þrá, og þar fram eftir götunum; sígilt við- fangsefni sem þó má einatt skoða í nýju ljósi. Þó segja mætti að Guðrún kafaði ekki alltaf djúpt í sál- arlíf söguhetjanna fór því ijarri að persónulýsingar hennar væra í sjálfu sér grannfæmis- Iegar eða skáldkonunni væri ekki alvara, hún væri bara að búa þetta til. Þvert á móti lagði hún í frá- sögn sína ósvikinn tilfmninga- hita. Þar mátti greina sanna ást, einlægan söknuð, heita af- brýði; og þrá sem skar til hjartaróta. Enn jók það vinsældir sagna hennar að hún sótti sér efni til umhverfis og tíma sem flestir þekktu: íslensks sveitalífs fyrir daga hraða, hávaða og streitu. Fyrirmyndir mátti auðvitað benda á, innlendar og útlendar. Margt mun Guðrún t.d. hafa lært af eldri höfundum íslensk- um, allt frá Jóni Thoroddsen til Jóns Trausta og Einars H. Kvaran. Erlendar sveitasögur, þar með taldar herragarðssögur frá Norðurlöndum kunna líka að hafa haft á hana nokkur áhrif en þær nutu hér vinsælda á fyrri hluta aldarinnar. Þangað má Guðrún t.d. hafa horft þeg- ar hún lýsti því hvemig manngreinarálit gat blandast saman við ástamálin: Allar vildu meyjamar ganga með stór- bóndasyninum en þar sem aðeins ein hreppti hnossið máttu hinar sitja uppi með söknuðinn en þá var ekki einu sinni víst að hann hefði valið þá réttu sem svo leiddi til áframhaldandi flækju. Þótt bókaútgáfa stæði með blóma, höfundum færi fjölgandi og nýjar stefnur kæmur hér fram á fimmta áratugnum sýn- ist sem Guðrún frá Lundi hafi fyllt upp í einhvers konar óskil- greint tómarúm. Mikið hafði gengið á í þjóðlífínu næstu árin á undan: fyrst kreppa, síðan stríð og hemám og stórgróði, en að því búnu óvissa og þreyta sem jafnan fylgir á eftir spennu. Þegar hér var komið hafði meirihluti þjóðarinnar komið sér fyrir í þéttbýli. En lífið í Reykjavík og öðram þéttbýlis- stöðum var harla ómótað enn sem komið var og — óskáldlegt að ýmsum þótti. Hugurinn var ennþá heima í sveitinni. Með fáum undantekningum vora skáldsagnahöfundar enn að setja saman sveitasögur. Reykjavíkursögur, sem fram höfðu komið, vora teljandi á fíngram. Skírskotanir og líking- ar, svo í mæltu máli sem rituðu, höfðuðu til sveitalífsins. Sveit- ina þekktu allir hvar sem þeir vora búsettir. Sögusvið Guð- rúnar frá Lundi var því bæði kært og kunnuglegt. Sveita- rómantíkin var enn viðvarandi og átti sterk ítök í hugum flestra sem komnir vora af unglingsaldri. Auk þess var hún skjól og afdrep sem flýja mátti til í harðnandi heimi. Viðtökur hlaut Guðrún misjafnar. Bókmenntagagnrýni var þá oft æði máttlaus og marklítil, en gat svo að hinu leytinu verið bæði óvægin og pólitísk. Sumir gagniýnendur settu alla undir sama kvarðann. Það hlaut að verða í óhag höf- undum eins og Guðrúnu frá Lundi. Hún hafði ekki aðstæður til að horfa út frá sjónarhóli heimsborgarans né kynna sér jafnóðum það sem nýjast var í heimslistinni. Hún var alþýðu- höfundur, skrifaði um það eitt sem hún þekkti og fylgdi að flestu leyti smekk sinnar kyn- slóðar. En þar var hún líka vel heima. Sjálf ól hún svo til allan aldur sinn í sama héraðinu. Hún þekkti allar hliðar sveitalífsins. Þar af leiðandi kaus hún að segja frá því. Annað var ekki nærtækara. En þar sem hún skoðaði umhverfí sitt innan frá — með augum heimamannsins — hlaut hún líka að segja frá því sem þar þótti helst í frásög- ur færandi. Um sjálfsagða hluti þurfti síður að fjölyrða. Því ber tilfínningamálin hærra en lífsbaráttuna í sögum hennar, ástina hærra en brauðstritið. Er þá síður en svo að hún gleymi daglega lífínu í sveitinni. Þó Guðrún yrði fyrir harðri gagnrýni hafði það ekki merkj- anleg áhrif á ritstörf hennar. Hún hélt ótrauð áfram á sömu braut, lýsti sem fyrr því sem hún þekkti nánast og valdi sér svipuð söguefni og áður. Verður ekki annað sagt en henni entist vel sögugleðin. Ekki er þó hægt að leggja allar sögur hennar að jöfnu. I raun tókst henni aldrei betur upp en í sínum fyrsta sagna- bálki, Dalalífí. Þar braust fram allur sá framkraftur sem hún hafði bælt með sér fram á miðj- an aldur. Sú saga kom frá hjartanu. Og eins og maðurinn sagði: Það sem kemur frá hjart- anu, það fer til hjartans. Með Dalalífí lagði Guðrún allt undir. Að sjálfsögðu vissi hún ekki fyrirfram hveijar viðtökur sag- an mundi hljóta eða hvort hún kæmist yfírhöfuð á prent. En þegar fyrsta bindi Dalalífs var einu sinni komið út, orðið sölu- bók meira en áður hafði þekkst á landi hér og Guðrún þar með orðin þjóðkunn hlaut slikt að hafa áhrif á vinnubrögð henn- ar: hún var orðin atvinnurithöf- undur. Lesandinn gerðist þar með verkstjóri yfír skáldkon- unni og krafði hana upp frá því um bók fyrir hver jól. Enginn rithöfundur getur orðið við þvílíkum kröfum en um leið haldið sínu striki sleitulaust. Stíl sinn getur hann slípað og skrifað jafn vel og áður. En hann verður að vera meira en mannlegur ef hann á að leggja sál sína að jöfnu í allt sem hann skrifar. Þar skilur á milli þess að lifa til að skrifa; eða skrifa til að lifa. Maeð hliðsjón af af- köstum verður þó ekki annað sagt en Guðrún héldi hug- kvæmni sinni bæði vel og lengi. Séra Helgi Konráðsson, sóknarprestur Guðrúnar á Sauðárkróki, fylgdi Stífðum fjöðram úr hlaði með dálítilli kynningu á skáldkonunni. Þar segir meðal annars: »Ævi hennar hefur verið eins hversdagsleg, skulum við segja, eins og flestra annarra hús- mæðra í sveitum landsins, og umhverfí hennar ávallt verið fremur tilbreytingarlítið. Meira að segja bjó hún allan búskap sinn á afskekktum stöðum, flutti frá heiðarbýli út á ysta annes héraðsins. Sjálf er Guð- rún í eðli sínu fremur hlédræg og ekki mannbiendin. Þegar á allt þetta er litið sætir furðu hve myndríkar sögur hannar era og auðugar af viðburðum.« Lítið fór fyrir skáldkonum í bókmenntunum um það leyti sem Guðrún hóf að senda frá sér bækur. En velgengni hennar hlaut að gefa öðram fordæmi. Næstu árin tóku konur að feta í spor hennar; skrifuðu léttar afþreyingarsögur um tilhugalíf- ið og ástina, bjuggu til óska- heim þar sem lesandinn gat hvílst frá önn hversdagsins. Viðleitni þeirra varð ekki til að auka hróður kvenna í bók- menntunum. Og éngin þeirra náði hylli í líkingu við Guðrúnu frá Lundi. Hún hafði það for- skot sem öðram auðnaðist ekki að ná. Hún var því alveg sér á blaði með samtíð sinni. Guðrún frá Lundi var al- þýðuskáld eins og Sigurður Breiðfjörð rúmri öld áður. Hvort um sig notaði tjáningarform síns tíma. Eins og Sigurður mátti hún þola aðfinnslur kröfu- harðra. Sögur hennar, og umræður um þær, settu svip á sinn tíma. Nú heyrir það allt fortíðinni til. Guðrún frá Lundi þekkti sinn vitjunartíma, flestum öðr- um fremur sem skáld sinnar kynslóðar. I sögum hennar end- urlifði aldamótakjmslóðin vonir sínar og þrár. Og hlaut ef til vill nokkra uppbót fyrir drauma sem höfðu ekki ræst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.